Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR1986 Lögreglan í S-Afríku skaut tvo blökkumenn Jóhannesarborg, 7. ianúar. AP. SEX BANDARISKIR þingmenn komu í dag til Suður-Afríku til að kynna sér ástand mála þar í landi. Vonast þeir til að fa að hitta blökkumannaleiðtogann Nelson Mandela, sem situr í fangelsi. Á sama tíma og þingmennimir hann hljóp til skógar. Særðu þeir tóku til við að kynna sér ástandið frá fyrstu hendi tilkynnti lögreglan að hún hefði fellt tvo blökkumenn. Annar þeirra var talinn eiga aðild að skæruliðasamtökum. Hann stöðvaði bifreið sína skammt frá tveimur lögreglumönnum og varp- aði handsprengjum að þeim. Lög- reglumennimir skutu á manninn er hann skotsári og fannst hann síðar látinn af sámm sínum í skóginum. Atvikið átti sér stað við Austur- London, sem er 850 kílómetra suður af Jóhannesarborg. Þá féll blökkumaður fyrir byssu- kúlum lögreglumanna í óeirðum í borginni Port Elizabeth. Óeirðir héldu áfram í dag í mörgum borgum Suður-Afríku. Bandarísku þingmennirnir komu til Suður-Afríku í boði suður-afr- ískra kirkjudeilda. Þeir áttu að eiga fund með R.F. Botha utanríkisráð- herra í dag. Þeir vilja fá að hitta Mandela, sem er helzti leiðtogi blakkra íbúa Suður-Afríku. Stjómin hefur það að stefnu sinni að leyfa ekki stjómmálamönnum að hitta Mandela, en undanþágur hafa verið gerðarþará. ^ Skákeinvígi: Kasparov hefur frest fram til 27. janúar nk. — til að taka einvígisáskorun Karpovs Genf, 7. jan. AP. DEILAN um síðara skákeinvígi þeirra Garri Kasparovs og Ana- toly Karpovs tók á sig undarlega mynd í dag. Þá kom það á daginn, að ranglega hafði verið farið með þann tímafrest, sem Kasparov hefur til þess að taka áskorun Karpovs eða glata heims- meistaratitlinum ella. Nú er það Ijóst, að heimsmeistarinn hefur frest til 27. janúar í þessu skyni. Aður hafði verið talið, að þessi frestur rynni út 6. janúar. Lim Kok, framkvæmdastjóri Alþjóða skáksambandsins (FTDE), hafði margoft tilgreint 6. janúar sem lokadag frestsins í samtölum við fréttamenn og sama máli gegndi um Florencio Campomanes, forseta FIDE. Kasparov hefur haldið því fram, að alltof skammur tími sé liðinn frá því að einvígi hans og Karpovs fór fram í nóvember sl. til þess að láta síðara einvígi þeirra fara fram á næstunni. Af þeim sökum muni hann ekki taka þátt í þessu einvígi. í dag sagði Lim Kok hins vegar, að það hefði verið misskilningur, að 6. janúar væri lokadagur frests- ins. Við nánari athugun á þeim reglum FIDE, sem um þetta gilda, hefði komið í ljós, að lokadagur frestins væri 27. janúar nk. Garry Kasparov AP/Símamynd Dráttarbíllinn endastakkst út af brúnni Það fór illa fyrir þessum dráttarbíl með aftanívagni, sem lenti I árekstri á brú í Milwaukee í Bandaríkjunum. Við áreksturinn missti ökumaður bílsins stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann fór út af brúnni og sýnir myndin eftirleikinn. Okurmaður- inn var fluttur á spítala, en ekki er getið um líðan hans. Veður víða urn heim +4 11 +8 +8 +18 2 0 0 +9 10 9 Lœgst Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Bertfn Srussel Chicago Dublfn Feneyjar Frankfurt Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Kaupmannah. +3 Las Palmas Lissabon 8 London 0 LosAngeles 15 Lúxemborg Malaga Mallorca Miami Montreal Moskva NewYork Osló Parfs Peking Reykjavík RfódeJaneiro 20 Rómaborg 2 Stokkhólmur +10 Sydnay 16 Tókýó +1 Vfnarborg +4 Þórshðfn 12 +15 +10 +1 +11 +1 +10 Hsst +4 +i 16 13 0 0 +7 6 4 5 +2 18 16 +2 13 3 23 +3 13 14 21 +7 +7 3 +4 6 1 1 28 9 +5 25 8 +1 2 léttskýjað heiðskirt skýjað skýjað heiðskírt heiðskirt skýjað rigning vantar skýjað skýjað skýjað heiðskírt heiðskfrt skýjað vantar skýjað rigning helðskírt þoka skýjað skýjað skýjað skýjað skýjað skýjað skýjað skýjað heiðskirt léttskýjað skýjað rigning skýjað heiðskfrt skýjað skýjað slydduél Nú eiga kartöflumar að skræla sig sjálfar TÍMI kartöfluskrælingar er liðinn. Norskur verkfræðing- ur, John Hoye, fann nýlega upp aðferð, sem hefur það i för með sér, að kartöflumar skræla sig sjálf ar. „Það var hreint glópalán, að ég datt ofan á þessa aðferð, og hugmyndin er margra ára göm- ul,“ segir Hoye í viðtali við Dagbladet í Osló. „Þessu laust niður í hug minn á aðfangadagskvöld, þegar ég gekk um gólf heima hjá mér í þungum þönkum. Eg vann í mörg ár sem efnafræðingur við að fínna aðferð til að fjarlægja börk af tijástofnum. Og allt í einu fór ég að hugsa um kartöfl- ur. Það er svo sem enginn um- talsverður munur á trjáberki og kartöfluskrælingi. Hvort tveggja fyrrirbærið á að verja innihaldið fýrir óhreinindum og bakteríum. „Ég setti svolítinn matarsóta út í bolla af vatni," segir Hoye við Dagbladet. „Síðan lagði ég kartöflu í bleyti í blöndunni og mundi svo ekkert eftir tilrauninni fyrr en á jóladagsmorgun. Þegar ég Ieit ofan í bollann, sem hafði staðið á köldum stað, var kartafl- an kviknakin. Og ekki þurfti annað en skola af henni, áður en henni var stungið í pottinn." Rammasta alvara Blaðið sótti þúsundþjalasmiðinn heim og fékk að sjá eina tilraun. Hoye blandaði sótanum í vatnið og sauð upp á blöndunni. Þar næst voru tvær kartöflur látnar liggja í sjóðandi upplausninni í þijár til fjórar mínútur. Til að sýna blaðamanninum alvöru málsins át Hoye báðar kartöflumar, þegar hann hafði skolað af þeim undir kaldri vatnsbunu. Hýðið var þá farið af og lá eftir sem svart botn- fall i pottinum. Aðferðin öllum heimil „Nú er ég búinn að verða mér úti um rannsóknaraðstöðu," segir Hoye í viðtalinu. „Ég ætla að komast að því, hver hlutföllin milli sótans og vatnsins eiga að vera, nákvæmlega." Heye kveður öllum heimilt að nota þessa uppgötvun sína ókeypis, því að hann hafí ekki í huga að afla sér einkaleyfís á henni. John Hoye verkfræðingur í eldhúsinu heima hjá sér. Kartöflumar eru komnar ofan í sjóðandi blöndu af vatni og matarsóda .. Siðan þarf ekki annað en skola þær undir bununni... og þær eru tilbúnar til átu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.