Morgunblaðið - 07.01.1986, Page 27

Morgunblaðið - 07.01.1986, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1986 27 Iðnskólaútgáfan: Ritið Brunavamir komið út IÐNSKÓLAÚTGÁFAN hefur gefið út ritið Brunavarnir eftir Rafn Sig- urðsson, kennara. í ritinu eru marg- víslegar upplýsingar sem lúta að brunavömum. í formála segir höf- undur: „Eftir áratuga starf í atvinnulíf- inu, bæði á sjó og landi og þó sér- staklega starfi mínu við smíðar, uppsetningar og hleðslu slökkvi- tækja, hef ég oft undrast það hve þekking fólks er takmörkuð á öllu því sem að brunavörnum lýtur. Þegar ég hóf kennslu í málmiðn við Iðnskólann í Reykjavík kenndi ég nemendum þar m.a. ýmislegt í sambandi við brunavarnir. Út frá þeirri kennslu varð þetta kynning- arrit um brunavarnir til þar sem engar tiltækar kennslubækur voru til fyrir þennan málaflokk. Með samantekt þessa rits hef ég reynt að hafa það að leiðarljósi að lýsa hverju einu atriði í sem stystu máli en þó þannig að aðalat- riðin kæmust til skila. Brunamálastjóri ríkisins, hr. Þórir Hilmarsson, hefur yfirfarið þetta rit. Hann telur það gott og áhugavert rit til kynningar á brunavörnum. Það er von mín að eftir lestur þessa rits hafi lesendur tileinkað sér ýmsilegt sem þar er skráð og geti því brugðist skjótt og örugg- lega við aðsteðjandi vanda sem upp kann að koma í sambandi við brunavarnir." Meðal efnisatriða ritsins eru eldsvoöi — eldvarnir, eldsneytis- geymar, eldfimir vökvar o.fl., brunaflokkar, beiting slökkvi- tækja, slökkvitæki og meðferð þeirra o.fl. fÚr fréttatilkynningu.) Hressingarleikfimi kvenna og karla Vetrarnámskeið hefjast fimmtudaginn 9. janúar n.k. ★ Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskólans, íþróttahús Seltjarnarness. ★ Fjölbreyttar æfingar — músik — dansspuni — þrekæfingar — slökun. Upplýsingar í síma 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari. Rafn Sigurðsson kennari. BÆ'I’T kjör með SÉRSTAKRI V/XXTAVIÐBÓT AUK VAXTA OG VERÐBÓTA Sinfóníuhlj óms veitin: Þrennir tónleikar í janúar Sinfóniuhljómsveit íslands heldur þrenna tónleika í janúar, tvenna fimmtudagstónleika og eina stjörnutónleika. Fyrstu fimmtudagstónleikarnir á árinu verða 9. janúar og er einleikari Joseph Ognibene, homleikari, og sijórnandi Páll P. Pálsson. Á efnisskránni verður frumflutt nýtt verk, Sinfónía eftir John Speight, en hann fékk styrk frá Tónskáldasjóði ríkisútvarpsins til þess að semja þetta verk. Ognibene verður einleikari í Homkonsert í Es-dúr, sem Richard Strauss samdi þegar hann var 17 ára gamall og síðasta verkið á efnisskránni er eftir Respighi, Furar Rómaborgar. Fimmtudaginn 16. janúar verða haldnir árlegir Vínartónleikar hljóm- sveitarinnar þar sem flutt verður vinsæl tónlist eftir Johann Strauss og Robert Stolz. Stjórnandi að þessu sinni verður Gerhard Deckert, en hann stjómaði framsýningu á Leður- blökunni hjá Islensku óperanni í maí sl. Einsöngvari verður Katja Drewing og að sjálfsögðu verður Háskólabíó blómum skreytt. Þetta verða jafnframt þriðju Stjömutón- leikar hljómsveitarinnar á vetrinum. Síðustu fímmtudagstónleikar fyrra misseris verða haldnir 23. janúar undir stjóm Jean-Pierre Jac- quillat. Einleikari á þeim tónleikum verður Guðný Guðmundsdóttir kon- sertmeistari. Á efnisskránni era Tvær rómönsur eftir Ama Bjöms- son, í hljómsveitarútsetningu Atla Heimis Sveinssonar, en Ámi varð áttræður 23. desember sl. Þá verður flutt eitt vinsælasta verk Chausson, Póeme, og Tzigane eftir Maurice Ravel. Guðný leikur einleik í öllum þessum verkum. Síðasta verkið á tónleikunum er Sinfónía nr. 8 í G-dúr eftir Antonin Dvorák. (Úr fréttatilkynningu.) r r essemm sIa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.