Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 Skíðalyfta slitnar niður 49 manns slösuðust og þrír alvarlega Frá Reyni Kríkssyni, frétUritara Morgunhlaðsin.s í Randaríkjunum. SKÍÐALYFTA í skíðabænum Keys- tone í Kolorado-ríki í Bandaríkjun- um slitnaði niður á laugardag. Slös- uðust 49 menn, þrír þeirra lífs- hættulega, af 370 sem voru í lyft- unni. Hjól sem knýr lyftuna í efri endastöð gaf sig með þeim afleið- ingum að vírinn slitnaði. Mikil sveifla kom á vírinn með þeim afleiðinum að fólkið féll úr lyftu- stólunum og var fallið 10 metrar. Hinir slösuðu voru fluttir með þyrlum á sjúkrahús í Denver. Flestir fengu að fara heim í gær, nema átta sem slösuðust mikið, þar af þrír sem eru í lífshættu. Talið er líklegt að þetta slys eigi eftir að draga dilk á eftir sér. Margir munu fara í mál við lyftu- fyrirtækið, sem er bandarískt. Öryggiseftirlitið skoðaði öryggis- búnað lyftunnar fyrir mánuði og var ekkert athugavert við hann. Slysið kemur því flatt upp á marga. Mörgum lyftum af sömu gerð hefur verið lokað meðan þær verða athugaðar með tilliti til öryggis. Tvíburabræðurnir frægu, Steve og Phil Mahre, sem hafa verið í fremstu röð skíðamanna, reka skíðaskóla á þessum stað og er þetta einn vinsælasti skíðastaður- inn í Kolorado-ríki. Noregur: Hegða sér eins og olíufurstar Osló, 18. desember. Frá Jan Erik Laure, Tréttaritara Morpinblaósins. NORÐMENN hegða sér eins og olíufurstar í peningamálum, slíkur er fjárausturinn og þegar eigið fé hrekkur ekki til taka þeir lán í næsta banka. Aukningin í einkaneyslu Norð- manna á þessu ári er sprengingu líkust. Samanlagt hafa Norð- menn eytt 234 milljörðum norskra króna (um 12.636 millj- arðar ísl. kr.) í eigin þarfir árið 1985 og er það 6,5 prósentum meira en 1984. Og eitt er víst: Slík aukning hefur ekki orðið í neinu öðru Evrópuríki á þessu ári. Því er ekki að heilsa að Norð- menn hafi unnið fyrir eyðslufé sínu. Þeir taka lán og á þessu ári hafa bankarnir slegið öll út- lánamet: 50 milljarða norskra króna (um 250 milljarða ísl.kr.) hafa Norðmenn tekið að láni til einkaneyslu á þessu ári og er það þrisvar sinnum meira en stjórn- völd gerðu ráð fyrir. Enda spáir Rolf Presthus, fjár- málaráðherra Noregs, erfiðari tímum. Hann telur að þessi gíf- urlega einkaneysla eigi eftir að hafa slík áhrif á efnahagslífið að atvinnuleysi og verðhækkanir verði óhjákvæmilegar. Presthus hefur látið að því liggja að senn verði hertar reglur um útlán banka. í nýlegri könnun kemur fram að Norðmenn noti þúsund norsk- um krónum fleiri í desember en í öðrum mánuðum. Að öllum líkindum er þessi tala of lág. Orðið hefur vart við mikla kaup- gleði í Noregi fyrir þessi jól og reiknað er með að Norðmenn versli fyrir 17,5 milljarða norskra króna (um 94,5 milljarð- ar isl.kr.) nú í desember. Ódýrara bensín AP/Símamynd Viðskiptavinur á bensínstöð í Madríd gerir sigurmerkið þar sem hann bíður eftir að fá til baka. Ríkisstjórnin á Spáni hefur lækkað bensínverð um tæp 7 prósent í kjölfar lækkunar dollars og jarðolíuverðs. Bandaríkjaþing leyfir framleiðslu efnavopna Washington, 17. desember. AP. Bandaríkjaþing hefur gefið hem- um leyfi sitt til að hefja framleiðslu efnavopna á nýjan leik, en það var bannað árið 1969 og hefur ekki verið leyft síðan. Má herinn láta hefja framleiðsluna á næsta fjár- hagsári, sem hefst 1. október 1986. Herinn og Ronald Reagan, forseti, halda því fram að nauðsyn sé á nýj- um efnavopnum til aö vega upp á móti efnavopnabúri Sovétríkjanna. Hins vegar gaf þingið ekki leyfi sitt til frekari tilrauna með eld- flaugar til að skjóta niður gervi- tungl, þrátt fyrir sérstök tilmæli Reagans Bandaríkjaforseta þar um, sem sagði, að tilraunir væru nauðsynlegar til að mögulegt væri að sannfæra Sovétmenn um að banna ætti þessi vopn. Leyfi þingsins fyrir framleiðslu efnavopna er bundið því skilyrði að bandamenn Bandaríkjanna í NATO telji fulla þörf á þeim. Tveir alþjóðasamningar banna fram- leiðslu efnavopna. Reagan forseti og Gorbachev leiðtogi Sovétríkj- anna urðu sammála um það á toppfundinum í Genf í haust að vinna að því að efnavopn yrðu bönnuð með öllu. Ástralía: Fiskiskip taka þátt í að slæða tundurdufl RANNSÓKNARSTOFNUN Konunglega ástralska flotans (RAN) hefur fundið upp nýja aðferð til þess að slæða tundurdufl. Felur hún m.a. í sér, að fjöldi ástralskra togara, fiskibáta og smærri báta verður hagnýttur með litlum fyrirvara í þessum tilgangi, ef þörf krefur. Hér er um það að ræða, að sér- stakur togbúnaður hefur verið hannaður og er hann líkastur tundurskeyti að stærð og lögun. Unnt er að nota hann á litlum skipum gegn tundurduflum, sem segulbylgjur og hljóðbylgjur setja í gang, án þess að skipið, sem dregur togbúnaðinn, þurfi að leggja til rafmagn til aö knýja togtækið. Þessi nýi búnaður er samansett- ur af mjög segulmögnuðum bauj- um og tækjum, sem senda frá sér hljóðbylgjur og unnt er að koma þannig fyrir, að hentar hvaða stærð eða tegund af skipi sem er. Ástralski flotinn heldur því fram, að hljóðbylgjurnar og segulbylgj- urnar, sem þessi nýi búnaður gefur frá sér, séu nógu öflugar og hafi þá tíðni, sem þarf til þess að vekja athygli á hvaða tundurduflahættu sem er. Strandlengja Ástralíu er um 20.000 km löng, en hafnir þar eru tiltölulega fáar. Landið er því mjög viðkvæmt gagnvart tundurdufla- hernaði. Eins og er, þá á landið þó ekki einn einasta tundurdufla- slæðara og á nú í smíðum aðeins tvo tundurduflaveiðara. Framtíðin: Tölvusaumuð föt á staðnum — brúðkaupsferðir til tunglsins Wa.shington, 17. desember. AP. Hafí Heimsframtíðarfélagið í Washington rétt fyrir sér er það ekki langt undan að menn kaupi sér föt á þann hátt að standa fyrir framan upptökuvél en tölva sjái um að sníða fotin á staðnum. Félagið hefur sent frá sér framtíðarspár fyrir jólin um árabil og eru spárnar settar saman af vísindamönnum og spekingum sem skrifa í tímaritið Futurist. Samkvæmt spánni mun tölvan börn í venjulegri stærð heldur innihalda allar upplýsingar um tísku en einnig verði hægt að gefa skipanir á fljótan máta um lit og snið þannig að fötin verði nákvæmlega eftir höfði kaupan- dans. Einnig er spáð nýjungum í sólarlandaferðum: á tuttustu og fyrstu öld munu túristar leita út í geiminn og vikuferðir í geim- stöðvar eða brúðkaupsferðir til tunglsins verða vinsælar meðal almennings. Þá munu börnin kannski verða stærri því foreldr- ar munu nota hormón til að tryggja eðlilegan vöxt barna sinna. Sumir foreldrar munu ef til vill ekki verða ánægðir með nota hormónin til að gera börn sín að fótbolta- eða körfubolta- köppum. Hvað pólitíkina varðar segja spekingarnir að togstreitan milli austurs og vesturs muni réna. Bæði Bandaríkin og Sovétríkin muni draga úr afskiptum af alþjóðamálum og einbeita sér að vandamálum innanlands. Þjón- ustulið á heimilum muni aftur koma til sögunnar — sem tölvu- stýrð vélmenni. Engar áhyggjur þurfi að hafa af orkumálum. Tæknin muni leysa allan vanda, segja spekingarnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.