Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 8. JANÚAR 1986 3 Fjármálaráðherra: Innheimtu sölu- skatts ekki breytt vegna greiðslukorta „Það er alveg af og frá og það eru engar slkar hugmyndir uppi,“ sagði Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra þegar hann var spurður um það hvort til greina kæmi að breyta innheimtu söiuskatts vegna greiðslukortaviðskipta, en margir kaupmenn óttast að þeir eigi erfitt með eða geti ekki staðið skilum vegna þess að þessi við- skipti eru orðin stór hluti verslun- ar. Fjármálaráðherra sagði að ef kaupmenn veldu þann kost að bjóða viðskiptavinum snum að greiða vör- ur með greiðslukortum þá hlytu þeir að hafa efni á þv: „Þeir sem ekki hafa efni á þv verða að hafa samning við sinn viðskiptabanka um að út- vega fjármagn til að standa undir þessum viðskiptum. Þeir sem hvorki hafa efni né slka samninga verða að gera þetta á sna eigin ábyrgð." TR greiðir 140 milljónir fyrir van- goldin meðlög Tryggingarstofnun ríkis- ins lagði út á síðasta ári um 140 miiljónir króna vegna ógreiddra bamsmeðlaga. Alls vora meðlagsgreiðslur TR 350 milljónir króna á árinu og hefur Innheimtu- stofnun sveitarfélaga inn- heimt um 210 milljónir, eða 60% af þeirri upphæð. Ársmeðlag með einu bami var árið 1985 36.644 krónur, en §öldi bama sem meðlög em greidd með er á bilinu 9-10 þúsund. Að sögn Áma Guðjónssonar hjá Innheimtustoftiun sveitar- félaga er innheimtuhlutfallið fyrir síðasta ár svipað og verið hefur undanfarin ár. Hann sagði að þessir peningar yrðu heimtir inn með tíð og tíma, en hins vegar legðust hvorki vextir né verðbætur á vangold- in bamameðlög, svo þama væri um tekjutap ríkisins að ræða. Fiskmarkaðurinn í Grímsby: 64 krónur fyr- ír kíló fisks að meðaltali TOGARINN Þorleifur Jónsson HF fékk á mánudag eitt hæsta meðal- verð, sem um getur á fiskmarkaðn- um í Grimsby. Fékk hann að meðal- tali 64,17 krónur á hvert kíló. Togarinn seldi alls 109,5 lestir, mest þorsk, á 7.028.300 krónur, meðalverð 64,17 kr. Hann fékk að meðaltali 66,21 pund fyrir hvert kit, sem er ensk mælieining og samsvarar 62,5 kílóum. Það er aðeins togarinn Már frá Ólafs- vík, sem hefur fengið hærra meðalverð í pundum á hvert kit, en hann fékk að meðaltali 75,96 pund fyrir hverja áðumefnda mælieiningu fisks í nóv- ember síðastliðnum. ALDREI GLÆSILEGRA kjpm TJöfðar til XXfólksíöllum starfsgreinum! .,<W' 1*° ■ ■ ^mmt Já, það er doka við og skoða vinningaskrána hjá SÍBS1986. Hún hefur aldrei verið glæsilegri - aldrei hærra vinningshlutfall. Meira en fjórði hver miði hlýtur nú vinning. Eitt hundrað og tíu milljónir króna í pottinum og nítján þúsund miðaeigendur hljóta vinning, allt uppp í 2 milljónir króna á einn miða. Við þetta bætast svo 3 aukavinningar: PAJERO SUPER WAGONIFEBRUAR VOLVO 740 GLE í SEPTEMBER PEUGEOT205 GR í JÚNÍ g. f innr fisFfic Cálvlp^' Hk JnSEf. í /SI. i.lj'ffEA-jvy.jBaP*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.