Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1986 7 Prófkjör Alþýðuflokksins: Sigurður E. Guðmundsson hefur óskað eftir rannsókn SIGURÐUR E. Guðmundsson borgarfulltrúi Alþýðuflokksins sendi i gær bréf til Björgvins Guðmundssonar formanns Full- trúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík þar sem farið er fram á að kannað verði hvort kosn- ingabandalag þeirra Bjarna P. Magnússonar og Bryndísar Schram samrýmist grundvallar- reglum um einstaklingsbundið prófkjör og hvort hugsanlegt sé að menn úr öðrum stjórnmála- flokkum hafi tekið þátt í próf- kjörinu um síðustu helgi. Sigurður fer þess á leit að kannað verði til hlítar hvort það samrýmist eðli og inntaki þeirra grundvallar- reglna um einstaklingsbundið próf- kjör, sem frá upphafi hafa gilt í Alþýðuflokknum, að mynda og starfrækja kosningabandalag tveggja einstaklinga (gegn hinum þriðja) með þeim hætti, sem þau Bjami P. Magnússon og Bryndís Schram gerðu um síðustu helgi, eins og segir í bréfínu. Hann óskar eftir að fram fari málefnaleg og hlutlaus rannsókn á þessu atriði og að henni verði lokið á sem skemmst- um tíma. Ennfremur fer Sigurður fram á að gengið verði úr skugga um hvort menn sem eru félagsbundnir í öðr- um stjómmálaflokkum hafa tekið þátt í þessu prófkjöri. í niðurlagi bréfsins segir orðrétt: „Ég tel, að hér sé um mjög mikil- væg atriði að ræða, sem nauðsyn- legt er að fara í saumana á þar sem fullvíst er, að niðurstöður munu hafa mikil áhrif á afstöðu fjöl- margra alþýðuflokksmanna til væntanlegs borgarstjórnarlista“. Hraðskákmót Reykjavíkur: Róbert Harð- arson meistari RÓBERT Harðarson varð hrað- skákmeistari Reykjavíkur á sunnudag. Hann hlaut 14 vinn- inga í 18 umferðum og varð í efsta sæti ásamt Tómasi Björns- syni og Jóhannesi Agústssyni. Þeir tefldu til úrslita og varð Róbert hlutskarpastur. Tómas Björnsson hafnaði í öðru sæti og Jóhannes Ágústsson varð þriðji. Þáttakendur í hraðskákmóti Reykjavíkur vom 48. b\W KDSTA BODA Bankastræti 10, sími 13122. Garðakaupum Garðabæ, sími 651812. MAZDA 323 árgerð 1986 Meiri og betri bíll! Það er ekkí auðvelt að gera frábæran bíl eíns og MAZDA 323 betri, en það hefur verkfræðingum MAZDA nú samt tekist. MAZDA 323 árgerð 1986 er að öllu leyti meírí og betri bíll en fyrirrennarinn, útlitíð er giörbreytt, hann er stærrí og rúmbetrí en áður og hlaðinn tæknilegum nýjungum. Sjón er sögu ríkarí — Komdu, mátaðu og REYNSLUAKTU MAZDA 323. Verðíð mun síðan koma þér þægílega á óvart, það er frá aðeins 408.000 krónum. Opið laugardaga frá 1—5. genglsskr. 4 02.86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.