Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 Gerður Ævisaga myndhöggvara eftir Elínu Pálmadóttur Æviferill Gerðar Helgadóttur, myndhöggvara, var stórbrotinn. Leið hennar til heimsfrægðar, úr Handíða- og myndlistaskóla Lúðvígs Guðmundssonar til Flórens og Parísar var bæði örðug og grýtt. Erfið einkamál áttu þar hlut að máli. Nánasta vinkona Gerðar, Elín § Pálmadóttir, segir hér sögu hennar af ástúð, virðingu og f mikilli hreinskilni. | Petta er áhrifamikil og vel rituð I. saga um stórbrotinn æviferil mikillar listakonu, sem lést árið i 1975, langt fyrir aldur fram. Elm Rilmadouir Gerður Ævisagi myndböggvara BÓK AUÐVITAÐ ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ, AUSTURSTRÆTI 18, SÍMI 25544. Góð bók gleður Mál og menning Skílníngstréð Hdmsstyrjöld er að ljúka, Reykjavík orðin höfuðstaður lýðveldis, §áimagn hefúr streymt til þessa þorps „sem haíði ekki enn uppburði til að kalla sig borg." Hvert skal halda? er spumingin sem brennur á allra vörum. Þessi vandi snertir Jakob einníg persónulega: Hvaða leið á hann að velja í þessu lífi? Að baki er heímur saggafúllra bragga og harðneskju, upp eru mnnin menntaskólaárin með margvíslegum hugðarefnum og freistingum. En Jakob er líka í KFUM, þar sem séra Friðrik veitir hópí trúaðra hugsjónamanna einstæða leiðsögn. Hann vill hverfa frá braggalífinu, en á hann em líka famar að sækja efasemdir um trúna. Jakob er staddur í sálarháska, og hvergi land í sjónmáli. Skílningstréð er fjórða bindið í uppvaxtarsögu Jakobs; hin íyrri em Undir kalstjömu, Möskvar morgundagsíns og Jakobsglíman. Bækur þessar hafa notið einstakra vinsælda fýrir minnisstæðar mannlýsingar og næman skilning á upplifún æskunnar, auk þess að vera merkilegar heimildir um Iand og þjóð á umbrotatímum. Verð: 1290,- Sælgæti, sykur- neyzla og tannhirða eftir Kristin Björnsson Heilbrigðis- og tryggingarmála- ráðuneytið hefur að undanförnu sent fjölmiðlum pistla, þar sem fjallað er um tannskemmdir og sælgæti. Er ekkert nema gott um það að segja, svo lengi, sem menn halda sig við staðreyndir máls. En það er því miður ekki svo. í Morg- unblaðinu 13. desember er greinar- stúfur um ofangreint efni. Þar segir, að innlend sælgætisfram- leiðsla árið 1984 hafi verið um 1.600 tonn. í samantekt Hagstof- unnar og Félags íslenskra iðn- rekenda segir, að framleiðslan það ár hafi verið 1.277 tonn. Þá segir í greininni, að innflutt sælgæti það ár hafi verið um 1.750 tonn. Sömu heimildir og áður gat segja inn- flutninginn hafa verið 1.669 tonn. Þarna munar samtals 404 tonnum, sem er reiðinnar býsn, því meðal- sælgætismoli er líklega 6—7 grömm. Það er algjör óþarfi að viðhafa rangar tölur hvað þetta varðar. Oft er því haldið fram, að íslend- ingar séu mestu sælgætisætur í víðri veröld. Það er ekki rétt, þó framleiðendur hefðu sjálfsagt ekki á móti að seðja slíkt hungur. Þannig borða Bretar liðlega 13 kíló af sælgæti á mann á ári og Sviss- lendingar, Vestur-Þjóðverjar og Bandaríkjamenn enn meira. Miðað við ofangreindar tölur Hagstof- unnar borða íslendingar liðlega 12 kíló á ári. Einnig þykir við hæfi, þegar svo ber undir, að halda því fram, að íslendingar eigi heimsmet þjóða í sykuráti. Ég skal ekki fullyrða um það, til þess skortir mig saman- burðartölur. En m.a.o., vita menn, hver er stærsti einstaki notandinn á sykri á íslandi? Það er Síldarút- vegsnefnd, þó svo að notkun þeirra hafi minnkað töluvert vegna breyttra verkunarfyrirmæla frá Sovétmönnum, sem kaupa mest alla síldina. Því sykur er nefnilega „Oft er því haldið fram, að Islendingar séu mestu sælgætisætur í víðri veröld. Það er ekki rétt, þó framleiðendur hefðu sjálfsagt ekki á móti að seðja slíkt hung- ur. Þannig borða Bretar liðlega 13 kfló af sælgæti á mann á ári og Sviss- lendingar, Vestur-Þjóð- verjar og Bandaríkja- menn enn meira. Mið- aða við ofangreindar tölur Hagstofunnar borða íslendingar lið- lega 12 kíló á ári.“ notaður í miklu magni við verkun á síldinni, sem síðan er flutt úr landi. Ég leyfi mér að vona, að þegar menn nefna tölur um sykur- neyslu, séu þeir skýrir á þessu. En ég efast hins vegar um það. Ég held nefnilega, að íslendingum sé eignuð sykurneysla einhverra Sovétmanna austur í Rússíá. Það er líka algjör óþarfi. Heildarinn- flutningur á beinum neyslusykri, þ.e. mola- og strásykri, hefur verið í kringum 10.000 tonn undanfarin ár. Það eru ekki mörg ár síðan Síldarútvegsnefnd keypti um og yfir 1.000 tonn á ári, en árið 1984 um 600 tonn. í ágætum morgunþætti Gunn- ars E. Kvaran, fréttamanns, í Ríkisútvarpinu föstudaginn 13. desember sl., fékk hann í heimsókn að mig minnir yfirskólatannlækni, sem vinnur þá sjálfsagt hjá menntamálaráðuneyti. Hefði nú mátt ætla, að yfirskólatannlæknir notaði tækifærið og eggjaði menn, konur og börn lögeggjan og brýndi fyrir þeim mikilvægi tannhirðu. Þétt setinn bekkurinn og föndrað af kappi. Ljósm. Sig.Sigm. Föndrað í Flúðaskóla Syðra-Langholti, 16. desember. SVO SEM víða tíðkast í skólum fyrir jólin tóku kennarar í Flúöaskóla sér frí frá hefðbundinni kennslu einn dag í síðustu viku og helguðu daginn föndurkennslu. Margar mæður og jafnvel ömmur komu og unnu að margs- konar jólaföndri. Þegar fréttarit- ari leit inn í kennslustofurnar mátti sjá marga skemmtilega og smekklega muni sem orðið höfðu til þennan dag. í vetur eru 150 nemendur i Flúðaskóla, en 16 manns koma þar að kennslu í vetur, sumir í hálfu starfi eða minna. Flestum nemendum er ekið í skólann, hvern morgun, en þó eru 12 í heimavist, frá efstu bæjum í Gnúpverjahreppi og Búrfellsvirkj- un, og eru þeir allir í 7.-9. bekk. Jafnaldrar þeirra úr Skeiðahreppi eru einnig við nám í skólanum og svo að sjálfsögðu héðan úr Hruna- mannahreppnum. Skólastjóri Flúðaskóla er Bjarni Hansen. Sig.Sigm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.