Morgunblaðið - 19.12.1985, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER 1985
i-
fólki^Hfirðinum
LJOSMYNDIR OG ÆVIÁGRIP
SÉRSTÆÐ OG SÍGILD GJAFABÓK
Sölustaöur: Austurgata 10, Hafnarfirði.
Opiö frá kl. 10—18, en laugardag 21. desember og
mánudag 23. desember frá kl. 10—22.
Alla daga til jóla má panta bækurnar í síma 50764
og fá heimsendar fyrir jól.
TEXTI OG MYNDIR: ÁRNI GUNNLAUGSSON
Mannlíf og búseta
Bókmenntlr
Erlendur Jónsson
Eiður Guðmundsson:BÚSKAPAR-
SAGA. 144 bls. Skjaldborg. Akureyri,
1985.
Þetta er fjórða og síðasta bindið
í ritsafni Eiðs Guðmundssonar á
Þúfnavöllum og heitir fullu nafni:
Búskaparsaga í Skriðuhreppi
forna. Réttara væri þó ef til vill:
mannlífssaga. Eiður rekur sögu
hvers bæjar fyrir sig. Fyrst og
fremst telur hann upp bændur og
húsfreyjur og þeirra afkomendur,
en einnig annað heimafólk ef
ástæða þykir til. í þessu síðasta
bindi tekur efni þetta þó aðeins
yfir fjörutíu síður. Hitt eru nafna-
skrár!
Eiður hefur verið dæmigerður
fræðimaður á alþýðlega vísu.
Hann hefur verið gæddur náttúru-
legri fræðimannlegri forvitni. Og
nógu djarfmæltur var hann til að
segja það sem hann vissi sannast
og réttast. Vafalaust mislíkar ein-
hverjum. Fólk er viðkvæmt fyrir
orðstír forfeðra.
Eiður hefur haft gaman af að
setja saman mannlýsingar. Þar er
ekki aðeins málað í svörtu og hvítu,
heldur öllum litum. Lífsreynsla
Eiðs mátti vera nógu langæ til að
kenna honum að hver hefur sína
kosti og galla. Frægri konu lýsir
Eiður t.d. svo:
»Hún var í háu meðallagi á vöxt,
nokkuð gildvaxin og holdug, frem-
ur stuttleit og full að vöngum og
andlitð mjög frítt, svipmótið þung-
búið nokkuð, en góðlegt. Hið eina,
sem telja mátti henni til lýta var,
að hún var ekki laus við dimman
roða um kinnar.*
Þetta var Vatnsenda-Rósa. Til-
greinir Eiður heimildir að lýsingu
þessari. Svo er þó ekki alltaf enda
líkast til oft farið eftir mörgum
og sundurleitum heimildum.
Nokkur ýkjubragur er á eftirfar-
andi lýsingu og þó hvergi loku
skotið fyrir að hún kunni að vera
í aðalatriðum sönn — með þeim
fyrirvara auðvitað að nokkuð fast
er að orði kveðið:
»Hann var luramenni hið mesta,
rammsterkur, en nautstirður og
klunnalegur. Aulalegur í háttum
og auðtrúa, ráðvandur til hins
ítrasta. Svo næmur var hann, að
með ólíkindum var. Hann gat þulið
upp stólræður prestanna orðrétt-
ar, þó að hann hlýddi á þær einu
sinni. Hversdagsgæfur var hann,
en versta fól ef hann skipti skapi.«
Sá sem svona er lýst, féll frá
aðeins fáeinum árum áður en
Eiður var í heiminn borinn. Eiður
gat því haft þetta eftir kunnugu
fólki sem hann hefur hlýtt á í
bernsku. En Eiður var fæddur árið
1888. Frásögur hans af sveitungum
á 19. öld hafa því ekki gengið í
gegnum marga milliliði áður en
hann nam þær af vörum fólks.
í umsögnum um bændur getur
Eiður þess oft, beint og óbeint,
hvernig þeim búnaðist. Að öðru
leyti er þetta lítil búskaparsaga.
Að minnsta kosti er þetta ekki
nein búnaðarsaga. Landbúnaður-
inn sem atvinnugrein hefur ekki
verið kjörsvið Eiðs. Ættfræðin og
mannfræðin sitja í fyrirrúmi.
Vitanlega hefur rit af þessu tagi
langmest gildi fyrir heimamenn.
Mannsnafn, sem tengt er kunnug-
Ferjuþulur
Myndlist
Valtýr Pétursson
Út er komin hjá Almenna
bókafélaginu bókin Ferjuþulur
eftir Valgarð Egilsson, mynd-
skreytt af Guðmundi Thorodd-
sen, ungum og upprennandi
myndlistarmanni. Hér verður
ekki fjallað um sjálfar þulurnar,
nema hvað undirritaður hafi
ánægju af að lesa þær, en skáld-
skaparmennt sömu persónu er
ekki á þann veg, að hann álíti
sig þess umkominn að fjalla um
á opinberum vettvangi. En ég vil
fara nokkrum orðum um teikn-
ingar Guðmundar, fyrst og
fremst vegna þess að þær komu
Vid borö eitt sér í stjórnmálastrókinn
og pólitískt púi<):
(þeir þrefa um þjóöarbúiö,
þetta er aiit svo snúið).
Málin gera þeir flókin
— meir en þið trúið.—
Og maka svo krókinn.
Stjórnmálablókin
blínir á hériö og núiö.
Skipið þaö veltur og hreyfist
frá hægri til vinstri
til hægri frá vinstri.
Fólkiö það hallast — með
hreyfingu minnstri
— hvaö sem það kallast
(það fer eftir félagslegu mynstri).
En stöku menn hallast móti
er múginn ber aldan
— þó sést þetta sjaldan.
Um skipið fer skakstur —
skrafhreifinn maður er lagstur
á bekk, ræðir bíla og akstur:
— hann eygi það eigi hvað við eigi
ef eldsnöggt! hann beygi.
Konan hans kvartar um bakstur —
beygiraf: „Égsegi:
ég held að ég deyi úr deigi á efsta degi.“
T