Morgunblaðið - 19.12.1985, Side 82
m
82
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985
flCB/IAm
jf ég man efí'ir þessom stou5. þc.gar
h.ar>n uar eldfjaU."
... að njóta nær-
veru hvors ann-
ars.
TM Reg. U.S. Pat. Off.-all rights reserved
°1985 Los Angeles Times Syndicate
Eru þær allar farnar „Morö-
ið í hjólbörunum", þú
veist...?
Þótti ykkur hljómsveitin of
hávaðasöm.
„ l
HOGNI HREKKVÍSI
Okukennsla í
fjölmiðlum
Mikið er rætt um umferðar-
óhöppin og slysin, sem af þeim
leiða. Þá ber oft á góma sú
„fræðsla", ef það er þá hægt að
nefna hana því nafni, sem fjölmiðl-
arnir veita. Einkum eru það útvarp
og sjónvarp. Á vegum umferðar-
ráðs eru smáþættir í útvarpinu,
sem eiga víst að heita aðvaranir
eða leiðbeiningar til vegfarenda
og þá einkum bílstjóra. Á undan
þeim og eftir virðist þurfa að gera
einhvern hávaða með grammafóni,
en hvort hann á að beina athygl-
inni frá hinu talaða orði veit eng-
inn né heldur hvaða tilgangi hann
á að þjóna. Svo klingir þetta; akið
ekki of hratt, heldur ekki of hægt,
sýnið tillitssemi, spennið beltin og
fleira í þessum dúr án nokkurrar
nánari skilgreiningar á því við
hvað sé átt. Þarna virðist bílstjór-
um vera lagt það á herðar að ráða
ferðinni, sem er raunar alveg rétt
en getur þó verið allflókið og
vandasamt mál, ekki síst fyrir þá
sem litla þjálfun hafa. Um tillits-
semina má skrifa langa grein. Hún
er vandmeðfarin. Sama atvik getur
komið fram sem kurteisi við einn
en dónaskapur við annan og getur
skapað hættu. Þetta vita allir
vanir ökumenn en um það er ekki
hægt að skrifa hér, það yrði of
langt mál. Þá eru það bílbeltin eða
sætisólarnar. Notkun þeirra virð-
ist að áliti sumra manna helst
leysa allan umferðarvanda. Svo er
þó ekki, því miður. Nú á tímum,
þegar verið er að kanna öll mál,
er það nánast furðulegt að ekki
skuli vera látin fara fram athugun
á því, sem þó sumir halda fram,
að þeir sem binda sig aki ekki eins
varlega og þeir sem lausir eru. Vel
getur verið að svo sé enda var
ótæpt auglýst á kostnað bíleigenda
að niðurbindingin væri ódýr líf-
trygging. Fyrr má nú auglýsa en
svona sé.
Sjónvarpið er að sjálfsögðu
myndrænna. Það sýnir okkur
þennan furðulega rallakstur.
Einnig þegar menn eru „heiðraðir"
fyrir að sleppa nokkurnveginn
heilir á leiðarenda. Áhrifarík
kennsla það fyrir unglinga og bíla-
dellumenn. Ekkert er getið um
umferðarfræðsluna i skólunum
eða þá hverjir eigi að kenna hana
þar. Bílaumboð nokkurt fór að
sýna þennan sóðalega akstur í
sjónvarpinu. Það var látið gott
heita þótt hann væri með allt
öðrum hætti en lög og reglur
mæla fyrir um. Varla árangurs-
laus kennslustund það.
JP
Víkverji skrifar
Urklippa úr Þjóðviljanum, sem
send var Víkverja, varpar
spaugilegu ljósi á þá tilhneigingu
blaðamanna hans að kenna ríkis-
stjórninni um allt sem hrjáir
mannfólkið á íslandi nema ef vera
kynni vetrarkvefið. Þessi árátta
gengur eins og rauður þráður í
gegnum fyrirsagnir blaðsins, þær
hinar æsilegri að minnstakosti,
sem dag eftir dag slá því föstu í
undirfyrirsögn ef ekki vill betur
að allar séu þær hörmungar sem
þar séu tíundaðar runnar undan
rótum bölvaðrar stjórnarinnar.
Þetta er orðið svipað og hjá Cato
gamla forðum sem tók upp á því
á gamalsaldri að ljúka öllum
ræðum sínum í senatinu með sömu
brýningunni: „Að Iokum legg ég
til að Karþagó verði lögð í eyði.“
Fyrrnefnd úrklippa geymir upp-
sláttarfrétt af forsíðu Þjóðviljans
sem hermir frá greiðsluerfiðleik-
um nafngreindrar skipasmíða-
stöðvar og botnar ægilanga undir-
fyrirsögn með hinum hefðbundna
boðskap: „Stjórnvöld ábyrg fyrir
stöðunni." Það kostulega er að ef
maður leggur það á sig að lesa
„fréttina" þá kemur á daginn að
þar er hvergi vikið aukateknu orði
að þeirri „ábyrgð" stjórnvalda sem
er rauða dulan í fyrirsagnarlang-
hundinum; ekki fremur en ríkis-
stjórnin væri ekki til!
Ákúrutónninn í fyrirsögnum
Þjóðviljans er sem sagt orðinn
ósjálfráður, rétt eins og viðbrögðin
hjá hausnum, sem sovéski.vísinda-
maðurinn sneið af hundskinninu
, rím árið og fékk siðan til þess að
slafra nréð því að erta tau'gakerfið
'með rafstraumi.
Eins og áður hefur verið vikið
að á þessum vettvangi voru
kvartanir Hafskipsmanna vegna
fréttaflutnings fjölmiðla af öllu
því klandri og brambolti vægast
sagt hæpnar. Á stundum var meira
að segja engu líkara en að tals-
menn félagsins væru jafnvel farnir
að trúa því sjálfir að ef fréttamenn
hefðu einungis getað setið á strák
sínum — ja, þá hefði eiginlega alls
ekki farið sem fór og allt verið í
sómanum þannig séð.
Tónninn var löngum góðlátlegur
satt er það, svona eins og fyrr-
greindir talsmenn væru að ídappa
á kollinn á mönnum og segja:
Ekkert til þess að gera veður útaf,
piltar mínir. Þið eruð bara svona
litlir fjármálamenn, skinnin mín.
En þó ekki alltaf. „Nú er ljóst
að í öllu moldviðrinu síðustu vik-
urnar hafa skuldir hækkað eitt-
hvað,“ var haft eftir fyrrum
stjórnarmanni í blaðaviðtali sem
birtist daginn áður en félagið lýsti
siggjaldþrota.
Moldviðri? Þetta var fárviðri
upp á 13 vindstig ef við verðleggj-
um hvert stig á svo sem hundrað
milljónir.
XXX
En hvað er þá fréttnæmt á ís-
landi ef ekki svona uppákom-
ur? Hvar í veröldinni, þar sem
fjölmiðlar eru á annað borð frjáls-
ir, hefði „Hafskipsmáli" af þessari
stærðargráðu verið stungið undir
stól? . *
Fréttir eru þvfl^jður ekki alltaf
fagnaðartíðindi á borð við glæsi-
sigra íslenskra blómarósa í al-
þjóðlegum fegurðarglímum. Vá-
legu tíðindin eru því miður líka
daglegt brauð. í lýðræðisþjóðfélagi
verða fréttir að auki ekki flokkað-
ar eins og bananar eða agúrkur
og hinum spilltu laumað á haug-
ana en afganginum veifað framan
í fjöldann til marks um ágæti bú-
andans.
Einungis þar sem fjölmiðlun er
eintómur skrípaleikur gerast hlut-
irnir eftir pöntun.
XXX
Einn af hvíslurum þessara
pistla segir að ótrúlega vana-
fastur sóði sé að gera sig gráhærð-
an. Fimm daga vikunnar og nánast
á slaginu tólf rambar piltungur
nokkur götuna framhjá húsinu
þeirra hjóna og afgreiðir umbúð-
irnar utan af kókómjólk inn í
garðinn til þeirra. Getum næstum
sett klukkuna eftir honum, segir
sögumaður beisklega.
Það er að sjá sem strákur verði
sér úti um næringuna í einhverri
sjoppunni á leiðinni heim úr skól-
anum og leggist þá þegar á spen-
ann; og svo fagmannlega er sogið
að guttinn er alltaf nákvæmlega
búinn að innbyrða síðasta dropann
af glundrinu þegar hann er stadd-
ur nákvæmlega fyrir miðju lim-
gerðinu hjá aumingja hjónunum.
Þau segja að þau beri að auki
alls ekki við að reyna að tala við
kauða. Þú ættir að sjá á honum
þvermóðskusyipinn, tuldra þau
inrian'um handvörpin. Það et
di;aumeýnin- þeirra áð hann fajíi I
skóianum og fari til sjós.