Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1986 • Preben Elkjœr-Larsen hefur reynt bœði sætt og súrt á knattspyrnu ferlinum. Hann er hór í landsleik (nr. 10). Preben Elkjær-Larsen, nýkjörinn íbróttamaður Norðurlanda: Skemmtilegur persónuleiki og afbragðs knattspyrnumaður PREBEN Elkjær-Larsen komst fyrst í kynni við knattspyrnu sex ára gamall, og 12 ára ákvað hann að verða atvinnumaður. Hann er fæddur 11. september 1957, og hóf feril sinn í Venlöse, þar sem hann er fæddur og uppalinn. Að loknu námi vann hann um skeið í vöruhúsi, en hugurinn stefndi hærra, og hann æfði knattspyrnu eins og berserkur — eins og hann hefur alla tíð gert. Átján ára gamall, eftir að hafa aðeins leikið 11 fyrstudeildarleiki í Danmörku gerðist hann atvinnu- maður með Köln í Þýskalandi, sem þá var eitt af bestu liðum Evrópu. Hannes Weisweiler, sá frægi þjálf- ari og fótboltafræðingur, gerði Köln að bikarmeisturum 1977 og bikar- og deildarmeisturum 1978, en hinn 18 ára gamli Elkjær-Larsen komst ekki í liðið. Hann fékk gull- peningana, en Weiswiler hafði fremur lítið álit á drengnum og lét hann leika með varaliðinu lengst af. Eftir rifrildi við þjálfarann fór svo Elkjær-Larsen til Lokeren í Belgíu 1978. í Lokeren, rólegum belgískum bæ, tók hann við sér. Þar líkaði honum vel, hann varð fljótt stjarna liðsins, og segir sjálfur að 1980 hafi verið hans besta ár og ham- ingjusamasta — þá náði Lokeren öðru sæti í 1. deildinni, komst í úrslitaleik bikarkeppninnar og í átta liða úrslit í UEFA keppninni. Elkjær-Larsen var fyrirliði liðsins, senter og stroffískytta, eins og sagt er, og var einnig um það leyti orðinn fastamaður í danska lands- liðinu, sem þá var að byrja frægð- arferilinn sem enn stendur yfir. Síðasta árið sem hann lék með Lokeren náði danska landsliðið þeim frammúrskarandi árangri að sigra England á Wembley í Evr- ópukeppni landsliða. Bresku blöð- in höfðu skrifað háðslega um Danina fyrir leikinn, talið þá of- metna, og sagt að nú yrðu þeir sendir heim til að gera það sem hæfði þeim best: Að brugga bjór, útbúa smurbrauð og horfa á ensku knattspyrnuna í sjónvarpinu! En Elkjær-Larsen fagnaði 1-0 sigri, ásamt þúsundum Dana sem fylgt höfðu liðinu, og þann sigur segir hann sinn allra sætasta á ferlinum. í úrslitakeppni Evrópumótsins komust Danir í undanúrslit með marki Elkjærs-Larsen á móti Belg- um. En þaö var sömuleiðis hann sem brenndi af vítinu fræga á móti Spáni, sem olli því að Danir duttu úr keppninni. „Ég fæ enn martraðir á nóttunni vegna þessa. Ætli ég hafi ekki verið of öruggur með mig“, segir hann. Eftir þetta keppnistímabil (1983—1984) fékk Lokeren boð í Elkjær-Larsen, sem ekki varð hafn- að. Hann hafði þá þegar neitað nokkrum tilboöum, t.d. frá Arsenal, en þegar Verona bauð tæplega 60 milljónir króna, sló hann til og flutti til Ítalíu. Og enn jókst velgengnin. Lið Verona sigraði í leik eftir leik, El- kjær-Larsen lék vel, skoraði mikil- væg mörk, og danska landsliðið sigldi framhjá öllum hindrunum á leið sinni á HM í Mexíkó. í fyrra- sumar var Elkjær-Larsen orðinn stjarna á alheimsvísu, — burðarás í tveimur sterkustu liðum Evrópu, liði Verona sem sigraði í „erfiðustu deildarkeppni heirns" á Ítalíu, og danska landsliðinu, sem flestir knattspyrnusérfræðingar telja eitt af 5 bestu landsliðum veraldar um þessarmundir. Elkjær-Larsen er áberandi per- sónuleiki á vellinum, hár og sterk- legur, alltaf á hreyfingu, grimmur í návígi, og á góðum degi tætir hann hvaða vörn sem er í sig. ítal- ir sem þekkja góða knattspyrnu- menn þegar þeir sjá þá, segja hann „fuori classe" eða á heimsmæli- kvarða! Preben Elkjær-Larsen er því vel að þessum nýja titli kominn. 49 breytinga Stórrýmingarsala nra9,tir-^e^TT950 ----------------- £ a/ VerVíákkrr 239500' 995 Kuldaulpur. Verð kr 1 ogn * 350 ““ 795 frá kr. r—-*——— aci uir. verö fró 250 Herrablússur. Verö ^nnaalla^ Verö Kr. 1-490 Herra- og dömujoggtngganar ver Barnajogginggallar. Ver r■ ■ 490 Herraskyrtur, m.k.ö urva': ver°Ar 25 Orval af barnasokkum. Ver^ö fr^a kr2b____________ HerrasokkaeVerö------verö kr. 67 Vaska^Tverö kr. 71 Fötur. °9 ruiu. - -- ^gurverasen.^iy^1' ^erö kr. 36 rréspulopi 100gr. Verð20k7-1-“ qkór Verð frá kr. 300 „Sannaskor.Ver6 fráfcr_300 _ ^ askór barna. Verö fra Kr. « astígvél. Verö kr. 290 Áteknar kassettur. mplötur. Verö frá kr. 49^-1^ Q a kr. 199 _ knar kassettur 90 nn^---------- ml .v"erökr.25 _ þvottalögúr, sótthreinsa Ódýra hornið Verö frá kr. 10 — 200 Sælgæti, gjafavörur o.fl. o.fl. Heitt á könnunni Greiðslukortaþjónusta Viö opnum kl. 10 árdegis Vöruloftið Sigtúni 3, sími 83075 Gluggatjaldaefni í geysilegu úrvali. Verð frá 100 kr. rn. Stórís-efni. Verð frá 125 kr. m. AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.