Morgunblaðið - 07.01.1986, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 07.01.1986, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1986 43 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS nn/MunM-uj*-u II Lækkum kostnað við einka- bíla — þeir eru ekki lúxus Góð bók er gulli betri Til Velvakanda. Það eru góð tíðindi að bóksala hefur aftur aukist hér á landi og bendir til þess að áhugi íslendinga á bókum hafi ekki minnkað þrátt fyrir margs konar afþreyingu sem nú er boðið uppá. Við eigum okkur langa hefð sem bókmenntaþjóð og það er hefð sem við ættum ekki að glata. Sjónvarp, myndbönd og tónlist - þetta er allt góðra gjalda vert, en þó held ég að bókin gefí manni mest þegar upp er staðið. Sagt er að ungt fólk nú lesi minna en við sem nú tilheyrum eldri kynslóðinni gerðum á okkar yngri árum. Ég veit ekki hvort þetta er rétt en ég hef grun um að ýmsu lakara, s.s. dægurtónlist og reifaramyndböndum, sé haldið að ungu kynslóðinni meira en góðu hófi gegnir. Allir hljóta að skilja að slíkt afþreyingarefni vekur ekki ærlega hugsun hjá nokkrum manni hvort sem hann er ungur eða gamall. Sama má reyndar segja um lélegar afþreyingarbækur. Eg tel þess vegna að uppalendur ættu umfram allt að vekja áhuga barna og unglinga fyrir góðum bókum, því þegar slík kynni hafa tekist er ekki hætta á að þau gleymist aftur. Góð bók er gulli betri. Ég tel að við íslendingar ættum að vinna markvisst að því að við- halda þeirri bókmenntahefð sem hér er óneitanlega fyrir hendi. Menningararfur þjóðarinnar er að mestu á sviði bókmennta og það myndi mikið glatast ef tengsl þjóð- arinnar við þennan forna arf rofn- uðu vegna innflutts afþreyingar- efnis. Bókamaður Til Velvakanda. Nú fer í hönd sá tími er bíleigend- ur skulu standa skil á tryggingaið- gjöldum. Allir eru víst sammála um að þessi gjöld eru há og áreiðanlega yrðu allir þakklátir ef hægt væri að finna leið til að lækka þessi útgjöld. nú er það þannig hjá öllum trygg- ingafélögum að iðgjöldin fara lækk- andi eftir hveiju ári sem bíleigandi lendir ekki í umferðaróhappi sem leiðir til tjóns. En eftir fímm ár gildir þetta þó ekki lengur — þá er trygg- ingaupphæðin sú sama. Ég tel mun skynsamlegra að láta menn hagnast frekar á því að lenda ekki í um- ferðarslysum, þannig að trygg- ingaupphæðin lækkaði stöðugt hjá þeim sem ekki valda tjóni. Þetta leiddi til þess að þeir sem valda tjóni borguðu skaðann meira sjálfír og það kæmi þá ekki á aðra. Fyrir utan það að þetta væri réttlátara kerfí, held ég að svona fyrirkomulag gæti stuðlað að því að slysum fækkaði. Menn myndu þá vanda sig meira í umferðinni og síður taka áhættu með ógætilegum akstri. Það er geysilegur kostnaður sem fylgir því að eiga bíl og að mínu mati er bíleigendum gert alltof erfitt fyrir hér á landi. Það er ekki nóg með að nýir bílar séu tollaðir fram úr hófi heldur þarf að greiða allskon- ar gjöld fyrir skráningu, númer og annað slíkt. Stafa þessar voðalegu gjaldtökur frá þeim tíma þegar bílar þóttu algjör lúxus, - þegar einungis stórbokkar óku um á bílum? Sé svo er ekki vanþörf á að endurskoða þetta. Nú á tímum er bíll nauðsynleg eign fyrir hveija fjölskyldu og alls ekki neinn lúxus. Það má undrum sæta hve íslend- ingar sætta sig við að kaupa bíla dýru verði. Má telja ólíklegt að ríkið fáist nokkurntíma til að lækka tolla af bílum svo neinu nemi. Eina vonin virðist vera að einhver athafnamaður semdi við erlent bílaframleiðslufyrir- tæki um samsetningu og hlutasmíði bifreiða hér á landi. Þannig væri hægt að framleiða bílinn hér á landi og líklega sleppa við tollasúpuna að verulegu leyti. Hvað varðar hið ógnarháa bensín- verð hér á landi verða bíleigendur að standa betur saman um að fá það lækkað. Allir hljóta að vera sammála um að ríkið hefur gengið allt of langt í gjaldtöku af bensíni. Við neytend- urnir höfum verið alltof þolinmóðir - ég hef heyrt að þegar bensin- hækkanjr hafa orðið í Évrópulöndum hiki ökumenn ekki við að efna til rneiriháttar mótmæla. Hér láta menn hins vegar rýja sig eins og sauði án þess að gera neitt raunhæft í að svara fyrir sig. Ef til vill er það ástæðan fyrir því að ríkinu hefur tekist að ganga svo langt í gjald- tökum hér sem raun ber vitni. Auralítill bíleigandi r l j Mazda j Bk. ■ ■ — m m m k. ^ um notuöum Mazda-bílum til sölu í sýn- ingarsal okkar. Ef þú hefur áhuga á aö selja Mazda-bílinn þinn, hafðu þá samband við söludeild, okkar sem fyrst. BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 Glæsilegt úrval af eikarrúmum og antikhvítu. Mundu aö viö tökum greiöslu- kortin bæöi sem staögreiöslu meö hæsta afslætti og sem út- borgun á kaupsamning. BUS6&GNAB0LL1N BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK® 91-81199 og 81410 Eik á næsta leik < ‘í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.