Morgunblaðið - 19.12.1985, Síða 34

Morgunblaðið - 19.12.1985, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 Nokkur orð um Hafskips-málið — Greinargerð frá Ragnari Kjartanssyni Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi greinargerð frá Ragnari Kjartanssyni, stjórnarformanni Haf- skips hf. Inngangur Gjaldþrot Hafskips hf. er það mál, sem hæst hefur borið í al- mennri umræðu hérlendis síðustu vikurnar. Samhliða því hefur mikið verið rætt um tap Útvegs- banka íslands og þær byrðar, sem það leggur þjóðinni á herðar. Forsvarsmenn Hafskips hf. hafa lítið frumkvæði haft að því að skýra málið frá sínum sjónarhóli. Þeir hafa talið, að endanlegar niðurstöður þeirra, er rannsaka málið, myndu nægilega fljótt leiða sannleikann í ljós. Þeir hafa einnig talið litla von til þess að ræða málið efnislega á meðan yfir geng- ur hið mikla pólitíska moldviðri, sem þyrlað hefur verið upp um málið. Hins vegar hefur umræðan um málið nú upp á síðkastið beinst inn á þær brautir, að meginuppistaða hennar er Gróusögur, sem birst hafa í fjölmiðlum, og þær eru raktar m.a. til tveggja fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins. Þjóð- kjörnir fulltrúar á hinu háa Al- þingi íslendinga hafa notað þessar sögur sem uppistöður í málflutn- ingi sínum, án þess að hafa leitað staðfestingar á sannleiksgildi þeirra. Af þessum ástæðum meðal ann- ars telja forsvarsmenn Hafskips hf. ekki annað fært en að freista þess að skýra málin frá sínum sjónarhóli. Skin og skúrir Hafskip hf. varð 27 ára. Það var stofnað til þess að veita samkeppni í siglingum og freista þess að lækka farmgjöld. Þessi markmið náðust, það vita þeir best, sem flutt hafa vörur milli landa. Öll árin hefur félagið búið við veika eiginfjárstöðu, vegna þess að það lagði áherslu á, að við- skiptavinir nytu hagstæðra farm- gjalda í stað þess að safna sjóðum. Þrisvar hefur komið til gagngerrar endurskipulagningar á rekstri fé- lagsins, síðast árið 1978, er það var í reynd gjaldþrota. A árunum eftir 1978 og fram til 1983 efldist rekstur félagsins mik- ið, nýjar skipategundir voru tekn- ar í notkun, markaðshlutdeild tvö- til þrefaldaðist og hagkvæmni jókst til muna. Skipafélögin lögðu mikla áherslu á að bæta skipakost sinn og taka nútíma tækni í þjónustu sína, sem best sést á því, að á örfáum árum fækkaði skipakom- um til Reykjavíkurhafnar um þriðjung vegna aukinnar hag- kvæmni í siglingum. Þetta voru bestu ár félagsins. 1984 — Örlaga- ríkt ár Árið 1984 varð félaginu örlaga- ríkt í tvennum skilningi. f fyrsta lagi urðu þá margháttaðar utanað- komandi ástæður til þess, að hagn- aðarvon varð að engu og mikill taprekstur varð á félaginu. í öðru lagi reyndust þær viðnámsaðgerð- ir, sem menn töldu sig grípa til, verða banabiti félagsins. Þessu til viðbótar varð mikið verðfall á skipum félagsins sem og öðrum almennum kaupskipum og hefur það haldið áfram til dagsins í dag. Við þetta hrapaði veðhæfni þeirra vitanlega einnig, þannig að til viðbótar miklu tapi hefur eignastaða félagsins stór- versnað. Lítum á þessi atriði hvert fyrir sig. Utanaðkomandi ástæður a) Flutningataxtar íslensku skipafélaganna byrjuðu að lækka þegar árið 1983 og árið 1984 hríðféllu þeir. Forsenda þessa taxtahruns var vitanlega harðnandi samkeppni félag- anna. Síst ættu Hafskipsmenn að kvarta undan henni, félagið var stofnað til þess að veita hana. Hins vegar kom það fé- laginu í koll að hafa aldrei safnað sjóðum til þess að stand- ast það, að taxtar urðu í raun undir sannvirði. Á þessum tíma er talið, að innflutningstaxtar hafi fallið að meðaltali um 15% og út- flutningstaxtar enn meira, en veltan í flutningum þeirra þriggja skipafélaga, er annast áætlunarsiglingar, er talin hafa verið nálægt 4 milljörðum króna. Talið er, að á árinu 1984 hafi brúttóáhrif taxtahrunsins numið nærri 100 milljónum í rekstri Hafskips hf. b) Árið 1984 voru íslensk skipafé- lög svipt flutningum til varnar- liðsins í skjóli úreltra banda- rískra einokunarlaga. Tap Haf- skips á árinu vegna þessa nam um 80 milljónum króna, en brúttótap allt tímabilið, það er frá apríl 1984 til nóvember 1985, rúmlega 200 milljónum. Þetta tekjutap kom miklu harð- ar niður á Hafskip hf. en sam- keppnisaðilum vegna þess, hve þýðingarmiklir þessir flutning- ar voru hlutfallslega í rekstri félagsins. c) Félagið varð fyrir mjög miklum skakkaföllum vegna verkfalls BSRB í vetrarbyrjun 1984. Áætlað er, að tjón af þessum sökum hafi verið á bilinu 15-20 milljónirkróna. d) Gengisfelling umfram þau mörk, er stjórnvöld stefndu að undir lok ársins, kostaði félagið milli 40 og 50 milljónir króna. Rekstur félagsins byggði nær eingöngu á erlendum lánum og 70-80% kostnaðar þess voru í erlendri mynt. Því varð þessi gengisfelling félaginu örlaga- ríkari en oft áður. Séu einvörðungu lægri tölurnar úr þessum atriðum teknar, sést, að þessi utanaðkomandi skakka- föll hafa kostað félagið að minnsta kosti 235 milljónir króna. Því var fyrirsjáanlegt, að vonir um um- talsverðan hagnað myndu snúast upp í martröð tapreksturs. Vidnáms- aðgerðir Þegar ljóst varð, að hverju stefndi, gerðu forráðamenn Haf- skips hf. viðskiptabanka fyrirtæk- isins, Útvegsbanka íslands, við- vart. í fyrstu var talið, að tapið yrði á bilinu 50 til 60 milljónir króna. Stjórn félagsins ákvað í samráði við bankastjórn Útvegs- bankans að safna 80 milljón króna nýju hlutafé í febrúar 1985 til þess að mæta skakkaföllunum. Þetta hlutafé safnaðist, en dugði samt ekki til að mæta tapi ársins 1984, sem varð 96 milljónir. En skuldir umfram eignir í árslok reyndust vera 105milljónir. Því hefur verið haldið fram, að hluthafar og starfsfólk hafi verið vísvitandi blekkt til hlutafjár- skuldbindinga til þess að halda áfram vonlausum rekstri. Til hlutafjárútboðsins 9. feb. sl. var stofnað í samráði við Útvegsbanka íslands, þar eð ljóst var orðið, að eiginfjárstaða félagsins yrði nei- kvæð eftir taprekstur ársins 1984 og eignastaða ótrygg vegna verð- falls á skipum. Bent er á, að stjórn- armenn og fyrirtæki þeim tengd standa að baki um 70-75% hluta- fjárins og að stjórnarformaður og forstjóri eru sjálfir í samtals um 6 millj. kr. ábyrgðum vegna hluta- fjárkaupa í félaginu. Hið sanna er, að menn voru í góðri trú en meðvit- aðir um áhættu. Því var stöðugt haldið fram, að brottfall varnarliðsflutninganna væri tímabundið fyrirbæri, sem bandarísk stjórnvöld myndu kippa í liðinn. Með því var einnig reikn- að, að senn myndi linna hinni miskunnarlausu samkeppni í flutningatöxtum og jafnvægi nást í þeim efnum. Þetta hvort tveggja varð til þess, að menn vildu reyna að þrauka í Ameríkusiglingunum. Ljóst var samt, að það yrði ekki unnt að óbreyttum aðstæðum og því nýjar leiðir kannaðar til þess að halda þeim uppi. Að undan- gengnum víðtækum könnunum heima og erlendis voru teknar upp siglingar milli Bandaríkjanna og Evrópu með umskipun í Reykjavík og síðar beinar siglingar milli Ameríku og Evrópu í október 1984. Það var ljóst, að slíkar siglingar í harðri samkeppni væru áhættu- samar. Engu að síður var talið, að þær ættu að skila félaginu hagnaði og fleyta því yfir erfiðasta hjall- ann. Það er nú ljóst, að þessar áætlanir stóðust ekki. f stað þess að verða bjargvættur félagsins urðu þær banabiti þess. Verðhrun skipa- stólsins Það er kunnugt af umræðu, að geysilegt verðhrun hefur orðið á skipum undanfarin ár. Verðhrunið byrjaði í olíuskipum í kjölfar orku- kreppunnar og síðan hrundi verð stórra vöruflutningaskipa á bilinu 60-80 þúsund lestir eins og fram kemur í línuriti í Morgunblaðinu 5. des. sl. Verðhrunið í stórflutn- ingaskipunum hófst þegar árið 1981, en almenn vöruflutningaskip héldu hins vegar verðgildi sínu að mestu þar til árin 1982 og 1983, að verð þeirra fór lækkandi. Alvar- legt verðhrun þeirra hófst hins vegar ekki fyrr en á síðasta ári og hefur haldið áfram til dagsins í dag. Talið er, að verðmæti skipastóls Hafskips hf. eins og hann var samsettur í upphafi þessa árs, hafi fyrir verðfallið numið nálægt 10-11 milljónum bandaríkjadala. f byrjun síðastliðins sumars var svo komið, að sumar erlendar banka- stofnanir lögðu ekki annað mat á skip almennt en það, hvað fengist fyrir þau til niðurrifs, enda bárust þa'stöðugar fréttir af gjaldþrotum stórra og smárra skipafélaga um allan heim. Talið er, að verðmæti íslenska skipastólsins hafi á þessu tímabili minnkað um 2.500 til 3.000 milljón- ir króna, og er því hætt við, að fleiri en Hafskipsmenn þurfi að endurmeta stöðu sína nú. Þetta gífurlega verðhrun, sem enginn innlendur aðili gat á nokk- urn hátt ráðið við, hefur vitanlega rýrt veðhæfni skipanna mjög og á stóran þátt í því, að tap Útvegs- bankans er mikið, þegar upp er staðið. Áætlanir, sem brugðust Þess er áður getið, að vonir stóðu til, að siglingar félagsins milli Ameríku og Evrópu myndu bjarga við fjárhag þess. Það fór á annan veg. Þær urðu banabiti þess. Fráleitt er annað en að viður- kenna það, að þessar áætlanir voru ekki nógu traustar. Það er auðséð eftir á. Jafnvíst er, að þær voru gerðar í góðri trú, annars hefðu stjórnendur fyrirtækisins tæplega hætt sínu eigin fé á grunni þeirra. Það, sem blekkti stjórnendur fyrirtækisins lengst, var það, að áætlanir um tekjur stóðust. Allir, sem í rekstri hafa staðið, vita vel, að ef illa gengur, verða menn oft- ast fyrst varir við samdrátt í tekj- um. Engu slíku var til að dreifa fram á mitt þetta ár. Tekjur fóru jafnvel fram úr vonum. Þegar uppgjör lá fyrir um fjóra fyrstu mánuði ársins í júlíbyrjun, varð hins vegar ljóst, að kostnaður hafði farið mikið fram úr áætlun. í stað þess að reksturinn stæði í járnum, eins og áætlað hafði verið, var um að ræða heildartap á rekstri félagsins, er nam um 90 milljónum króna. Tapið varð bæði á Atlantshafssiglingunum og sigl- ingum milli íslands og Evrópu. Eðlilegt er, að spurt sé: „Hvers vegna í ósköpunum tók það svo langan tíma að átta sig á þessu?“ Þar kemur margt til. Upplýs- ingakerfi fyrirtækisins var of sein- virkt. Það er nú vitað. Slíkir flutn- ingar fara í gegnum mörg fyrir- tæki, alls kyns flutningamiðlara, verktaka og gámafyrirtæki o.fl. Kostnaðarreikningar voru því lengi að bérast. í júlí varð ljóst, hvert stefndi. Viðskiptabanka Hafskips var þá gerð grein fyrir stöðu mála. Sam- þykkt var að hefja trúnaðarvið- ræður við Hf. Eimskipafélag ís- lands um íslandssiglingar Haf- skips. Jafnframt að leita eftir er- lendum samstarfsaðilum í Atl- antshafssiglingum að undangeng- inni ítarlegri athugun á reksturs- kostnaði þeirra. Viðræðum við Hf. Eimskipafé- lag íslands lauk án árangurs. Islenzka skipafélagið hf. bauð rúmlega 600 milljónir króna í eign- ir Hafskips hf. í samráði við Öt- vegsbanka íslands. Samhliða voru teknar upp viðræður við sam- vinnuhreyfinguna um stofnun nýs skipafélags og möguleikar kannað- ir á að efla Islenzka skipafélagið hf. til áframhaldandi sjálfstæðs starfs. Þessum tilraunum lauk án árangurs. Viðræður um sölu á starfsemi erlendis báru heldur ekki árangur, enda tími naumur vegna hraðrar framvindu málsins. Kapphlaup um tíma Til þess að losna úr samningum vegna Atlantshafssiglinganna þurfti tíma, ef ekki ætti að koma til hárra skaðabóta vegna riftunar. Því var það ljóst, að fyrirtækið þurfti að geta unnið að þessum málum í nokkru næði, enda þótt málum væri hraðað eins og frekast væri kostur. í það var gengið strax og ljóst var, að hverju stefndi. Því miður tókst þetta ekki. Um leið og hin mikla umræða hófst hér heima um slæma stöðu fyrir- tækisins, kipptu erlendir við- skiptaaðilar að sér hendinni. Flutningar drógust saman og kröfuhafar urðu ófúsir til samn- inga. Um leið og ljóst var, að stefndi í gjaldþrot, lokuðust allar samningadyr. Þeir, sem hefðu verið fáanlegir til að slá verulega af kröfum þeim, er þeir áttu sam- kvæmt samningum, setja nú fram ítrustu kröfur til að fá sem mest út úr hugsanlegum gjaldþrota- skiptum. Sú umræða, sem fram hefur farið í þjóðfélaginu, í fjöl- miðlum og á Alþingi, hefur því vissulega valdið skaða. Þetta er ekki sett fram hér til að áfellast þá, sem tekið hafa þátt í málefnalegri umræðu, aðeins á það bent til þess að vara við því, að fleiri fyrirtæki verði sköðuð — og þar með þjóðin öll — með óvar- legri umfjöllun. Sú leynd, sem kvartað hefur verið yfir, að forsvarsmenn Haf- skips og Útvegsbanki fslands hafi haldið yfir málinu, var fyrst og fremst höfð til þess að freista þess að bjarga því sem bjargað yrði fyrir fyrirtæki, banka og þjóð. Það hefur mistekist og um það geta stjórnendur félagsins vissulega engum kennt fremur en sér sjálf- um. En það er undirstrikað — og þess vænst, að ítarleg rannsókn leiði það endanlega í ljós — að vísvitandi var enginn maður blekktur, hvorki innan fyrirtækis né utan. Gróusögur í þeirri umræðu, sem fram hefur farið um gjaldþrot Hafskips hf. m.a. á hinu háa Alþingi, hafa nokkrir alþingismenn byggt mál- flutning sinn á dylgjum og Gróu- sögum úr rekstri fyrirtækisins og í garð forsvarsmanna þess. Ætíð er matsatriði, hversu langt á að ganga til andsvars slíku og oft á tíðum ekki hægt á sama vettvangi. Þegar sögur og slúður er margít- rekað í sölum Alþingis, síðan í fjölmiðlum, telja forsvarsmenn Hafskips hf. sig tilneydda að koma eftirfarandi svörum á framfæri, þótt aðeins sé fjallað um fáein dæmi. „Óeðlilegur bílakostur fram- kvæmdastjóra Hafskips í Banda- ríkjunum, um tíma réði hann yfir fjórum bílum, notkun kadiljáka með sjónvarpi, bar og einkabíl- stjóra." Svar: Forstöðumaður Hafskips í Bandaríkjunum hafði frá fyrir- tækinu eina bifreið til afnota. Skrifstofa Hafskips var til skamms tíma staðsett á Long Is- land um 2 klst. akstursleið frá miðborg New York. Var það í upphafi gert af hagkvæmnis- ástæðum vegna lægri leigu og þjónustukostnaður utan NY-borg- ar. Nokkrum sinnum var notuð þjónusta fyrirtækis, er leigir bíl með bílstjóra, t.d. þegar farþegar voru sóttir á flugvöll. Slíkur leigu- máti er iðulega hagkvæmur, sér- staklega ef farþegar eru fleiri en tveir. Þetta þekkja þeir, sem starf- að hafa í Bandaríkjunum eða ferð- ast þangað oft. „Eitt dæmið um misferli og lögleysur hjá Hafskip í Bandaríkj- unum er innflutnirigur forstjóra Hafskips (USA) á bílum frá Evr- ópu handa sjálfum sér og vinum sínum. Hafskip borgaði þennan innflutning, bæði andvirði bílanna og flutning. Þetta var síðan fært sem kostnaður í bókhaldi hjá Hafskip hf.“ Svar: Síðla árs 1984 flutti Haf- skip (USA) eina BMW-bifreið not- aða frá Evrópu. Stóð til að gera tilraun með sölu á notuðum, upp- gerðum bifreiðum í Bandaríkjun- um. Slíkt hefði m.a. getað skapað félaginu flutning frá Evrópu til Bandaríkjanna. Vegna aukins umfangs í öðrum störfum varð ekkert úr þessari tilraun. Félagið á bifreiðina ennþá og er verð hennar um USD 8.500.- „Óreiða í bókhaldi, lögbrot, árs- reikningur ekki áritaður af endur- skoðendum Hafskips í Bandaríkj- unum.“ Svar: Ársreikningur Hafskips (USA) er áritaður af löggiltum endurskoðanda Hafskips (USA) í New York 6. maí 1985. I þeirri áritun kemur ekkert fram annað en að bókhald og uppgjör félagsins sé í lagi. „Endurskoðendafyrirtækið Coo-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.