Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 Minning: Bergur Þorleifs- Son - Flatey, Mýrum Fæddur 20. september 1898 Dáinn 24. desember 1985 Ég var ekki há í loftinu þegar ég kom fyrst að Flatey, Mýrum, Homafirði, og gerði mér ekki grein fyrir því þá hversu mikilvægur þátt- ur í lífí mínu það var að fá tækifæri til að kynnast og mótast af því fólki sem Flateyjarheimilið byggði. Þau voru fímm í heimili þá og af hverju og einu þeirra lærði ég Jf* þó á mismunandi hátt. Guðrún Jónsdóttir, ömmusystir mín, var hæg og góð kona sem vann öll sín verk vel og myndarlega og þegar hún fór að missa sjón hélt hún samt áfram eins og ekkert gæti stöðvað hana. Halldóra Pálsdóttir hafði sterkan persónuleika og kenndi hún mér að það væri nauðsynlegt að vita hverra manna maður væri, enda var hún frændrækin mjög. Af Sigurði Ketilssyni lærði ég að halda saman hlutum og það væri betra að spara en eyða og síð- ast en ekki sízt var það Bergur sem ég heillaðist af. Á yfirborðinu virtist hann hijúfur en var þó svo mjúkur -'i og góður. Það var gaman og fróð- legt að fylgjast með því hvemig Bergur tók öllum þeim breytingum sem urðu á heimilinu í gegnum t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐNI ÞORBERG THEODÓRSSON, Smíöjuvegi 13, Kópavogl, lést í Borgarspítalanum 28. janúar sl. Útför hans fer fram frá Bústaöakirkju föstudaginn 7. febrúar kl. 15.00. Sigurborg Einarsdóttir, Þóra Guðnadóttir, Sigurgeir Ólafsson, Theodór Guðnason, Einar Guðnason og barnabörn. t Faðir okkar, ÓLAFUR Þ. PÁLSSON byggingameistari, lést í St. Jósefsspítala 4. febrúar sl. Fyrir hönd aöstandenda, Georg Ólafsson, Hafsteinn Ólafsson, Ágúst Ólafsson, Jónfna Ólafsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐBJÖRG KRISTÍN GUÐBRANDSDÓTTIR frá Veiðileysu, vistmaður á Hrafnistu I Reykjavík, andaöist þriöjudaginn 4. febrúar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t JÓHANNESÞÓRODDSSON frá Alviöru f Dýrafiröi, sem andaöist 30. janúar sl. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. febrúar nk. kl. 13.30. Kristbjörg Þóroddsdóttir, Helga Þóroddsdóttir, Sigurjón Þóroddsson, Sigrfður Þóroddsdóttir, ÞóroddurTryggvi Þórhallsson. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaöir, MAGNÚS KONRÁÐSSON verkfræöingur, sem lést 23. janúar sl. aö heimili sínu Drápuhlíö 29, veröur jarö- sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Eyþóra Sigurjónsdóttir, ^ Ingibjörg Magnúsdóttir, Valdimar Tryggvason, Konráö Magnússon, Kristjana Magnúsdóttir. árin. Þegar vélarnar komu til sög- unnar þá var hann ekki lengi að komast upp á lagið með að vinna með þær. Þegar svo árin liðu og þær Hall- dóra og Guðrún voru báðar látnar, tók Bergur að mestu við heimiiis- haldi og eldamennsku og bakaði hann hinar beztu bollur. Hann kenndi bæði mér og fleirum að maður getur alla ævina verið að læra og taka framförum. Við erum orðin nokkuð mörg frændsystkinin sem höfum átt heima í Flatey. Ég segi heima, því á vorin fannst okkur alltaf eins og við værum komin heim. Við fengum að taka þátt í lífinu sem ríkti á þessum stað á jákvæðan og góðan hátt og það er sannarlega mikil- vægt í þessu hraða borgarlífi sem við flest lifum að eiga allar þær góðu minningar sem tengjast Flat- eyjarbænum, en bæimir voru tveir, austur- og vesturbær. Það var góð- ur og skemmtilegur samgangur á milli bæjanna og oft glatt á hjalla og margt gert til gamans. Nú hefur heldur fækkað í Flatey, Palli og Guðjón búa hvor á sínum bænum en sama góða viðmótið og gestrisnin mætir hveijum sem á þar leiðum. Ég flyt þeim öllum kveðju mína og þakklæti fyrir þær fyrirmyndir sem þau hafa verið mér í lífínu og megi guð geyma þau öll. Gyða Vigfúsdóttir Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir- vara. Þannig verður grein, sem birtast á I miðviku- dagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marg- gefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Minning: Jóhannes Þórodds- son frá Alviðru Áhomréttumfleti milli hringsins og keilunnar vex hið hvíta blóm dauðans. Jóhannes Þóroddsson, móður- bróðir minn, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að morgni 30. janúar sl. Jói fæddist 2. september 1907 á Bessastöðum í Dýrafirði. Foreldrar hans voru hjónin María Bjamadóttir og Þóroddur Davíðsson. Tveggja ára gamall fluttist hann með for- eldrum sínum að Alviðru í Dýrafirði og þar ólst hann upp með þeim og í hópi systkina, sem alls urðu 11. Smám saman tvístraðist hópurinn, Guðbjörg, tvíburasystir hans, ólst upp hjá öðru fólki, Sigríður (eldri) og Þorvaldur dóu, og er fram liðu tímar fluttust hin systkinin í burtu. Það kom í hlut Jóa að verða eftir í föðurhúsum og taka við sijóm búsins í Alviðru. Þangað komum við mörg frændsystkinin af næstu kynslóð til lengri eða skemmri dvalar. Þar ólst upp systursonur Jóa, Þóroddur Tryggvi, og gekk Jói honum í föðurstað. Þeir fluttust síð- ar með gömlu hjónunum, Þóroddi og Maríu, til Flateyrar og eftir lát Þórodds eldri fór María til dvalar hjá Sigríði dóttur sinni, en þeir Þóroddur yngri fluttu til Reykjavík- ur. Á Flateyri og í Reykjavík vann Jói ýmiskonar verkamannavinnu á meðan kraftar entust. í Reykjavík kynntist hann Fanneyju Ftíðriks- dóttur, en þau gengu í hjónaband þann 30. ágúst 1964 og voru lífs- fömnautar þar til Fanney andaðist 7. júlf 1976. í stuttu máli er saga Jóa þannig lík sögu svo margra íslendinga, sem fæddust í sveit um aldamót, en þó er saga hvers og eins sérstök, ef grannt er skoðað. Þær sögur verða fæstar raktar og ekki verður saga Jóa rakin. Hins vil ég minnast með þakklæti, að á bemskuárum minum dvaldi ég langdvölum í Alviðru, sem margar riijast upp við þessi tímamót. Hæst ber minningar um sjóferðir á Svan- inum: siglingu af Miðinu inn Dýra- flörð í hvössum innvindi og margar ferðir til Þingeyrar þar sem undir- rituðum var treyst til að stýra bátn- um allt frá vör að bryggju og til baka aftur. Við Jói hittumst ekki oft á síðustu ámm, en þó höguðu örlögin því svo að alveg nýlega hittumst við tvisvar með stuttu millibili. Ég var ekki viss hvort heimsóknir vom meira til gleði eða trega og mér fannst hann geta tekið undir með Stefáni frá Hvítadal: Ég er svo þreyttur og þollaus, af þreytu er gráturinn sprottinn. Gefðu mér gieðina aftur, gieymdu mér ekki, drottinn! Það var því ekki eingöngu tregi sem fyllti hug minn er ég heyrði andlátsfregnina. Ég veit að hann hafði mikið hugsað um æskuslóð- imar á undanfömum ámm og mikið langað til að fara þangað og ósk hans var sú, sem ort var í orðastað annars Dýrfírðings: Þar sem lífið lék mig blíðast ljúfast væri að falla siðast. Þegar hinzta ganga er gjörð: Deyja o'n í Dýrafjörð. Hvíli Jói f friði. Þorvaldur Veigar Guðmundsson — Enn gagnlegri og dýrmætari en áður Encydopædia Britannica 1985 Ný, stórendurbætt útgáfa nýkomin. Nú 32 stór bindi + árbókin 1985, sem nú inniheldur „World Data“ Þriðja sending uppseld Fjórða sending kemur um miðjan febrúar Verð kr. 52.600,- (skv. gengi 31/1 ’86), útborgun kr. 14.100,- og kr. 3.500,- á mánuði (11 mán.) + vextir. Staðgreiðsluverð kr. 49.970.00.- Tilboð: Þeir sem panta fyrir 15. febrúar fá 5% afslátt Tryggið ykkur þessa tímamótaútgáfu á hagstæðu verði Fjárfesting sem vit er í Póstsendum litmyndskreyttan upplýsingabækling Bókabúð Steinars, »$rræ,i7’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.