Morgunblaðið - 08.01.1986, Side 4

Morgunblaðið - 08.01.1986, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR1986 ASÍ og BSRB samstíga í kröfugerð: Samningaviðræður hefjast í næstu viku BSRB vill vísa deilu sinni við ríkið beint til ríkissáttasemjara GERA MÁ ráð fyrlr að viðræður um nýja kjarasamninga milli verka- lýðshreyfingarinnar og ríkisins og atvinnurekenda hefjist í næstu viku. Samningar hafa almennt verið lausir frá áramótum. Samninganefndir ASÍ og BSRB ákváðu í gær að óska eftir viðræðum við viðsemjendur sína hið allra fyrsta - og BSRB ákvað að óska eftir að deilu sinni við ríkisvaldið yrði þegar í stað vísað til rikissáttasemjara. Kröfugerðir ASÍ og BSRB eru nánast samhljóða: megináherslan er lögð á aukningu og tryggingu umsamins kaupmáttar á samningstímabilinu (til næstu áramóta) með svokölluðum „rauðum strikum" og leiðréttingar á launa- misrétti í Iandinu. Af hálfu Vinnuveitendasambands íslands hefur kröfum Alþýðusambandsins verið hafnað. „Við teljum útilokað að hefja viðræður á þeim grundvelli, sem ASÍ hefur sett fram,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSI í gær. Samninganefnd BSRB ákvað í gær „að gera ríkisstjóminni tilboð um að taka upp viðræður um hina ýmsu þætti er lúta að verðlagsmyndun í landinu með það markmið að halda niðri verðbólgu, auka kaupmáttinn °g tryggja hann á samningstíman- um,“ eins og Kristján Thorlacius, formaður BSRB, orðaði það í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. „Jafnframt gerum við kröfu um að launamisréttið gagnvart opinberum starfsmönnum verði leiðrétt. Þá gerum við kröfu um að takist ekki að halda kaupmætti innan við svo- kölluð „rauð strik" á hveijum tíma, þá verði það bætt með ákveðnum hætti.“ Formaður BSRB sagði að meðal þeirra atriða, sem samninga- nefnd bandalagsins vildi ræða við fulltrúa ríkisstjómarinnar, væru vaxtamál- og gengismál, verðlags- mál, opinberar álögur og verðlagn- ing opinberrar þjónustu. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, sagði að loknum fundi samninganefndar sambandsins í gær, að ákveðið hefði verið að óska eftir viðræðum við VSÍ eftir næstu helgi á grundvellj samþykktar formannafundar ASI 9. desember sl. „Verkefni fundarins í dag var að leggja drög að fram- haldi málsins og ákveðið að stefna að fyrsta eiginlega samningafundin- um fyrrihluta næstu viku. Þá gerum við okkur vonir um að atvinnurek- endur hafi farið yfir kröfur okkar og að við fáum frá þeim skýr svör, svo raunverulegar viðræður geti hafist," sagði Ásmundur. Verkalýðshreyfingin mótmælir opinberum hækkunum: Hlýtur að torvelda gerð kjarasamninga segir í ályktunum ASÍ og VMSI „ÞESSAR skattahækkanir munu ekki greiða fyrir farsælli lausn þeirra kjarasamninga, sem fram- undan eru,“ segir í ályktun fram- kvæmdastjómar Verkamanna- sambands íslands þar sem mót- mælt er „kröftuglega þeim hækk- unum á hinum ýmsu greinum opinberrar þjónustu og opinberra skatta, sem dunið hafa yfir lands- menn undanfama daga og ekkert lát virðist vera á, þrátt fyrir þá ákvörðun að lækka tekjuskatt- inn,“ eins og segir orðrétt í sam- þykkt VMSI. Á fundi miðstjómar og formanna lands- og svæðis- sambanda innan Alþýðusambands íslands í gær var samþykkt sams- konar ályktun. í ályktun framkvæmdastjómar VMSÍ segir að allar slíkar hækkanir lendi með „mestum þunga á þeim, sem úr minnstu hafa að spila og síst mega við því að tekjur þeirra séu rýrðar með þessum hætti. Hér er sérstaklega átt við hækkun síma- gjalda og hverskonar læknis- og heilbrigðisþjónustu." í ályktun ASÍ segir: „Fundurinn lýsir furðu sinni á frumkvæði stjóm- valda í þessu efni og minnir á, að slíkar hækkanir hljóta að torvelda þær samningaviðræður um kaup og kjör, sem nú fara í hönd. Hækkanir á nauðsynjum, svo sem lyfjum og lækniskostnaði, rafmagni og hita, koma verst við þá sem við lökust kjör búa, og lýsa ótrúlegum skiln- ingsskorti á erfíðum aðstæðum almennings." Mótmæla línuriti um kaupmátt launa og lána til námsmanna Morgunblaðið/Sig. Jóns. Gagnfræðaskólinn varð illa úti á þrettándanum, brotnar voru 23 rúður. Myndin var tekin af brosleitum unglingi fyrir innan eina brotnu rúðanna í gærmorgun. Prettándinn á Selfossi: Unglingar grýttu lögreglu og slökkvilið með grjóti og flöskum Selfossi, 7. janúar. LAUST EFTIR miðnætti á þrettándanum urðu nokkur ólæti í miðbæ Selfoss við Ölfusárbrú. Unglingar grýttu lögreglu og slökkvilið og rúður voru brotnar viða í kaupstaðnum. Ólætin hófust þegar fengjnn var slökkvibíll til að slökkva i rusli á Ölfusárbrú. Unglingar grýttu lög- regluna og slökkviliðsmenn með gijóti og flöskum. Ekki urðu slys á mönnum en framrúða slökkvibílsins brotnaði auk þess sem sér á honum og lögreglubílnum eftir grjótið. Hjálmur eins lögreglumannsins sprakk og slökkviliðsmaður fékk flösku í höfuðið, en hjálmurinn hiifði honum. Var mildi að ekki hlaust slys af því um hnullungsgijót var að ræða. Um nóttina voru brotnar rúður víða í kaupstaðnum, aðallega í gagn- fræðaskólanum, þar sem 23 rúður voru brotnar, alls um 60 fermetrar. Tólf táningar voru teknir úr umferð vegna ólátanna, sumir þeirra ölvaðir. Að sögn lögreglu virtust heimamenn standa að ólátunum með dyggri aðstoð aðkomumanna. Dálítið var um ölvun, þó ekki áberandi. „Þetta var svona drulluat sem er aðstand- endum til lítils sóma,“ sagði Jón I. Guðmundsson yfirlögregluþjónn. Lögreglan fékk 8 menn úr Reykja- vík til aðstoðar þetta kvöld eins og venja er til á þrettándanum. Af þessum atburðum er ljóst að ólæti á þrettándanum eru komin af því stigi að vera strákapör í það að vera hörðustu skemmdarverk og veldur slíkt óhug hjá fólki. Sig. Jóns. Sýnishom af grjótinu sem hent var að lögreglumönnunum. FULLTRÚI Stúdentaráðs, ólafur Amarson, gerði í gær eftirfar- andi athugasemd við línurit um kaupmátt launa og lána sem birt- ist í Morgunblaðinu.: „Þetta línurit er villandi. Um síð- ustu áramót 1984—1985 er reglu- gerð breyttt þannig að í stað þess að við námsmenn fylgjum vísitölu framfærslukostnaðar eins og verið hafði, þá erum við settir inn í vísitölu ráðstöfunartekna. Þessu var síðan breytt aftur í september þegar stefndi í að vísitala ráðstöfunartekna Mæltu sér- staklega með Helgu Kress í FYRIRSÖGN á frétt um veitingu lektorsstöðu við Háskóla íslands í Morgunblaðinu í gær er Bjami Guðnason prófessor ranglega sagður formaður dómnefndarinn- ar, sem um málið fjallaði, en Njörður P. Njarðvík er formaður hennar. Helga Kress hafði í gær samband við blaðið og taldi aðalfyrirsögn fréttarinnar villandi, en þar er sagt að dómnefnd hefði mælt sérstaklega með Helgu og Matthíasi Viðari Sæmundssyni. Eins og fram kemur í fréttinni mælti dómnefndin með þeim Helgu og Matthíasi, en af þeim tveimur var mælt sérstaklega með Helgu. yrði hagstæðari en vísitala fram- færslukostnaðar og við settir aftur inn í vísitölu framfærslukostnaðar. Nú um áramót kom fram önnur reglugerðarbreyting þar sem láns- upphæðir eru frystar í krónutölu. Námslán eru eina framfærsla sem námsmenn hafa. Námskröfur sem gerðar eru af hálfu sjóðsins hafa á þessu tímabili aukist um 100%. Vinna okkar námsmanna hefur því tvöfaldast. Af þessu er ljóst að við höfum ekki möguleika að bæta tekjur okkar með aukavinnu. Jafnvel þó það væri mögulegt þá eru reglur lánasjóðsins þannig að aukatekjur reiknast til frádráttar á námslán. Ljóst er að við getum ekki bætt við okkur laun- aðri vinnu eins og hefur verið ráð launþega til að eiga fyrir lífsnauð- synjum. Ef línuritið hefði verið borið saman raunverulegan vinnutíma launþega og námsfólks væri erfítt að sjá hvor hópurinn hefði það betra. Þetta línurit er kennslubókardæmi um hvernig hægt er að falsa stað- reyndir með því að leika sér gáleysis- lega með tölur og línurit. Við námsmenn munum aldrei sætta okkur við að fjárlagahallinn verði jafnaður með óréttmætri kjara- skerðingu námsmanna." Þess skal getið, að umrætt línurit barst Morgunblaðinu frá Auðunni Svavari Sigurðssyni, varaformanni stjómar Lánasjóðs íslenskra náms- manna, og fylgdi það greinargerð hans til menntamálaráðherra fyrir reglugerðarbreytinguna nú um ára- mótin. Innanlandsflug: Tafðist vegna aðgerða flugumf erðarslj óra Flugumferðarstjórar neita að taka aukavaktir INNANLANDSFLUG tafðist í um það bil klukkustund í gærmorgun vegna aðgerða flugumferðarstjóra á Reykjavíkurflugvelli. Vakthaf- andi varðstjóri setti þá alla starfsmenn i úthafsdeildina og stóð i nokkru stappi með að fá þeirri ráðstöfun breytt svo að innanlandsflug gæti hafist. I fyrradag vantaði sex flugumferðarstjóra á vakt á Reykja- vikurflugvelli, sem er helmingur þeirra sem vinna áttu. Pétur Einarsson, flugmálastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þá um morguninn hefði varðstjóri í flugstjómarmiðstöð til- kynnt veikindi og hefði varaformað- ur Félags íslenskra flugumferðar- stjóra hlaupið í skarðið, sem hann hefði oft gert áður. Sú ráðstöfun varaformannsins, að raða öllum starfsmönnum í störf við úthafs- flugið, hefði hins vegar verið óeðlileg með tiiliti til þess, að lítil umferð var í úthafsfluginu. „Svona gera menn ekki undir venjulegum kring- umstæðum", sagði Pétur. Hann sagði að viðkomandi varðstjóri hefði haft fimm menn til ráðstöfunar og hefði ekki þurft að taka nema einn eða tvo í úthafsdeildina til að halda uppi eðlilegu flugi. í fyrradag tilkynntu þrír flugum- ferðarstjórar veikindi, en þijár vaktir átti að manna með aukavöktum. Ekki tókst að fá neinn flugumferðar- stjóra til að taka þessar aukavaktir, nema hvað einn mætti þegar yfir- flugumferðarstjóri sendi sex flug- umferðarstjórum í skeyti fyrirskipun um að mæta strax með vísan til laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Jón Ámi Þórisson flugumferðar- stjóri var einn þeirra sem ekki fór að fyrirmælum Flugmálastjómar. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hefði ákveðið að hætta að taka aukavaktir vegna þess að hann væri orðinn svo þreytt- ur á samskiptunum við yfirmennina, m.a. einstrengingslegri framkomu flugmálastjóra við starfsmennina og félag þeirra. Hann vissi að svo væri einnig með fleiri, en neitaði því að um samantekin ráð væri að ræða. Hann sagðist ekki vera nema meðal- maður í aukavinnunni, en hann hafi þó verið með á sjötta hundrað auka- vinnutíma á síðastliðnu ári og væri hann orðinn þreyttur á þessu. í yfirliti sem stjóm FIF hefur tekið saman kemur fram, að frá því 1981 hafi 14 flugumferðarstjórar í flug- stjóm látið af störfum, en á sama tíma hafi enginn nýr bæst við þar. Umferð hefði hins vegar aukist um 25% á síðustu tveimur árum. í fréttatilkynningu frá flugmála- stjóra, sem Morgunblaðinu barst í gær, segir hins vegar, að deilumar snúist um framkvæmd tillagna, sem miðuðu að úrbótum í flugumferðar- þjónustu og beindust að þjálfunar- málum og endurskipulagningu á stjómun þjónustunnar. Rannsóknar- nefndir hefðu ítrekað gert tillögur til úrbóta á ýmsum atriðum varðandi flugumferðarþjónustuna og erlendir sérfræðingar kallaðir til. Margar þessara tillagna hefðu hins vegar verið stöðvaðar af stéttafélagi fS- lenskra flugumferðarstjóra. í þeSSU tilfelli hefði FIF, í bréfi til sam- gönguráðherra, krafist frestunar á því að nýtt skipurit tæki gildi, að öðrum kosti yrði gripið til vamarað- gerða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.