Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER1985 i 1 ; f * 1 Skynsamleg orð og skætingur Bókmenntir Sigurjón Björnsson Helgi Hálfdanarson: Skynsamleg orö og skætingur. Greinar um íslenzkt mál. Ljóð, Reykjavík, 1985.236 bls. Bók sú sem ég hef hér fyrir framan mig er ein þeirra sem mér er næsta óljúft að fella „dóm“ um. Fremur kýs ég að setjast einhvers staðar með hana í næði og njóta þess sem hún hefur að bjóða, taka við því gagnrýnilaust. Ætli margir kjósi ekki að hafa þann háttinn á, þegar þeir mæta vitrum, fróðum eða listfengum höfundum? Þar sem Helgi Hálfdanarson hefur hlotið drjúggóðan skerf þessara þriggja eiginleika, er sæmst að setjast við fótskör hans til að hlýða á og nema. Og geigur er í vesalingi mínum að eiga að rita um bók sem fjallar um það hvernig ekki skal rita og tala. Þar sem skilmerkilega er bent á hversu skreipt er á hálu svelli móðurmálsins. Hvort mun ekki höfundur glotta, þegar hann horfir á „ritdómarann" hrasa? Eina haldreipið er að treysta því að satt sé það sem hann sjálfur segir (bls. 175), að hann sé „bæði góðviljaður og hjartahlýr". í þessa bók hefur Sigfús Daða- son safnað saman 47 greinum, flestum mjög stuttum, sem Helgi Hálfdanarson hefur ritað í dag- blöð (einkum Morgunblaðið) og tímarit á undanförnum árum. Allar fjalla greinarnar um ís- lenskt mál. Sumar þeirra eru nánast herhvöt til varðveislu tungunnar. í öðrum er bent á mállýti og ambögur. Nokkrar greinar eru einkum til að útskýra og fræða um rétta málnotkun. Loks eru fjórar ritgerðir þar sem höfundur leiðir getum að upp- runa orða, orðasambanda eða orðtaka. í fáeinum tilvikum hafa grein- ar Helga kallað á andmæli eða athugasemdir frá öðrum. Þau andmæli eru ekki birt hér, ein- ungis svör Helga við þeim. Greinar þessar hefur Helgi ritað á árunum 1972—1985. Meira en helmingur þeirra er þó ekki eldri en frá árinu 1980. Vel má vera að fleiri málvöndunar- pistla hafi hann birt í blöðum á þessu árabili. En þó að svo væri ekki sést hér svart á hvítu hversu ótrauður málsvari hann hefur reynst íslenskri málrækt. Er mér til efs að aðrir hafi þar verið mikilvirkari. Er þá ótalið allt annað gagn sem hann hefur unnið íslenskri tungu. Ekki þarf að útmála fyrir þeim sem eitthvað þekkja til skrifa Helga Hálfdanarsonar, hversu skemmtilegur höfundur hann er. Einatt kemur hann lesanda á óvart með hugmyndaauðgi sinni, viturlegri íhygli og smellinni gamansemi. Og hið fagra og list- ræna tungutak hans vekur í senn öfund og aðdáun. Auðvitað finnst mér fáfróðum að Helgi hljóti alltaf að hafa haft rétt fyrir sér í þessum grein- um sínum. Svo hefur þó ekki öllum fundist úr því að þeir risu upp til andmæla. Ekki veit ég hvað þeir sögðu, en af svargrein- um Helga að dæma virðist hann hafa kveðið þá í kútinn eða a.m.k. sýnt þeim fram á að þeir væru honum í raun sammála án þess að vita það. Baráttumál Helga er málrækt. Sem ræktunarmaður vill hann að svo vel sé hlúð að íslenskri tungu að hún vaxi. Til þess að svo verði þarf að rífa burt illgresi og rétta við þá sprota sem hallir standa. Ræktunarmaðurinn þarf að vita hvað er „rétt“ og „rangt“, „gott“ og „illt“ að öðrum kosti verður garður hans aldrei fagur. Um þetta horf virðast ekki allir hafa verið sammála. Helgi vænir suma andmælendur sína um að kjósa fremur sjálfsáinn og sjálf- gróinn akur. Ég gaf í skyn fyrr að ég hefði litinn vilja og litla burði til að andmæla Helga. Þær vesældar- legu tilraunir sem ég gerði runnu út í sandinn. Ég nefni tvö dæmi. í einni grein sinni amast Helgi við notkun orðsins skjár um sjón- varpsgluggann. Þá varð mér hugsað: „Nei, Helgi minn, nú skýst þér þótt skýr sért. Þetta er einmitt prýðisorð." Varla hafði þetta hrokkið út úr mér, er Helgi braut öll mín vopn. Hann minnti á gamankvæði Jóns Helgasonar, en þar segir „Bænd- ur glenntu upp skjáina". Og nú kemur Helgi með lúmska spurn- ingu: „Hversu langt verður þang- að til íslendingar halda að Jón hafi verið að tala um að bænd- urnir hafi opnað sjónvarpið?" Þessi rök fæ ég ekki staðist eink- um þegar ég man eftir „krumm- inn á skjánum". Kannski hugsa börn nú að það sé einhver sjón- varpskrummi? Báðir erum við Helgi gamlir Sauðárkróksbúar. í mínu ung- dæmi var okkur fátt verr gert en vera kallaðir Sauökræklingar. Við vildum kallast Sauökræking- ar. Hvað kemur svo upp úr dúrn- um? Nú rís Helgi upp og segir að það sé að bæta gráu ofan á svart. Fýsir oss e.t.v. að fylla flokk Fjalla-Eyvindar og Arnes- ar, sem frægastir eru allra sauð- krækinga hérlendis? Það er ekki hægt annað en láta sannfærast. Fáum vörnum verður því komið við rökfærslu Helga, enda áhuginn ekki mikill. Fúslega hafna ég með honum „séraguð- mundarkyninu" (skildagatíð í stað viðtengingarháttar), „sokk- rokkismanum" (okkur) og „stiga- mennskunni" (hitastig) og fellst glaður á að sé tveimur deilt í tíu komi út 0,2, en ekki fimm eins og þegar tíu er deilt með tveimur. Þetta og fjölmargt fleira þykir mér gagnleg fræðsla. Eitt get ég þó bent á, sem úrelt er orðið, enda skrifað á því herr- ans ári 1974. Á bls. 38 segir svo: „Engar ráðstefnur eru haldnar til lausnar því brýna viðfangs- efni að gera íslenzka tungu hlut- genga á öllum sviðum nútímalífs, án þess að rofni sifjar hennar við afrek sín á liðinni tíð“. Rétt í þann mund sem þessi orð runnu í gegnum prentverkið gerði sjálf- ur menntamálaráðherra þau ómerk með því að troðfylla Þjóð- leikhúsið af vígdjörfum kross- ferðarriddurum albúnum að berjast fyrir feðratunguna. Vér búum oss því undir betri tíð... Ekki læt ég það henda mig að geta þess að ég hafi ekki rekist á prentvillur í þessari bók, minn- ugur þess að höfundur segir að ritdómari sem svo geri mæli fá- víslega. Enda er það sannast sagna að hæglega geta „gulræt- ur“ leynst á enginu, þó að maður hnjóti ekki um þær. Kjafturinn og góða skapið Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Arild Mikkelsen: Anna frá Suöurey Þýðandi Einar Eyþórsson Útg. Skjaldborg 1985 „Sönn saga um harða lífsbaráttu og litskrúðugt mannlíf á Finn- merkurströndum á fyrra helmingi aldarinnar,“ segir í undirtitli. Og það er ekki of sagt: Anna gamla frá Suðurey sem er að nálgast nírætt hefur lifað viðburðaríku og hrottalegu lífi og skefur ekki utan af því í þessari norsku viðtalsbók eftir Arild Mikkelsen. Hún missir barnung föður sinn — sem var þó líklegast ekki faðir hennar og hrekst á milli fósturfor- eldra, þar sem hún sætir ekki aðeins afleitu atlæti. Hún er lamin eins og harðfiskur fyrir minnstu yfirsjónir — að hennar sögn. Bein- línis beitt pyndingum. Harðlætið sem hún segir að hún hafi verið beitt barn er á stundum svo yfir- gengilegt að erfitt er að kingja því, hvað þá melta það. Tíu ára er hún send til sjós og þegar móðir hennar ætlar loks að taka börn sín til sín, þegar Anna er komin á unglingsaldur, fer það fyrir lítið því að bræður hennar sem ætluðu nú að sjá fyrir búinu farast með stuttu millibili. Anna giftist ung Dankert og þau hefja búskap í Karkafirði, af- skekktum og harðbýlum útkjálka Suðureyjar, hlaða niður börnum og lífsbaráttan verður ekki blíðari þar. Ein stendur hún uppi með hóp af bömum og þau ætlar hún ekki að láta taka frá sér, svo að áfram heldur stríðið hvað sem það kostar. Lýsingarnar eru mergjaðar alla bókina út í gegn og þrátt fyrir illsku út í óblítt hlutskipti, hefur sú fullorðna haldið ótrúlegri kæti og glettni — stundum beizkju blandinni. Hversu nákvæmar og sannar sem lýsingarnar eru skal auðvitað Anna frá Suöurey ekki um dæmt. En bókin er kröftug og heldur athygli frá fyrstu síðu til hinnar síðustu. Þar með er svo sem heldur ekki sagt að Anna gamla nái að öllu leyti samúð og vinsemd lesanda — það er, mín — en hún er þess virði að hún sé lesin. Höfundur hefur ekki unnið efnið nógu vandvirknislega og endur- tekningar eru óþarflega oft. Þýð- ingin virðist hafa tekizt bærilega. / Arnór Sigmundsson Hjónaljóð Þuríöur Bjarnadóttir: Brotasilfur, Ijóö. Arnór Sigmundsson: Ljósgeislar, Ijóö. Utg. Bókaforlag Odds Björnssonar 1985. í hlýlegum formála Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur um þessar tvær litlu bækur segir meðal annars: „Bækurnar ... sem nú eru sendar á markað eru gott sýnishorn af þeirri list, sem iðkuð var nær daglega af alþýðu þessa lands, iðkuð í daglegri önn, iðkuð þegar sorg kvaddi dyra, þegar kvaddir voru samferðamenn og góðir grannar, eða þegar efnt var til mannfagnaðar, þegar gleði, ást og hrifning fyllti huga manna, við þáttaskil árstíða og lífs. Ljóðið var samgróið þjóðinni ort og lært. Ljóðið streymdi eins og svalandi lind og til hugsvölunar orti mikill hluti þjóðarinnar. Flestir létu ljóð sín hverfa í gleymskunnar haf og mörgum var feimnismál að flíka ljóðum, aðrir voru gjöfulli og glöddu samferðamenn með stökum og kvæðum." Þau Þuríður og Arnór voru fædd sitt hvoru megin við aldamót. Þau giftust 1931 og bjuggu að Árbót í Aðaldal megnið af sínum búskap, eða þar til Þuríður lézt fyrir um það bil tólf árum. Það munu hafa verið börn þeirra hjóna, einkum eru tilnefndir tveir synir þeirra sem höfðu áhuga á áð reisa for- eldrum sínum minnisvarða í bók- arformi með því að koma Ijóðunum á prent. Margt er gott um það að segja. Þuríður virðist eftir kynningu að dæma lítt hafa lagt sig eftir að flíka ljóðasmíð sinni og það er einnig áberandi, að hún hefur sett saman Ijóð og stökur í meira mæli á yngri árum en Arnór. Að minnsta kosti ef marka má ársetn- ingar sem eru víðast hvar. An þess að fara út í neina vís- indalega samanburðarfræði eru viðfangsefni þeirra einnig mjög ólík. Megnið af ljóðum Arnórs eru kveðjuljóð, afmælisljóð eða tæki- færisljóð, og sálmar. Þuríður yrkir innhverfar, hún reynir að túlka hugsanir sínar og langanir og gerir það oft á persónuiegan og viðfelld- inn og hljóðlátan hátt. Styttri ljóð hennar eru mörg lipur og bera vott um næma til- finningu fyrir ljóði, hrynjandi og rími. í þeim ljóðum sem eru metn- aðarsamari og sennilega meira unnin er hún mistækari. Fyrsta ljóðið í bók Þuríðar segir sjálfsagt það sem hún ætlaði með þessari ljóðagerð: Ég yrki bara af innri þörf og aöeins fyrir sjálfa mig. Það hefir létt mér lífsins störf og löngum bent á færan stig. Það er mér huggun hörmum í í hretum lífs hið bezta skjól, íafkimanumáégþví ogeinverunni — dýrlegjól. í bók Arnórs eru mörg þekkileg eftirmælaljóð. Sálmar hans sumir eru einfaldir og einlægir. Ég lofa þann guð sem í ljósi býr og lætur sinn kærleik streyma, svo öflugast myrkrið undan snýr íauöaogkaldageima. Að lokum hans guðdómsgeisli hlýr nær glaður í alla heima. Það er virðingarvert að börn sýni foreldrum ræktarsemi og þessar tvær litlu bækur geyma mikið af fögrum hugsunum, ekki rismikinn skáldskap en mjög ein- lægan. Flautan og vindurinn Bókmenntir Siguröur Haukur Guöjónsson FLAUTAN OG VINDURINN Höfundur: Steinunn Jóhannesdóttir Teikningar: Valgarð Gunnarsson Prentverk: Prentsmiöjan Rún sf. Bókband: Bókfell hf. Útgefandi: Námsgagnastofnun. í kynningu segir að sagan hafi hlotið viðurkenningu í samkeppni Námsgagnastofnunar um bækur á léttu lesmáli. Það er staðreynd, að margur drengurinn og nokkrar telpur eiga örðugt með að ná leikni í lestri, fyllast af því minnimáttar- kennd og leiða í skóla, fá jafnvel andúð á bókum, telja að við þær eigi þau ekkert erindi. Því er vel, að til þessa hóps sé hugsað, þeim rétt hönd. Það er gert með þessari bók. Efni velur höfundur í sam- hljóman við forvitni, sem hann veit í brjóstum allra unglinga, það er forvitninni um samband kynj- anna. Steinunn gerir þetta á næman, hugljúfan hátt. Drengur er á leið í skóla: Óveður hrekur hann heim á ný, ekki einan heldur í fylgd bekkjarsystur. Átök hefjast í sálum þeirra, átök milli forvitni, löngunar, sem þau þó ekki þekkja, og óttans við hið ókunna. Þessum línudansi milli bernsku og fullorðins lýsir Steinunn af mikilli fimi, aldrei klúr, heldur af skiln- ingi á að hún er að skrifa fyrir ungt fólk, því til þroska, hjálpa því við að kynnast sjálfu sér. Oft hefir mér fundizt á þetta skorta hjá þeim er skrifa fyrir ungt fólk, það er eins og höfundar haldi að klám og gróft tal séu helzta sölu- vara á torgi æskunnar. Því er gaman að sjá bók sem sannar að til eru höfundar sem þora móti tízkuforskriftinni. Stíll höfundar er léttur og lipur, orðin auðskilin, auðveld reikulum augum. Prentun er skýr, stafagerð mjög góð. Próförk vel unnin. Myndir Valgarðs góðar, falla vel að efni. Að öllu athuguðu, þá er þetta mjög góð bók, líklegt til að hæfa af- bragðsvel því hlutverki, sem henni er ætlað, að vera stirðlæsum til hjálpar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.