Morgunblaðið - 19.12.1985, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985
59
PÖNNUKÖKU
TERTAN
Sven Nordqvíst
Ævintýri
um pönnu-
kökutertu
PÖNNUKÖKUTERTAN heitir lit-
myndabók eftir sænska höfundinn
Sven Nordqvist, sem Þorsteinn frá
Hamri íslenzkaði og Bókaútgifan
Iðunn hefur gefið út.
í fréttatilkynningu frá Iðunni
segir, að þetta sé ævintýri í máli
og myndum um karlinn Pétur og
köttinn Brand. Brandur á afmæli
þrisvari á ári og þá snæða þeir
félagar pönnukökutertu í tilefni
dagsins. Einn slíkan afmælisdag
fer allt úr skorðum en þeir félagar
yfirstíga allar hindranir og snæða
sína afmælistertu.
Næturbókin
KOMIN er út hjá Iðunni ný lit-
myndabók eftir finnsku höfundana
Mauri og Tarja Kunnas í þýðingu
Þorsteins frá Hamri.
Bókin er í stóru broti og lit-
prentuð. Segir frá því sem gerist
á nóttunni þear flestir sofa. Þá fer
t.d. Kalli blaðberi á kreik, Slembir
slökkviliðsmaður er á ferðinni,
sinna þarf frú Fjólu flóðhesti sem
liggur á sjúkrahúsi og hr. Rútur
gengur steinsofandi um stræti
borgarinnar, segir í fréttatilkynn-
ingu Iðunnar.
NY MYNDBÖND
KOMIN TIL DREIFINGAR
Þessi myndaflokkur veröur tilbúinn til deifingar í dag,
fimmtudaginn 19. desember.
MfTORÐASTIGINN,
A MARRIED MAN
Myndaflokkur í sérflokki á tveim myndböndum.
Aðalhlutverkið leikur hinn virti breski leikari
Anthony Hopkins, sem leikið hefur m.a. í nýjustu
útgáfunni af Uppreisninní á Bounty og Hollywood
Wives.
John Strickland (Anthony Hopkins) er vel liðinn og dugandi
hæstaréttarlögmaður sem stendur á tímamótum, þegar sagan
hefst. Hann hefur nýlega náð 40 ára markinu og í stað þess
aö njóta erfiðis undangenginna ára sem ráösettur og viröulegur
embættismaöur, ákveður hann aö takast á viö ný og krefjandi
verkefni.
Strickland hellir sér útí hringiöu stjórnmálanna og hlýtur kosn-
ingu. Hann leggur allt í sölurnar til aö ná settu marki og er
jafnvel tilbúinn til aö fórna eigin fjölskyldu.
gleymir eiginkonu sinni i hita stjórnmálanna, en leitar jafnframt annaö í leit aö stuðningi og ást. Þessi þrí-
hyrningur veldur því aö Strickland festist í lyga og svikavef sem hann á erfitt meö að losa sig úr.
Málin snúast fljótlega í höndum hans og sér hann enga aðra undankomuleið en aö fremja morö. Taugar hans
eru þandar til hins ítrasta þegar atburöarásin tekur skyndilega óvænta stefnu og allar áætlanir fara úr böndunum.
Aöalhlutverk: Anthony Hopkins, Ciarab Madden, Lise Hildboldt, Clive Francis, Kenneth Farrington, Tracey Childs
og Geoffrey Chater.
Widows2, Ekkjurnar
Fyrri og seinni hluti.
Þrælspennandi sakamálamynd á
tveim myndböndum.
Sjálfstætt framhald af Wídows.
Fjórar ekkjur hafa lokiö ætlunarverki látinna eiginmanna
og rænt brynvarinn peningaflutningabíl í Lundúnum.
Þær komast undan til Brasilíu og lifa í vellystingum í gleöi-
borginni Rio De Janeiro. Kampavíniö flóir og þær Bella,
Linda og Shirley njóta ríkidæmisins til fullnustu á meöan
Dolly, foringi þeirra, skreppur til Lundúna til aö ganga frá
sinum málum. Loksins geta ekkjurnar um frjálst höfuö
strokiö, eöa þaö halda þær. En lífiö er ekki jafnt einfalt
og ekkjurnar telja og martrööin hefst á nýjan leik. Óvæntur
gestur birtist í Rio De Janeiro, staöráöinn í aö murka lífið
úr þessum fjórum konum sem hann telur hafa svikið sig
illilega.
Aöalhlutverk: Ann Mitchell, Maureen O’Farrell, Fiona
Hendley og Debby Bishop.
ÖRLAGAVEFUR, LETTERS TO
AN UNKNOWN LOVER
Systurnar Helen og Agnes búa í Lyon þegar sagan hefst áriö 1943. Þýskir
hermenn hafa Lyon á valdi sínu, enda er Frakkland hernumiö af nasistum.
Franski andspyrnumaöurinn Bernard sleppur úr fangabúöum nasista ásamt
félaga sinum Gervais. Þeir reyna aö komast á flótta til Lyon, þar sem þeir
ætla aö felast í íbúð systranna. En Þjóöverjar veita þeim eftirför og ná aö fella
Bernard, en Gervais kemst til Lyon nær dauöa en lífi. Þar spinnst hinn undar-
legasti örlagavefur meö ófyrirsjáanlegum afleiöingum.
Þetta er hörkuspennandi mynd um stríösátök, ólgu, ástir og innri átök höfuö-
persónanna sem flestar flækjast óafvitandi inn í flókinn örlagavef á hættustund
í miöri heimsstyrjöld.
Aöalhlutverk: Cherie Lunghi, Mathilda May, Yves Beneyton og Ralph Bates.
steÍAorhf
Nýbýlavegi 4, Kópavogi. Sími 45800,
Halló. Viö Hreinn erum báöir dauðskotnir í
næsta vinningi 19 Barbie dúkkum.
Þeir heppnu eiga miöa númer:
3910 - ZfUS ~¥3^52-62.t9-Z ~
7- UbZl' a?3W - /osw/ -
/StJ2*96 ~ W90Z' /ZtoSS-
IZISZI ~ lb?/30 -
/mzy- /Æ73S-- /Z62.6Z
P.s. Eru pabbi og mamma komin á
nýja Toyotu?