Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1986 5 Fíkniefnadeild lögreglunnar: 412 manns kærð- ir í fyrra fyrir f íkniefnamisf erli ÁRIÐ 1985 voru 412 einstaklingar kærðir fyrir meint fikniefnamis- ferli, 333 karlar og 79 konur. Af þessum höfðu 245 komið við sögu fikniefnamála áður, en 167 í fyrsta sinn. Til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík komu 198 mál, að því er kemur fram í f réttatilky nningu frá fíkniefnadeild lögregíunnar í Reykjavík. Lögreglan lagði hald á tæp 9 kíló af hassi, um 570 grömm af maríjú- ana, 0,2 grömm af hassolíu, 27 kannabisplöntur, 970 grömm af amfetamíni, 24 grömm af kókaíni og 2.223 skammta af ofskjmjunar- lyfínu LSD. Auk þessa var lagt hald á 675 grömm af hassolíu, 106 grömm af hassi og 24 grömm af heróíni á Schiphol-flugvelii í október síðastliðnum. I frétt frá lögreglunni segir, að fíkniefni hafí borist hingað á síðast- liðnu ári að mestu leyti frá Hollandi og hafí svo verið nokkur undanfarin ár. Ljóst sé, að kannabisefni hafí unnið sér fastan sess hér á landi sem vímugjafí og einnig amfetamín. Hins vegar sé enn óljós hvemig fari með LSD, en á því hafí farið að bera verulega á árinu 1984 eftir um það bil 10 ára hlé. Sú þróun hafí haldið áfram og ýmislegt bendi til þess að framhald verði á. Árið 1980 lagði lögreglan hald á 2,8 kg af hassi, 5,2 árið 1981, rúmt 21 kg árið 1983 og liðlega sjö kg 1984. Síðustu þijú ár hefur amf- etamín verið áberandi eftii hér á landi, en sást vart áður. Árið 1983 var lagt hald á 624 grömm af amf- etamíni, 1.348 grömm 1984 og 970 gr í fyrra. Þá skaut LSD upp á yfírborðið í fyrra, en þá varð uppvíst um smygl á 2223 stykkjum af efn- inu. Þrotabú Flugfisks-Flateyri hf. og framkvæmdastj órans: Lýstar kröfur samtals 11 milljónir króna Byggðasjóður lýsti ekki kröfu sinni sem er á fjórðu milljón króna LÝSTAR kröfur í þrotabú fyrirtækisins Flugfiskur-Flateyri hf. og framkvæmdastjóra þess nema um 11 milljónum kr., að sögn skiptaráð- andans, Péturs Kr. Hafstein sýslumanns á ísafirði. Stærstu kröfumar em frá Sparisjóði Þingeyrar (3,6 milljónir), Iðnlánasjóði (3,4 millj.), Vegagerð ríkisins (2,2 millj.), Sparisjóði Onundarfjarðar (650 þúsund) og innheimtumanni ríkissjóðs (420 þúsund kr.) Eignir búsins em þrjár fasteignir á Flateyri og var fasteignamat þeirra tæpar þijár milljónir í október þegar búin vora tekin til gjaldþrotaskipta. Byggðasjóður, sem vitað er að á kröfu í búið upp kröfum sínum í búið. Framkvæmdastjóri Flugfisks hef- ur í nokkur ár undirbúið framleiðslu ýmissa vara úr treíj'aplasti á Flat- eyri, m.a. báta og framleiddi ein- hveijar vörur. Hann stofnaði hluta- félagið Flugfískur-Flateyri á síðast- liðnu ári ásamt eiginkonu sinni og fleirum til að taka við framleiðslunni. í október síðastliðnum sendi hann bréf til sýslumanns og óskaði eftir að hlutafélagið og hann sjálfur yrði lýst gjaldþrota. Var þá kveðinn upp gjaldþrotsúrskurður og auglýst eftir kröfum í búið. Kröfulýsingarfrestur- inn rann út í fyrradag og kom nokkur fjöldi krafna í búið, samtals að fjárhæð 11 milljónirkr. Kröfumar fara til Skarphéðins Þórissonar hæstaréttarlögmanns sem ráðinn hefur verið skiptastjóri. Mun hann fara yfír kröfumar og leggja fram skrá yfír þær á skiptafundi sem verður 14. febrúar. á rúmar þijár milljónir, lýsti ekki að ljóst er að eignir hrökkva ekki fyrir nema litlum hluta skuldanna. Byggðasjóður lánaði fyrirtækinu og eigendum þess 2 milljónir sl. sumar gegn veðum í ofangreindum fasteignum, þrátt fyrir að vitað væri að þau væm ótrygg. Einnig skulda þessir aðilar sjóðnum vegna eldri lána, þannig að þeir skulda sjóðnum eitthvað á fjórðu milljón í dag. Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar sagði aðspurður að Byggðasjóður væri vanur að lý§a kröfum sínum í þrotabú, en láðst hefði að gera það nú vegna mann- legra mistaka. Hann sagði að það ætti ekki að breyta svo miklu þar sem umræddar fasteignir væru svo til einu eignir búanna og sjóðurinn ætti veð í þeim eftir sem áður, þó ótryggværu. Eldur í timbur- húsií Hafnarfirði Laust fyrir hádegi í gær var slökkvi- lið Haftiarflarðar kvatt að Engja- bergi 19, sem er tvílyft timburhús. Eldur var milli þilja í forstofu. Greið- lega gekk að slökkva eldinn en tölu- verðar skemmdir urðu á húsinu. «--- NAMSKEIÐ Notendur einkatölva PC-eigendur RIT VINN SLUKERFIÐ WORD _________________________________________ Fjöldi ritvinnslukerfa sem ráöa viö íslenskan texta er nú farin aö nálgast tuttugu, en þó hafa aðeins örfá kerfi náö einhverri fót- festu hérlendis. Eitt af þeim kerfum er ritvinnslukerfiö WORD sem er eflaust fullkomnasta ritvinnslukerfi á markaði hérlendis og er notað m. a. á IBM-einkatölvur. Auk hefðbundinna rit- vinnsluaðgeröa býöur Word m. a. uþþ á samruna skjala „merging“, stafsetningarleiöréttingar og fjölbreyttar útlitsgerðir sama skjals, „style sheet“. Markmið: Tilgangur þessa námskeiös er tvíþættur. Annars vegar að þjálfa þátttakendur í notkun ritvinnslukerfisins WORD en einnig að kenna uþpsetningu skjala og bréfa, með sérstöku tilliti til þeirra möguleika sem Word býður upp á. Efni: Helstu skipanir kerfisins • islenskir staðlar • Æfingar • Helstu skipanir stýrikerfis. EINKATOLVUR Einkatölvur verða sífellt algengari, og þurfa því æ fleiri að þekkja undirstöðuatriði er varða notkun þeirra og meðferð. Reynslan hefur sýnt, að notendur einkatölva ná betri árangri í starfi, ef þeir hagnýta sér þetta sjálfsagða hjálpartæki á réttan hátt. Markmið: Að kynna þátttakendum undirstöðuatriði vinnu við verkefni sem einkatölvum er ætlað að vinna úr. Efni: Hvernig starfar tölvan? • Kynning á vélbúnaði • Undir- stöðuaðgerðir stýrikerfis • Ritvinnsla • Gagnasafnskerfi ■ Töflu- reiknar. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja sem nota eða ætla að nota einkatölvur. dBASE III_______________________________________ Mest notaða gagnasafnskerfið á markaði í dag er dBASE II sem fæst á flestar einkatölvur. Nú er dBASE III komið á markað, enn fullkomnara en fyrri kerfi og auðveldara er að læra notkun þess., Markmið: Á þessu námskeiði fá þátttakendur þjálfun í notkun dBASE III í því skyni að setja upp gagnasöfn, skipuleggja gagnameðhöndlun og gagnaúrvinnslu og útbúa hvers konar prentlista. Efni: Um gagnasafnskerfi • Skipulag gagna til tölvuvinnslu ■ Uppsetning gagnasafns • Fyrirspurnir • Samfléttun gagnasafna • Útreikningarog úrvinnsla • Útprentun. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja tileinka sér hagkvæmni sem fylgir notkun gagnasafnskerfa við alls kyns gagnavinnslu. Tími og staður 20.-22. janúar kl. 13-17 Ánanaustum 15 Leiðbeinandi: Valgeir Hallvardsson, véltæknifræðingur Tími og staður 13.-15. janúar kl. 8.30-12.30 Ánanaustum 15 Leiðbeinandi: Björn Guðmundsson, kerfisfræðingur Tími og staður 13.-16. janúar kl. 13.30-17.30 Ánanaustum 15 Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari Morgunblaðið/Júlíus Samkvæmt veðmálabókum eru engar fasteignir skráðar á nafn Flugfisks-Flateyri hf., en þijár eignir á nafn framkvæmdastjórans, íbúðar- hús og illa farið vélsmiðjuhús við Hafnarstræti og iðnaðarhús í göml- um lýsistanki á Sólbakka. Einnig er eitthvað innbú í iðnaðarhúsnæðinu. Fasteigna- og brunabótamat þess- arra fasteigna var um 3 milljónir kr. í október, þegar búið var tekið ti! gjaldþrotaskipta, en fram- kvæmdastjórinn hafði tryggt endur- bætur á eignunum fyrir rúmar 8 milljónir til viðbótar. Lýstar kröfur voru sem áður segir um 11 milljónir og vitað um rúmlega 3 milljóna kröfu Byggðasjóðs þar til viðbótar, þannig Námsmenn erlend- is af henda ráð- herra ályktun SÍNE-félagar hafa ákveðið að hittast í Félagsstofnun stúdenta klukkan 14.30 í dag vegna reglugerðar menntamálaráðherra um lánsvið- miðanir LÍN. ívar Jónsson hjá SÍNE sagði að ákveðið hefði verið á fundi í Félagsstofnun á mánudag að fara á fund menntamálaráðherra eða staðgengils hans og afhenda honum ályktun um þessar aðgerðir í lána- málum, en auk þess gera náms- mennimir ráð fyrir um klukkustund- ar setuverkfalli í ráðuneytinu. Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.