Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 45 tingarnar dps hf. X3ð isóknar IHNRSKPHF. I Xrt nianqi hrít stahii næstvt \ wmt vðat Hafskiphfiekur upp Amerikusiglingar • Morgunblaðið/Bjarni n Atlantshafssiglingarnar, eins og þessar tvær ársgömlu heilsíðuauglýsingar ga til kynna. sér mun betur grein fyrir því að í óefni var komið, en Björgólfur, sem staðfastlega trúði því að Atl- antshafssiglingarnar væru bjarg- vættur Hafskips. Hafði fyrirtækið þá frest frá Utvegsbankanum til 15. janúar til þess að stokka spilin upp til að forðast gjaldþroti. Var ákveðið að auka hlutafé Hafskips um 80 milljónir króna, eins og margfrægt er orðið. Þeir sem voru aðalþátttakendur í þessari hluta- fjáraukningu, voru ákveðnir stjórnarmenn Hafskips hf. Veittu þeir hlutafjárloforð sem námu samtals um 75% þeirra 80 milljóna , og Valur Arnþórsson, stjórnarfor- s, þegar þeir vildu sameinast um sem ákveðnar voru á hluthafa- fundi Hafskips þann 8. febrúar sl. Ársreikningar Hafskips 1983 taldirsýna betri afkomu en hún í reyndinni var Þegar þetta var ákveðið lágu ársreikningar ársins 1984 ekki fyrir, en upplýst var á fundinum að tap ársins á sl. ári hefði verið um 55 milljónir króna. Tapið reyndist hins vegar vera 100 millj- ónir. Á þessum hluthafafundi var jafnframt upplýst að mikill hagn- aður væri á TA-siglingunum, þannig að með því að samþykkja 80 milljóna króna hlutafjáraukn- ingu væri eiginfjárstöðu Hafskips borgið. Eru því margir sem telja að forsendur þær sem kynntar voru fyrir hlutafjárútboðinu hafi verið svo hæpnar að' hlutafjárút- boðið standist ekki. Ekki er útilok- að að afkoma fyrirtækisins árið 1983 hafi verið höfð til hliðsjónar hjá einhverjum, þegar hluthafar ákváðu að leggja fjármuni í hluta- fjáraukninguna. Benda sérfræð- ingar á, að það hafi verið misvís- andi, að ekki sé meira sagt, að styðjast við ársskýrslu ársins 1983. Þeir telja að þar sé afkoma fyrir- tækisins á pappírnum raunar gerð mun betri en hún hafi verið. Benda þeir jafnframt á að á sama tíma og ársskýrslur sýndu rekstrar- hagnað hafi eigið fé fyrirtækisins rýrnað. Slíkt geti alls ekki farið saman. Rétt er í þessu sambandi að Ragnar Kjartansson, stjórnarfor- maður Hafskips, sá þegar í desember fyrir einu ári að í óefni var komið og vildi sameiningu við Eimskip. Lárus Jónsson, bankastjóri Útvegs- banka íslands. Útvegsbankinn segir að ekki hafí verið óeðlilegt á sínum tíma að taka hagnaðaráætlanir Haf- skips af TA-siglingunum trúanlegar. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips: Er Eimskip orðið allsráð- andi á markaðnum? vitna til laga um störf og skyldur löggiltra endurskoðenda. í 8. grein laganna segir: „Endurskoðandi sem fær löggildingu samkvæmt lögum þessum, skal vinna svofellt heit: Því heiti ég og legg við dreng- skap minn og heiður að endurskoð- unarstarf mitt skal ég rækja með kostgæfni og samviskusemi í hví- vetna og halda lög og reglur sem að starfi mínu og framkvæmd þess lúta.“ í 10. grein laganna segir enn- fremur: „Áritun löggilts endur- skoðanda á reikningsskii þýðir, nema annað sé fram tekið með árituninni, að reikningsskilin og bókhaldið, sem þau eru byggð á, hafi verið endurskoðuð af honum og að reikningsskilin gefi, að hans mati, glögga mynd af hag og af- komu aðila og að bókhaldið sé bók- fært eftir viðurkenndum bók- haldsreglum." Hvort Helgi Magnússon, endur- skoðandi Hafskips, hefur gætt starfsskyldna sinna skal ósagt lát- ið, en ýmsir viðmælenda minna telja að svo hafi ekki verið. Segja þeir það líklegt að stjórnendur fyrirtækisins hafi viljað geta kynnt hluthöfum sem besta rekstr- arlega mynd. Björgólfur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Hafskips, trúði blint á TA-siglingarnar og taldi þær vera bjargvætt Hafskips en ekki bana- bita. Halldór Guðbjarnarson, bankastjóri Útvegsbankans: Bankinn telur að tap hans vegna Hafskipsmálsins verði um 350 milljónir króna. Valdimar Indriðason, formaður bankaráðs Útvegsbankans: Miklar vangaveltur um hlutverk bankaráðs- manna hafa spunnist í kjölfar Haf- skipsmálsins og útkomu Útvegs- bankans í því máli. Mismunandi skoðanir á því að hafa stjórnarfor- mann í fullu starfi Einn fyrrum stjórnarmanna Hafskips segist telja að þýðingar- mikill vendipunktur í fjármála- sögu Hafskips hafi verið þegar sú breyting varð á stjórn fyrirtækis- ins að stjórnarformaður fyrirtæk- isins, Ragnar Kjartansson, verður stjórnarformaður i fullu starfi. Eðli málsins samkvæmt sitji stjórnarformaður í stjórn sem fulltrúi eigenda fyrirtækisins og hans hlutverk sé fyrst og fremst að gæta hagsmuna eigendanna. Því megi stjórnarformaðurinn ekki eiga lífsafkomu sína undir félaginu, þar sem hann hafi valist til stjórnarformennsku. Hagsmun- ir stjórnarformanns á fullum laun- um hljóti að stangast á við hags- munagæslu hans fyrir félaga sína. Þetta sjónarmið hlýtur þó að orka tvímælis, að ekki sé meira sagt. Erlendis er algengt að stjórn- arformenn séu í fullu starfi hjá fyrirtækjum og einbeiti sér að öðrum verkefnum en daglegri stjórn. Hér á íslandi þekkist þetta einnig og má í því sambandi nefna stjórnarformann Flugleiða, sem er í fullu starfi hjá félaginu og hefur svo verið lengst af frá sam- einingu flugfélaganna. Rekstri haídið áfram í góðri trú Má líklega orða það svo að rekstri Hafskips eftir hlutafjár- aukninguna hafi verið haldið áfram í góðri trú næstu mánuði á eftir, án þess að vitneskja stjórn- enda fyrirtækisins um bullandi tap á TA-siglingunum lægi fyrir, en svo hafa siglingar Hafskips á milli Bandaríkjanna og Evrópu verið nefndar. Tekjuáætlun sem for- svarsmenn fyrirtækisins kynntu Útvegsbankanum í lok maímánað- ar gerði ráð fyrir hagnaði af TA-siglingunum, enda höfðu þær verið helsta afkomuvon forsvars- manna fyrirtækisins frá því þær hófust í októbermánuði fyrir rúmu ári. Tekjuáætlanir fyrirtækisins stóðust nokkurn veginn, en kostn- aðaráætlanir engan veginn. Rekstraráætlunin sem unnið var eftir á þessum tíma var samin seint á sl. ári og þar var gert ráð fyrir lítilsháttar tapi á íslandssigl- ingunum, en miklum hagnaði af Atlantshafssiglingunum. I þessum áætlunum sem lagðar voru fyrir bankann seint í maímánuði eru TA-siglingarnar sagðar hafa skil- að hátt í 30 milljóna króna hagn- aði, þann tíma sem þær voru stundaðar á sl. ári eða frá miðjum október til ársloka. Stjórnendur Útvegsbankans töldu því í maílok að það þyrfti ekki að vera óraun- hæft að reikna með miklum hagn- aði af TA-siglingunum á þessu ári ef árangurinn af siglingunum fyrstu mánuðina var eins og hann var kynntur í áætluninni í maí. Stjórnendur bankans eru í dag . ekki sannfærðir um að hagnaður- inn á siglingunurri hafi verið þessi, á sl. ári, en segjast þó ekkert geta fullyrt þar um, þar sem ekki hafi enn farið fram bókhaldsleg skoðun á rekstrinum. Er talið að óhófleg bjartsýni, en ekki raunsætt mat hafi ráðið ferð þeirra sem stjórn- uðu áætlanagerð fyrir TA-sigling- arnar. Björgólfur er sagður aðal- hönnuður TA-siglinganna — þær hafi verið hans óskabarn. Hann virðist því fremur hafa látið stjórnast af óskhyggju, þegar kostnaðaráætlanir voru gerðar, en raunsæi og gagnrýninni dóm- greind. Er því haldið fram að mönnum hafi átt að vera fullljóst að kostnaður væri hærri, mun hærri, en áætlanir gerðu ráð fyrir, en Björgólfur hafi einfaldlega sagt að kostnaðurinn yrði að vera lægri. Sér til málsbóta hefur Björgólfur það að upplýsingar um kostnað bárust mjög seint og ilia, þar sem þær þurftu að berast frá 15 um- boðsaðilum erlendis, frá fjölda gámafyrirtækja, frá viðhaldsfyrir- tækjum og fleirum. Auk þess benda þeir á, sem stóðu að ákvarð- anatöku um Atlantshafssigling- arnar og trúðu á framtíð þeirra, að tíminn hafi aldrei unnið með þeim í þessu máli, heldur þvert á móti hafi þeir alltaf verið undir mikilli tímapressu og þurft að taka oft á tíðum ótímabærar og þar af leiðandi dýrar ákvarðanir. Svaf Útvegsbankinn á verðinum? Útvegsbankinn hefur verið sak- aður um að hafa ekki fylgst nógu gaumgæfilega með því sem var að gerast í rekstri Hafskips og hafa sofið á verðinum. Stjórnendur bankans segja að þeir hafi ein- faldlega tekið þær upplýsingar sem þeim voru gefnar sem grund- völl fyrir rekstrinum góðar og gildar. Þetta hafi verið nákvæmar rekstrar- og greiðsluáætlanir frá forsvarsmönnum fyrirtækisins, en því miður hafi það ekki komið á daginn fyrr en löngu seinna, að það stóð ekki steinn yfir steini í áætlununum. Stjórnendur bankans segja að þegar um síðustu áramót hafi Hafskip greint frá því að það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.