Morgunblaðið - 24.01.1986, Side 24

Morgunblaðið - 24.01.1986, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Danir og Evrópu bandalagið DANSAÐ EFTIR PÍPU STALÍNS EFTIR NEAL ASCHERSON „Þing menntamanna um fríðsamlega framtíð mannkyns“ var haldið í Varsjá í Póllandi í síðustu viku. Þingið var haldið undir forsjá pólska kommunistaflokksins og á setningar- degi þess voru menntamenn úr röðum Samstöðu handteknir, þegar þeir vildu skýra sjón- armið sín fyrir vestrænum blaðamönnum. — Það er engin nýlunda að stjórnvöld í Pól- landi og öðrum kommúnistaríkjum efni til funda af þessu tagi. í þeirrí grein, sem hér birtist eftir blaðamann breska vikublaðsins Observer, eru rifjaðir upp sögulegir atburðir tengdir fundum af þessu tagi. Þar er meðal annars vísað til sambærilegs þings og fer fram þessa dagana í Póllandi fyrir tæpum 40 árum. Þá þáðu ýmsir fremstu menntamenn Vesturlanda boð um fundarsetu. í fréttaskeytum nú segir, að boðinu hafi veríð hafnað jóðaleiðtogar Evrópubanda- lagslandanna 12 hafa ákveðið að stefnt skuli að því að gera bandalagið skilvirkara og veita stofnunum þess eða ákvörðunum, sem teknar eru innan vébanda þeirra, aukið vægi. í þessu felst annars vegar að eðli bandalagsins sem yfirríkjastofnun er ítrekað og hins vegar að dregið er úr mætti neitunarvalds einstakra ríkis- stjóma eða fulltrúa þeirra í ráðum og nefndum bandalagsins. Akvarðanir af þessu tagi ættu ekki að koma neinum í opna skjöldu, sem þekkja sögu Evrópu- bandalagsins (EB) og átta sig á hugmyndafræðinni að baki þess. Markmiðið er í stuttu máli að koma á fót einskonar bandaríkjum Evrópu, mynda öflugt sambands- ríki Evrópuþjóða. Dönum var þetta markmið ljóst 1972, þegar meirihluti þeirra ákvað í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga í bandalagið. Síðan hefur lítið miðað í átt að markmiðinu á vettvangi Evrópubandalagsins. Þar hefur þvert á móti oft og tíðum verið tekist svo harkalega á, að fjölmiðlar hafa látið eins og næsti leiðtogafundur gæti orðið hinn síð- asti, ef bandalagið væri þá ekki orðið gjaldþrota, áður en til hans kæmi. Ekkert af þeim hrakspám hefur ræst, þvert á móti gátu ríkis- stjómimar orðið ásáttar um það á síðasta ári að stíga lítil skref til frekari samvinnu. Málum er þannig háttað í danska þinginu, að ríkisstjóm landsins hefur ekki meirihluta þar, þegar greidd eru atkvæði um við- kvæm utanríkismál. Á það jafnt við málefiii er varða Atlantshafs- bandalagið og Evrópubandalagið. Er svo komið fyrir Dönum, að utanríkisstefna þeirra er kennd við neðanmálsgreinar, því að í álykt- unum frá þessum bandalögum má nú orðið finna slíkar greinar, er skýra frá sérstöðu Dana. í þessu efhi hafa danskir jafnaðarmenn sýnt ótrúlega mikla tækifæris- mennsku. Hvort heldur rætt er um kjamorkuvopn eða vald stofnana á vegum EB hika foringjar þeirra eins og Anker Jörgensen ekki við að snúast gegn eigin sjónarmiðum í pólitískri refskák heima fyrir. Rimmunni út af skipulagsbreyt- ingunum innan EB hefur nú lyktað með því, að málinu er vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu. íslendingum ætti að vera vel ljóst, að það er stórt skref fyrir norðlæga þjóð að gerast þátttak- andi í Evrópusamstarfi, er sækir afl sitt til mið-evrópuhugmynda um sambandsríki. Hér hafa um- ræður um aðild að þessu samstarfí verið í einskonar pólitísku banni í um það bil aldarfjórðung. Síðan Norðmenn felldu það í þjóðarat- kvæðagreiðslu 1972 að ganga í EB hefur aðild ekki verið á döfinni þar. Lýsi Danir andstöðu við skipu- lagsbreytingar innan EB nú, er líklegt að þeir flosni upp frá hinum sameiginlega EB-búskap, sem hefur þó verið þeim mikil tekjulind. Ástæða er til að hafa áhyggjur af því, ef skörp skil myndast milli norðurs og suðurs í Vestur-Evrópu vegna ólíkrar afstöðu til samstarfs ftjálshuga ríkja. Nú um áramótin gengu Spánn og Portúgal í EB, þar með færðist þungamiðjan í bandalaginu sunnar, ef svo má að orði kveða. Enn er óljóst, hvort þetta hefur erfiðleika i för með sér fyrir okkur. Danir hafa rejmst okkur vel við málarekstur gagn- vart EB-stofnunum. Ákvörðun þeirra nú snertir okkar hagsmuni þvf bæði beint og óbeint auk þess sem hún hefur pólitisk og sálræn áhrif langt út fyrir landamæri Danmerkur. Áhyggjur lögreglu- manna Bent var á það hér á þessum stað, þegar rætt var um þá ákvörðun að vopna íslenska lög- reglumenn á Keflavíkurflugvelli með vélbyssum, að hún væri stórt skref fyrir íslensk stjómvöld. Við ákvarðanir af þessu tagi væri enginn kostur góður og miklu skipti, að þær væru teknar með þeim hætti, að ábyrgð og fyrirmæli væru skýr og afdráttarlaus. Því er þetta riijað upp fáeinum dögum síðar, að Landssamband lögreglumanna hefur lýst áhyggj- um sínum og hníga þær til sömu áttar. Lögreglumenn átta sig að sjálfsögðu á því, að hér á landi eins og annars staðar verður ekki hjá því komist að grípa til skot- vopna til að halda uppi iögum og rétti. Þeir gera sér einnig betur ljóst en aðrir, hvílík ábyrgð það er að fara með skotvopn. Fulltrúar dómsmálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis hafa lýst sig fúsa til að ræða við Landssam- band lögreglumanna um þau at- riði, sem það hefur vakið máls á. Morgunblaðið hvetur til þess að gengið verði til þeirra viðræðna með því hugarfari að greiða úr ágreiningi, ef einhver er, og skapa traustar forsendur fyrir því, að unnt sé að bregðast með viðeig- andi ráðstöfunum við þeim hætt- um, sem að okkur steðja. af flestum vestan járntjalds. Nú er komið að því að maðurinn sem dansaði við Molotoff leysi frá skjóðunni. Ég beini því til allra sem vilja skoða söguna í sama ljósi og lýsir sviðið í leikhúsi fjarstæðnanna að lesa nýjasta hefti Granta. Þar er útdráttur úr bók sem nefnist „They“ [Þeir], en þar segja þeir sögu sína sem stjómuðu Póllandi á tímum harðstjómar Stalíns. Nú em þeir komnir á eftirlaun og em hinir málglöðustu. Einn þeirra er Jakub Berman, sem um átta ára skeið bar ábyrgð á leynilögreglu landsins. Hér lýsir hann samkvæmi sem fram fór heima hjá Stalín árið 1948: — Einu sinni, ég held það hafi verið árið 1948, dansaði ég við Molotoff. — Áttu við frú Molotoff? — Nei, það var búið að senda hana í vinnubúðir. Ég dansaði við Molotoff — það hlýtur að hafa verið vals eða að minnsta kosti eitthvað auðvelt__ — í hlutverki dömunnar? — Molotoff stýrði; ekki geri ég mér grein fyrir því með hvaða hætti. Hann var reyndar alls ekki lélegur dansmaður og ég reyndi að fylgja honum eftir. — Hvað um Stalín? Við hvem dansaði hann? — Nei, nei. Stalín dansaði ekki. Hann trekkti upp grammófóninn og rækti það eins og skyldustarf. Hann setti plötur á fóninn og horfði svoá. — Horfði hann á ykkur? — Hannhorfðiáokkurdansa. — Fannstþérgaman? — Já, þetta var indælt en þmng- ið innri spennu. — Skemmtirðu þér þá ekki í raun ogvem? — Stalín skemmti sér hið bezta. En hvað okkur snerti vom þessir danstímar ágætt tækifæri til að skiptast á upplýsingum sem við hefðum ekki getað gert í heyranda hljóði. Og svo framvegis. Jú, í alvöm. Þessir atburðir áttu sér raunvem- lega stað. Þannig var stefnan mörkuð. Molotoff spurði Berman ekki hvort hann kæmi þangað oft heldur (einn, tveir, þrír; einn, tveir, þrír) tuldraði að Qandsamleg sam- tök væm að seilast til áhrifa í Pól- landi. Vafalaust fór Berman svo heim og handtók mörg þúsund manns til viðbótar. Önnur glefsa úr þessari gleymdu tónlist mun heyrast í Varsjá í þess- ari viku. Þeir efna til „Heimsþings menntamanna til vamar friði“, en yfirskriftin rifjar á stundinni upp gamla Stalíns-tfmann þegar sam- ferðamenn og nytsamir sakleysingj- ar gengu fylktu liði og veifuðu dúfu Picassos um leið og þeir undirrituðu áskoranir um baráttu gegn Wall Street-einræði. Rejmdar er þingið útmálað sem endurtekning á hinu fræga menntamannaþingi í Wroc- law árið 1948 sem haldið var í rústum „á tímum vonar og bjart- sýni". Þetta eru vægast sagt annarleg áform. Svo er þó guði fyrir að þakka að heimurinn hefur breyzt síðan árið 1948. Fýrirbærið „samferða- menn" er aldauða eða í alvarlegri hættu. Allir vita að flestir pólskir menntamenn neita að koma nálægt þessu þingi og það liggur engan veginn ljóst fyrir hveijir verði til- leiðanlegir til að sækja það. Stór- brotnir boðslistar eru með nöfnum ólíklegustu einstaklinga, allt frá Graham Greene til Woody Allen, Vanessu Redgrave og Meryl Streep, dr. Runcie, Harold Wilson, Kurt Waldheim og Marcel Marceau. Hversu margir hinna verðugu hafa eigjnlega fengið sent boðskort er á huldu. Það sem mér ofbýður er það að hinir pólsku skipuleggjendur skuli leggja það mat á Wroclaw-þingið að það hafí verið afar vel heppnað. Vissulega var það sögulegt. Sögu- legt vegna þess að í hugum margra menntamanna á Vesturlöndum var Wroclaw 1948 andartak hinnar blindandi glýju á leiðinni til Dam- askus. Það var einmitt þar sem hið rétta eðli Stalíns-valdsins, eðli kúg- unarinnar, skelfingarinnar og svik- anna, var afhjúpað með þeim hætti að enginn glöggur „framfarasinni" gat hjá því komizt að sjá það. í brezku sendinefndinni voru menn eins og Kingsley Martin, Juiian Huxley, skáldsagnahöfund- urinn Richard Hughes, Edward Crankshaw frá Observer, J.B.S. Haldane, George Weidenfeld, Ro- nald Searle, „rauði skólameistar- inn“ Hewlett Johnson og A.J.P. Taylor. Brezka sendiráðið gerði þá neyðarlegu athugasemd að „í sam- bandi við boðið hefði það atriði vafalaust skipt suma Bretana veru- legu máli að ferðin væri þess eðlis að menn fengju ókejrpis að reykja." Vindlingar voru ókeypis en vodkað ekki. Á fyrsta degi bauðst hópur há- skólakennara og málamanna að veita þátttakendum leiðsögu. Á öðrum degi voru tólf handteknir fyrir að „gefa rangar upplýsingar um Pólland". Þingið hófst með ræðu Alexanders Fadeyev, rithöfundar, sem Stalín dillaði mjög. Hann sagði að Sovétmenn hefðu unnið stríðið hjálparlaust, að Vestræn menning væri tómt drasl og að apar gætu framleitt ljóð T.S. Eliots ef þeir kynnu að vélrita. Gífurlegt lófatak frá flestum í salnum, en Bretana rak í rogastans. Huxley og Ritchie Calder lögðu til að gengið yrði út. Á bak við tjöldin var Jakub Berman og hann var líka skelfingu lostinn. Hann hringdi í dansfélaga sinn í Moskvu til að fá hann til að múlbinda sovézku sendi- nefndina. Molotoff gegndi en það var um seinan. AJ.P. Taylor galt í sömu mynd. Hann talaði þá sem nú blaðalaust þannig að ekki var unnt að ritskoða ræðuna. Hún var „ekki síður of- stopafull í flutningi og að innihaldi en ræða Fadeyevs." Áheymarfull- trúi sendiráðsins getur þess að þessi ræða sem „f pólskum fjölmiðlum var útmáluð sem dæmigerður aftur- haldsvaðall úr farandsala á snærum amerískra heimsvaldasinna ... vakti í fyrstu þau viðbrögð 500 þátttakenda að þeir supu hveljur af undrun; þá tóku ýmsir úr hinum fjölmennu röðum Slavanna að fussa og sveia...“ Fyrirbyggj andi að- gerðir mikilvægastar - segir Eli Schwars yfirtannlæknir heilbrigðisþjónustu Dana REGLULEGT eftirlit með tönn- um danskra skólabama hefur -gefið góða raun og eru tann- viðgerðir bama á skólaaldri nú helmingi færri en fyrir 15 árum. í Danmörku era starfandi um 1200 skólatannlæknar en reiknað er með að á næstu 5 til 6 ámm verði þeim fækkað í 900 vegna verkefnaskorts og fækkunar bama. „í baráttunni við tannskemmdir bama eru fyrirbyggjandi aðgerðir hvað mikilvægastar," sagði Eli Schwars yfirtannlæknir heilbrigðis- . þjónustunnar í Danmörku. „Með því að skola tennur bamanna reglu- lega með fluorblöndu, kenna þeim rétt handbrögð við tannburstun og upplýsa þau um hvað sé tönnunum skaðlegt er hægt að hafa nokkur áhrif. Þá má ekki gleyma kvaðningu bama til skoðunar og árlegu eftirliti með þeim, sem er afar mikilvægt ef fyrirbyggja á tannskemmdir. Við beitum ýmsum ráðum til að ná til sem flestra. Fömm í skólana þar sem auðveldast er að ná til flestra. í þeim sveitarfélögum þar sem ekki em starfandi skólatann- læknar er samið við tannlækna á staðnum, sem kajla á börnin til skoðunar. Með þessu fyrirkomulagi er viðkomandi tannlæknir gerður ábyrgur fyrir bömum sem em í hans umsjá. Láti þau hjá líða að koma er haft samband við viðkomandi bæjarfélag sem grípur í taumana og sér til þess að þau mæti. Þau böm, sem koma á tveggja ára fresti, geta rejmst sveitarfélaginu, sem greiðir fyrir tannviðgerðir, dýrir sjúklingar þegar þarf að rótfylla eða setja krónur á tennur. Þegar litið er til baka sjáum við að okkur urðu á mistök þegar í upphafi baráttunnar. Við hefðum átt að einbeita okkur að bömum á leik- _L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.