Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER 1985 i- fólki^Hfirðinum LJOSMYNDIR OG ÆVIÁGRIP SÉRSTÆÐ OG SÍGILD GJAFABÓK Sölustaöur: Austurgata 10, Hafnarfirði. Opiö frá kl. 10—18, en laugardag 21. desember og mánudag 23. desember frá kl. 10—22. Alla daga til jóla má panta bækurnar í síma 50764 og fá heimsendar fyrir jól. TEXTI OG MYNDIR: ÁRNI GUNNLAUGSSON Mannlíf og búseta Bókmenntlr Erlendur Jónsson Eiður Guðmundsson:BÚSKAPAR- SAGA. 144 bls. Skjaldborg. Akureyri, 1985. Þetta er fjórða og síðasta bindið í ritsafni Eiðs Guðmundssonar á Þúfnavöllum og heitir fullu nafni: Búskaparsaga í Skriðuhreppi forna. Réttara væri þó ef til vill: mannlífssaga. Eiður rekur sögu hvers bæjar fyrir sig. Fyrst og fremst telur hann upp bændur og húsfreyjur og þeirra afkomendur, en einnig annað heimafólk ef ástæða þykir til. í þessu síðasta bindi tekur efni þetta þó aðeins yfir fjörutíu síður. Hitt eru nafna- skrár! Eiður hefur verið dæmigerður fræðimaður á alþýðlega vísu. Hann hefur verið gæddur náttúru- legri fræðimannlegri forvitni. Og nógu djarfmæltur var hann til að segja það sem hann vissi sannast og réttast. Vafalaust mislíkar ein- hverjum. Fólk er viðkvæmt fyrir orðstír forfeðra. Eiður hefur haft gaman af að setja saman mannlýsingar. Þar er ekki aðeins málað í svörtu og hvítu, heldur öllum litum. Lífsreynsla Eiðs mátti vera nógu langæ til að kenna honum að hver hefur sína kosti og galla. Frægri konu lýsir Eiður t.d. svo: »Hún var í háu meðallagi á vöxt, nokkuð gildvaxin og holdug, frem- ur stuttleit og full að vöngum og andlitð mjög frítt, svipmótið þung- búið nokkuð, en góðlegt. Hið eina, sem telja mátti henni til lýta var, að hún var ekki laus við dimman roða um kinnar.* Þetta var Vatnsenda-Rósa. Til- greinir Eiður heimildir að lýsingu þessari. Svo er þó ekki alltaf enda líkast til oft farið eftir mörgum og sundurleitum heimildum. Nokkur ýkjubragur er á eftirfar- andi lýsingu og þó hvergi loku skotið fyrir að hún kunni að vera í aðalatriðum sönn — með þeim fyrirvara auðvitað að nokkuð fast er að orði kveðið: »Hann var luramenni hið mesta, rammsterkur, en nautstirður og klunnalegur. Aulalegur í háttum og auðtrúa, ráðvandur til hins ítrasta. Svo næmur var hann, að með ólíkindum var. Hann gat þulið upp stólræður prestanna orðrétt- ar, þó að hann hlýddi á þær einu sinni. Hversdagsgæfur var hann, en versta fól ef hann skipti skapi.« Sá sem svona er lýst, féll frá aðeins fáeinum árum áður en Eiður var í heiminn borinn. Eiður gat því haft þetta eftir kunnugu fólki sem hann hefur hlýtt á í bernsku. En Eiður var fæddur árið 1888. Frásögur hans af sveitungum á 19. öld hafa því ekki gengið í gegnum marga milliliði áður en hann nam þær af vörum fólks. í umsögnum um bændur getur Eiður þess oft, beint og óbeint, hvernig þeim búnaðist. Að öðru leyti er þetta lítil búskaparsaga. Að minnsta kosti er þetta ekki nein búnaðarsaga. Landbúnaður- inn sem atvinnugrein hefur ekki verið kjörsvið Eiðs. Ættfræðin og mannfræðin sitja í fyrirrúmi. Vitanlega hefur rit af þessu tagi langmest gildi fyrir heimamenn. Mannsnafn, sem tengt er kunnug- Ferjuþulur Myndlist Valtýr Pétursson Út er komin hjá Almenna bókafélaginu bókin Ferjuþulur eftir Valgarð Egilsson, mynd- skreytt af Guðmundi Thorodd- sen, ungum og upprennandi myndlistarmanni. Hér verður ekki fjallað um sjálfar þulurnar, nema hvað undirritaður hafi ánægju af að lesa þær, en skáld- skaparmennt sömu persónu er ekki á þann veg, að hann álíti sig þess umkominn að fjalla um á opinberum vettvangi. En ég vil fara nokkrum orðum um teikn- ingar Guðmundar, fyrst og fremst vegna þess að þær komu Vid borö eitt sér í stjórnmálastrókinn og pólitískt púi<): (þeir þrefa um þjóöarbúiö, þetta er aiit svo snúið). Málin gera þeir flókin — meir en þið trúið.— Og maka svo krókinn. Stjórnmálablókin blínir á hériö og núiö. Skipið þaö veltur og hreyfist frá hægri til vinstri til hægri frá vinstri. Fólkiö það hallast — með hreyfingu minnstri — hvaö sem það kallast (það fer eftir félagslegu mynstri). En stöku menn hallast móti er múginn ber aldan — þó sést þetta sjaldan. Um skipið fer skakstur — skrafhreifinn maður er lagstur á bekk, ræðir bíla og akstur: — hann eygi það eigi hvað við eigi ef eldsnöggt! hann beygi. Konan hans kvartar um bakstur — beygiraf: „Égsegi: ég held að ég deyi úr deigi á efsta degi.“ T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.