Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR1986 t Sonur okkar, sambýlismaöur og faðir, SIGURÐUR HÖRÐUR SIGURÐSSON tölvufræöingur, Kleppsvegi 20, lést af slysförum 6. janúar. Fyrir hönd aöstandenda, Margrét Eggertsdóttir, Siguröur Sigurösson, Borghildur Thors, Bjartey Siguröardóttir, Siguröur Hrafnkell Sigurösson. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, JÚLIANA LAUFEY JÚLÍUSDÓTTIR, Stórholti 20, lést í Landspítalanum 6. janúar. Jaröarförin veröur ákveöin síöar. Sigurbjartur Helgason, Ásgeröur Jónsdóttir, Guölaugur Helgason, Aöalheiður Hafliöadóttir, Katrín Helgadóttir, Jón Óskarsson, börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Dóttir mín og systir, ANNA B. HAFÞÓRSDÓTTIR, lést í fyrradag, 6. janúar. Hafþór Guömundsson, Kristín R. Hafþórsdóttir, Sigurður K. Hafþórsson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON, Skipasundi 85, lést 22. desember í Borgarspítalanum. Útförin hefur fariö fram. Kristín Bernharösdóttir, börn og tengdabörn. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir og amma, SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR, Digranesvegi 92, Kópavogi, sem lést 28. desember veröur jarösungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 9. janúar kl. 15.00. Jón Agnarsson, Agnar Jónsson, Guölaug Jónsdóttir, Ragnheiöur Jónsdóttir, Guömundur Sighvatsson og barnabörn. t Eiginmaöur minn, stjúpfaöir og bróöir, LOFTUR JÓHANNESSON, verkstjóri frá Herjólfsstööum, Rauöarórstíg 38, veröur jarösunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 9. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaöir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagió. Fyrir hönd vandamanna, Hulda Símonardóttír. t Útför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu, RAGNHEIÐAR ARADÓTTUR, Hamrahlíö 3, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 9. janúar og hefst at- höfnin kl. 15.00. Ari Ólafsson, Þóra Óskarsdóttir, Magnús Arason, Ragnheiöur Aradóttir, Óskar Ólafur Arason. t Útför MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR bónda, Litlu-Giljá, Austur-Húnavatnssýslu, veröur gerö frá Þingeyrakirkju laugardaginn 11. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd systkina, Hafsteinn Sigurösson. Sigríður Guðmunds- dóttír—Kveðjuorð Sigríður Guðmundsdóttir fæddist 15. júní 1892 á Brekku í Gilsfirði. Foreldrar hennar voru Gróa Guð- mundsdóttir og Guðmundur Magn- ússon. Þau búa fyrst á Brekku en síðan flytja þau að Ljúfustöðum í Kollafirði á Ströndum. Upp úr alda- mótum flytja þau til Bolungarvíkur, þar er Sigríður hjá þeim þar til hún giftist 18 ára gömul Árna Sigurðs- syni, dugnaðarmanni bæði til sjós og lands, þó stundaði hann meira sjóinn og annaðist þá Sigríður bú og böm. Hún var kjarkmikil kona, trúði á það góða í tilverunni og fékk styrk í hverri raun og henni varð að trú sinni. Þau voru hálfsystkin hún og Guðmundur faðir minn, bæði böm Guðmundar Magnússonar. Sigríður var hjónabandsbam en faðir minn ekki. Ég man fyrst eftir Sigríði, þá ungri stúlku, að hún kom að annast heimilið fyrir föður minn og okkur, því mamma lá á sæng. Einnig hjálp- aði hún föður mínum og hans skips- höfn með fanggæslustörf, sem svo var kallað, því hann sótti sjó að Djúpi, fór þangað ár hvert upp úr áramótum. Það var mjög kært með þeim systkinum og faðir minn bar mikla virðingu fyrir systur sinni enda reyndist hún honum vel. Hún mun hafa verið gift er hún tók að sér að sinna skipshöfn föður míns, hún var afburða manneskja til allra verka. Fátæk munu þau hjón hafa verið fyrstu árin en samt frekar verið veitendur en þiggjendur. Sigríður var grannkonum sínum hjálpleg bæði með prjón og saumaskap. Hún átti bæði pijóna- og saumavélar en slík verkfæri áttu ekki allir á þeim tímum. Með sínum afburða dugnaði bætti hún úr brýnustu þörfum svo margra, en hvort hún fékk nokkuð í aðra hönd en þakkir og blessun t KRISTRÚN KRISTÓFERSDÓTTIR, Reynihvammí 34, Kópavogi, sem lést þann 31. desember veröur jarösungin frá Fossvogs- kapeilu fimmtudaginn 9. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Kristján Þ. Ólafsson, Sigríöur Kristjánsdóttir, Kristófer Kristjánsson. t Eiginmaður minn og faöir okkar, SIGURÐUR MAGNÚS SVEINSSON fyrrverandi bifreióaeftirlitsmaöur á Reyöarfiröi, andaöist í Borgarspítalanum á jóladag. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. janúar kl. 15.00. Björg Bóasdóttir og börn hins látna. t Faöir minn, SIGURÐUR SIGURBERGSSON frá Moldbrekku, Grænukinn 14, Hafnarfiröi, veröur jarðsunginn frá Kapellunni, Kirkjugaröinum í Hafnarfiröi, fimmtudaginn 9. janúar kl. 15.00. Kristinn Sigurðsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför unnusta míns, sonar okkar og bróöur, ÞÓRDARHARDARSONAR, Hábergi 24. María Jónsdóttir, Höröur Þóröarson, Sigríöur Sóley Magnúsdóttir, Margrét Haröardóttir, Svavar Magnússon, Helga M. Haröardóttir, Hafliöi J. Hafliöason, Inga Mjöll Haröardóttir, Guöný Haröardóttir, Hrönn Haröardóttír, Hermann Bjarnason, Höröur Haröarson, Svanhildur Ó. Haröardóttir. t Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, HALLDÓRU SÍGRÍDAR HALLDÓRSDÓTTUR, Akureyri. Heiöbjört Antonsdóttir, Víkingur Antonsson Brynjar Antonsson. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúö viö fráfall mannsins míns, SIGURDAR SIGURÐSSONAR frá Saurbæ, Efstasundi 73. Kristbjörg Jónasdóttir og aöstandendur. þiggjenda veit ég ekki. Hún kunni með efni að fara, þó misjöfn væru aflabrögð. Þau áttu nokkrar geitur og hún sagði mér að börnin hefðu þrifist vel af geitamjólkinni. Það var of langt á milli okkar svo ég fylgdist ekki með hennar erfiðustu árum. Þá voru ekki fyrir þau þægindi sem fólk býr við nú, enda mun hún eins og fleiri á þeim tíma hafa þurft að velta mörgu þungu hlassi. Hún var fómfús og góðhjörtuð manneskja, auk þess að ala upp bömin og allt sem því fylgdi, höfðu skjól hjá þeim þrjú gamaimenni til hinstu stundar. Þau hafa ekki þurft síður sinningu en bömin, en hún var kærleiksrík og fómfús höndin hennar Sigríðar. Mann sinn missti hún 11. apríl 1945, hann var þá 57 ára, fæddur 1888. Þá vom þau hjón flutt til Akraness. Eftir að Sigríður hætti að halda heimili, var hún til húsa hjá dóttur sinni Matthildi og Pálma manni hennar. Hún vann við sjúkra- húsið þar við rausnarskap og við- gerðir á líni. Einnig var hún um tíma matráðskona á bamaheimilinu á Silungapolli. Hvar sem Sigríður vann hlaut hún lof íyrir vel unnin störf, hún var þannig manneskja að allt var vel af hendi leyst sem hún tók að sér. _ Þegar aldur og þreyta sóttu að sótti hún um dvalarstað á Hrafnistu í Reylq'avík, áður hafði hún og hennar fólk gefið fé sem svaraði til eins herbergis þá, til minningar um mann hennar, Áma, og synir þeirra hafa lagt sinn skerf til þjóðarbúsins frá sjónum. Sjö ámm síðar sótti ég sjálf um inngöngu á Hrafnistu og það gekk frekar fljótt fyrir sig, og veit ég að það mátti ég þakka þeim hálfsystk- inum föður míns, henni og Jóni Atla sem bæði dvöldu á Hrafnistu, þar lágu leiðir okkar saman aftur frá því að ég var bam en hún ung stúlka og man ég hvað mér þótti hún falleg þá og enn bar hún með sér þennan sérstaka virðuleika sem 'ekki var annað hægt en að veita athygli og hún varþannigtil hinstu stundar. Ég átti mörg sporin inn til hennar eftir að ég kom á Hrafnistu og var að venjast þessu stóra heimili, þangað sótti ég fróðleik, góðleik og gleði þó hún ætti við erfiðleika að stríða þar sem hún var sjúk í báðum fótum og fleir^ hin síðari ár. Hún átti sínar erfiðu stundir eins og aðrir en talaði minnst um sig og sína hagi. Hún var bömum sínum hin besta móðir, ég dreg það af því hvað þau bám sérstaka elsku og virðingu fyrir henni, flest ráð þeirra vom borin undir hana og hún fékk að fylgjast með. Enginn á þessu heimili fékk tíðari heimsóknir en hún af börnum og kunningjum, hún var svo vinmörg hún Sigríður. Hún vann við handa- vinnu hér á föndurstofu Hrafnistu á meðan hún komst það, mest sér til gamans, hún þurfti ekki tilsagnar við, það vom falleg stykkin hennar svo að af bar, hvort heldur saumað eða prjónað, svo stílhreint eins og hún var og framkoman hafin yfir fjiildann. Nú er hún horfin yfir móð- una miklu. Fékk að halda heilög jól helgan Krists við náðarsól, þar unaðsraddir engla hljóma eilífum í náðarblóma. Gott er þreyttum að hvílast, líknsamur Guð leiðir sálina í sinn dýrðarrann, meira að starfa Guðs um geim, aldrei mættst í síð- astasinni. FriðurGuðs blessi Sigríði. Þuríður Guðinundsdótlir frá Bæ, núá Hrafnistu, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.