Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR1986 weemritt 1984 Universal Press Syndicate -Lm\ „ Fölk gæti haldiS cub þú vaerir ní poe&urínn T heimfnum 5cm hefði vcncJ &ung\nn af býflugu 'i nefi<5-" Með morgimkaffrnu .2-2-/ . . . að lesa ekki lengi frameftir. TM Reo. U.S. Pat. Otf.—all rights reserved «1985 Los Angeles Tlmes Syndlcate 'I' , ' "il , 'I V | 1143 */ -íif-0!=.'í J ’ Þú verður að viðurkenna það Sveitti—Skalli, þú fínnur ekki slóðina? HÖGNI HREKKVlSI . \ Strætisvagnar njóti meiri forgangs í umferðinni - tafir ekki bílstjórum að kenna Til Velvakanda. Að undanförnu hefur verið kvart- að undan því í Velvakanda að stætis- vagnar stæðust ekki áætlun og látið að því liggja að bílstjórarnir eigi sökina á því. Það er einkennilegt að fólk sem ferðast með strætisvögnum að staðaldri haldi öðru eins fram. Ég ferðast með strætisvagni flesta daga og satt að segja er ég oft undrandi á því hversu strætisvagnabílstjórun- um tekst að koma þessum stóru vögnum áfram í umferðaröngþveit- inu sem skapast á annatímum hér í borginni. Þeir verða að komast leiðar sinnar í kös af einkabílum, en bílstjórum einkabílanna dettur sjaldnast í hug að greiða fyrir vögn- unum í umferðinni. í einu bréfínu er talað um að strætisvagn hafl verið á undan áætlun. Aldrei hef ég vitað til þess að þeir strætisvagnar sem ég ferðast með hafi ekið á undan áætlun og í þessu tilfelli hljóta einhver mistök að hafa orðið. Ég held að eina leiðin til að stræt- isvagnamir geti haldið áætlun eins og umferð er háttað hér í borginni sé að þeir njóti meiri forréttinda í Víkverji skrifar Islendingur, sem fluttist af landi brott fyrir 19 árum og hefur ekki komið til íslands aftur fyrr en nú, var spurður um það hvaða breyting- ar hann sæi helztar á þeim tíma, sem liðinn væri frá brottför hans. Fyrst hafði hann orð á þeirri miklu upp- byggingu, sem orðið hefði á höfuð- borgarsvæðinu og úti á landi, þar sem hann hefur komið en sagði síð- an, að það sem mesta athygli vekti í sínum augum væru breytingar á verzlunarháttum, í vöruúrvali og viðskiptalífi almennt. Sérstaka at- hygli hans vakti sú harða sam- keppni, sem ríkir í verzlun á höfuð- borgarsvæðinu, og hann taldi einna mesta breytingu í þjóðlífi okkar frá því, sem var fyrri hluta sjöunda ára- tugarins. Þá hafði hann orð á því, að vöruúrval væri svo mikið, að það væri sízt minna en í stórborgum Bandarikjanna, þar sem hann er kunnugur. Eftirtektarvert er að heyra slík sjónarmið Islendings, sem lengi hefur dvalið fjarri ættjörð sinni. Þær breytingar, sem hann tekur helzt eftir, eru breytingar, sem ekki hafa orðið fyrir frumkvæði stjóm- valda, heldur þær, sem hafa sprottið upp úr þjóðlífinu sjálfu og einstakl- ingar hafa átt mestan hlut að. Þá hafði þessi gestur í sínu gamla landi orð á því, að gamlir vinir og kunningjar kvörtuðu allir undan því að afkoman væri erfið og lífskjör verri en áður var, en þegar þessir sömu kunningjar væru heimsóttir bæri ekkert á því, að þeir lifðu ekki við hina mestu velmegun. Þetta fannst honum einkennileg þversögn, sem hann átti erfitt með að skilja. Ekki átti hann auðveldara með það, þegar honum var sagt, að hvoru tveggja væri rétt, afkoma fólks væri erfíð en velmegunareinkennin samt augljós! Þegar rætt er við landa okkar, sem búa vestan hafs kemur fljótt í ljós, að eigi þeir böm á háskólaaldrí snýst öll hugsun þeirra og viðleitni um að íjármagna háskólanám bama sinna. Þessi maður hafði fylgzt nokkuð með umræðum hér síðustu vikur um lánamál námsmanna og hafði orð á því við Víkveija, að óskiljanlegt væri, að þjóð á borð við Islendinga gæti varið svo miklum Qármunum til námsaðstoðar og að í sínum augum væri lánakerfi náms- manna pólitísk fjármálaspilling. Þetta var í annað sinn á nokkmm dögum, sem Víkveiji heyrði það orð notað um Island, í fyrra tilvikinu hafði þýzkur skipamiðlari orð á þessu í samtali í Ríkisútvarpinu um gjaldþrot Hafskips. XXX Skemmtiþáttur í sjónvarpinu í fyrrakvöld var ein bezta dagskrá af því tagi, sem lengi hefur sézt í íslenzka sjónvarpinu, enda var þar einvalalið listamanna. Að öðrum ólöstuðum var sérstaklega ánægju- legt að fylgjast með hinni ungu og upprennandi söngstjömu okkar, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Þessi unga söngkona aflaði sér mikilla vinsælda fyrir allmörgum árum, sem skemmtileg dægurlagasöngkona og skemmtikraftur. Síðan sneri hún blaðinu við og hélt utan til náms í óperusöng. Nú er Ijóst, að hún hefur umferðinni. Einnig mætti íjölga vögnum þannig að vagnamir hefðu meiri tíma til að aka sína leið. Það er ótækt að mínu mati að einkabílar sem í flestum tilfellum flytja ekki nema einn eða tvo menn njóti sömu réttinda í umferðinni og strætis- vagnar sem oftast eru með tugi manns innanborðs. Ef strætisvagn- amir nytu meiri forgangs í umferð- inni er ég viss um að bílstjórunum tækist að halda áætlun á annatímum eins og þeim tekst það nær undan- tekningalaust utan annatíma. Helga. náð verulegum árangri á því sviði en jafnframt kemur að góðum notum sú aðlaðandi framkoma á sviði og fyrir framan sjónvarpsvélar, sem hún hafði tamið sér fyrr á ámm. Það þarf áreiðanlega mikið átak og einbeitingu til þess að breyta um feril með þeim hætti, sem Diddú hefur gert, en allt bendir til að hún verði ekki síður eftirsótt ópemsöng- kona í framtiðinni en hún var sem dægurlagasöngkona áður. Þeir em ekki margir, sem hafa stigið skrefið yfir þessa línu, þannig að vel hafi til tekizt. En Sigrún Hjálmtýsdóttir er í þeim útvalda hópi. XXX Nú hefur Kringlumýrarbrautin verið breikkuð þannig að þijár akreinar em á þeirri braut, sem liggur til Reykjavíkur. Þetta hefur gjörbreytt umferðinni á þeim tíma, sem umferðarálagið er mest. En stundum hafa framfarir í för með sér afturför á öðmm sviðum. Nú er svo komið, að íbúar vesturbæjar Kópavogs, sem sjálfsagt hafa lengi verið traustir viðskiptavinir Nestis í Fossvogi geta ekki lengur komizt þangað nema með því að aka sem leið liggur inn í Reykjavík og upp á brúna, sem liggur yfir Kringlumýr- arbrautina, og til baka aftur. Þetta er orðið töluvert ferðalag og telzt varla til samgöngubóta. Astæðan er sú, að nú er ekki lengur hægt að aka frá Kringlumýrarbraut yfir á gamla Hafnarfjarðarveginn og hon- um hefur jafnframt verið lokað inn í vesturbæ Kópavogs. Var þetta nauðsynlegt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.