Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986
SNJÓPRÚGUR
lcr-. 2.400
útuJf
Glæsibæ, sími 82922.
Israelar gagnrýna
kjör í mannrétt-
indanefnd SÞ
Prófessor Klenner var félagi í flokki nasista
Bob Geldof
Bob Geldof
heiðursdoktor
Ghent, Belgíu, 5. febrúar. AP.
ÍRSKI rokksöngvarinn Bob Gcld-
of verður gerður að heiðurs-
doktor við háskólann í Ghent i
september fyrir framlag sitt til
baráttunnar gegn hungursneyð
í Afríku.
Í tilkynningu frá skólanum segir
að Geldof hljóti gráðuna fyrir „unn-
in störf í þágu mannúðar, störf, sem
yfir pólitíska flokkadrætti eru haf-
in.“
Geldof tekur við heiðurstitlinum
sjálfur og er þetta fyrsta sinni í 169
ára sögu háskólans í Ghent að óhá-
skólagenginn maður er sæmdur
heiðurstitli.
SKURÐLÆKNAR í Houston
komu gervihjarta af tegundinni
Jarvik-7 fyrir i 41 árs gömlum
manni á þriðjudag, en sjúklingur-
inn bíður þess að í hann verði
grætt hjarta úr öðrum manni.
Er þetta þriðji sjúklingurinn sem
gervihjarta hefur verið grætt í
með góðum árangri á skömmum
tíma. Læknar í Arizona og Pitts-
Jerúsalem, 5. febrúar. AP.
ÍSRAELSKA utanríkisráðu-
neytið lýsti I dag yfir van-
þóknun sinni á því að Austur-
Þjóðveiji, sem var félagi í
flokki nasista, NSDAP, í
heimsstyrjöldinni síðari, skyldi
hafa verið kjörinn formaður
mannréttindaráðs Sameinuðu
þjóðanna.
Prófessor Hermann Klenner var
á mánudag kosinn til starfans hjá
nefndinni, sem hefur aðsetur í Genf.
Starfsmaður utanríkisráðuneytisins
las yfírlýsinguna á blaðamanna-
fundi og sagði hann að Klenner
hefði gengið í nasistaflokkinn 20.
apríl 1944, ári fyrir lok heimsstyij-
aldarinnar.
„Vér lýsum yfír vanþóknun okkar
og óhugnaði á því að prófessor
Klenner skuli hafa verið kjörinn til
að gegna þessu starfí og það er
okkur áhyggjuefni að þessi nefnd
skuli vera svo djúpt sokkin," sagði
í yfírlýsingunni.
Þar kom fram að Klenner hefði
reyndar ekki verið sakaður um
stríðsglæpi, en kjör hans væri há-
mark hræsninnar þar sem nasistar
hefðu gert tilraun til að fremja þjóð-
armorð á gyðingum.
burg segja að hinir tveir sjúkl-
ingamir sem eru með gervi-
hjarta séu við batnandi heilsu.
Að sögn talsmanns Luke’s Epis-
copal spítalans í Houston hefur
heilsa sjúklingsins batnað verulega
eftir að gervihjartað var sett í hann.
Hann gekkst undir aðgerðina er
nýru hans voru farin að draga mjög
úr starfsemi sinni en nú hefur starf-
semi þeirra aukist verulega á ný.
Útnefning Klenners kemur við
viðkvæman blett vegna þess að
nefndin hefur oft gagnrýnt ísraela
fyrir athafnir sínar á Vesturbakk-
anum og Gaza-svæðinu, sem þeir
náðu af Jórdönum 1967.
Bandaríkin:
Lést er
hann varö
undir 25 senta-
peningum
Lagunahœðum, KaJiforníu, 4. febrú-
ar. AP.
VOPNAÐUR vörður peninga-
flutningabifreiðar lést af
hjartaslagi er hann varð undir
ógrynni af 25 senta pening-
um, sem verið var að flytja
miUi staða. Slysið varð með
þeim hætti að bifreiðin þurfti
að stöðva snögglega til þess
að forðast árekstur og farm-
ur hennar hentist til með
fyrrgreindum afleiðingum.
Tuttugu og sex kassar af 25
senta peningum fóru af stað við
hina skyndilegu stöðvun, en
samtals vógu kassamir rúmlega
1100 kfló. Ekill bifreiðarinnar
athugaði eins fljótt og auðið
var, ástandið aftur í henni og
fann þá hinn 34 ára gamla,
Hrand Arakillian, látinn undir
kössunum aftur í bflnum. Hann
lét þegar rétt yfírvöld vita, en
vegna mistaka lokaði hann lykla
sína inni, svo það varð að fá
lásasmið til þess að opna pen-
ingageymslu bifreiðarinnar. Það
tók hann þó aðeins um tvær
mínútur að opna geymsluna, en
hjálpin barst þrátt fyrir það of
seint. Þegar slysið átti sér stað
sat Arakillian ekki í sérstöku
sæti, sem ætlað er vörðum bif-
reiða sem þessara.
Gervihjartaað-
gerðir takast vel
New York, 5. febrúar. AP.
Bandaríkin:
Náðunarbeiðni Charles
Mansons var hafnað
San Quentin, Kaliforníu, 5. febrúar. AP.
SJÖTTU beiðni fjöldamorð-
ingjans Charles Manson um
náðun var hafnað af fangels-
isnefnd San Quentin fangels-
ins í Kaliforníu á þriðjudag.
Manson talaði máli sínu í
áheyra nefndarinnar og
kvaðst hann ætla annað hvort
til Líbýu eða írans.
Það tók nefndina hálftíma að
fella þann úrskurð að Manson væri
ekki hæfur til að verða náðaður af
lífstíðardómi sínum fyrir að myrða
leikkonuna Sharon Tate og sex
aðra menn fyrir fímmtán árum.
Manson getur næst sótt um náðun
eftir þrjú ár.
Loretta Collier, formaður nefnd-
arinnar, sagði að Manson hefði
verið neitað um náðun vegna hinna
„kaldrifjuðu og tilgangslausu"
morða, hann hafí verið ofbeldis-
hneigður í æsku, hegðun hans í
fangelsinu afleit og í skýrslu sál-
fræðings hans segði að Manson
væri virkur og hættulegur geðklofi.
Manson hafði lýst yfír því að
hann ætlaði ekki að koma fyrir
Charles Manson
nefndina, en þegar síst skyldi birtist
hann, með langt og sítt grásprengt
hár og skegg. Hakakross var mal-
aður á enni hans og hendur hans
íjámum.
Hann var spurður hvað hann
myndi gera yrði honum sleppt laus-
um: „Ætli ég reyndi ekki að koma
í veg fyrir að regnskógamir verði
höggnir í spað,“ sagði Manson. „Ég
myndi líkast til ganga til liðs við
byltinguna einhvers staðar fyrir
sunnan og reyna að bjarga eigin
skinni á móður jörð. Líbýa kemur
til greina og kannski færi ég að
hitta Ayatollann (Khomeini). Ég
gæti farið til Frakklands og náð í
skottið á einhveijum þar, sem mér
er uppsigað við.“
Manson var dæmdur ásamt íjór-
um áhangendum sínum fyrir að
myrða fimm menn, þ. á m. Sharon
Tate, konu kvikmyndaleikstjórans
Romans Polanski, sem nú býr í
Frakklandi í ágúst 1969. Fóm-
arlömbin voru höggvin til bana í
húsi í einu af heldri hverfum Los
Angeles. Manson var handtekinn
þann vetur í eyðimörkinni skammt
frá Los Angeles. Þar var hann
ásamt ungum áhangendum, sem
kölluðu sig „Manson fjölskylduna"
og neyttu ofskynjunarlyfja óspart.