Morgunblaðið - 24.01.1986, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1986
9
Rýmingarsala
20-50% fsláttur fram að helgi.
Glugginn, Laugavegi 40,
(Kúnst-húsinu), sími 12854.
Alda
1002
þvottavél og þurrkari
árgerð 1986 er komin
Sömu gæðin, en tæknilega
jafnvel ennþá fullkomnari
• Nú með stillanlegu hitastigi á öllum
þvottakerfum
• 1000/500 snúninga vinduhraði
• Heitt og kalt vatn
Verðið er aðeins kr.
30.270,- stgr.
Vorumarkaðurinn hf.
Ármúla 1a, s. 686117.
óskast!
Austurbær Úthverfi
Ingólfsstræti
Þingholtsstræti
Leifsgata
Vesturbær
Ægissíða 44-78
Rafstöð við Elliðaár
Ártúnsholt
(iðnaðarhverfi)
Langholtsvegur 71-108
u
Hlaupumst ekki
frá verkefnunum
í 1. tbl. Flokksfrétta, hinu nýja fréttabréfi
miðstjórnar og þingflokks Sjálfstæðisflokks-
ins, er birt viðtal við Þorstein Pálsson, fjár-
málaráðherra og formann Sjálfstæðisflokks-
ins. Þar er m.a. fjallað um fjárlagafrumvarpið,
flugvallarskattinn, vörugjald á kökur, hækkun
opinberra gjaldskráa, stjórnarsamstarfið og
stjórnarandstöðuna. í Staksteinum í dag eru
birtar glefsur úr þessu viðtali.
Fjárlaga-
frumvarpið.
Þorsteinn er fyrst
spurður um það hvaða
breytingar hann hafi
gert á Qárlagafnunvarp-
inu, er hann tók við
embætti fjármálaráð-
herra. Hann svarar:
„Breytingamar fólust í
allverulegri lækkun út-
gjalda bæði hjá ríkissjóði
sjálfum og iijá opinber-
nm stofnunum. Rinnig
var ótýákvæmilegt að
gera ráð fyrir hækkun
nokkurra tekjuliða til að
komast hjá hallarekstri.
Niðurstaðan varð sú að
fjárlög voru afgreidd
með tæplega 163 mil(jón
króna afgangi þrátt fyrir
þær hækkanir sem urðu
í eðlilegum meðforum
Qárvcitinganefndar og
dregið var úr þörf fyrir
opinberar erlendar lán-
tökur um sem nam
hundruðum milijóna. Ég
tel að hér hafi verulegur
árangur náðst þótt auð-
vitað hefði hann mátt
verameirL"
Fjármálaráðherra er
einnig spurður um hækk-
un flugvallarskattsins.
Hann svarar: „Flugvall-
arskattur hefur verið
óbreyttur f nær þijú ár,
eða 250 kr. Verðgildi
hans hefur því rýrnað
nqög verulega og skatt-
urinn lækkað mikið mið-
að við erlenda mynt Að
því leyti til varð þreföld-
un hans nú aðeins til þess
að hann náði fyrra raun-
gildi. Aðaiatriði málsins
er hins vegar ekki það
hvort flugvallarskattur
er 250 eða 750 krónur,
heldur hvort hann eigi
yfirleitt rétt á sér eða
ekki. Fins og nú standa
sakir eru ekki efni til
þess að fella skattinn
niður, enda ekki óeðlilegt
að sú þjónusta sem ríkir
veitir millilandafluginu
standi undir sér. Skattur
sem þessi er ekki óþekkt-
ur annars staðar. Hins
vegar er fyrirkomulag á
innheimtu skattsins
eflaust ekki það besta
eða haganlegasta, sér-
staklega ekki að þvi er
varðar erlenda farþega
sem keypt hafa farseðla
sína erlendis. Er f ráði
að kanna hvort unnt sé
að breyta þessari skatt-
heimtu áður en hækkun
skattsins kemur til fram-
kvæmda 1. mars nk.
Vörugjald á
kökur
Fjármálaráðherra er
einnig spurður nm álagn-
ingu vörugjalds á kökur:
„Vörugjald var lagt á
brauð og kökur með
lögum árið 1975,“ svarar
hann. „Innheimtu þess
hefur síðan verið frestað
f rúm 10 ár að þvf er
varðar innlenda fram-
leiðslu en innfluttar
brauðvörur og kökur
hafa hins vegar borið
umrætt 30% vörugjald.
Sú framkvæmd felur f
sér mismunun gagnvart
innfluttum vörum og er
i sjálfu sér ekki f sam-
ræml við fríverslunar-
samninga okkar við aðr-
ar þjéðir. Nú hefur verið
ákveðið að hagnýta laga-
heimild til álagningar
þessa gjalds að hluta og
leggja gjaldið á þann
hluta af framleiðslu bak-
aría sem mest sykurinni-
hald hefur, þ.e. kökur og
sætabrauð. Er þá að
nokkru leyti jöfnuð sam-
keppnisstaða annarra
sætinda gagnvart þessari
framleiðslu en hollustu-
vörurnarf brauðgerðar-
húsunum, brauðin sjálf,
sldlin eftir gjaldfijáls.
Þegar staða rfldssjóðs er
jafn erfið og nú, er vand-
séð hvemig hægt er að
amast við slikri gjald-
töku.
Kjami málsins er sá,
að ríkissjóð verður að
reka án halla. Hafi sjálf-
stæðismenn skyldum að
gegna við stjóra rflds-
fjármála lúta þær fyrst
og fremst að þvf að láta
tekjur mæta gjöldum.
Ríkissjóður á að þvf leyti
að lúta sömu lögmálum
og fyrirtæki og heimili.
Þeir sem stöðugt knýja á
um aukin opinber útgjöld
verða í reynd að fínna
fyrir því, að slfkar
ákvarðanir kalla á tekju-
öflun. Verði menn ekld
látnir flnna fyrir þeirri
ábyrgð að útgjöldum
fylgir tekjuöflun er lftil
von til þess að unnt verði
að hamla gegn auknum
rfldsumsvifum. Aðhalds-
aðgerðir af þessu tagi
voru þvf óumflýjanlegar
eins og sakir stóðu.“
Talinu er pínníg vikið
að hækkun á verði opin-
berrar þjónustu. Þor-
steinn Pálsson er spurður
um ástæður þess. „Gjald-
skrár fyrir ýmsa opin-
bera þjónustu eru flestar
ákveðnar f reglugerð um
aukatekjur rfkissjóðs,
sem endurskoðuð er ár-
lega. Það hefur yfirleitt
ekki verið ágreiningur
um að slfkar gjaldskrár
skuli hækka til samræmis
við almennar verðlags-
breytingar. Hins vegar
var einnig tekin ákvörð-
un um það nú að hækka
sérstaklega gjöld fyrir
ýmis leyfi og skfrteini,
sem menn greiða aðeins
fyrir á margra ára fresti
eða jafnvel aðeins einu
sinni á Iffsleiðinni. Má
hér til nefna gjöld fyrir
vegabréf, ökuskfrteini og
réttindi ýmis konar. Slfk-
ar hækkanir eru f sam-
ræmi við þá stefnu, að
þjónusta rfkisins á við-
komandi sviði eigi sem
mest að standa undir
sér.“
Stjórnarsam-
starfið
Formaður Sjálfstæðis-
flokksins er spurður um
mat sitt á stöðu rflds-
stjórnarinnar og svarar:
„Styrkleiki stjórnarinnar
fer eftir málefnum.
Kjarasamningarnir
munu t-d. ráða talsverðu
nm framvindu efnahags-
málanna. Það eru engin
áform uppi um að hlaup-
ast frá verkefnunum, en
samstaða um raunhæfa
stjómarstefnu hlýtur að
ráða lengd sQórnarsam-
starfsins f samræmi við
stjórnniálayfirlýsingu
siðasta landsfundar.
Stærsta almenna stjóra-
málaverkefnið á næst-
unni er að tryggja sjálf-
stæðismönnum góða
sigra í komandi sveita-
stjóraarkosningum, hér f
Reykjavík sem og f öðr-
um bæjum og byggðum
Iandsins.“
Sfðasta spurningin,
sem fréttabréfið beinir
til Þorsteins Pálssonar
er þessi: „Hvað er að
frétta af stjómarand-
stöðunni?" Og svarið er
stutt og laggott: „Til
hennar hefur ekkert
spurst á nýja árinu.“
íbúðir fyrir aldraða á Akureyri:
600.000 krónur í
undirbúninarsvinnu
Akureyn, 23. janúar. ^
SAMÞYKKT var á bæjarsfjórn-
arfundi á þríðjudag að veita
600.000 krónur úr Framkvæmda-
sjóði Akureyrar til greiðslu á
undirbúningsvinnu við byggingu
íbúðabygginga fyrír aldraða.
Kynntar hafa verið tillögur um
byggingu íbúða fyrir aldraða í fjöl-
býlishúsum og raðhúsum auk þjón-
ustubyggingar á svæði vestan og
sunnan Víðilundar. Gert er ráð fyrir
að íbúðimar verði 72—74 talsins
og þær kostaðar og í eigu íbúanna.
Þó gætu nokkrar íbúðir verið í eigu
Akureyrarbæjar sem leiguíbúðir.
Þjónustubyggingin yrði hins
vegar í eigu Akureyrarbæjar og að
öllu leyti kostuð af bænum. Setja
á reglur um sölu íbúðanna sem
tryggja að þær séu ávallt í eigu og
ábúð aldraðra.
Tíð rúðubrot á Akurevri
Akurevri 22. ianúar. V
Akureyri 22. janúar.
RÚÐUBROT hafa verið tíð í
miðbæ Akureyrar undanfarnar
helgar. Einn var tekinn um sið-
ustu helgi við að bijóta rúðu á
Hótei Varðborg og helgina áður
voru þijár rúður brotnar i versl-
unum.
Ein þeirra þriggja sem eyðilögð
var um fyrri helgi var í bókaverslun-
inni Eddu og voru skemmdir í út-
stilltum vörum í glugganum metnar
á 45.000 krónur — auk rúðunnar
sjálfrar. Sá sem þennan verknað
vann náðist.
Á Dalvík var brotist inn í Bfla-
verkstæði Dalvíkur um helgina,
skemmdarverk unnin og 7—8.000
kr. í peningum stolið. Það mál
upplýstist strax á sunnudag.
Eins og skýrt hefur verið frá í
blaðinu þurfti að aflífa hest sem
ekið var á aðfaranótt laugardags
við Dvergastein skammt utan
Akureyrar. Ökumaðurinn stakk af
en lögreglan hafði uppi á honum
og viðurkenndi hann verknaðinn.