Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR1986 21 Egyptaland: Fangi hengir sig í klefa sínum Kairó, 7. janúar. AP. FYRRVERANDI landamæravörður, sem dæmdur hafði verið til lífstið- arfangelsis fyrir að drepa sjö ísraelska ferðamenn, fannst hengdur i klefa sínum á fangelsissjúkrahúsi. Hafði hann notað rúmföt sín til þess. Nokkrir egypskir andstöðuhópar nauðsynlega á læknisaðstoð að höfðu hyllt Suleiman Khatar, en svo nefndist maðurinn, sem hetju og píslarvott fyrir verknað sinn. Lög- fræðingur Khatars sagði að honum hefði ekki verið tilkynnt um lát mannsins, en sagði að hann kallaði egypsk yfirvöld til ábyrgðar. Hann hefði framvísað vottorði frá lækni, sem nyti alþjóðlegrar viðurkenning- ar, þar sem fram kæmi að Khatar væri andlega vanheill og þyrfti halda. Lögfræðingar Khatars byggðu vöm sína á því að hann hefði ekki verið heill á geðsmunum, er hann réðist á og skaut til bana fjögur ísra- elsk böm, tvær konur og einn karl- mann, 5. október síðastliðinn. Her- dómstóll fann hann sekan um morðin 28. desember og dæmdi hann til lífs- tíðarvem í þrælkunarbúðum. Donna Ashlock Felipe Garza Parkinson verður ekki lögsóttur London, 7. janúar. AP. RÍKISSAKSÓKNARI kveðst ekki munu höfða opinbert mál á hendur Cecil Parkins, fyrrum ráðherra í stjórn Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra, fyrir að ljóstra upp um ríkisleyndarmál, eins og fyrruin lagskona hans, Sara Keays, heldur fram í bók sinni. Sara heldur því fram að Parkinson hafi tjáð sér ýms rík- isleyndarmál meðan á Falk- landseyjastríðinu stóð. Sak- sóknari fékk Scotland Yard, brezku rannsóknarlögreglunni, það hlutverk að rannsaka hvað hæft væri í ummælum ástkonu Parkinsons. Hann segir ekkert hafa komið fram við rannsókn- ina sem staðfesti ásakanir Sara Keays og því verði ekkert af málshöfðun á hendur Parkin- Sá fyrir dauða sinn og ánafnaði unn- ustunni hjarta sitt Patterson, Kalifomíu, 7. janúar. AP. FIMMTAN ára piltur, Felipe Garza jr., tjáði móður sinni fyrir þremur vikum að hann mundi senn deyja og að hjarta sitt skyldi grætt í unnustu hans, sem þyrfti að gangast undir hjartaigræðslu. Cecil Parkinson Garza mun hafa fengið hugboð um andlát sitt, því hann var við beztu heilsu og enginn vissi betur en að honum amaði ekkert. Hann lézt á sunnudag er slagæð í heila sprakk. Samdægurs gekk vinkona hans, Donna Ashlock, sem er 14 ára. undir aðgerð þar sem hjarta piltsins var grætt í hana. í Ijós kom fyrir skömmu að ofvöxtur var í hjarta Donnu og að hún þyrfti á nýju hjarta að halda. Aðgerðin tók fimm stundir og er stúlkan ekki lengur talin í lífs- hættu. Bretland: son. Meira af fíkniefnum en nokkru sinni áður Parkinson, sem er fyrrum formaður íhaldsflokksins, sagði af sér ráðherradómi þegar Sara ljóstraði þvi upp að hún gengi með bam hans. Hann var við- skiptaráðherra og sat í svoköll- uðu innra ráðuneyti Thatcher. Hann situr enn á þingi. London, 7. janúar. AP. HALD var lagt á meira magn af heróíni og kókaíni í Bret- landi á nýliðnu ári en nokkru sinni áður og er Ijóst, að hætta af fíkniefnum fer enn vaxandi þar í landi. Verðmæti þessa fíkniefna- magns, sem gert var upptækt í fyrra, nam nær 70 millj. pund- um (um 4,2 milljörðum ísl. kr.) og söluverðmæti þess er það er selt í smáskömmtum til neytenda um 107 millj. pundum (yfir 6,4 milljörðum ísl. kr.). Allir þjóðfélagshópar virðast vera í hættu gagnvart fíkniefnasölunum. Vestur-Þýskaland: Endurvinnslu kjarn- orkuúrgangs mótmælt Sagði Richard Lawrence, yfírmaður rannsóknadeildar brezku tollgæzl- unnar í dag, að svo virtist nú, sem kókaínmarkaðurinn í Bandaríkjun- um væri nær mettaður og því mætti búast við, að kókaínsalar myndu nú snúa sér að Vestur-Evrópu í auknum mæli og reyna að selja meira af fíkni- efnum þar. Lawrence sagði, að ekki væri raunhæft út frá framangreindum tölum að kasta mati á það, hve mikið magn af fíkniefnum hefði komizt í umferð. Almennt er talið, að aðeins finnist 5—20% af þeim fíkniefnum, sem í umferð eru hverju sinni. Wackersdorf, Vestur-Þýskalandi, 7. jan- úar. AP. LÖGREGLA handtók meira en 500 manns vegna mótmæla við uppsetningu verksmiðju, sem ætlað er að endurvinna kjarn- orkuúrgang. Er þetta fyrsta verksmiðjan sinnar tegundar i Vestur-Þýskalandi. Jafnframt voru timburkofar og tjöld fólksins tekin niður, en hundr- uðir þess höfðu búið á svæðinu þar sem verksmiðjan á að rísa frá því í vikunni fyrir jól. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar fór handtaka fólksins friðsamlega fram. Það var fært til þriggja lögreglustöðva í nærliggj- andi bæjarfélögum og var því sleppt strax og það hafði gert full- nægjandi grein fyrir sér. Vinna átti að hefjast við verksmiðjuna á nýjan leik síðar í þessari viku og því þótti nauðsynlegt að fjariægja fólkið nú, sem hafði þar í frammi friðsamleg mótmæli með veru sinni á staðnum, alls voru það um tvö þúsund en manns sem þar höfðu komið sér fyrir. Fjögur þúsund lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. ERLENT Gengi gjaldmiðla Lundúnum. 7. janúar. AP. BANDARISKI dalurinn lækkaði gegn flestum öðrum helstu gjald- miðlum heims í fremur rólegri gjaldeyrisverslun í dag. Breska pundið kostaði 1,4415 dollara, en kostaði í gær 1,4375 dollara. Gengi annarra gjaldmiðla gagnvart dollar var sem hér segir, innan sviga gengið frá því í gær. Vestur-þýska markið 2,4333 (2,4530), svissneski frankinn 2,06075 (2,06725), franski frankinn 7,4475 (7,5075), hollenska gyllinið 2,7405 (2,7610), kanadíski dollarinn 1,39725 (1,40625). Geimferjan Kolumbía: Brottför frest- að um 48 klst. Kanaveralhöfða, Flórída, 7. janúar. AP. FYRSTU ferð geimfeijunnar Kolumbíu í tvö ár var frestað í dag í fimmta skipti og nú vegna slæmra veðurskilyrða á skotstað og neyðarlending- arstöðum feijunnar í Afríku og á Spáni. Bandaríska geimferðastofn- unin, NASA, frestaði brottför- inni til kl. 7.05 (12.05 að ísl. tíma) á fimmtudag. Starfsmenn stofnunarinnar sögðu, að með þessari 48 klukkustunda frestun gæfíst nauðsynlegt svigrúm til að fara rækilega yfír einangrun vélarrúmsins. Hætt var við geimskotið í gær aðeins 31 sekúndu fyrir áætlaða brottför. Var það í annað skipti á 17 dögum, að hætt er við vegna tæknilegra örðugleika á síðustu mínútum. Tvisvar áður hefur brottför Kolumbíu verið frestað, 18. desember og 4. janúar. Þá voru þær ástæður gefnar upp, að meiri tíma þyrfti til tæknilegs undirbúnings varð- andi feijuna og vegna þjálfunar áhafnarinnar. Samningar um sjón- varpsmynd um örlög- Klinghoffers New York, 7. janúar. AP. EKKJA Leons Klinghoffers, fórnarlambs hryðjuverka- mannanna sem rændu italska skemmtiferðaskipinu Achille Lauro, stendur nú í samn- ingaviðræðum við framleið- endur sjónvarpsefnis um sölu á sögunni um örlög manns hennar, að sögn talsmanns hennar í dag. Sagði hún að rætt hefði verið við nokkra sjálfstæða framleið- endur, svo og sjónvarpsstöðvar um þetta, en það væri almennt álit manna að sjónvarpið væri besti miðillinn til að koma sög- unni á framfæri. Hún sagði jafnframt að ekkja Klinghoffers vildi ekki vera í sviðsljósinu, en henni fyndist að það ætti að segja þessa sögu. Leon Klinghoffer, eini maður- inn sem lést í ráninu á skemmti- ferðaskipinu, var farlama, aldr- aður maður í hjólastól. Hug-ðist selja Irönum bandarísk vopn Toronto, 7. jan. AP. Austurríkismaður að nafni Heinz Golitschek hefur viður- kennt, að hann hafi átt viðræður við íransstjóm um vopnasölu til írans fyrir marga miiljarða doll- ara. Maður þessi var handtekinn á Pearson-flugvelli í Kanada 30. okt si. og hafa bandarísk yfir- völd farið þess á leit, að hann verði framseldur þeim. Golitsc- hek er m.a. grunaður um að hafa falsað skjöl til þess að blekkja bandarisk yfirvöld. Á hann að hafa reynt að festa kaup á 10 herþyrlum og 15.000 flugskeyt.um í Bandaríkjunum, sem talið er, að hafí átti að fara til Irans. Lúterstrúarmönnum fækkar um 1 millión .....r n —— Genf, 7. janúar. AP. KIRKJUDEILDIR lúterstrúarmanna víða um heim töpuðu meira en milljón meðlimum samtals á siðasta ári, samkvæmt upplýsing- um Lúterska heimssambandsins. Er einkum um að kenna fækkun í kirkjudeildum I Evrópu og Ameríku og dugir ekki fjölgun vegna trúboðs í Afríku og Asíu til að bæta þeim upp það tap. Fjöldi lúterstrúarmanna í heimin- um samkvæmt upplýsingum heims- sambandsins var tæpar 68,5 milljón- ir á árinu 1985, en er nú 67,5 millj- ónir. Mesta fjölgun varð í kirkju- deildum í Asíu. Þar varð fjölgunin 400 þúsund, íjölgaði úr 3,4 í 3,8 milljónir. 35 þúsund sálir bættust við í Afríku og eru nú samtals 3,9 milljónir, en evrópskum lúterstrúar- mönnum fækkaði um 1,6 milljónir, í 48.9 milljónir. Flestir lúterstrúarmenn eru í Vestur-Þýskalandi eða 19,4 milljón- ir, næstflestir í Bandaríkjunum 8,5 milljónir, 7,7 milljónir í Svíþjóð og 6 milljónir í Austur-Þýskalandi. Mesta fækkunin varð í Vestur- Þýskalandi. Þar fækkaði lúterstrú- armönnum um næstum 1,2 milljónir og í Austur-Þýsklandi um 7 þúsund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.