Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 21 rekstrarkostnaði bflsins i lágmarki, m.a. sinnir áhöfn bflsins störfum á slysa- og sjúkravaktinni milli út- kalla. En hveijar verða tekjur slíks rekstrar? Ávinningur bflsins felst auk fyrmefnds öryggis í tvennu. I fyrsta lagi tekst að minnka þján- ingar og örkuml af völdum sjúk- dóma og slysa með því að koma við læknisþjónustu á skjótan hátt. í öðru lagi má forða ótíma- bærum dauða með skjótri læknis- meðferð ellegar endurlífgunar- aðgerðum. Skjót lyfjameðferð ýmissa hjartsláttartruflana getur sem dæmi bjargað mörgum. Á þessum þremur árum hefur áhöfn neyðarbfls tekist að bjarga a.m.k. þremur bömum og unglingum frá vofveiflegum dauðdaga. Mannslífið verður seint metið til fjár en ætla má að eitt slíkt tilvik standi vel undir rekstri neyðarbfls um árabil. 6. Stórbættur árangur endurlífgana Gjaman er litið á árangur endur- lífgana í tilvikum skyndidauða sem mælieiningu á gæði neyðarbflsins. Endanleg viðmiðun er hlutfall skyndidauðra sem tekst að endur- lífga og útskrifa til síns heima. í þriggja ára uppgjöri endurlífgana tengdum neyðarbflnum kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Á siysa- og sjúkravakt Borgarspítalans er komið með alla skyndidauða utan rekstrartíma neyðarbfla. Árangur endurlífgana þar hefur lítt breyst síðustu árin og útskrifast um 8% þeirra sem reynd er endurlífgun á, margir skertir andlega. Með til- komu neyðarbflsins gafst tækifæri á að veita sambærilega meðferð mun fyrr og stytta þannig tímann uns hjartað komst í gang á ný, í stað þess að færa sjúklinginn til læknis og tælqa fer bfllinn áleiðis með hvort tveggja til sjúklingsins. Utan rekstrartíma neyðarbfls tekur því að meðaltali um 12 mín. að hefja raunhæfa meðferð þar sem með neyðarbfl hefur sá tími styst í um 5 mín. Tímalengd hjartastöðv- unar er einn aðaláhrifavaldur á árangur endurlífgunar enda lætur árangur neyðarbflsins ekki á sér standa, hlutfall útskrifaðra með neyðarbíl er um 20% miðað við 8% með hefðbundnum hætti. Á fyrstu 3 árum neyðarbflsins tókst þannig að endurlífga og útskrifa rúmlega 20 manns sem allir sneru til síns heima við góða andlega heilsu utan einn. Aldur þessa hóps var frá 24—84 ára og meðalaldurinn um 67 ára. Má ætla að án neyðarbflsins hefðu 12 til viðbótar dáið og stór hluti þeirra sem eftir lifðu verið andlega skertir og þurft á kostnaðarsamri vistun að halda. Endurlffganir eru einungis einn lítill þáttur af verk- efnum neyðarbílsins en tvímæla- laust sá sem reynir mest á hæfni og samstillingu hinna fjögurra manna áhafnar neyðarbflsins. Árangurinn hér er sambærilegur við það sem best þekkist meðal nágrannaþjóða okkar og þannig hvatning um frekari þróun þess- arar starfsemi. 7. Tímamót Fréttaflutningur af fyrmefndum atburði hefur vakið marga til umhugsunar. Það virðist almenn- ur misskilningur að neyðarbíll sé starfræktur allan sólarhring- inn árið um hring. Greinilegt er að blaðamönnum jafnt sem almenn- ingi er það mikið áhyggjuefni að borgarar sém eru svo ólánsamir að slasast ellegar veikjast alvarlega skömmu eftir miðnætti eða á sunnudögum skuli í slikum tilvikum ekki njóta sama öryggis og þeir sem veikjast að degi til. Undirritaður telur því brýnt að ákveða framtíð neyðarbflsins hið skjótasta. Þriggja ára tilrauna- rekstri er lokið. Ég tel það brýnt hagsmunamál fyrir íbúa höfuð- borgarsvæðisins að tryggja sam- bærilega þjónustu allan sólarhring- inn allt árið um kring. Þegar haft er í huga að neyðarbíllinn bjargar mannslífum, fækkar legudögum og minnkar varanlegar menjar sjúk- dóma er öryggi það sem hann veitir litlu verði keypt. Höfundurerlæknir, forsvarsmað- urlækna neyðarbíls. Knútur Oskarsson framkvæmdastj óri Samtaka f iskvinnslunnar: Fiskverð verður að lækka verulega — sé tekið tiUit til afkomu f iskvinnslu og útgerðar „Sé tekið tillit til afkomu fiskvinnslu og útgerðar ætti fiskverð að lækka verulega núna. Við áramót hafði útgerð 14,4% af tekjum upp í afskriftir og vexti, en vinnslan 9,4%. 1983 hafði útgerðin 11,9% upp í afskriftir og vexti en frysting 14,7% og söltun 13,8%. 1984 hafði frysting 5,7% upp í þessa liði og söltun +0,6%. Þetta hlutfaU þarf minnst að vera 13% í dag svo ekki verði um beinan taprekstur að ræða. Fiskvinnslan hefur ekki staðið verr um árabil, en útgerðin hefur aftur á móti sjaldan staðið eins vel,“ sagði Knútur Óskarsson, framkvæmdastióri Samtaka fiskvinnslustöðvanna, í samtali við Morgunblaðið. „Þar við bætist að horfur fyrir batnandi afkomu útgerðar eru betri en oft áður, en ekkert bendir til frekari hækkana á afurðaverði flsk- vinnslunnar," sagði Knútur. „Af- koma útgerðar er þó alls ekki góð, enda líður hún fyrir stöðuna eins og aðrar greinar, stöðuga þenslu hins opinbera og erlendar lántökur og fyrir endalausar tilfærslur ijár frá sjávarútveginum. Staða vinnsl- unnar er einfaldlega mun verri. Hráefnisverð um áramótin hjá físk- vinnslunni er um 47% af gjöldum og laun 24%. Því þýðir 10% hækkun fískverðs 4,7% hækkun útgjalda og sama hækkun launa 2,4% eða samtals 7,1% hækkun útgjalda, sem hlutfall af heildartekjum, án þess að auknar tekjur komi á móti. Þegar staða útgerðar og fiskvinnslu er borin saman verður að taka það inn í dæmið, að reiknaðar afskriftir af eignum útgerðar miðast við trygg- ingarverð skipa eins og það er á hveijum tíma, en afskriftir af eign- um fískvinnslunnar reiknast mun minni vegna annarra reikningsað- ferða. Frystingin er nú rekin með 3 til 5% tapi. Söltun var gerð upp með tapi á síðasta ári, en vegna hækk- ana á markaðsverði á saltfiski, er staða söltunar nú í jámum og þolir því engar hækkanir á kostnaði ft-ekari en frystingin. Þjóðhags- stofnun reiknar frystingu hins vegar rekna á sléttu og söltun með 1% í hagnað miðað við 3% ávöxtun Ijár í vinnslunni. Miðað við 6% ávöxtun er frysting 1% í tapi og söltun á sléttu. 6% teljum við hins vegar of lítið og tapið er því meira. Það verður að taka afskriftir inn í dæmið og þannig reikna með 10% ávöxtun íjár í þessari atvinnugrein til þess að hún verði rekin hallalaus. Þá má geta þess vegna ummæla Kristján Ragnarssonar, að það sé að verulegum hluta fískvinnslan, sem hagnast af útflutningi gáma- físks, að ég tel það ekki rétt. Við könnumst ekki við þao að físk- vinnslan hagnist á þessum útflutn- ingi vegna þess, að aðalreglan er sú, að útgerðin flytji þennan físk út,“ sagði Knútur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.