Morgunblaðið - 24.01.1986, Side 6

Morgunblaðið - 24.01.1986, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 Eiturörvar w Eg leit út um sjónvarps- gluggann minn í þann mund er hinn nýi sjónvarpsþáttur Ómars Ragnarssonar A liðandi stundu númer 2 skaust á skjáinn — svo langt sem augað eygði sást hvergi blikkbelja á ferð í Davíðsborg. Slík- ar eru vinsældir Ómars og er ég raunar í engum vafa um að þessi þáttur væri hvorki fugl né fiskur ef Ómars nyti ekki við. Á líðandi stundu er sum sé í traustum hönd- um og er þá bara að vona og biðja að hlutimir fari ekki úr böndunum. En fór seinasti þátturinn ekki einmitt úr böndunum í orðsins fyllstu merkingu, og á ég þá við hina nöturlegu afmæliskveðju Bubba Morthens dægursöngvara til Guðmundar J. Guðmundssonar en eins og áhorfendur muna var þáttur Ómars sendur út frá kaffístofu verkamanna við Sundahöfn, í tilefni merkisafmælis verkamannafélags- ins Dagsbrúnar, en Guðmundur hefir um árabil verið formaður þess félags. Þá vildi svo skemmtilega til að Guðmundur átti afmæli þennan sama dag. Bubbi kvaðst líka ætla að senda Guðmundi J. afmælis- kveðju er alls óvænt hijóta eiturörv- ar af vörum. Nístingsköld kveðja til manns er hefír um árabil staðið í fylkingarbijósti og ekki skarað eld að sinni köku þótt hann hafí í tí- mans rás valist til ýmissa embætti- starfa. Trúbadorar ættu að kynna sér málin betur áður en þeir skvetta úr koppi yfír lúna stríðsmenn þeirra er minna mega sín. Verkalýðs- barátta er ekki bara stríðsrekstur þar sem einn aðilinn er með öllu óalandi og ófeijandi en hinn sem hvítþveginn engill. Verkalýðsbar- átta byggist fyrst og fremst á því að sækja hægt og bítandi fram á öllum vígstöðum þannig að staða launþegans vænkist í flestu tilliti en þó án þess að atvinnureksturinn lamist. Guðmundur J. hefir um langan aldur sótt fram ásamt félög- um sínum í Dagsbrún. Oft hefír skrefíð ekki verið stigið nema til hálfs en það er líka auðvelt að vera vitur eftirá. Hitt er svo aftur annað mál að auðvitað geta verkalýðsfélög steinrunnið og morknað og þá er vel við hæfi að trúbadorar skjóti sínum þráðlausu örvum. Hitt er öllu verra þegar vamarlausir sómamenn eru níddir niður á almannafæri og það á afmælisdaginn. Trúbadorar ættu að beina spjótum sínum að hinum einu og sönnu „verkalýðs- böðlum" samfélagsins, mönnum er svífast einskis í þá veru að svipta launþega öllum þeim sjálfsögðu mannréttindum er áratuga verka- lýðsbarátta hefír þrátt fyrir allt fært launþegum þessa lands. Sá er hér stýrir penna er alinn upp við sviptivinda harðskeyttrar verka- lýðsbaráttu og ég get fullvisað þig um Bubbi að það er mikill munur á þeim mönnum er fóma starfsþreki í þágu verkamanna og hinum er vilja færa allt vald í hendur atvinnu- rekandans. Gísli á Uppsölum En Ómar dvaldi ekki aðeins í kaffístofu þeirra Dagsbrúnar- manna, hann sendi Sigmund Emi norður til Akureyrar að kanna leik- listarlífíð og svo skrapp hann sjálfur í fylgd Jóns Páls vestur til Gísla á Uppsölum og afhenti honum glæ- nýtt Sony-sjónvarpstæki. Virtist Gísli æstur í tæknina, enda ný farinn að hlusta á útvarp eftir 40 ára hlé. Ég skil þetta annars ekki með hann Gísla — gleymdist bless- aður maðurinn í öll þessi ár? Annars er sagan um hann Gísla máski ekkert einsdæmi því það hafa sagt mér fróðir menn að þeir hyljist margir Gíslamir bak við luktar dyr hér í borg og víðar í þéttbýli — sumir dæmdir til ævilangrar fang- elsisvistar. ÓlafurM. Jóhannesson. ÚTVARP/SJÓNVARP Kastljós Kastljós, frétta- 45 þáttur um inn- — lend málefni, hefst í sjónvarpi kl. 21.45 í kvöld og er hann að þessu sinni í umsjá Einars Amar Stefánssonar. Einar hyggst fjalla um tvennt í Kastljósi í kvöld: tijónukrabbaveiðar og skautaíþróttina. Hann gerði sér ferð til Akraness nú í vikunni til að fylgjast með tijónukrabbaveiðum og vinnslu, en tilraunir á veiðum þessum hafa staðið yfír í tvö til þijú ár. Nú fyrir stuttu hóf fyrirtækið Sjávarréttagerðin á Akra- nesi að flytja krabba þessa úr landi, bæði til Evrópu og Bandaríkjanna, en þeir þylqa herramannsmatur og eru seldir dýrum dómum í veitingahúsum um víða veröld, að sögn Einars Amar. Fyrirtækið gerir út tvo báta á veiðar þessar nú og ætlunin er að fjölga þeim upp í fímm. Aðeins er 10 til 15 mínútna sigling á miðin. Hinsvegar fjallar Einar um ástand skautaíþróttar- innar og áhugaleysi borg- aiyfírvalda á henni, en all- ar tillögur minnihlutahóp- anna í borgarstjóm um Qárveitingu til handa þess- ari íþrótt hafa verið felldar, að sögn Einars. Ekkert skautasvæði hefur verið til staðar síðan Melavöllurinn lagðist af nema þá Tjömin, en hún var fyrst í vetur rudd í sl. viku til skautaiðk- ana. Viðmælendur verða m.a. Hannes Siguijónsson formaður Skautafélags Reykjavíkur, Júlíus Haf- stein formaður íþróttaráðs Reykjavíkur, Tryggvi Þór Aðalsteinsson fulltrúi Al- þýðubandalags í íþrótta- ráði Reykjavíkur og Jón R. Einarsson, sem er mikill skautagarpur. ■ „Steingeit eitt“ — bandarísk bíómynd 23^ Bandarísk bíó- mynd frá árinu 1978, „Steingeit eitt“, er á dagskrá sjón- varpsins kl. 23.25 í kvöld. Leikstjóri er Peter Hyams og í aðalhlutverkum em: Elliott Gould, James Brol- in, Hal Holbrook, Karen Black, Telly Savalas og fleiri. íslenskur Skonrokksannáll 1985 ■i Síðari hluti inn- 40 lends poppann- ~' áls 1985 verður á dagskrá sjónvarps kl. 20.40 í kvöld í umsjá Pét- urs Steins Guðmundsson- ar. í þættinum verða spiluð 11 lög, aðallega frá síðari helmingi ársins. Lögin em: I’m sorry með Jóhanni Helgasyni, Segðu mér satt með Stuðmönnum, This Is the Night með Mezzoforte, Parts með Með Nöktum, Marilyn Monroe með Magnúsi Þór Sigmunds- syni, Steini með Skriðjökl- um, Allur lurkum laminn með þeim Bubba og Hilm- ari, Tangó með Grafík, Mutual Thrill með Kukl, Ekkó-leikarar úr Stúdenta- leikhúsinu flytja, Fegurð- ardrottning með Ragnhildi Gísladóttur og Stuðmönn- um. Einnig verða í þættin- um viðtöl við nokkra vel þekkta tónlistarmenn, þau Bubba Morthens, Ragn- hildi Gísladóttur, Gunnar Þórðarson, Eyþór Gunn- arsson og Jakob Magnús- son. Loks verður svo greint frá því í þættinum hvaða tvö myndbönd, íslensk, voru kosin þau bestu árið 1985. Fyrsta mannaða geim- flaugin á að lenda á Mars og allt virðist ganga sam- kvæmt áætlun. Reyndar er geimferðin aðeins blekking og fréttamaður einn leggur sig í lífsháska til að afhjúpa hana. Þýðandi er Bogi Amar Finnbogason. ÚTVARP FÖSTUDAGUR 24. janúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Fílsunginn" eftir Rudyard Kipling. Kristín Ól- afsdóttir les síðari hluta þýð- ingarsinnar. 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulurvelur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.06 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Sigurður G. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úrforystugreinum dagblaðanna. 10.40 „Sögusteinn" Umsjón: Haraldur I. Har- aldsson. (Frá Akureyri.) 11.10 „Gleraugun", smásaga eftir Guðbjörgu Ólafsdóttur. Höfundurles. 11.30 Morguntónleikar. a. Morguntónlist fyrir blás- ara eftir Paul Hindemith. Blásarasveit Philips Jones leikur; Elgaar Howarth stjórnar. b. „Pavane um látna prins- essu" eftir Maurice Ravel. Julian Bream og John Will- iams leika á gítara. d. „Fughata" fyrir sembal eftir Keith Jarret. Höfundur leikurá píanó. e. Inngangsþáttur úr „Bach- ianas Brasileiras" nr. 1 eftir Heitor Villa-Lobos. Tólf sellóleikarar i Fílharmóníu- sveitinni í Berlín leika. 12.00 Dagskrá. Tilk. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan „Ævin- týramaður" - af Jóni Ólafs- syni ritstjóra. Gils Guð- mundsson tók saman og les (17). 14.30 Sveiflur — Sverrir Páll Erlendsson. (Frá Akureyri.) 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síödegistónleikar. a. Fiðlusónata í D-dúr eftir Georg Friedrich Hándel. lona Brown leikur á fiðlu, Dneis Vigay á selló og Nic- holas Kraemer á sembal. b. „Fingalshellir", forleikur op. 26 eftir Felix Mend- elssohn. Fílharmoníusveitin í Vinarborg leikur; Christoph von Dohnanyi stjórnar. c. Skosk ballaða op. 26 eftir Benjamin Britten. Sinfóníu- hljómsveitin í Birmingham leikur; Simon Rattle stjórn- ar. 19.10 Ádöfinni Umsjónarmaöur Karl Sig- tryggsson. 19.20 Saga af snyrtingunni (En do-historie) Stutt barna- og unglinga- mynd. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Danska sjón- varpið.) 19.30 Litlu ungarnir (Smá fágelungar) Finnskur barnaballett sem sýnir fyrstu ferð nokkurra fuglsunga út I heiminn með ungamömmu. Tónlist: Pirjo og Matti Bergström. Dansar: Margaretha von Bahr. Ungir ballettnemar dansa 17.00 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Vernharður Linnet. 17.40 Úr atvinnulífinu - Vinnu- staðir og verkafólk. Umsjón: Hörður Bergmann. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Margrét Jónsdóttir flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Á fundi hjá lodriöa miðli. Svanhildur Sigurjónsdóttir les frásögn Lofts Reimars Gissurarsonar. b. Nokkrar stökur til fer- skeytlunnar. Félagar úr kvæðamannafélaginu Ið- unni kveða. c. Bjarni á Strúgi. Rósa Gisladóttir frá Krossgeröi les úr Þjóösagnasafni Sig- ásamt tveimur fullorðnum dönsurum. (Nordvision — Finnska sjón- varpið.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingarog dagskrá 20.40 Skonrokk Innlendur poppannáll 1985 — síðari hluti. Umsjón: Pétur Steinn Guð- mundsson. 21.45 Kastljós Þátturum innlend málefni. Umsjónarmaöur Einar Örn Stefánsson. 22.20 Derrick Lokaþáttur. Þýskur sakamálamynda- flokkur. Aðalhlutverk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi fúsarSigfússonar. Umsjón: Helga Ágústsdótt- ir. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir „Fimm prelúdíur" eftir Hjálmar Ragnarsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Kvöldtónleikar. Píanókonsert í a-moll eftir Carl Czerny. Fleicja Blum- enthal og Kammersveitin I Vínarborg leika; Helmut Froschauer stjórnar. 22.55 Svipmynd. Þáttur Jónas- ar Jónassonar. (Frá Akur- eyri.) 24.00 Fréttir. 00.05 Djassþáttur — Jón Múli Ámason. OI.OODagskrárlok. Veturliði Guðnason. 23.20 Seinni fréttir 23.25 Steingeit eitt (Capricorn One) Bandarísk biómynd frá 1978. Leikstjóri Peter Hyams. Aðalhlutverk: Elliott Gould, James Brolin, Hal Holbrook, Karen Black, Telly Savalas og fleiri. Fyrsta mannaða geimflaug- in á að lenda á Mars og allt virðist ganga samkvæmt áætlun. Reyndar er geim- ferðin aðeins blekking og fréttamaður einn leggur sig í lífsháska til að afhjúpa hana. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. 01.30 Dagskrárlok. 10.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og ÁsgeirTómasson. 12.00 Hlé 14.00 Pósthólfiö Stjórnandi: Valdís Gunnars- dóttir. 16.00 Léttirsprettir Jón Ólafsson stjórnar tón- listarþætti með íþróttalvafi 18.00 Hlé 20.00 Hljóðdósin Stjórnandi: Þórarinn Stef- ánsson. 21.00 Dansrásin Stjórnandi: Hermann Ragn- arStefánsson. 22.00 .Rokkrásin Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helga- son. 23.00 Ánæturvakt með Vigni Sveinssyni og Þorgeiri Ástvaldssyni. 03.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar i þrjár mínútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTYÖRP Svæðisútvarp yjrka daga vikunnar frá mánu- degi til föstudags. REYKJAVIK 17.03—18.00 Svæöisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. akureyri 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 MHz. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 24. janúar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.