Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 H / <y Pað er eins og þú haftr skroppið út í garð til að ná í soðið, svo ljúffengt og ferskt er frysta grænmetið frá McCain. Fæst í næstu búð—gleðilega máltíð Skartgripir Einstök fegurð og enginn gripur eins Sjaldan hefur dönsk listhönnun risiö hærra en meö verk náttúrunnar steypt 24 karata gullhúöun og þriggja ára er mest um vert. Það eru engír tveir gripir eins. Flora Danica skargripunum. Þú færö meistara- ábyrgö á ótrúlega lágu veröi. Og þaö sem Einkasöluumboó í Reykjavík. FRANCH MICHELSEN ÚRSMlQAMEISrARI LAUGAVEGI 39, SÍMI 28355 REYKJAVÍK Meira um forvamir í læknisfræði: Hlutverk heilsugæslu — eftir Jóhann Ág. Sigurðsson Rannsóknir benda til þess að hér á landi eigi sér stað um 1 milljón samskipta fólks við heimilislækna (heimilis- og heilsugæslulækna) á ári hverju. Starfsfólk á heilsu- gæslustöðvum og læknastöðvum er um 500 talsins en um 5000 manns vinna hins vegar á sjúkra- stofnunum. Engu að síður er um 90% allra vandamála sinnt af þessum fámenna hóp heilbrigðis- kerfisins. Vandamálin í heilsu- gæslunni eru að sjálfsögðu annars eðlis og ekki eins tímafrek eins og inni á stofnunum. Sagt er að styrkur heimilislækn- inga felist einmitt í því hversu marga sjúklinga heimilislæknir- inn sér. Hann fær þannig mjög yfirgripsmikla mynd af vandamál- um fólks og getur, ef honum er það lagið beitt síendurteknum áróðri við skjólstæðinga sina um heilsu- vernd ýmiss konar. Heilsuvernd og forvarnarstarf hefur því alla tíð verið snar þáttur í starfi heim- ilislækna, enda þótt slíkt hafi ekki verið metið í tölulegum einingum. Því hefur verið haldið fram að ábendingar heimilislækna við skjólstæðinga sína á stofu séu mun áhrifaríkari til að breyta lífsstfl viðkomandi til hollara lífernis en allur áróður í fjölmiðlum. Hjarta- og æða- sjúkdómar f Morgunblaðinu birtist nýverið ágætis grein eftir prófessor Þórð Harðarson um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Vísað er til erlendra rannsókna, sem sýna glöggt aukna tíðni kransæðasjúk- dóma og dauða samfara auknum reykingum, háu kólesteróli í blóði og of háum blóðþrýstingi. Þessi áhætta eykst ef þessir þrír vel þekktu áhættuþættir fara saman. Dr. Þorsteinn Blöndal bendir einn- ig á þessi atriði í grein sinni um svipað efni í þessu blaði. Þessar staðreyndir eru nú vel þekktar meðal almennings og heilbrigðis- starfsfólks. Vandinn er nú hins vegar sá að koma í veg fyrir að fólk fái þessa áhættuþætti. Einnig verður að reyna að finna þá sem komnir eru í áhættu og reyna að minnka hana eftir mætti. Þetta verður best gert með aðstoð heilsu- gæslunnar eins og prófessor Þórð- ur og dr. Þorsteinn benda réttilega á. Á yfirgripsmiklu þingi nýverið fjölluðu sérfróðir menn um það hvernig bæri að túlka nýjustu rannsóknir á blóðfitu (kólesteroli) og sérstaklega hvernig meðhöndla skuli einstaklinga með of hátt kól- esterol. Niðurstöður hópsins voru á þann veg, að ekki var mælt með kerfisbundinni hóprannsókn á kól- esteroli. Hins vegar var læknum bent á að mæla blóðfitu með svo- nefndri tilfellaleit, en þá er átt við að mæla kólesterol þegar tækifæri gefst, gjarnan þegar taka þarf blóð eða rannsaka einstaklinginn vegna einhvers annars. Hér er byrðinni sem sagt varpað fyrst og fremst yfir á heimilislækna. Þetta er skiljanlegt, þegar það er haft í huga að allt að 90% allra íbúa hafa samskipti við þá á hverju ári, samtals um 1 milljón samskipta. Þegar miðin eru gjöful og sóknin mikil má vænta aukins afla. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að blóðþrýstingsmælingar, sem gerðar eru af heimilislæknum hjá fólki í heimahúsum eða í rólegu umhverfi eru mun lægri og áreið- anlegri heldur en þær mælingar sem gerðar eru á fólkinu í fram- andi umhverfi á stofnunum. Fólk er nú á tímum orðið mjög meðvitað um það að láta fylgjast með blóð- þrýstingi sfnum og skapar visst aðhald fyrir lækna og aðra að slíkt sé gert sem oftast þegar það kemur til heimilislækna. Ein milljón samskipta á ári er vel til þess fallin að fylgjast með þessum áhættuþætti. Breskar rannsóknir sýna að aukinn áróður heimilislækna gegn reykingum ber verulegan árangur. Hér er átt við að heimilislæknarn- ir noti hvert tækifæri sem gefst til að benda fólki á þessa óhollustu t.d. þegar börn þeirra eru með kvef eða eyrnabólgur, viðkomandi Steinar hf. tíu ára: Hafa gefíð út 143 plötutitla á áratug HljómplÖtufgáfan Steinar hf. er tíu ára um þessar mundir. Á þessum áratug hefur fyrirtækið gefið út 143 titla af hljómplötum sem samsvarar rúmlega 14 plötutitlum á ári að meðaltali. Einnig hafa Steinar hf. haft með höndum einkaumboð fyrir nokkur af stærstu hljómplötufyrir- tækjum heims á þessu tímabili. Steinar hf. minnast þessara Steinar Berg ísleifsson, forstjóri Steina hf., veitir hér móttöku sérstakri viðurkenningu, sem fyrirtækið hlaut á Spáni fyrr á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.