Morgunblaðið - 07.01.1986, Page 46
Frábær leikur
B-liðsins gegn
Dönunum
— Bæðiíslensku
ÍSLENSKU landsliðin í körfu-
knattleik unnu leiki sina á sunnu-
daginn í Keflavík þegar síðustu
Á leikir körfuknattleiksmótsins
voru leiknir þar. A-liðið vann
Luther-skólann með 105 stigum
gegn 73 og B-liðið vann Dani með
108 stigum gegn 96 í skemmtileg-
asta leik mótsins. Athygli vakti
að á síðasta degi mótsins tókst
báðum íslensku liðunum að rjúfa
100 stiga múrinn en fram að
þessum leikjum hafði verið Irtið
skor í leikjum þessa móts.
íslenska A-liðið hóf leikinn gegn
Luther ágætlega og komst í 11:4
en er átta mínútur voru liðnar af
leiknum hafði heldur dregið saman
með liðunum því þá var staðan
orðin 17:16. íslenska liðið smá jók
síðan forskotið og í leikhléi var
staðan 47:32 og var það mesti
munurinn á liðunum i fyrri hálfleik.
í síðari hálfleik var það sama
uppi á teningnum. Allt gekk upp
hjá langskyttum liðsins, í fyrsta
sinn í þessu móti, og hraðaupp-
hlaupin voru vel-útfærð.
Valur Ingimundarson meiddist
snemma í fyrri hálfleik en það virt-
ist ekki hafa mikil áhrif á liðið því
maður kom í manns stað. Pálmar
Sigurðsson var í miklu stuði í
þessum leik. Sem dæmi má nefna
a$ hann skoraði þrjár þriggja stiga
> körfur í upphafi síðari hálfleiks.
Hann og Jón Kr. Gíslason voru
bestu menn leiksins.
Lokatölur urðu sem fyrr segir
105:73 og var sá sigur síst of stór.
Liðið lék mjög vel sem heild og
áttu allir góðan leik að þessu sinni.
Stig fslands-A: Jón Kr. Gislason 22, Pálmar
Sigurðsson 21, Porvaldur Geirsson 11, Matt-
hías Matthíasson 11, Leifur Gústafsson 10,
Hreinn Þorkelsson 9, Ragnar Torfason 8, Torfi
Magnússon 6, Páll Kolbeinsson 5, Valur Ingi-
mundarson 2.
liðin yfir 100 stigin
ÍSLAND-b DAN-
MÖRK 108:96
Þessi leikur var sá skemmtileg-
asti sem undirritaður hefur séð
lengi í körfuknattleik. Mikill hraði
var í leiknum og auk þess var hann
mjög jafn mest allan tímann. Danir
byrjuðu á að skora en íslenska liðið
komst yfir, 6:5, og þeir létu foryst-
una ekki af hendi eftir það í leiknum
þó svo ekki munaði miklu.
íslenska liðið náði þrettán stiga
forystu um miðjan hálfleikinn,
33:20, en þá tóku Danir heldur
betur við sér og er fjórar mínútur
voru til leikhlés höfðu þeir minnkað
muninn niður í eitt stig, 45:44. ís-
lenska liðið tók síðan góðan enda-
sprett fyrir hlé og staðan i leikhléi
var 58:49.
Danir hófu siðari hálfleikinn vel
og eftir rúmar fjórar mínútur var
staðan orðin 63:62 en þá fór ís-
lenska liðið aftur í gang og jók
muninn smátt og smátt. Mestur
varð munurinn 18 stig er þrjár
mínútur voru til leiksloka, 102:84,
en Danir löguðu stöðuna aðeins
fyrir leikslok og lokatölur 108:96.
íslenska liðið átti frábæran leik
að þessu sinni. Allir leikmenn léku
mjög vel en þó var Jóhannes Krist-
björnsson bestur og i siðari hálfleik
átti Kristinn Einarsson sérstaklega
góðan leik.
Stig Íslands-B: Jóhannes Kristbjörnsson
26. Símon Ólafsson 24, Kristinn Einarsson
18, Ivar Webster 15, Tómas Holton 11, Sigurð-
ur Ingimundarson 8, Einar Ólafsson 6, Ólafur
Rafnsson 2.
Að venju var Henrik Norre Niel-
sen stigahæstur Dana, að þessu
sinni skoraði hann 28 stig.
ÓT.
Morgunblaöiö/Einar Falur
• Hingað og ekki lengra, góurinn ... Torfi Magnússon stöðvar hér
1 einn Dananna er hann reynir körfuskot.
Morgunblaðið/Einar Falur
• Jóhannes Kristbjörnsson úr Njarðvík átti stórleik með B-liðinu er þeir unnu Dani. Hér er hann á fleygi-
ferð gegn Luther-liðinu.
Sveiflukenndur leikur
A-liðsins gegn Dönum
— B-liðið lagði háskólastrákana að velli
TVEIR leikir voru á laugardaginn
í fjögurra liða mótinu sem haldið
var á Suðurnesjum um helgina
og voru báðir leikirnir í Njarðvík.
B-landslið íslands sigraði lið frá
Luther-háskólanum bandaríska
og A-lið íslands vann Dani í
hörkuspennandi leik, leik sem
flestir töldu vera úrslitaleik móts-
ins, en síðar kom á daginn að
B-landsliðið vann Dani einnig
þannig að íslensku liðin skipuðu
tvö efstu sætin í mótinu.
Fyrri leikurinn á laugardaginn
var á mijli Íslands-B og Luther-
skólans. íslenska liðið byrjaði vel
og komst í 13:6, en þá komust
háskólastrákarnir í stuð og er átta
mínútur voru til leikhlés höfðu þeir
breytt stöðunni í 17:16 og íslenska
liðið því aðeins með eins stigs
forystu.
Þetta fannst okkar mönnum
ekki nógu sniðugt og eina ráðið
sem þeir kunnu til að bæta sinn
hlut var að taka góðan endasprett.
Þeir reyndu allt hvað þeir gátu en
ekki tókst þeim þó að hrista strák-
ana af sér og í leikhléi var staðan
31:28 eða þriggja stiga munur.
I upphafi síðari hálfleiks komst
lið Luthers yfir, 33:35, en íslensku
strákarnir löguðu þá leik sinn tal-
svert og staðan breyttist að sama
skapi. Þeir komust yfir og leiddu
það sem eftir var leiksins með einu
til fimm stigum utan að einu sinni
var jafnt, 47:47.
Þegar fjórar mínútur voru eftir
af leiknum var staðan orðin 58:51
og nú tóku strákarnir verulega á
því það sem eftir var leiksins skor-
aði lið Luthers ekki eitt einasta
stig og lokatölur urðu 66:51 eins
og áður segir.
Vörn íslenska liðsins var góð í
þessum leik, sérstaklega undir
lokin, en einnig virtist gæta nokk-
urrar þreytu hjá hinu unga liöi
Luther.
Stig Íslands-B: ívar Webster 20, Simon
Ólafsson 15, Jóhannes Kristbjörnsson 11,
Tómas Holton 8, Kristinn Einarsson 6, Ivar
Ásgrimsson4, Sigurður Ingimundarson 2.
Stigahæstur hjá Luther var Dave Thorseon
með tíu stig.
ÍSLAND-a
DANMÖRK 62:59
Síðari leikurinn á laugardaginn
í Njarðvík var hörku skemmtilegur
og spennandi. Margirtöldu hérum
úrslitaleik þessa móts að ræða og
því mikil spenna í mannskapnum.
Þessi spenna virtist hafa slæm
áhrif á strákana því þeir hófu leik-
inn mjög illa. Danir skoruðu fyrstu
11 stigin í leiknum og virtust leik-
menn íslenska liðsins vera nokkuð
værukærir.
Eftir sjö mínútur var staðan
orðin 6:18 og þá loksins fór ís-
lenska liðið í gang. Þeir breyttu
um leikaðferð í vörninni með þeim
afleiðingum að þeir Páll Kolbeins-
son, Pálmar Sigurðsson og Hreinn
Þorkelsson stálu knettinum hvað
eftir annað af Dönunum og skor-
uðu úr hraðaupphlaupum. Lang-
skytturnar hittu illa og þar sem
Danir eru mjög hávaxnir áttu leik-
menn í vandræðum með að stíga
þá út og því tóku þeir flest öll frá-
köst.
Þegar rúmar fimm mínútur voru
Lokastaðan
LOKASTAÐAN í körfuknatt-
leiksmótinu varð þessi:
islandA 3 3 0 238:199( 39) 6
IslandB 3 2 1 241:218 ( 23) 4
Danmörk 3 1 2 235:247 (+12) 2
Luther Collage 3 0 3 201:251 (->-50) 0
Stigahæstu menn urðu:
stig
Henrik Norre Nielsen Danm. 63
Símon Ólafsson fsl. B 56
Pálmar Sigurðsson ísl. A 47
ívar Webster ísl. B 43
Jóhannes Kristbj.son ísl. B 41
eftir af leiknum hafði íslenska liðið
náð forystu í leiknum, 25:24, en
það varði ekki lengi því Danir settu
þá í næsta gír og höfðu fjögurra
stiga forystu í leikhléi, 30:34.
I síðari hálfleik endurtók sagan
sig en Danir juku þó muninn mun
hægar en í þeim fyrri. Mestur varð
munurinn 14 stig er leikið hafði
verið í rúmar átta mínútur og gm
miðjan hálfleikinn var staðan
40:50. Nú hljóp mikil barátta í
okkar menn og þeir skoruðu mikið
úr hraðaupphlaupum. Þetta bar
þann árangur að er 6 mínútur voru
eftir af leiknum náðu þeir forystu,
53:52, og eftir það skiptust liðin á
um að leiða.
ísland hafði eins stigs forystu
er rúm mínúta var til leiksloka,
60:59, og mikil stemmning og
spenna í íþróttahúsinu í Njarðvík.
íslenska liðið var með knöttinn en
missti hann og Danir fá vítakast.
Fyrra skotið mistókst hjá þeim
þannig að þeir fengu ekki síðara
skotið og við náðum frákastinu. Á
klaufalegan hátt misstu strákarnir
boltann en náðu honum þó aftur
og héldu honum til loka leiksins
en skömmu áður en flautað var til
leiksloka tókst Jóni Kr. Gíslasyni
að skora síðustu körfuna og sigur-
inn í höfn.
Páll Kolbeinsson var langbesti
leikmaður íslenska liðsins í þess-
um leik þó svo hann skoraði ekki
mikið. Danski þjálfarinn setti leiö-
inlegan svip á leikinn þar sem hann
var sí og æ að rífast i dómurum
og hefði honum örugglega veriö
vikið úr húsi ef ekki hefði verið um
vináttuleiki að ræða.
Stig islands-A: Pálmar Sigurðsson 12,
Valur Ingimundarson 11, Hreinn Þorkelsson
9, Torfi Magnússon 7, Jón Kr. Gíslason 7, Páll
Kolbeinsson 6, Matthías Matthíasson 6, Þor-
valdur Geirsson 4.
Besti maður vallarins og sá
stigahæsti var Daninn Henrik
Norre Nielsen en hann skoraði alls
23 stig í þessum leik. .