Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 5 Lena Nyman og Gösta Ekman í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Villihár og baunir sem verður heimsfrumsýnd í Háskólabíói á föstu- dagskvöld. Heimsfrumsýning á íslandi: „Ég var hér á ferðinni fyrir u.þ.b. sjö árum,“ sagði Lena Nyman, nýstigin út úr flugvélinni frá Kaupmannahöfn. Veiðihár og baunir í Háskólabíói Lena Nyman sérstakur gestur í tilefni frumsýningarinnar „MORRHAR OG ERTER“ eða „Veiðihár og baunir“ heitir kvik- mynd sem frumsýnd verður í Háskólabíói annað kvöld. Þetta er heimsfrumsýning, en laugar- dagskvöldið verður myndin frumsýnd í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. „Veiðihár og baun- ir“ er fyrsta mynd Gö.sta Ekman sem sýnd er í fullri lengd, en hann hefur unnið marga þætti fyrir sjónvarp, verið viðriðinn barnaleikhús og m.a. verið að- stoðarleikstjóri með Ingmar Bergman. Gösta Ekman leikur einnig aðal- hlutverkið í þessari mynd en aðal- mótleikkona hans er Lena Nyman. Nafn hennar var á flestra vörum hér á árum áður, er hún lék í kvik- myndunum „Ég er forvitin gul, ... rauð og blá.“ Síðan er mikið vatn runnið til sjávar, og í dag leikur Lena Nyman í Konunglega leik- húsinu í Stokkhólmi og glímir þar við ýmis skapgerðarhlutverk. Kvik- myndaáhorfendur minnast hennar einnig úr Haustsónötunni, kvik- mynd Ingmars Bergman og Ronju Ræningjadóttur sem sýnd var hér á listahátíð. Lena Nyman kom hingað í tilefni frumsýningarinnar, hún stoppar þó stutt, fer aftur í dag, þar sem hún leikur í leikritinu „Medea" sem verður frumsýnt í Stokkhólmi annað kvöld. „Þetta er 2500 ára gamalt leikrit eftir Evripides og stórkostlegt leik- rit“ segir hún og bros færist yfír allt andlitið. „Þó leikritið sé vissu- lega komið til ára sinna, orðið 2500 ára, er það síður en svo úrelt, og á enn fullt erindi til okkar." ísland tók ágætlega á móti Lenu og samferðarmönnum hennar, en með henni í förinni voru Christer Abrahamsen framleiðandi myndar- innar og Rolf Björlind, einn með- leikendanna. Á Keflavíkurflugvelli var íslensk veðurblíða eins og hún gerist best á þessum árstíma, en leikkonan var greinilega við öllu búin og klædd þykkum pels. „Ég hef komið hingað áður, var hér á ferðinni fyrir u.þ.b. sjö árum, var með ljóðasöng í Norræna Húsinu. Jú, jú, ég hef komið að Þingvöllum, Gullfossi og Geysi“ sagði Lena Nyman og bjó sig undir áfram- haldandi ferðalag til Reykjavíkur. PÓLÝFÓNKÓRINN Kórskóli Pólýfónkórsins Framhaldsnámskeið tengt 1. fiutningi Messíasar í Hallgrímskirkju Þroskið rödd ykkar og tónlistarhæfileika með þátt- töku í flutningi fegurstu tónlistar og undir leiðsögn valinna kennara. 10 vikna námskeið hefst 10. febrúar. Kennt verður eitt kvöld í viku á mánudögum kl. 20.00—22.00 í Vörðuskóla, Skólavörðuholti. Námsgreinar: Nótnalestur, tónheyrnar- og taktæf- ingar, raddbeiting. Jafnframt verða raddæfðir kaflar úr Messíasi eftir Hándel. Kennarar: Helga Gunnarsdóttir Margrét Pálmadóttir Jón Karl Einarsson Ingólfur Guðbrandsson, söngstjóri Enn geta nokkrir nemendur bæst við. Upplýsingar og innritun i síma 21424 (Steina) á daginn og 72797 (Kristján Már), 45799 (Ólöf) og 38180 (Ása) á kvöldin eftir kl. 19. Námskeiðsgjald aðeins kr. 1.500 fyrir 10 vikur. Ókeypis fyrir þá, sem fá inngöngu í Pólýfónkórinn og taka þátt í starfi hans (1 æfing í viku á miðvikudög- um), sem hefst 12. þ.m. Innritun kórfélaga fer fram í ofangreindum símum. Pólýfónkórinn ein skemmtilegasta árshátíð landsins ,hátíð <Vrir sunnudaginn 9. febr fríklúbbsfélaga (Fyr'r vísun Fynr; Einkunnarorð kvöldsins Lífsgleði — Tízka Samkvæmt því nýja hár- og snyrtitízkan frá Salon Ritz — kynnir Heiðar Jóns- son EINSONGUR: hinn stórefnilegi, ungi tenór Guðbjörn Guðbjörnsson syngurvinsæl lög Kl. 13.10 opnar skreytt húsið og býður gesti velkomna með ókeypis happ- drættismiða í sumarleyfisferðina (aðeins fyrir matargesti til kl. 20), Ijúfri tónlist, lystauka og myndasýningu. kl. 20.00 Borðhald. Hátíðarkvöldverður á aðeins kr. 750 (rúllu- gjald f. matargesti aðeins kr. 100) Ingólfur Guöbrandsson kynnir nýútkomna sumaráætlun Útsýnar stærri og fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr — og á svipuðum verðum og sl. ár — meðan flest annað hef- ur hækkað um 40—50% Bezta ferðasagan verðlaunuð — úrslit úr samkeppni. Sólarferðir eru í tízku um allan heim Sumarleyfistízkan 1986 — Modelsamtökin UNGFRU 0G HERRA ÚTSÝN glæsilegt fólk úr hópi gesta valið í forkeppni. Nýbakaðir bikarmeistarar ífimleikum, Bjarkinar, leika listir sínar. Feróaskrifstofan Flýtið ykkur að panta miða strax — áður en allt selst upp sími 77500 Góða skemmtun! (og munið, að góo ferð er gulls ígildi). Farþegar utan af landi! Sérstakt helgarverð á flugi og gistingu vegna árshát&ðar Útsýnar og Fríklúbbsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.