Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR1986 Lífog list Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Bolero — Les uns et les autres * * V2 Leikstjóm og handrit Claude Lelouch. Auk sígildra tónverka em leikin í myndinni ný lög eftir Francis Lai og Michel Legrand. Aðalhlutverk Robert Hossein, Nicole Garcia, Ger- aldine Chaplin, James Caan, Daniel Olbrychski, Jaques Vill- eret, Jorge Donn, Rita Poel- coorde, Evelyne Bouix, Macha Meril, Raymond Pellegrin, Jean-Claude Brialy. Frönsk, frá Films 13 og TF 1 Produc- tione. 1981. 170 mín. Dolby stereo. Myndir Lelouch hafa löngum verið draumkenndar skrautsýn- ingar ofhlaðnar tilfínningum og endalausar. Bolero er engin und- antekning. í hartnær þijár klukku- stundir sitjum við yfír fjórum fjöl- skyldum í listum, lífsbaráttu þeirra á tímabili sem spannar hálfa öld: 1930—'80. Þetta eru rússneskir ballettdansarar, franskur píanó- leikari og köna hans sem leikur á fíðlu, bandarískur dansbandsstjóri sem giftur er söngkonunni og þýskur píanóleikari sem síðar meir verður heimskunnur maestro. Stríðið skellur á og rífur allt þetta fólk upp með rótum. Skilur allstaðar eftir sig áföll og þjáning- ar. Nýir fjölskyldumeðlimir fæðast og nýjar kynslóðir taka við. Mynd- inni lýkur svo á konsert í París á vegum Rauða krossins, þar sem allar söguhetjumar koma meira og minna við sögu. Svona fjölskyldudrömur eru margreynt og ágætt frásagnar- form, hvort sem er í bókum eða kvikmyndum og gott innlegg að glæða það fersku lífi með tilstuðl- an fagurra lista. Þetta tekst og tekst ekki. Hápunktar Bolero eru tvímælalaust í snertingu við söng, tónlist og dans og sjálft er lokaat- riðið svo seiðmagnað í sinni hríf- andi fegurð að það er fullgild ástæða til að sjá myndina — þrátt fyrir að bíða verði eftir því uppund- ir 2 tíma! Eg er efíns að maður heyri svo Bolero á næstunni að hugurinn reiki ekki til magnþrung- innar túlkunar dansarans Jorges Donn undir rökkvuðum Parísar- himni, böðuðúm geisladýrð sviðs- ljósanna og ægifögrum tónum Ravels, fluttum af krafti og mikil- leik. En jafn laginn og Lelouch er við að setja upp fagrar sensasjónir þá kann hann ekki síður að teygja lopann um of. Millikaflinn, frá stríðslokum fram til konsertsins, er langur, oftast leiðinlegur og til óþurftar. Þá tekur hann einnig uppá þeim skratta að láta leikar- ana einnig fara með hlutverk afkomenda sinna, í nokkrum til- vikum, vafalaust hefur sú ákvörð- un ruglað fleiri en mig. Þá eru sumar þær aðferðir sem þessi blóð- heiti leikstjóri notár til að snerta tilfínningar okkar með afbrigðum ósmekklegar eða klaufskar. Nægir að nefna sem dæmi tiiveru banda- rísku bræðranna. Ef Lelouch hefði reynt að halda aðeins meira aftur af tilfínninga- flóðinu, þ.e.a.s. hinum ódýrari holskeflum, og hinum talaða texta, farið fljótar og markvissar yfír sögu frá stríðslokum til sigurhátíð- arinnar í París — þegar hann undirstrikar þann eilífa, fagra sannleik að listin mun ætíð þrauka, á hverju sem gengur — þá hefði Bolero orðið hans besta mynd til þessa. Austurbæjarbíó: Mad Max — Mad Max: Beyond Thunderdome * V2 Leikstjórar: George Miller og George Ogilvie. Framleiðandi: Fátt býr að baki Þrumudómi Miller. Handrit: Terry Hayes, Miller. Tónlist: Maurice Jarre. Kvikmyndataka: Dean Semler. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Tina Tumer. Warner Bros. Áströlsk 1985. Þessi myndaflokkur er orðinn þreytulegur og með þessari þriðju mynd má segja að úr sé honum vindurinn. í nr. III voru nefnilega lagðar miklu hærri fjárhæðir en þær fyrri báðar til samans. En allt kemur fyrir ekki, Mad Max-myndunum hefur farið stighrakandi frá þeirri fyrstu — sem reyndar var áberandi frumleg og sjálfstætt verk. Mad Max III byijar af miklum fítonskrafti; pönkguðinn Max, (Gib- son) kemur til Barterbæjar til að heimta eigur sínar af raufurum. Til að svo geti orðið þarf hann að heyja einvígi í Þrumudómnum, á mála hjá bæjarstjóranum, Tinu Tumer. Þetta atriði er líkast til eitt það besta í öllum Mad Max-mynda- flokknum, engu lfkara en höfundam- ir hafí þurrausið sig við að skapa þetta ójarðneska umhverfí, ára þess og þann hrottalega vítisleik sem þar er settur á svið. Það sem við tekur, þegar Max er brottrækur gerður úr Barterbæ, er samsull af goðafræði, pönki og út- þynntum vísindaskáldskap í anda fyrri myndanna. Lokahasarinn, sem hægast gæti verið beint úr Mad Max II, lífgar þó aðeins uppá atburðarás- ina. En efíns er ég um að karl eigi eftir að snúa aftur í hið flórða skipt- ið. Einstakir „performance“-töfrar Tinu Tumer nýtast ekki sem skyldi i Mad Max III. Vinningar í H.H.Í. 1986: 9 ákr. 2.000.000; 108 ákr. 1.000.000; 216 ákr. 100.000; 2.160 ákr. 20.000; 10.071 ákr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinningar á kr. 20.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.