Morgunblaðið - 19.12.1985, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985
Góðir dómar
Jóhanna Kristjónsdóttlr, gagnrýnandi Mbl.
Áml Bergmann, gagnrýnandi Þjv.
Eriendur Jónsson, gagnrýnandi Mbl.
Jóhanna Kristjónsdóttlr, gagnrýnandi Mbl.
.Það þarf ekki fleiri orð
fSAFOLD
U pplýsingasky lda
forstjóranna
r _
Olafi Ragnari Grímssyni svarað
— eftir Þórð
*
Asgeirsson
Ég get ekki látið vera að svara
grein Ólafs Ragnars Grímssonar í
Mbl. á þriðjudag um upplýsinga-
skyldu forstjóranna, jafnvel þótt
ég viti að maðurinn er haldinn
óstjórnlegri löngun til þess að hafa
síðasta orðið — eða bara hafa
orðið. Ástæðan er hvernig hann
hagar sínum orðum og skrifum.
I grein sinni byrjar Ólafur á því
að vitna með tilvitnunarmerkjum
í það sem hann sagði á Alþingi 10.
desember sl. Þessi tilvitnun er þó
ekki eins og tilvitnun í sama efni
eins og hún birtist í Þjóðviljanum
14. des. sl. Þetta sýnir væntanlega
starfsstíl Ólafs Ragnars. í „tilvitn-
un“ þeirri sem birtist í Mbl. er
ekki minnst á ummæli Ólafs í
þingræðunni um stórfyrirtæki í
biðsal dauðans sem riðuðu til falls
og væru að verða gjaldþrota. Það
eru þessi ummæli sem ég og fleiri
svöruðu opinberlega og sem Ólafur
er nú að andsvara með því að reyna
að fela þau bak við sakleysislegt
orðalag um að hann hafi nefnt
fyrirtæki „sem hefðu safnað skuld-
um“. Stórmannlegra væri nú að
skýla sér ekki á bak við þinghelgi
og bera ábyrgð á þessum orðum
fyrir rétti, Ólafur Ragnar Gríms-
son.
Annað í Mbl.grein Ólafs Ragn-
ars er í sama „starfsstíl". Hann
segir að ég hafi í grein minni „Sið-
laust tal á Alþingi" viðurkennt að
miklar skuldir séu tengdar rekstri
OLÍS. Með þessu er hann að reyna
að gefa í skyn að ég hafi verið að
tala um skuldir OLÍS þótt öllum
læsum mönnum hafi verið ljóst að
ég var að tala um kröfur ÓLÍS á
aðra, einkum útgerð og fisk-
vinnslu.
Og Ólafur heldur áfram og segir
að ég hafi ákallað pólitíska vald-
hafa til að grípa til björgunarað-
gerða og bjarga stöðu OLIS. Þessa
túlkun Ölafs á mínum orðum getur
hver dæmt fyrir sig. Það sem ég
sagði var þetta: Ef menn eru ekki
búnir að gleyma því að við lifum
á útgerð og fiskvinnslu í þessu
Nú er komin ný bók eftir Andrés Indríðason.
\
Það var tílviljun að Jón Agnar kom ekki í leikfimi fyrr en akkúrat fyrsta apríl.
Hann var búinn að vera í þessum skóla síðan hann flutti frá Eyjum um
áramót, en hinir peyjamir í bekknum voru svo stórir, maður!
Algerir himnastigar. Ekki síst Lilli, Guggi og Högni - félagar í
Svörtu hauskúpunni. Jón Agnar er bara venjulegur - jæja, kannski
eínu númeri of lítiíl... En leikfimikennarinn hélt að hann væri aprílgabb!
Dagurinn verður illgleymanlegur og Jón Agnar þarf að sýna í verki að margur
sé knár þótt hann sé smár - ekki síst eftir að Ragnhiidur, skrautblómið í
bekknum, fer að veita honum eftirtekt...
Bara stælar! er ný unglingabók eftir Andrés Indriðason. Frábærlega
skemmtileg og hress saga um káta krakka.
Bara stælar! Kr. 785.-
Góð bók gleður
Mál og menning
Þórdur Ásgeirsson
„Stórmannlegra væri nú
að skýla sér ekki á bak
við þinghelgi og bera
ábyrgð á þessum orðum
fyrir rétti, Ólafur Ragn-
ar Grímsson.“
landi þá held ég að þar sé um að
ræða fyrirtæki sem alþingismenn
og aðrir eigi að hafa áhyggjur af
og ræða hvernig bæta megi rekstr-
argrundvöll þeirra, þannig að þau
geti skilað hagnaði og greitt skuld-
ir sínar. Það væri a.m.k. að byrja
á réttum enda.
Hverjum er ég að biðja um að
verði bjargað?
Ólafur Ragnar endar yfirklór
sitt í samræmi við fyrirsögn grein-
arinnar. Hann segir að forstjórar
stórfyrirtækja sem safna skuldum
hjá þjóðbönkunum þurfi að sinna
upplýsingaskyldu við fólkið í
landinu. Þetta virðist eiga að skilja
þannig að hver sem er eigi hvenær
sem er að geta bent á hvaða fyrir-
tæki sem er og sagt: „Þið eruð í
biðsal dauðans. Þið eruð að verða
gjaldþrota. Sannið nú fyrir þjóð-
inni að þetta sé ekki rétt“. Ég býst
við því að það séu ekki margir
sammála Ólafi um þessa túlkun á
upplýsingaskyldu.
Ég er hins vegar á þeirri skoðun
að þegar hluthöfum fyrirtækja
hefur verið gerð grein fyrir stöðu
þeirra á aðalfundum, sem haldnir
eru á hverju ári, þá sé æskilegt
að fjölmiðlar fái einnig aðgang að
þeim úpplýsingum.
Eftir því hef ég farið, jafnframt
því sem ársreikningur og árs-
skýrsla þess félags sem ég vinn
fyrir er gert þannig úr garði að
það gefi sem allra skýrasta, sann-
asta og besta mynd af rekstri og
efnahag félagsins. Það er staðfest
með þeirri staðreynd að í fyrra
fékk ÖLÍS sérstaka viðurkenningu
fyrir ársskýrslu sína og nú fyrir
nokkrum dögum fékk OLÍS árs-
skýrsluverðlaun Stjórnunarfélags
íslands, sem er mesta viðurkenn-
ing sem hægt er að fá fyrir að
sinna vel því sem líklega mætti
kalla upplýsingaskyldu forstjór-
anna.
Höfundur er forstjóri OLÍS.
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
i