Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR1986 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1986 plíúrgmt Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Málgagn Framsóknarflokksins og stj órnarsamstarfið Um áramótin lauk tæpra tveggja ára göngu NT á íslenskum dagblaðamarkaði. Eins og sagði í síðustu forystu- grein NT mistókst sú tilraun að breyta Tímanum, málgagni Framsóknarflokksins, í blað undir öðrum formerkjum, blað, sem ekki var gefið út sem flokks- málgagn. Tilraunin jók skulda- bagga Framsóknarflokksins til mikilla muna. Sagt er að flokkur- inn þurfí að standa undir rúm- lega 80 milljón króna skuld vegna þessa ævintýris í blaðaút- gáfu. I síðustu forystugrein NT sagði ennfremur: „Með nýju ári hittumst við á ný í Tímanum. Framsóknarflokkurinn og fram- sóknarfélögin í Reykjavík hafa bundist samtökum um útgáfu á nýju blaði með þessu gamla og góða nafni.“ Hinn 3. janúar kom svo Tíminn út að nýju. í forystu- grein hans stóð meðal annars: „Tíminn hefur alla tíð verið mál- svari framsóknar- og samvinnu- manna og verður það áfram.“ Þótt Framsóknarflokkurinn hafí verið 40% hluthafí í Nútím- anum hf., sem átti og rak NT, lýstu forráðamenn flokksins og ritstjórar NT því jafnan yfír, að ekki bæri að líta á blaðið sem málgagn Framsóknarflokksins. Annað er uppi á teningnum núna. Ekki fer á milli mála, að Tíminn er flokksmálgagn framsóknar- manna og málgagn samvinnu- hreyfíngarinnar, en á milli henn- ar og blaðaútgáfu Framsóknar- flokksins hafa jafnan verið náin tengsl, sem virðast óijúfanleg, sama á hveiju gengur. Og það hefur komið fram í þeim umræð- um, sem orðið hafa um fjár- hagserfíðleika Framsóknar- flokksins vegna NT, að draumur margra framsóknarmanna er sá, að þeir geti gefíð út blað, sem losi SÍS-valdið undan því að „kyssa á vöndinn" með auglýs- ingum í Morgunblaðinu, eins og það var orðað. Ber að fagna því, að framsóknar- og samvinnu- menn séu hættir að tala tæpi- tungulaust um það, hvemig þeir telja að eigi að veija fjármunum íjöldahreyfingarinnar - þeir eiga helst aldrei að þurfa að fara út fyrir hringinn. Hin nýlegu eigendaskipti á Tímanum og sú staðreynd, að hann er alfarið að nýju í höndum Framsóknarflokksins, hlýtur að valda breytingu á afstöðu blaðs- ins og afstöðu annarra til þess, sem þar birtist. Fáir hafa haft um það stærri orð hin síðari ár en þeir, sem stóðu fyrir því að leggja niður Tímann og búa til NT, hve flokksmálgögn séu lítils virði. Þau séu ekki annað en handbendi stjómmálamanna, sem vilji öllu ráða og helst ekkert sjá á prenti annað en það, sem þeim kemur vel. Tíminn er nú aftur kominn í þessa aðstöðu, eftir að tilraunin með NT mis- tókst, Framsóknarflokkurinn verður að borga brúsann og gömlu forystugreinamar em teknar að birtast aftur. Séu þessar forsendur hafðar í huga, þegar forystugreinar Tí- mans síðustu daga em lesnar, mætti ætla, að forystumenn Framsóknarflokksins hefðu strengt þess heit um áramótin að bera ekki ábyrgð á neinum verkum sjálfstæðismanna í ríkis- stjóminni - að minnsta kosti ef þær mæta andstöðu hjá ein- hveijum eða þykja umdeilanleg- ar. I Tímanum á laugardag er því haldið fram í forystugrein, að Þorsteinn Pálsson “virðist nú vera að tapa áttum í pólitíkinni" - dregur málgagn forsætisráð- herra þessa ályktun af hækkun flugvallarskattsins, þótt flestir stuðningsmenn Sjálftæðisflokks- ins álitu það stafa af samvinnu við framsókn, ef rétt væri. í T’imanum í gær er sagt í forystu- grein, að ýmis öfl í Sjálfstæðis- flokknum hafí í tíð þessarar ríkis- stjómar „skipulagt sérstaka að- för að Lánasjóði ísl. náms- manna“. Er það skoðun mál- gagns Framsóknarflokksins, að Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, hafí það að aðal- markmiði varðandi Lánasjóðinn „að rýma embætti og stöður fyrir íhaldsmenn". Tíminn lýsir gjörð- um menntamálaráðherra í ríkis- stjóm Steingríms Hermannsson- ar með þessum orðum: „Hér er um pólitíska ofsókn að ræða, nánast pólitíska hreinsun eins og gerist í einræðisríkjum." Æsingur Tímans í garð Sjálf- stæðisflokksins og ráðherra hans á fyrstu dögum nýbyijaðs árs og strax eftir að Framsóknar- flokkurinn hefur alfarið tekið við stjóm blaðsins að nýju bendir ekki til neins annars en þess, að framsóknarmenn hafí ákveðið að segja Sjálfstæðisflokknum stríð á hendur. Þeir hafa kannski náð sáttum um jólahelgina Stein- grímur Hermannsson, flokks- formaður, og Páll Pétursson, þingflokksformaður, og ákveðið að skipa sér báðir í stjómarand- stöðu? Þýðir reiði Tímans, að framsóknarmenn ætli að ijúfa stjómarsamstarfíð vegna upp- stokkunar hjá Lánasjóði ísl. námsmanna og hækkunar á flug- vallarskatti? Ef það eru þessi mál, sem eiga að velta ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar, er nauðsynlegt að fá úr því skorið sem fyrst. Sjávarútvegsfréttir írá Kanada: Ráðherra hættir vegna fískmats og Bandaríkjamemi vilja tolla eftir Halldór Pétur Pálsson Sjávarútvegsráðherra Kanada segir af sér Sjávarútvegsráðherra Kanada, John Fraser sagði af sér í lok sept- ember 1985 vegna deilu um gæða- eftirlit á túnfiski. Fraser hafði þann 29. apríj sl. leyft sölu á niðursoðnum túnfiski, sem matsmenn ráðuneytis- ins höfðu dæmt óhæfan til manneld- is. Eftir að ríkissjónvarpið CBC hér fjallaði um þetta mál vakti það undrun og hneykslun almennings. Ráðherrann reyndi að veija ákvörð- un sína, sem var á misskilningi byggð, en hann varð þó að segja af sér. Túnfiskurinn var frá Star-Kist fyrirtækinu í New Brunswick, sem ræður um 40% af kanadíska tún- fiskmarkaðinum. Star-Kist er erlent fjölþjóðafyrirtaíki með verksmiðjur í Bandaríkjunum og Kanada meðal annars. Túnfískurinn er frá verk- smiðju Star-Kist í St. Andrews, New Brunswick fylki, en hún þjónar Kanada. Framleiddur er niðursoðinn túnfískur úr frystum blokkum, sem Star-Kist kaupir víða. Ekkert af þeim túnfiski, sem unninn er í St. Andrews, er úr kanadískri lögsögu. Astæðan fyrir tilvist verksmiðjunnar í St. Andrews er fyrst og fremst sú, hve háir tollar eru lagðir á unninn físk, sem fluttur er til Kanada. Star-Kist bar saman starfsemi verksmiðju sinnar í Puerto Rico, sem þjónar austurströnd Bandaríkjanna og verksmiðjunnar í St. Andrews. Í Puerto Rico höfnuðu bandarískir matsmenn 0,5% af niðursoðnum tún- físki en matsmenn sambandsstjóm- arinnar í Ottawa í St. Andrews hafna 50%. Star-Kist og sjálfstæðir rann- sakendur gátu ekki fundið mun á hráefninu, sem keypt var til þessara tveggja niðursuðuverksmiðja. Við svo búið er ódýrara að flytja inn fískinn fullunninn og borga toll en að hafa vinnslu í St. Andrews. Star- Kist ákvað því að loka St. Andrews- verksmiðju sinni, ef ekkert væri að gert, og segja upp 420 starfsmönn- um sínum þar. Lokun verskmiðjunnar losaði Star-Kist einnig við vinnudeilur og illindi á milli starfsfólks, sem þykja einsdæmi hér í Kanada. Til dæmis var farið í tvö ólögleg verkföll síðasta sumar. Tildrögin voru, að Star-Kist stytti vinnuvikuna úr 40 í 35 tíma og lækkaði kaupið. Við bættist síðan, að börn yfirmanna fyritækisins voru ••áðin til sumarvinnu við að fegra umhverfi verksmiðjunar. Fyrsta verkfallið var til að mótmæla þessu framferði fyrirtækisins, það stóð í um viku. Star-Kist leysti verkfallið með lögbanni og rak síðan starfs- menn í stjórn verkalýðsfélagsins fyrir að hafa staðið fyrir því. Seinna ólöglega verkfallið var til þess að mótmæla uppsögn þessara starfs- manna fyrirtækisins. í því verkfalli var skotið á hús eins bílstjóra fyri- tækisins, sem ekki virti hina ólög- legu verkfallsvörslu, og var hundur hans drepinn. Málið er óupplýst. Verkfallið stóð í tvær vikur. Þátttaka var dræm í báðum verk- föllunum. Star-Kist svaraði harka- lega fyrir sig, rak 29 starfsmenn og setti 64 að auki í fjögra mánaða vinnubann. Atvinnuleysi á St. Andrews-svæðinu er um 20%, en annars staðar í New Brunswick um 12-14%. Ofan á ólguna á milli verkalýðs- félagsins og stjómenda Star-Kist bætist deila á milli verkalýðsfélags- ins og yfir hundrað starfsmanna, sem hafa beðið sáttasemjara New Brunswick um að láta greiða at- kvæði um það, hvort verkalýðsfélag- ið hafí stuðning starfsmannana. Hugmynd hinna óánægðu er að nýtt verkalýðsfélag komi til sögunnar, sem getur unnið með Star-Kist til að halda verksmiðjuni gangandi. Richard Hatfield, forsætisráð- herra New Brunswick fylkis, gat ekki sætt sig við fískmatið í St. Andrews. Hann og þingmenn í Ottawa frá New Brunswick báðu Fraser, um að láta endurskoða fram- kvæmd matsins. Fraser lét undan og réð Rannsóknarráð New Bruns- wick (Reasearch and Productivity Council) til verksins í janúar 1985. Þann 19. mars 1985 mælti Rann- sóknarráðið með því að 37 af 38 verkeiningum, sem sjávarútvegs- ráðuneytið hafði dæmt óhæfar til manneldis, mætti senda á markað. (Hver eining er 36.000, 184 gramma dósir) Fraser lét senda þessar 37 einingar á markað. En 29. apríl leyfði Fraser Star-Kist að selja 20 fordæmdar einingar í viðbót, sem Rannsóknarráðið skilaði skýrslu um þann þann 6. maí. í henni sagði, að 14 væru hæfar til manneldis en 6 ekki. Fraser neyddist til að segja af sér vegna þessara mistaka. Fraser, Hatfíeld og aðrir stjórn- málamenn töldu, að verið væri að láta reyna á það, hvort fyrirtæki hefðu rétt til að kæra gerræðisleg vinnubrögð embættismanna til pól- itískra húsbænda þeirra. Túnfiskur- inn er skoðaður af matsmönnum kanadíska sjávarútvegsráðuneytis- ins, sem nota eigin dómgreind. Þeir þefa, smakka á og handleika fiskinn til að sjá, hvort þrái eða rot sé í dósinni. Lingeman, yfirmaður mats- ins í sjávarútvegsráðuneytinu, neitar því ekki, að matið sé einstaklings- bundið. Hann telur samt, að efna- greiningsmat, þar sem leitað er að ethanol, sem fylgir rotnun, eins og gert er við túnfsikmat í Japan, sé ekki betra en það, sem stuðst er við hér í Kanada. Fraser varð að segja af sér vegna þess að stjórnmálaumræður hér snerust um rétt neytenda og gæða- eftirlit í sjávarútvegi sérstaklega. Miklu fé hefur verið varið til herferð- ar til að auka gæði kanadískra sjáv- arafurða. Fraser gat ekki varið sig gegn þeirri ásökun, að hann væri að grafa undan þeim árangri, sem náðst hefur. Matsmenn ráðuneytisins voru sakaðir um að leggja Star-Kist í einelti. Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur látið flytja gæðaeftirlitið í St. Andrews til heilbrigðisráðuneytisins, sem hefur það í för með sér, að öll störf matsmanna eru laus til um- sóknar. Verksmiðjunni í St. Andrews hefur verið lokað og er ekki vitað, Nýr sjávarútvegsráðherra Kanada, Thomas Siddon hvoit eða hvenæar hún mun hefja starfsemi á ný. Tollur á útflutning á ferskum botnfíski frá Kaiuida til Baiidaríkjanna Samtök í bandarískum sjávarút- vegi sem nefna sig North Atlantic Fisheries Task Force (NAFT) stefndu kanadískum fersksfiskfram- leiðendum fyrir alþjóðlegu verslun- arnefndinni í Washington (U.S. Int- ernational Trade Commission) þann 5. ágúst sl. NAFT byggir kæru sína á skýrslu nefndarinnar um skilyrði og samkeppni í sjávarútvegi á norð- austurströnd Bandaríkjana, sem út kom í desember 1984. í skýrslunni, sem fyallað var um í Morgunblaðinu 27. febrúar, var talið, að verulegir ríkisstyrkir væru veittir til sjávarút- vegs í Kanada. í kæru NAFT eru þessir styrkir taldir brot á tollalög- gjöfinni í Bandaríkjunum, vegna þess að þeir skaði innlendan iðnað. Bandarískur útvegur, sem keppir við innfiutning á ferskum botnfiski frá Kanada, á rétt á verndartolli til að afmá áhrif erlendra ríkisstyrkja á verð og framboð af fiski innanlands. Bandaríkjamennirnir í NAFT kærðu innflutning á ferskum þorski, ýsu, ufsa og flatfíski. í dómi Al- þjóðlegu verslunarnefndarinnar var karfa, steinbíti, keilu og kolmunna bætt við, þar sem sala á þessum tegundum var talin falla undir sömu ákvæði bandarískra laga. Alþjóðlega verslunarnefndin komst að einróma niðurstöðu 19. september: kanadískur sjávarútveg- ur er styrktur og styrkirnir skaða hagsmuni í bandarískum sjávarút- vegi. Upphæð verndartollanna hefur ekki verið ákveðin. Ákvörðun þeirra fer eftir því hvernig 55 styrkir eru metnir af bandaríska viðskiptaráðu- neytinu. í byijunjanúar 1986 verðursettur bráðabirgðartollur á innflutning á ferskum físki frá Kanada til Banda- ríkjanna. í maí 1986 verður lagður á lokatollur. Enginn tollur kemur til álita, ef hinir 55 styrkir eru taldir óverulegir og hafi af þeim sökum engin áhrif á framboð á ferskum fiski til Bandaríkjana frá Kanada. Sú niðurstaða er mjög ósennileg. Líklegt er, að tollurinn verði á bilinu 10-20%. I áðurnefndri skýrslu versl- unamefndarinnar var beinn styrkur til sjávarútvegsins á Atlanshafs- svæðum Kanada 1982 metin á 105,6 milljónir Bandaríkjadollara en heild- arframleiðsla á 1160 milljónir. í kæru NAFT eru óbeinir styrkir og atvinnuleysisbætur, sem eru miklu hærri en beinu styrkirnir, taldir með. Það er athyglisvert, að tollalög- gjöfín í Bandaríkjunum veitir inn- lendum iðnaði rétt til að stefna er- 25 lendum samkeppnisaðilum fyrir þarlendan dómstól. Þar er dýrt að veijast ásökunum um styrki í eigin heimalandi. í málinu um ferska botnfiskinn frá Kanada haf abáðir aðilar beðið um frest til að safna fé til að reka sín mál. Ekkert er vitað um það, hvernig Bandaríkjamönnum - gengur að safna peningum til máls- sóknarinnar. í Kanada gengur illa að safna fé til varnarinar. Fyrirtæki í Kanada, sem sérhæfa sig í að selja ferskan físk til Banda- ríkjanna eru mörg og Itil og svo risafyrirtækin tvö, FPI (í ríkiseign) og NatSea. Stórfyrirtækin eru á - batavegi frá barmi gjaldþrots en þeir minni eru ekki aflögufærir. Það er líka útbreidd skoðun hjá þessum aðilum, að það sé ekki í þeirra verka- hring að vetja atvinnuleysisbætur og fleira í Kanada fyrir bandarískum dómstóli. Við þetta bætist viss bjart- sýni vegna þess að Kanadamenn hafa flórum sinnum síðan 1978 hrundið svona árásum á botnfisks- framleiðendur hjá bandarísku al- þjóðlegu verslunarnefndinni. Þetta er ekki stórmál, einungis er um 54 milljónir Kanadadollara að ræða, en heildarútflutningur á sjávarafurðum til Bandaríkjanna 1984 var 972 milljónir Kanadadoll- ara. I raun er um alvarlegt ástand að ræða. Tollalöggjöfin bandaríska var styrkt til muna 1984. Nú eru um 200 iðngreinar í Kanada að veija sig gegn málsókn frá bandarískum keppinautum. Hagsmunaaðilar í Alaska munu nota niðurstöðuna um ferska botnfískinn til að kreíjast þess, að hið sama gildi um frystar afurðir frá Kanada og ferskar. Það er vel þess virði fyrir íslendinga að fylgjast með þessu máli. Höfundur stundar nám i hagfræði íOttawa, höfíiðborg- Kanada. Höggvið á hnút í húsnæð- ismáhim ÞjóðsldaJasafiis eftir Sigfís Hauk Andrésson Inngangur Að undanfömu hefur talsvert verið rætt og deilt um þá ákvörðun Sverris Hermannssonar mennta- málaráðherra að kaupa húsakynni Mjólkursamsölunnar að Laugavegi 162 handa Þjóðskjalasafninu jafn- framt þeirri fyrirætlun, að Stjórnar- ráðið fái Safnahúsið við Hverfísgötu til afnota í framtíðinni. Með því að ég hef öðru hveiju um alllangt árabil fjallað um málefni Þjóðskjalasafnsins á opinberum vett- vangi, starfað við safnið í meira en tvo áratugi og kynnt mér talsvert hliðstæðar stofnanir erlendis, þykist ég hafa gildar ástæður til að leggja hér orð í belg. Safinahúsið of lítið sem firamtíðaraðsetur Þjóðskjalasafhs í skrifum mínum um safnamálin undanfarin ár hef ég hvað eftir annað vikið að því, að hið gamla veglega Safnahús við Hverfísgötu nægði Þjóðskjalasafni engan veginn til frambúðar, þó að safnið fengi það allt, eins og til stóð, þegar Lands- bókasafnið flyttist loks í Þjóðarbók- hlöðuna. Ekki minnist ég þess, að nokkur sérfróður maður hafi borið brigður á þetta, heldur miklu fremur látið svipaðar skoðanir í ljós. Það er viðurkennd staðreynd, að Þjóðskjalasafnið hefur ekki áratug- um saman getað tekið við nema broti af þeim skjölum opinberra stofnana og embætta, sem því hefur ávallt borið bein lagaleg skylda til að taka til varðveizlu, svo ekki sé talað um alls konar skjalagögn einkaaðila, sem eru engu síður ómissandi heimildir um sögu lands og þjóðar og þurfa mikið húsrými. Þjóðskjalasafn þarfnast ennfremur stóraukins bókakosts, þar eð núver- andi handbókasafn þess er svo óverulegt að mjög þarf um að bæta, og í þessum efnum þarf óhjákvæmi- lega að gera stórátak eftir áð sam- býlið við Landsbókasafn er úr sög- unni. Þá þarf að fjölga starfsliði Þjóðskjalasafns að mun, eigi það að geta gegnt þeim hlutverkum sem því ber að sinna lögum samkvæmt. Allt það, sem nú hefur verið nefnt, krefst langtum meira húsnæðis en Safnahúsið hefur upp á að bjóða. Ekki má heldur gleyma því, að söfn hlaða stöðugt utan á sig, jafnvel þótt reynt sé, að því er skjalasöfn varðar, að draga úr fyrirferð þeirra með skynsamlegum og skipulegum grisj- unum. Það tæki því Þjóðskjalasafnið tiltölulega skamman tíma að yfír- fylla Safnahúsið. Ýmsir gallar Safiia- hússins og inn- réttinganna þar Það er ekki aðeins svo, að Safna- húsið sé of þrönt til að geta verið frambúðaraðsetur Þjóðskjalasafns, heldur er það ennfremur að ýmsu leyti illa úr garði gert tæknilega. Húsið er raunar miklu fremur miðað við þarfir bókasafns en skjalasafns, og allavega hefði þurft að gera á því gagngerar endurbætur, ef Þjóð- skjalasafnið hefði fengið það allt. Sá stórkostlegi galli er ennfremur á Safnahúsinu að þar er engin lyfta, og úr því verður ekki bætt. Allt þarf þess vegna að bera þar milli Sigfus Haukur Andrésson „Óhætt er að fullyrða, að með umræddum húsakaupum handa Þjóðskjalasafiii hafí Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra höggvið á einn af þeim rembihnútum, sem margra ára, eða öllu heldur áratuga, seina- gangur og vanræksla hafa komið safiiamálum okkar í.“ hæða og margt af því er að sjálf- sögðu engin léttavara. En slíkur burður fram og aftur er endalaus í skjalasafni vegna afgreiðslu til gesta á lestrarsal. Um innréttingarnar skal þess í fyrsta lagi getið, að hið gamla þunglamalega og fyrirferðarmikla hillukerfi í geymslunum veldur því, að allt pláss þar nýtist afar illa. Nýtízkulegri og langtum notadrýgri innréttingar hafa að vísu verið settar í kjallara og á fyrstu hæð geymslu- rýmis Þjóðskjalasafns og í handrita- deild Landsbókasafns, en óvíst mun vera hversu miklar slíkar breytingar burðarþol hússins leyfir. Svo vikið sé að hinum gömlu virðulegu hús- gögnum í lestrarsölum Safnahúss- ins, þá eru þau allt annað en þægileg fyrir þá sem þurfa að nota þau til lengdar. Ekki hef ég kynnzt verri stólum, nema ef vera skyídi í lestrar- sal Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn. Þá eru borðin sízt skárri, þar eð menn verða að sitja krepptir við þau. Slík húsgögn getur bakveikt og fatlað fólk ekki notað að neinu ráði án meiri og minni þján- inga og enn meira heilsutjóns, og margir aðrir, sem notast þurfa við þau til langframa, verða óhjákvæmi- Íega gigtarsjúklingar af því. Ný og þægileg húsgögn í lestrarsal hefðu þess vegna verið bráðnauðsynleg og sjálfsögð heilbrigðiskrafa ef Þjóð- skjalasafnið hefði orðið um kynt í Safnahúsinu. Húsið hentar Stjórnar- ráðinu vel Þegar á það hvorttveggja er litið, að nauðsyniegt hefði verið að leggja í mikinn kostnað til að lagfæra Safnahúsið til afnota fyrir Þjóð- skjalasafnið án þess að það hefði samt sem áður fullnægt þörfum þess eða dugað því til nokkurrar frambúð- ar, er eðlilegt að menn færu að huga að því, hvort húsið gæti ekki hentað öðrum opinberum stofnunum. Það blasti þá þegar við, að húsið væri afar vel í sveit sett fyrir Stjórnarráð- ið, sem gæti bæði notað það til skrifstofuhalds, fundahalda og fyrir skjalasafn sitt og handbækur. Skjalasöfn flestra ráðuneyta munu búa við býsna þröngan kost, en ágætt rými væri fyrir þau á neðstu hæðum Safnahússins, enda eru vel skipulögð skjalasöfn eitt af grund- vallaratriðum góðrar stjórnsýslu. Þetta veglega hús væri t.d. kjörið aðsetur fyrir skrifstofur forseta ís- lands og forsætisráðuneytisins. Hæstiréttur hefur reyndar einnig verið nefndur í þessu sambandi, en ekki skal það rætt frekar hér. Nábýli Þjóðskjalasafns við Þjóðarbókhlöðuna og Háskólann hefði verið æskilegast Það hefði auðvitað verið lang- heppilegast, að hugsað hefði verið fyrir því í tæka tíð að byggja bæði yfír Landsbókasafn og Þjóðskjala- safn í nánd við Háskólann, enda þá unnt að gera það í hæfilegum áföng- um. Óumdeilanlega hefði það verið gagnkvæmt hagræði fyrir þessi söfn að vera áfram í nábýli og komið sér vel fyrir heimspekideild Háskólans, Stofnun Árna Magnússonar og Þjóð- minjasafn að hafa þau bæði í nánd við sig. Á þetta benti ég þegar árið 1968 í grein um Þjóðskjalasafnið og hef ítrekað það oftar en einu sinni síðan í skrifum mínum um þessi mál. Ráðamenn völdu hins vegar þá leið að byggja einungis Þjóðarbók- hlöðu á háskólasvæðinu, en láta Þjóðskjalasafninu eftir allt Safna- húsið, þótt sýnt væri að sú lausn nægði því aðeins um stundarsakir. Þar á ofan hefur tekizt svo hörmu- lega til, að bygging Þjóðarbókhlöð- unnar hefur dregizt langt úr hömlu og vandi safnanna því farið vaxandi ár frá ári. Kaup Mjólkursamsölu- húsanna stórkostleg lausn miðað við aðstæður Úr því að þannig hefur hvorki gengið né rekið með byggingu Þjóð- arbókhlöðunnar, mátti til skamms tíma í mesta lagi vænta þess, að Þjóðskjalasafnið fengi einhverntíma allt Safnahúsið og síðan hjökkuðu húsnæðismál þess í sama farinu um ófyrirsjáanlega framtíð. Þegar svo loks yrði hafizt handa við að byggja yfir það, yrði engin nothæf lóð í boði nema einhvers staðar í útjaðri borgarinnar. Við þessar aðstæður verður það að teljast óvenjuleg heppni, að til- tölulega hentug húsakynni skyldu bjóðast til kaups handa safninu með góðum kjörum um sama leyti og í stól menntamálaráðherra settist maður með lifandi áhuga á íslenzkri menningu og þann kjark og þá fram- sýni, sem til þurfti til að grípa þetta einstæða tækifæri til frambúðar- lausnar á húsnæðisvanda þess. Húsakynni Mjólkursamsölunnar að Laugavegi 162, sem hér er um að ræða, eru bæði mikil og traust og geta enzt Þjóðskjalasafni um langa framtíð, auk þess sem svigrúm er til að byggja þarna til viðbótar. Hluta af húsnæðinu er hægt að taka í ootkun fyrir safnið án teljandi lagfæringa. Ýmsir aðrir hlutar þess- ara víðfeðmu húsakynna þarfnast hins vegar talsverðra breytinga og viðgerða eins og eðlilegt er, en það á að vera unnt að gera í hæfílegum áföngum. Þá þarf að sjálfsögðu að gera viðeigandi breytingar á portinu til samræmis við hið nýja hlutverk þess, og setja mætti þar t.d. dálítinn garð með tijám og smekklegum myndastyttum. Margvísleg vandamál þarf vitan- lega að leysa, þegar hús eru látin skipta svo gersamlega um hlutverk eins og í þessu tilviki. Erlendis hef ég þó séð dæmi af svipuðum toga, þar sem ágætlega hefur tekizt til, og ekki er ástæða til að ætla annað en svo verði einnig hér. Lokaorð Óhætt er að fullyrða, að með umræddum húsakaupum handa Þjóðskjalasafni hafí Sverrir Her- mannsson menntamálaráðherra höggvið á einn af þeim rembihnút- um, sem margra ára, eða öllu heldur áratuga, seinagangur og vanræksla hafa komið safnamálum okkar í. Það eru nefnilega ekki aðeins Þjóðskjala- safn og Landsbókasafn, sem orðið hafa hart úti af þessum ástæðum, heldur t.d. einnig Listasafnið og Náttúrufræðisafnið, svo táknræn dæmi séu nefnd, en hið síðastnefnda býr við hörmulega aðstöðu. Sú óvænta og heillavænlega lausn, sem nú hefur orðið á húsnæðisvanda Þjóðaskjalasafns, sýnir hins vegar hveiju er unnt að fá áorkað þegar ekki er einungis haldið á málum af góðum vilja, heldur og af áræði og stórhug. Eru nú vonandi að renna upp nýir og betri tímar í menningar- málum okkar Islendinga. Að endingu vísa ég til eftirtalinna greina minna og ritgerða um safna- málin: Þjóðskjalasafn íslands. Samvinn- an, 2. hefti 1968. Aðbúrfaður að Þjóðskjalasafni ís- lands. Tíminn 16/8 og 18/8 1979. Úr hornreku í hornstein. Dag- blaðið 16/4 1980. Hugleiðingar um húsnæðismál Þjóðskjalasafnsins í tilefni aldaraf- mælis þess. Morgunblaðið 31/3 1983. Þjóðskjalasafn, héraðsskjalasöfn, atvinnusögulegt skjalasafn. Morg- unblaðið 19/5 og22/5 1982. Þjóðskjalasafn íslands - Aldaraf- mæli. Saga 1982. Þjóðskjalasafn íslands - Ágrip af sögu þess og yfirlit um heimilda- söfn þar. 2. útg. R.vík. 1982. Höfíindur er skjalavörður ÍPjóð- skjalasafhi. ■ —- . 4iwm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.