Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 -4 Elzta hús franska hverfisins. Gamla ráðhúsið í New Orleans. New Orleans Syðst í Louisiana-fylki stendur New Orleans við sveig einn mikinn i Mississippi-ánni. Franskur Kan- adamaður að nafni Jean Baptiste le Moyne setti á stofn þorp eitt hér árið 1718 og nefndi það eftir þjóðhöfð- ingja Frakklands, Duc d’Orléans. Vegna sveigsins á ánni er borgin í dag oft nefnd „Crescent City“. Þegar komið er flugleiðina til New Orleans sér maður hin miklu mýrlendi sem umlykja borgina og reyndar allan þennan hluta fylkis- ins. Skóglendi og akrar eru allir að meira eöa minna leyti á kafi í vatni og þarafleiðandi er mikill raki yfirleitt í New Orleans. New Orleans er iðnaðar- verzlunar- og samgönguborg. Lega hennar við Mississippi-ána gerir hana að mikilvægum punkti til áfram- haldandi flutninga á varningi með prömmum. Nýlega var haldin heimssýning í New Orleans sem vera átti til þess að draga að meiri viðskipti til borgarinnar, en sýn- ingin tókst ekki sem skyldi og varð töluverður halli af. Hafnargjöld voru og hækkuð nýlega og varð það til þess að töluvert af skipaflutn- ingunum fór til annarra hafna. Það er því ýmislegt sem bjátar á þótt uppbyggingin sé mikil. Um sjötíu prósent íbúanna eru þel- dökkir enda voru hér á árum áður miklar plantekrur sem reiddu sig á þrælahald og eru þetta afkom- endur þeirra. Borgin er nokkuð stór, verzlunarhverfi, bankahverfi og svo framvegis. En það hverfi sem flestir heimsækja í stuttum stanz er vitanlega hið svonefnda „Franska hverfi", eða „Vieux carré“. Hverfið er um tveir kíló- metrar á lengd en um kílómetri á breidd og liggur að Mississippi- fljóti til suðurs. Bezta leiðin til þess að kynnast hverfi þessu er að fara niður á aðaltorgið með hestvagni. Ég var heppinn, komst með einum af þessum skemmtilegu gömlu körl- um sem allt vita og láta ekki bif- reiðir né annað nútímadót trufla sig við aksturinn. Þeir eru nokkuð margir þessir fírar og hafa frá skemmtilegum ferðum og atvikum að segja. Þessi ekill minn hafði tekið sér nafnið „Kojak" þar sem hann var sköllóttur og auk þess hafði hann einu sinni verið stað- gengill Kojaks í kvikmynd sem var tekin upp í Franska hverfinu. Hann fékk einmitt pöntun þann daginn frá ítölsku kvikmyndafé- lagi sem ætlar að gera mynd í hverfinu og vantaði einmitt ekil með „kvikmyndareynslu". Þegar leið á ferðina og hver fróðleiksmol- inn á eftir öðrum um hverfið hrökk af vörum hans, kom fram að hann hafði verið í hernum um 1950 og þá dvalið á Keflavíkurflugvelli og meira að segja átt vinkonu í Hafn- arfirði. „Heimurinn er lítill," voru skilnaðarorð þessa glaða ekils í New Orleans. Það er unun að ganga um göt- urnar í hverfinu, falleg, gömul hús og þessar frægu svalir með járn- rimlunum standa fyrir sínu og alls staðar heyrist jazz-tónlist. Norðan við hverfið er Satchmo Park, minningargarður um Louis „Satchmo" Armstrong, einn mesta son þessarar borgar. Niðri við Jackson Park sitja listamennirnir og mála, rétt eins og við Place du Tertre á Montmarte í París, enda umhverfið svipað. Ekki má maður koma til New Orleans án þess að prófa matinn, en þessi suðræna matargerð þeirra er stórkostlegt ævintýri. Mikið er lagt upp úr alls kyns fiskréttum, krabbadýrum, kræklingum og rækjum. Þá er og vert að minnast á jarðarberja- „daiquiri", sem selt er á nokkrum stöðum. Auk þess er nauðsynlegt að fá sér franskar kleinur með flórsykri og drekka kakó með. Franskar kleinur eru auðvitað eins og flest sem franskt er, þ.e. öðru vísi en allt annað, og eru þessar frönsku kleinur ferkantaðar lik- astar kubbum, en ákaflega bragð- góðar. Þegar dvalið er í New Orle- ans má ekki gleyma að fara með hjólabát upp eða niður fljótið. Ég kaus mér svonefnda Jazz-ferð, en það er ferð sem farin er að kvöldi til, kvöldmatur er snæddur úti á dekki og Jazzhljómsveit leikur síðan undir þiljum. Það er tilkom- umikið að göslast upp fljótið á þessu hjóli drifna ferlíki, en spað- inn sem drífur skipið áfram er um tíu tonn að þyngd. Kapteinninn er fjölhæfur maður og allt í einu upphefst hinn mesti hávaði og er hann þá kominn upp á efri dekk og farinn að spila á gufupípuorgel Jackson Park í franska hverfinu. Hjólabáturinn frægi, Natchez. Ný bók um félagana fímm FIMM á hættuslóóum nefnist ný bók í bókaflokknum um félagana fimm eftir Enid Blyton. lóunn gaf á sínum tíma út 18 bækur í þessum fiokki og þessi er því sú nítjánda og hefur hún ekki birst á íslensku áður. f fréttatilkynningu frá Iðunni segir m.a. „Þessi spennandi og ævintýralega saga er algerlega sjálfstæð og söguhetjurnar þær sömu og í fyrri bókum, þau Júlli, Jonni, Anna, Georgína og hundur- inn Tommi. Jólin nálgast og félag- arnir fimm leggja af stað í skíða- ferðalag, glaöir og áhyggjulausir. En jólafríið fer á annan veg en þeir ætluðu því alls staðar verða ævintýrin á vegi þeirra. Krakkarn- ir finna jarðgöng sem liggja að gömlum turni og þar er greinilega eitthvað dularfullt á seyði; að minnsta kosti eru ókunnir ekki velkomnir, því umhverfis turninn er rafmagnsgirðing og grimmur varðhundur gætir dyranna. En fé- lagarnir fimm hafa áður komist í hann krappan og eru staðráðnir í að komast að leyndardómum gamla turnsins." Líf og örlög vændiskvenna KOMIN er út hjá Iðunni bókin En hugsanir mínar færðu aldrei eftir norska rithöfundinn Sverre Asmervik. Bókin segir frá lífi og örlög- um tveggja vændiskvenna. í fréttatilkynningu frá Iðunni segir: Bókin byggir að mestu á raunverulegum atburðum sem höfundur aflaði sér vitneskju um við. lestur lögregluskýrslna og af samtölum við vændiskon- ur, melludólga lögregluþjóna, leigubílstjóra og félagsráð- gjafa. Hildur Finnsdóttir þýddi bókina. Kápa er hönnuð á aug- lýsingastofunni Octavo. Oddi hf. prentaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.