Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR1986
Meðfylgjandi myndir tók Sigurgeir Jónasson á Þrettánadagleði
Knattspyrnufélagsins Týs I Vestmannaeyjum og grímudansleik
Eyveija.
Mannfjöldi á Þrettánda-
gleði Týs í Eyjum
Vestmannaeyjum, 7. janúar.
ÞRÁTT fyrir frekar óhagstætt veður fylgdist mikill mannfjöldi með
Þrettándagleði Knattspyrnufélagsins Týs i gærkvöldi.
Týr hefur nú í hartnær 40 ár staðið fyrir slíkri gleði á þrettándanum
og ávallt verið almenn þátttaka bæjarbúa í gleðskapnum. Fjöldi fólks
leggur árlega á sig mikla vinnu við að skapa þessa sérstæðu skemmtun
fyrir bæjarbúa. Margir ganga ár eftir ár til sömu starfanna og sumir
hafa verið með frá upphafi.
Hátíðin hófst klukkan 20 í gær-
kvöldi með þvi að nafn Týs var tendr-
að eldstöfum á Molda. Þrettán jóla-
sveinar kveiktu þá í blysum á Hánni
og stórfengleg flugeldasýning var af
brún Háar. Jólasveinamir þrömmuðu
síðan með blysin niður af fjallinu og
sem leið lá um bæinn á íþróttavöllinn
í Löngulág með viðkomu hjá gamla
fólkinu í Hraunbúðum. Á íþróttavell-
inum var kveikt í stórri brennu og
þar bættust f hópinn margs konar
tröll og foiynjur, álfar, púkar, Grýla
og Leppalúði. Flugeldum var skotið
á loft og heljarmiklar púðurkerlingar
sprengdar með ógnarhávaða. Gffur-
iegur mannfjöldi fylgdist með hátfð-
inni á íþróttavellinum. Jólasveinamir
héldu síðan áfram blysför sinni og
heilsuðu þá upp á sjúklinga og starfs-
fólk Sjúkrahússins áður en þeir hurfu
aftur til fjalla.
Þrettándinn er orðinn meiriháttar
hátíðisdagur hjá yngri kynslóðinni,
því auk Þrettándagleði Týs standa
Eyverjar, félag ungra sjálfstæðis-
manna, árlega fyrir veglegum grímu-
dansleik fyrir böm og unglinga á
þrettándanum. Að vanda var þar
fjölmennt f gærkvöldi og margir
skrautlegir búningamir sem bömin
skörtuðu. Fjölmörg verðlaun vom
veitt fyrir skemmtilega búninga.
HKJ.
Meðfylgjandi myndir tók Skapti Hallgrímsson á Þrettándagleði Akureyringa.
Fjölmenni á Þrett-
ándagleði á Akureyri
Akureyri, 7. janúar.
ÞRETTÁNDAGLEÐI var haldin f gærkvöldi, að kvöldi Þrettándans á
félagssvæði íþróttafélagsins Þórs í Glerárhverfi. Þetta er orðinn árlegur
siður, en Þórsarar héldu fyrst álfadans og brennu fyrir um 50 árum.
Mikill mannfjöldi mætti á skemmtunina og virtist skemmta sér vel, sér-
staklega féll Bjössi bolla vel i kramið hjá yngri kynslóðinni.
Atriði voru með hefðbundnum
hætti, álfakóngur söng, flokkur dans-
aði þjóðdansa og jólasveinar sungu
og skemmtu krökkunum. Þá kom
eldgleypir nú fram í fyrsta skipti á
álfabrennunni. Á svæðinu vom Oskar
sparibaukur úr Iðnaðarbankanum
ásamt §ölda dýra, trölla, púka, Grýlu
ogLeppalúða.
Jóhann Már Jóhannsson söng og
tóku viðstaddir undir með honum og
Bjössi bolla söng einnig. Eitthvað
mundi Bjössi textann rangt en krakk-
amir vom vel með á nótunum og
vom ekki í vandræðum með að leið-
rétta hann.
í lokin var skotið upp flugeldum á
svæðinu og það vom félagar úr Hjálp-
arsveit skáta sem stóðu að flugelda-
sýningunni eins og undanfarin ár.