Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 44

Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Hitaveita Skuldir Hitaveitu Akureyrar hafa vaxið ár frá ári og nema nú um tveimur milljðrðum króna. Þrátt fyrir það að gjaldskrá hita- veitunnar er ein hæsta á landinu, nálægt þrefalt hærri en í Reykja- vík, hefur ekki tekizt að ná skuld- um hennar niður. Af þessum sök- um hefur Sigurður J. Sigurðsson, bæjarfulltrúi, viðrað þá hugmynd, að Akureyrarkaupstaður selji eignarhluta sinn í Landsvirkjun og leggi andvirði hans fram sem eigið fé til hitaveitunnar. Tilgang- urinn er að ná niður skuldum hita- veitunnar, bæta fjárhagsstöðu hennar og færa nær möguleika á því að lækka heitavatnsverð til viðskiptavina hennar. Landsvirkjun er eign ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrar- kaupstaðar. Eignarhluti Akur- eyrar í Landsvirkjun varð til við yfirtöku eða samruna Landsvirkj- unar og Láxárvirkjunar. Þrír möguleikar virðast fyrir hendi, ef Akureyrarkaupstaður ákveður sölu á sínum eignarhluta: 1) að ríkissjóður auki eignarhluta sinn, 2) að Reykjavíkurborg axli á ný sama eignarhlutfall og til skamms tíma, 3) að Landsvirkjun sjálf yfirtaki eignarhluta Akureyrar- kaupstaðar. Skiptar skoðanir munu um hugmyndir Sigurðar J. Sigurðs- sonar á Akureyri. Þær eru engu að síður athyglisverðar. Aðrar leiðir sýnast lítt færar, að öðru Akureyrar óbreyttu, til að bæta fjárhagsstöðu hitaveitunnar, og skapa skilyrði fyrir lækkandi heitavatnsverði næstu árin. Þess er of sjaldan gætt, þegar opinber eða hálfopin- ber fyrirtæki og stofnanir eiga í hlut, að treysta hina fjárhagslegu undirstöðu, svo þær gagnist betur fólki og fyrirtækjum, sem þjón- ustu þeirra nýtir. Eftir að Sigurður J. Sigurðsson viðraði hugmynd sína hafa málefni Hitaveitu Akureyrar verið mjög til umræðu nyrðra. Sú gagnrýni hefur meðal annars komið fram að verðjöfnunargjald sem hitaveit- unni er gert að greiða, og nema mun um 20 m.kr. ári, skekki rekstrargrundvöll hennar. Rangt sé að Akureyringar, sem borgi svo hátt verð fyrir heitt vatn, greiði í leiðinni niður verð fyrir aðra. Þá hefur verið tæpt á hugsanlegum eignarhluta ríkisins í Hitaveitu Akureyrar með tilvísun til for- dæmis hjá Hitaveitu Suðurnesja. Hér er sýnd veiði en ekki gefin, þó verðjöfnunargjaldið sé vissu- lega umdeilanlegt. Margföldun olíuverðs knúði á um nýtingu innlendra orkugjafa. Við höfum gengið hratt fram í því efni. Viðskiptahalli og skuldastaða út á við gerði það brýnt. Kapp hefur þó stundum verið meira en forsjá. Hugmynd Sigurðar J. Sig- urðssonar er hinsvegar dæmi um viðleitni þeirra, sem hafa vilja hagsýni í farteski til framtíðar. Hagnýtar rannsóknir Ef stöðnun ríkir í atvinnulífi verður lítið svigrúm til kjara- bóta. Aukin framleiðsla, aukinn hagvöxtur, er beinlínis forsenda raunverulegra kjarabóta. Jafnljóst er að ný tækni og ný þekking er undirstaða framfaranna. Við höfum stigið umtalsverð skref fram á við til að nýta árang- ur rannsókna og þróunar á sviði lífefnatækni, rafeindatækni og tölvutækni. Hinsvegar hafa mögu- leikar margs konar nýrra tækni- greina lítt. verið nýttir. Fjölbreyti- legum nytjarannsóknum hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Nefna má tvö dæmi af fjölmörg- um. Hringormatínsla er þungur kostnaðarbaggi fiskvinnslu, sem berst rekstrarlega í bökkum. Samt sem áður hefur fjármagni lítt verið beint til leitar að leiðum nútíma- tækni, það er sjálfvirkum tækjum, til að fjarlægja hringorm úr fisk- flökum. Það starf, sem unnið hefur verið á þessum vettvangi, er góðra gjalda vert. Áherzlan á þetta starf hefur þó engan veginn verið í samræmi við mikilvægi verkefnis- ins. Fiskeldi er ein greiðfærasta leiðin að fengsælli framtíð. Samt hefur rannsókn á því, hvern veg nýta má séríslenzkar aðstæður til fiskeldis, hvergi verið nægar. Mikilvægt er og að byggja betur upp heilbrigðisþjónustu við þessa atvinnugrein. Öflugir opinberir tæknisjóðir hafa verið aflvaki hagnýtra rann- sókna í nágrannalöndum okkar. Arðsemi þeirra er ótvíræð. Þar hefur og atvinnuvegum verið gert kleift að fjármagna og byggja upp eigin rannsóknaraðstöðu. Ríkis- stjórnin steig rétt spor þegar hún ákvað að verja 50 m.kr. til nýsköp- unar í íslenzku atvinnulífi á yfir- standandi ári. Borgarstjórn Reykjavíkur fylgdi þessu framtaki eftir með ákvörðun um að reisa hús til tilraunastarfsemi í lífefna- tækni. Lífefnatækni á líklega eftir að valda jafnmiklum breytingum í atvinnulífi þróaðra þjóða næstu 10-15 árin og framvinda rafeinda- iðnaðar síðastliðin 10-15 ár. Mun fleiri álitlegar rannsóknar- og þróunarumsóknir bárust en hægt var að sinna með 50 m.kr. fjárveitingu í ár. Engu að síður er ráðgerð fjárveiting fjárlagafrum- varps óbreytt að krónutölu, sem í raun þýðir lækkun, vegna verð- lagsþróunar. Þetta ber að harma. Við þurfum að leggja vaxandi áherzlu á hagnýtar rannsóknir í þágu atvinnulífsins. Þær eru máski greiðfærasta leiðin til vax- andi almennrar hagsældar. Og til styrktar efnalegu sjalfstæði þjóð- arinnar. AF INNLENDUM VETTVANGI eftir Agnesi Bragadóttur Atlantshafssig banabiti Hafsl Bjartsýni réð ferðum, en ekki raunsæ áætlanagerð HAfSKíP-HF Hlutafiárútt Nýtt atak h ÚTI ER ÆVINTÝRI segja þeir sem trúað hafa á hlutverk og tilverurétt Hafskips og telja að Eimskip og Sambandið hafi tekið við öllum flutningum til og frá landinu. Einokun flutninga til og frá iandinu sé hafin, þar sem 75 til 80% þeirra verði nú í höndum Eimskips. Annað ævintýri getur byrjað strax á næsta ári segja þeir hluthafar Hafskips, sem ekki eru reiðubúnir að leggja upp laupana, og íhuga nú stofnun nýs skipafélags í þeim tilgangi að veita Eimskip og SÍS samkeppni. Það sem áður virtist algjört aukaatriði, virðist í dag veigamik- ill þáttur — hafnaraðstaðan í austurhöfn Reykjavíkurhafnar. Eimskip telur hana fylgja með í kaupunum, en þeir sem vilja halda möguleikanum á stofnun nýs skipafélags opnum segja hana ekki geta fylgt með í kaupunum. Mark- mið Eimskips með því að ná þeirri aðstöðu og yfirtaka leigusamning Hafskips við Reykjavíkurhöfn, sé einfaldlega að útiloka um ókomna tíð þann möguleika að nýtt skipa- félag geti risið, sem veiti Eimskip samkeppni í einhverri mynd. Eimskip mun að líkindum fá leigusamning til fimm ára við hafnarstjórn Reykjavíkurhafnar og segja forsvarsmenn fyrirtækis- ins að félagið þurfi á þessu svæði að halda á næstu árum. Þröngt sé orðið um aðstöðu félagsins inni í Sundahöfn og samanber nýja út- reikninga sé þörf fyrir vöru- geymsluaðstöðuna við austurhöfn- ina. Svo kunni að fara að félagið reisi nýja vörugeymslu í Sunda- höfn á næstu árum, þannig að þessi aðstaða geti hugsanlega losn- að eftir 5 ár. Stjórnendur Hafskips sáu að í óefni var komið fyrir einu ári Þó að í umfjölluninni hér á eftir verði einkum litið á það sem gerst hefur í málefnum Hafskips eftir miðjan júlímánuð, þegar þeir Hafskipsmenn vöknuðu upp í svitabaði við það að berja augum uppgjör Hafskips fyrstu fjóra mánuði þessa árs, sem leiddi m.a. í ljós bullandi tap á Ameríkusigl- ingum félagsins, þá er óhjákvæmi- legt að líta aðeins lengra til baka í Hafskipssögunni eða til Ioka síðasta árs. Þá var ljóst að afkoma félagsins var ekki sem skyldi, vegna fjöl- margra samverkandi þátta. Þessir þættir voru m.a. missir varnarliðs- flutninganna, verðhrun á töxtum í fslandssiglingum, BSRB-verk- fallið og gengisfelling. Ragnar Kjartansson stjórnarformaður Hafskips gerði sér þá þegar grein fyrir að fyrirtækið stefndi inn í gífurlega rekstrarörðugleika , ef ekkert yrði að gert. Ragnar var strax talsmaður þess að leita eftir samningum við Eimskip, annað hvort með samstarf í huga, eða kaup Eimskips á íslandsrekstri Hafskips og fékk hann samstarfs- menn sína til þess að samþykkja að gengið yrði til viðræðna við Eimskip. Fóru óformlegar viðræð- ur fram við Eimskip, eftir að Út- vegsbankanum hafði verið gerð grein fyrir því að tap ársins yrði að líkindum nálægt 60 milljónum króna. Bankinn hafnaði þá beiðni Hafskips um verulega fyrir- greiðslu, og sagði slíkt ekki koma til greina, nema að auknar trygg- ingar yrðu settar eða að hlutafé fyrirtækisins yrði aukið. Þessar óformlegu viðræður við Eimskip sigldu svo í strand uppúr áramót- um, þegar stjórn Hafskips ákvað að fara aðrar leiðir. Ljóst er að Ragnar varð undir í stjórn Haf- skips þegar þetta var. Björgólfur taldi að Haf- skip gæti ekki keppt við Eimskip nema með því að hasla sér völl á erlendri grund Björgólfur Guðmundsson var þeirrar skoðunar, eins og reyndar fjölmargir Hafskipsmenn, að Haf- skip yrði Eimskip aldrei verðugur keppinautur nema það stækkaði verulega. Hann, ásamt fleirum, benti á að ef svo ætti að verða yrði fyrirtækið að hasla sér völl erlendis, því ekki væru möguleikar á stækkun hérlendis. Því væru Atlantshafssiglingarnar eina von Þær voru ekki litlar væntingarnar ur Hafskips í Morgunblaðinu gefa sterklej Hafskips. Björgólfur var andvígur því að selja Eimskip, en hafði verið talsmaður þess að stofna sérstakt félag um Atlantshafssiglingarnar, til þess að draga úr áhættu sem þessum nýja rekstrarlið fylgdi. Björgólfur vildi fremur fara út í hlutafjáraukningu. Tókst Björg- ólfi með fulltingi þeirra Sveins R. Eyjólfssonar og Páls G. Jónssonar í Pólaris, stjórnarmanna í Haf- skip, að fá því framgengt að ákveð- ið væri að fara frekar út í aukningu hlutafjár en að selja Eimskip. Þetta varð eftir snörp átök við Ragnar, sem sagður er hafa gert Þeir Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, Axel Gísiason, aðstoðarforstjóri SÍS maður SÍS, urðu að lúta í lægra haldi fyrir kaupfélagsveldi Sambandsin stofnun nýs skipafélags með ákvcðnum hiuthöfum Hafskips.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.