Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 Nemendamót Versl- * unarskóla Islands Þessar myndir voru teknar á nemendamóti í Verslunarskólanum, en þar voru ýmsir uppvakn- ingar á ferðinni undir kjörorðunum „No milk today“. Eins og sjá má á myndunum voru Suprem- es mættar og hinir einu og sönnu Bítlar auk fjöl- margra annarra skemmtiatriða. Skemmtiatriðin verða sýnd fyrir almenning í Háskólabíói nk. laugardag kl. 13.30. Flugleiðir um leigu TF-SYN: Vélin til björgnnar- starfa hvenær sem er FLUGLEIÐIR hyggjast nota TF-SYN til flugs á áætlunarleiðum fé- lagsins eingöngu og ef Landhelgisgæslan þarf á vélinni að halda meðan hún er í notkun hjá Flugleiðum lætur félagið hana lausa þegar í stað, að því er segir í athugasemd, sem Morgunblaðinu hefur borist frá Flugleiðum, vegna umræðna að undanfömu um fyrir- hugaða leigu á vélinni. Vamarliðið kaupir eitt tonn af hakki Reglur settar um kj ötinnflutning varnarliðsins VARNARMÁLASKRIFSTOFA utanríkisráðuneytisins hefur, í samr- áði við utanríkis-, landbúnaðar- og fjármálaráðherra, sett reglur um kjötinnflutning varnarliðsins. Einnig hefur verið gengið frá kynning- arsölu á íslensku nautahakki til varnarliðsins á næstunni. Til að byija með mun SÍS selja eitt tonn af hakki til verslunar á Keflavíkur- flugvelli og er stefnt að aukningu þess síðar og að hefja sölu á fleiri kjöttegundum. Reglur um kjötinnflutning vam: arliðsins eru í fjórum töluliðum. í fyrsta lagi ber vamarliðinu að fram- vísa upprunavottorði fyrir banda- rískar landbúnaðarafurðir, þar á meðal allar kjötvörur, sem stað- festa, að um bandarískar afurðir sé að ræða. í dag fer fram tollskoð- un á öllum vamingi, sem kemur flugleiðis til Keflavíkurflugvallar, þannig að ekkert mun því til fyrir- stöðu að eftirlit sé haft með þessum innflutningi, hvort sem hann fer fram með skipum eða flugi. í öðru lagi mun innflutningurinn verða stöðvaður umsvifalaust ef upp kemur gin- og klaufaveiki eða afrísk svínapest í Bandaríkjunum og ber bandarískum stjómvöldum að tilkynna það samstundis ef þessir sjúkdómar koma upp þar í landi. í þriðja lagi segir í reglunum að óheimilt sé með öllu að taka ósoðið kjötmeti og aðrar kjötvörur, sam- kvæmt nánari ákvörðun yfirdýra- læknis, jafnt íslenskar vörur sem bandarískar, út af vamarsvæðum. Bann þetta hefur í reynd verið í gildi síðan í ágúst og hafa þær um það bil 50 fjölskyldur sem búa utan vamarsvæða ekki haft heimild til að kaupa kjöt á Keflavíkurflugvelli til heimilisnota. í Qórða lagi segir að öllum matarúrgangi, þar á meðal kjötleifum, skuli hér eftir sem hing- að til eytt í sorpeyðingarstöð eða á annan viðurkenndan hátt og óheim- ilt með öllu að flytja hann út fyrir vamarsvæði. Samkvæmt upplýsingum vama- málaskrifstofunnar nam innflutn- ingur vamarliðsins á kjöti tæpum 400 tonnum á síðasta fjárhagsári, Ekið á dreng EKIÐ var á 9 ára gamlan dreng á hjóli á gangstétt við Blöndubakka um klukkan 21.30 í gærkvöldi. Drengurinn slapp lítið meiddur en hjólið hans skemmdist talsvert. Foreldrar drengsins biðja ökumann bifreiðarinnar að hafa samband við sigísíma 71913. það er 1. október 1984 til 30. sept- ember 1985, en það em 202,4 tonn af nautakjöti (þar af 40% hakk), 85,9 tonn af svínakjöti og 111,5 tonn af fuglakjöti. Vamarliðið keypti innanlands 10,9 tonn af kindakjöti, á móti 4,5 tonnum árið áður. Þá flutti vamarliðið inn rúm- lega 2 milljónir eggja og keypti innanlands mjólkurvömr fyrir nærri 15 milljónir kr. „Vissulega er þetta lítið magn, en þetta er bara byijunin. Stefnt er að því að auka sölu á nautakjöti á sama hátt og kindakjötssalan jókst á milli ára og hefja jafnframt sölu á svína- og fuglakjöti til vam- arliðsins," sagði Sverrir Haukur Gunnlaugsson skrifstofustjóri vam- armálaskrifstofunnar, þegar hann var inntur nánar eftir sölu á nauta- hakki til vamarliðsins. Hann sagði að meginástæðan fyrir möguleikum á aukinni sölu á kjöti til vamarliðs- ins væri breyting þeirra á verðsam- anburði, en nú bættu þeir flutnings- kostnaði við verð bandaríska kjöts- ins við samanburð þess og íslenska lqotsins. I athugasemdinni segir ennfrem- ur að fullyrðingar um að nota eigi vélina til flugs til Færeyja og Skot- lands séu rangar. Ef samningurinn nær fram að ganga verður Flugleiðum hins veg- ar kleift að auka millilandaflug á sínum eigin Fokkervélum á hag- kvæman hátt, sem og að bæta enn Sjómannafélag ísa- fjarðar 70 ára: Forystumaður útvegsmanna heiðursfélagi SJÓMANNAFÉLAG ísafjarðar varð 70 ára miðvikudaginn 5 febrúar. í stað hátíðahalda, sem bíða 75 ára afmælis félagsins, var Guðmundur Guðmundsson, formaður útvegsmannafélags Vestfjarða, gerður að heiðurs- félaga Sjómannafélagsins, vegna starfa að slysavamamálum og bættra útgerðarhátta á Vest- fjörðum. Sigurður Ólafsson, formaður Sjó- mannafélags Ísaíjarðar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að sam- kvæmt ákvörðun, sem samþykkt hefði verið á aðalfundi félagsins í desember síðastliðnum með dynj- andi lófataki, hefðu nokkrir stjóm- armanna gengið á fund Guðmundar Guðmundssonar, formanns Útvegs- mannafélags Vestfjarða, á miðviku- dagsmorgun og afhent honum æðsta virðingarvott félagsins. Það hefði verið fáni félagsins á stöng, sem komið hefði verið fyrir á falleg- um gijótstalli með ágröfnum skildi með áletruninni: „Guðmundur Guð- mundsson, heiðursfélagi 5. febrúar 1986. Sem frumkvöðull bættra út- gerðarhátta, starfa yðar að slysa- vamamálum ásamt öllum afskipt- um af málefnum til hagsbóta fyrir sjómenn. Sjómannafélag ísfírð- inga." þjónustuna á innanlandsleiðum. Gert er ráð fyrir að Flugleiðir fái föst afnot af TF-SYN þijá daga í viku frá 1. júní til 15. september, samtals 150 flugtíma. Til saman- burðar má geta þess að fokkervélar Flugleiða fljúga um 1700 tíma á ári.“ Þá segir í athugasemd Flugleiða að auk þess að láta vélina lausa þegar í stað ef þörf kröfur sé félagið nú sem endranær tilbúið a leggja fram eigin flugvélar, þegar aðstoðar er þörf. „Sett verða viðbótaröryggistæki í TF-SYN vegna áætlunarflugsins sem Flugleiðir kosta að mestu, svo sem jarðvara, sem að sjálfsögðu kemur Landhelgisgæslunni einnig til góða þann tíma sem samningur- inn varir. Flugleiðir greiða fullt verð miðað við alþjóðamarkað í leigu fyrir TF-SYN. Þessi fyrirhugaði samn- ingur er hagkvæmur fyrir báða aðila og markmiðið með honum er að auka þjónustu við viðskiptavini Flugleiða og bæta hag Landhelgis- gæslunnar án þess að slakað sé á kröfum um að vélin sé tilbúin til björgunarstarfa hvenær sem er.“ Spurtog svarað um skattamál MORGUNBLAÐIÐ mun að venju aðstoða lesendur sina við gerð skattframtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra um það efni. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 10100, milli klukkan 10 og 12 á morgnana og spurt um umsjónarmann þáttarins „Spurt og svarað um skattamál". Hann tekur spum- ingamar niður og kemur þeim til embættis ríkisskattstjóra. Svör embættisins birtast síðan í blaðinu. Þórður Ólafsson forstöðumaður bankaeftirlitsins: Nauðsynlegt að lögfesta reglur um hámark útlána Rétt að miða við 30—35% af eigin fé innlánsstofnana til hvers viðskiptamanns HÉR Á landi er ekkert hámark á því hvað fyrirgreiðsla innláns- stofnana við einstaka viðskiptamenn má vera mikil í hlutfalli við fjárhagslegan styrkleika innlánsstofnunarinnar, það er eigið fé hennar. í nágrannalöndunum eru slíkar reglur víðast lögfestar, og eru þá á bilinu 10—50%. Þórður Ólafsson forstöðumaður bankaeftirlits Seðlabanka íslands telur rétt að lögfesta slíkar reglur hér á landi. Þórður sagði að reglur um há- marksfyrirgreiðslu innlánsstofn- ana væri nokkuð mismunandi eftir löndum og nefni nokkur dæmi þar um: Danmörk 35% (með heimild til hækkunar upp í 50% í undan- tekningatilvikum), Noregur 50%, Svíþjóð 15%, Finnland engar regl- ur, Bretland 10%, Bandaríkin 10% og Þýskaland 50%. Þórður sagði að það væri skoðun þeirra í banka- eftirlitinu að nauðsynlegt væri að setja í lög hér á landi takmarkanir sem þessar. Siíkar takmarkanir hefðu verið í gömlu sparisjóðalög- unum og reynst þar þarfar, en þær væru aftur á móti ekki að finna í nýju löggjöfinni. Aðspurð- ur hvaða hlutfallstölu ætti að miða við hér sagði Þórður ekki fráleitt að miða við 30—35% af eigin fé. Vissar undantekningar mætti þó gera, ef til vill að áskildu samþykki bankaráðs og tilkynn- ingu til bankaeftirlits. Ef miðað yrði við 35% myndi Landsbankinn ekki hafa fjár- hagslegan styrkleika til viðskipta við fjóra stærstu lánþega sína ef ekki væru jafnframt settar undan- tekningareglur, Búnaðarbankinn við þijá og Útvegsbankinn við að minnsta kosti fimm, samkvæmt upplýsingum sem fram komu í svari viðskiptaráðherra við fyrir- spum á Alþingi. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær nam fyrir- greiðsla Landsbankans við sinn stærsta viðskiptavin 83,6% af eigin fé bankans, Búnaðarbank- ans 56,8% og Útvegsbankans 145%. Þórður sagði að fyrirgreiðsla sem næmi 83—84% (eins og hjá Landsbankanum) þyrfti ekki ein út af fyrir sig að vera hættuleg, en aftur á móti væri fyrirgreiðsla á bilinu 130—145% (Útvegsbank- inn) úr öllu samhengi við eðlileg varúðarsjónarmið í bankarekstri. Hann sagði ekki hægt að draga þær ályktanir af þessum pró- sentutölum að ríkisviðskiptabönk- unum stafaði hætta af viðskiptum við sína stærstu lánþega. Hins vegar væri hægt að draga þær ályktanir af þessum tölum að einstakir lánþegar hafí notið fyrir- greiðslu hjá viðskiptabönkunum sem væri verulega umfram fjár- hagslegan styrkleika bankanna. Samkvæmt þessu virðast ís- Ienskir bankar ekki geta með góðu móti verið með stærstu fyrirtæki landsins í viðskiptum, hvemig er hægt að leysa það mál? Þórður svaraði því þannig: „Það er óheppilegt að dreifa lánsfyrir- greiðslu fyrirtækja á margar inn- lánsstofnanir. Æskilegt er að fyrirtæki séu með öll sín viðskipti í einum og saman bankanum því þannig fæst betra yfírlit yfir við- skiptin. Ef styrkleiki viðkomandi banka er ekki nægjanlegur er hugsanlegt að hafa möguleika til undantekninga frá ákvæðum um hámarksfyrirgreiðslu banka til einstakra fyrirtækja, að uppfyllt- um ströngum skilyrðum. I þessu sambandi má einnig nefna það að bankakerfíð er of dreift, bank- amir of margir og smáir. Fyrir- tækin hafa vaxið örar en nemur getu bankanna til að sinna eðli- legri rekstrarfjárþörf þeirra. Þeir ráða ekki við að sinna rekstrar- Qárþörf stærstu fyrirtækjanna nema setja sig í stórfellda hættu miðað við fjárhagslegan styrk- leika."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.