Morgunblaðið - 08.01.1986, Page 38

Morgunblaðið - 08.01.1986, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR1986 > Svalirnar detta ekki niður á þessum stað Arkitektum dettur ýmislegt í hug og þann, sem hannaði þeetta hús í Vínarborg, hefur ekki vantað hugmyndaflugið. Hendumar sem sjást á meðfylgjandi mynd þjóna þeim tilgangi að halda svðlunum uppi á sínum stað og eru vegfarendum líka augnayndi. Lettist skömmum tíma Maureen Stirling hlaut giill- verðlaun árið 1985 fyrir góðan árangur við að megra sig. Maureen vó næstum eitt hundrað kíló en á skönimuin tíma náði hún sér niður í rtini finimtíu kíló. „Leyiidarmálið var einfaldlcga að skipuleggja aðeins betur það sem fór ofan í mig,“ segir Maure- en, „ég var ekki í neinu svelti, svo niikið er víst.“ Og þá vituni við það. Kveðjur fi'á íslenskum trúboðum í Afiiku Oskum fjölskyldum okkar, vin- um, kristniboðsvinum og landsmönnum öllum innilega gleði- legra jóla og blessunarríks farsæls nýárs", skrifar Kjartan Jónsson kristniboði í Kenya í bréfi til blaðs- ins. Og sömu óskir er líka að finna í bréfum frá Ragnari Gunnarssyni, trúboða í Kenya og Steinþóri Þórðar- syni í Zimbabwe. Við Morgunblaðs- menn höfðum ekki áttað okkur á hve póstsamgöngur frá þessum Afríkulöndum taka langan tíma, er við skrifuðum ollum íslenskum trú- boðafjölskyldum í Afríku með beiðni um stutt tilskrif og myndir af þeimt- il birtingar í jólablaðinu. Þegar svör voru ekki komin, fengum við myndir hér hjá ættingjum og upplýsingar um starfíð í grein sem birtist 22. desember. En nú berast okkur nýjar myndir með jólakveðjum til íslands og bréf sem hér fýlgja glefur úr. „Kjartan Jónsson, sem er guð- fræðingur frá H.í. og vígður prestur af biskupi Islands, skrifar m.a. frétt- ir af þeim tveimur fjölskyldum sem eru í Kenya, (1000 km á milli þeirra) og segir frá upphafi trúboðsins ís- lenska þar: „Þegar kommúnistar hrifsuðu völdin í Eþíópíu um miðjan síðasta áratug varð starf kristni- boðsins erfiðara á margan hátt og því var horfið frá því að styrkja starfíð þar, en leita í þess stað nýrra svæða og varð Pókothérað í Kenýu fyrir valinu. Pókotþjóðflokkurinn er álíka fjölmennur og íslenska þjóðin og varð útundan bæði hjá breska nýlenduveldinu og yfirvöldum fijálsrar Kenýu. Þó að kristniboð hafi verið stunað víða í landinu og margs konar uppbygging hafi átt sér stað í ýmsum hlutum landsins, þá var lítið eða ekkert gert fyrir Pókottana. Árið 1979 komu Skúli Svavarsson og Kjellrún kona hans þangað og hófust handa við að byggja upp nýja kristniboðsstöð ís- lenska. Undirritaður kom þangað fyrri hluta 1981 og bjó þar og starf- aði til júní á síðasta ári, er ég fór í leyfi heim til fslands ásamt fjölskyl- dunni. Vegna mannelsku hjá Norska lútherska kristniboðssambandinu, sem við störfuðum í mjög nánum tengslum við, vorum við lánuð hing- að niður á strönd Indlandshafsins í eitt ár. Hér störfum við meðal þjóð- flokka, sem er álíka fjölmennur og Pókotþjóðflokkurinn og kallaður Dígó. Dígómenn eru að nafninu til Múhameðstrúar, urðu það í lok síð- ustu aldar og byijun þessarar. Það er nú mest á yfirborðinu hjá flestum enda snerust margir í hagsmuna- skyni vegna viðskiptafengla við Araba, sem sest höfðu að í Mombasa og víðar á strönd Kenýu og Tanza- níu. Gamli heiðindómurinn með svarta galdri, alls kyns fórnum og hjátrú er mest ríkjandi. Starfið hér er töluvert frábi’ugðið starfínu í Chepareria og Konsó. Hér er unnið safnaðaruppbyggjandi starf og einn- ig fræðslustarf á meðal fullorðins fólks samkvæmt beiðni frá fólkinu. Kennum við lestur, skrift og svolitla heilsufræði og kristin fræði. Við lít- um fyrst og fremst á okkur sem Pókotkristniboða, enda reiknum við með að fara til Cheperaría í sumar, þegar Ragnar og Hrönn fara í leyfí. Starfsaðferðir í Capareria eru lík- ar og í Konsó, enda hugsanagangur og aðstæður fólksins líkur að mörgu leyti á báðum stöðum. Kirkjustarf er stundað á um 10 stöðum og söfn- uðir hafa myndast með bráðum 500 meðlimum. Á næsta ári bætist vænstanlega nýr söfnuður við. Á kristniboðsstöðinni hefur verið byggður skóli, sem hefur á fímmta hundrað nemendur. Auk þes höfum við byggt og erum að byggja 3 aðra skóla og fleiri verða byggðir í fram- tíðinni. Við hefðum viljað byggja sjúkraskýli, en ekki hefur tekist að fá íslenska hjúkrunarkonu. Kvenna- starf hefur verið stundað frá upp- hafi, þar sem konum hefur verið kennt að sauma, umhriða ungbarna, hreinlæti almennt, um hollt fæði o.fl. Kona mín sem er kennari hóf að kenna þeim lestur og skrift og var karlmönnum þá einnig boðin þáttt- aka. Við vorum á tímabili með tvo kvennstarfsmenn (stúlkur af Pókot- þjóðflokki, sem við höfum menntað að nokkru) og höfum við fullan hug á að reyna að styrkja kvennastarfið frekar. Við gerum mikið að því að hjálpa sjúklingum sérstaklega með ví að aka þeim á sjúkrahús í neyðart- ilfellum, því að bílar eru fáir í Ceh- pareria, í safnaðarstarfinu leggjum við áherslu á barna- og unglinga- starf og er td. stór unglingakór á stöðinni. Margt annað vildum við Kjartan Jónsson trúboði I Kenýa með konu sinni Valdísi Magnúsdóttur og börnum þeirra. Kjartan heldur á Jóni Magnúsi, Valdís á Ólöfú Inger og fremst stendur Heiðrún. , Steinþór Þórðarson og Lilja Guðsteinsdóttir í Harrare í Zimvabwe og með þeim þar er dóttir þeirra, Margrét Harpa sem er 13áragömul.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.