Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1986 47 íslandsmótið í handknattleik: Ráðast úrslitin í Höllinni í kvöld? FJÓRIR leikir verða f kvöld í 1. deild íslandsmótsins í handknatt- leik karla og gœti svo fariö að eftir leikina í kvöld verði Vfkingar svo gott sem orðnir íslands- meistarar því mótinu lýkur á sunnudaginn kemur og því hver að verða síðastur til að drífa sig á handboitaleik á þessum vetri. Tveir leikir verða f Laugardals- höll. Fyrst, klukkan 20.15, leika Vfkingur og Valur og sfðan að þeim leik loknum Fram og KR. Á Akureyri leika KA og Þróttur en Stjarnan og FH eigast við f Kópa- vogi. Tveir sfðastnefndu leikirnir hefjast klukkan 20. Já, spennan verður í hámarki í Höllinni í kvöld. Ef Víkingar vinna Val þá eru þeir að minnsta kosti komnir með aðra höndina á ís- landsmeistarabikarinn því þeir eiga að leika gegn KR-ingum á sunnudaginn og líklegt verður að telja að þeir vinni þann leik. Vinni Valsmenn hins vegar í kvöld þá ná þeir tveggja stiga forystu á mótinu, en þeir eiga eftir að leika við Stjörnuna og það er ekki síöur erfiður ieikur en leikurinn í kvöld. Stjarnan leikur í kvöld við FH og ef þeir vinna þann leik, og Valur vinnur Víking, þá verður viðureign Vals og Stjörnunnar mjög þýðing- armikil svo ekki sé meira sagt. Fari leikirnir eins og hér að fram- an hefur verið rakið gæti svo farið að leika þyrfti þriggja liða úrslita- keppni en það er háð því að Stjarn- an vinni Val í síðasta leiknum því þá eru Valur, Víkingur og Stjarnan jöfn að stigum með 22 stig. Þetta er auðvitað háð því að Víkingar vinni KR í síðasta leiknum. Bæði Valur og Víkingur hafa marga núverandi og fyrrverandi landsliðsmenn innan sinna raða og leikreynsla beggja liða er geysi- lega mikil. Hér á eftir skulum við líta aðeins á þessi tvö lið. VALUR Ellert Vigfússon stendur vænt- anlega í marki Vals og það þarf ekkert að fjölyrða um það að ef hann nær sér á strik í leiknum þá getur hann valdið miklu um úrslit leikins. Ellert hefur varið mark Vals af stakri prýði það sem af er vetri og er örugglega staöráðinn í að gera svo einnig í kvöld. Hornamenn Vals, þeir Jakob Sigurðsson og Valdimar Gríms- son, eru báðir mjög fljótir í hraða- upphlaup og eru auk þess lunknir við að smeygja sér inn úr hornun- um og skora oftast ef þeir komast ígegn. Júlíus Jónasson er ungur að árum, eins og þeir Jakob og Valdi- mar, og hann er nú einn af okkar sterkustu skyttum hérlendis. Hann hefur sýnt það í vetur að hann þolir vel að leika undir álagi þannig að búast má við miklu af honum í kvöld. Þorbjörn Guðmundsson þarf varla að kynna. Hann er þekkt- ur fyrir sín þrumuskot og ef hann nær sér á strik er voðinn vís fyrir Víkinga. Fyrirliði og þjálfari Vals er Þor- björn Jensson og hann þarf vart að kynna. Ótrúlega seigur leikmað- ur sem aldrei gefst upp. Geysi- sterkur í vörninni þegar hann vill það við hafa og getur komið á óvart í sókninni og byggir þá mest á þeirri geysilegu reynslu sem hann býr yfir. Jón Pétur Jónsson er enn ein skyttan í liðinu sem ekki þarf að kynna frekar. Geir Sveinsson er mjög góður varnarmaður og einnig sterkur línumaður þannig að allt lið Vals er mjög sterkt eins og sést á þessari upptalningu. Þeir hafa einnig kornunga og efnilega leik- menn sem hafa gert góða hluti með félaginu þegar þeir hafa feng- ið tækifæri tii að sýna hvað í þeim býr og nægir þar að nefna Theo- dórGuðfinnsson. VÍKINGUR Markvörður Víkinga er Kristján Sigmundsson og öllum er enn í fersku minni frábær frammistaða hans í landsleikjunum hér heima á dögunum, sérstakelga gegn Spán- verjum þegar hann þurfti að hlaupa í markið með stuttum fyrirvara. Kristján getur, eins og félagi hans í hinu markinu, haft afgerandi áhrif á úrslit þessa leiks. Góð mark- varsla byggist oft og tíðum mikið á sterkri vörn og bæði þessi lið geta leikið mjög sterka vörn þannig að markverðir liðanna ættu að geta náð góðum leik. Hornamenn Víkings eru þeir Guðmundarnir Albertsson og Guðmundsson. Það sama gildir um þá og hornamenn Vals, þeir eru báðir geysilega fljótir og er óhætt að fullyrða að hér eru á ferðinni fjórir fljótustu hornamenn landsins. Ef marka má þetta þá má búast við eldfjörugum og hröð- um leik. Steinar Birgisson og Páll Björg- vinsson búa yfir mjög mikilli leik- reynslu sem þeir munu örugglega miðla yngri leikmönnunum af og báðir kunna þeir að leika vörn. Knattspyrnulandsliði l'slands skipað leikmönnum yngri en 21 árs hefur verið boðið að leika tvo landsleiki við jafnaldra sfna í Qatar, dagana 26. og 28. janúar n.k. Þessi ferð er íslenska liðinu að kostnaðarlausu og greiðir Knatt- spyrnusamband Qatar allan ferða- og uppihaldskostnað. Þetta er rausnarlega boðið og má áætla að kostnaður við þessa ferð sé ekki undir tveimur milljónum ís- lenskra króna. Talandi um vörnina þá má ekki gleyma Sigurði Ragnarssyni, sem er stór og stæðilegur varnarmaður og hefur leikið vel í vetur. Hilmar Sigurgíslason er nú aftur kominn til liðs við liðið og styrkir hann það, bæði í sókn og vörn. Hilmar og Einar Jóhannsson eru báðir snöggir og skemmtilegir varnarmenn og þó svo þeir séu ekki háir i loftinu standa þeir sig jafnan mjög vel í vörninni. Ekki má gleyma þjálfara liðsins, Árna Indriðasyni, sem hefur dustað rykið af skónum og er farinn að laumast inná, svona öðru hvoru. Karl Þráinsson ernú fjarri góðu gamni. Hann meiddist illa fyrr i vetur og hefur ekkert getað leikið með síðan og er það skarð fyrir skildi því hann er geysilega skemmtilegur örvhenntur leikmað- ur sem skoraði iðulega mikið af mörkum. Af því sem hér hefur verið rakið er Ijóst að leikurinn í kvöld hefur alla burði til að verða skemmtileg- ur og spennandi og því er tilvalið fyrir handknattleiksáhugafólk að fjölmenna í Höllina og hvetja sína menn til sigurs því mikið er í húfi. Þess má geta svona í lokin að fyrri leikur þessara félaga var leikinn sunnudaginn 13. október í Höllinni og lauk honum með sigri Vals- manna sem skoruðu 21 mark gegn 17 mörkum Víkinga. Það verða 16 leikmenn sem fara þessa ævintýraferð til Persaflóa. Þetta er mikið ferðalag og örugg- lega ógleymanlegt hverjum og einum. Guðni Kjartansson, landsliðs- þjálfari, er nú að hefja undirbúning á vali liðsins. Fyrirhugað er að leika tvo æfingleiki um næstu helgi. Qatarmenn eru að byggja upp knattspyrnuna í heimalandi sínu og er 21 árs-liðið mjög sterkt. Til marks um það komst liðið í úrslit HM í fyrra, vann m.a. Englendinga og Vestur-Þjóðverja. • Ellert Vigfússon markvörður Vals ver hér skot fré Karli Þráinssyni f fyrri leik Vals og Víkings í vetur. Fólögin leika aftur í kvöld og er leikurinn mjög þýðingarmikill fyrir þau. Ellert verður í marki Vals en Karl erfjarri góðu gamni því hann er meiddur. íslendingum boðið til Qatar • Hvað gera hornamennimir Jakob Sigurðsson úr Val og Guðmundur Albertsson úr Víkingi f leik liðanna f kvöld? Leikur Vals og Vfkings hefst f Laugardalshöll klukkan 20.15. Knattspyrna: Ross sækir um landsliðið NÚ UM næstu mánaðamót renn- ur út umsóknarfrestur til að sækja um landsliðsþjálfarastöðu íslands f knattspyrnu. Það er Ijóst að margir hafa áhuga á þessari stöðu og rignir inn umsóknum til KSÍ þessa dagana. Heyrst hefur að lan Ross, Gordon Lee og fleiri hafi sótt um stöðuna. Morgunblaðið hefur fengið þaö frá áreiðanlegum heimildum aö lan Ross sé búinn að senda inn um- sókn. Hann hefur sem kunnugt er verið þjálfari Vals og náð þar frá- bærum árangri, gerði þá m.a. að íslandsmeisturum 1985. Einnig er talið liklegt að þjálfari KR-inga, Gordon Lee, hafi áhuga á þjálfarastöðunni. Auk þessara tveggja hefur fyrr- um landsliðsmaður Vestur-Þjóð- verja, Siegfried Held, sótt um starfið. Hann hefur ekki mikið fengist við þjálfun, en er gamal- reyndur knattspyrnumaður. Júgóslavinn Mile, sem þjálfaði Njarðvík á síðasta keppnistímabili, hefur einnig sótt um stöðuna. Það verða örugglega margir um þessa stöðu og sýnir það best hversu íslendingar eru hátt skrifaðir í knattspyrnunni. Stavanger með forskot Frá Bjama Jóhannaaynl, fréttaritara Morgunbla&alna I Noregl. STAVANGER jók enn forskot sitt f norsku 1. deildinni í handknatt- leik um helgina. Liðið hefur nú þriggja stiga forskot eftir 12 umferðir. Jakob Jónsson og Sveinn Braga- son stóðu sig vel f leik Stavangers og Nordstrand, sem fram fór í Nordstrand. Jakob gerði fjögur mörk og Sveinn þrjú og var hann talinn besti leikmaður liðsins. Þeir sigruðu 25-20. Sveinn Bragason hefur verið að ná sér eftir meiðsli sem hann hefur átt við að stríða undanfarið. Leik- urinn þótti annars ekki í háum gæðaflokki, eins og flestir aðrir leikir 12. umferðar. Fredriksborg/Ski, sem Gunnar Einarsson þjálfar vann mikilvægan sigur á Kristjansand, 23-19, á úti- velli. Gunnar sagði í samtali við Óskar gerði níu í blaðinu f gær þar sem sagt var frá leik FH og Vfkinga f hand- knattleik var sagt að Guðjón Árnason hefði skorað nfu mörk fyrir FH. Þetta er alls ekki rótt því það var Óskar Ármannsson sem skoraði nfu mörk fyrir FH í þessum leik. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar. Morgunblaðið að þetta hafi verið slakur leikur og gott að vinna sigur á svo slökum degi. Stavanger er efst með 22 stig að loknum 12 umferðum, Fredriks- borg/Ski er í öðru sæti með 19 stig ásamt Urædd. Ferguson sektaður Frá Bob Hennessy, f réttamanni Morgunblaðsins Englandl EINN leikur var í bikarkeppninni í gær. Hull vann Plymouth 1:0 en öðrum leikjum var frestað vegna veðurs og slæmt útlit er með þá mörgu ieiki sem eiga að vera í kvöld. Leik Aston Villa og Portsmouth hefur þegar verið frestað. Ferguson, stjóri Aberdeen, var í gær sektaður um 500 pund vegna hegðunar sinnar á dögunum. Sammy Mcllroy hefur mikinn áhuga á að fara til Fulham en honum hefur gengið illa hjá City í vetur. Nær öruggt er talið að Billy McNeill stjóri City verði næsti landsliðsþjálfari írlands og mun hann þá sameina það starfi sínu á Maine Road.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.