Morgunblaðið - 07.02.1986, Síða 7

Morgunblaðið - 07.02.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 7 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Signý Pálsdóttir. Signý hættir hjá LA í vor Akureyri, 5. febrúar. SIGNY Pálsdóttir, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, tilkynnti á fundi leikhúsráðs í dag að hún hygðist ekki halda áfram störf- um hjá félaginu. Hún hefur gegnt starfinu í fjögur ár — tví- vegis verið ráðin til tveggja ára í senn og var boðin staðan í eitt ár til viðbótar. Leikhúsráð ákvað á sama fundi að auglýsa starfið nú þegar laust til umsóknar. „Ég hafnaði góðu boði sem ég er þakklát fyrir," sagði Signý í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins síðari hluta dags í dag. „Ég ætla að fara að sinna eigin hugðar- efnum í bili — ég er ekki að hlaupa inn í neitt ákveðið starf annað. Mér fínnst að leikhússtjóri eigi ekki að sitja lengi því hann hefur svo mót- andi áhrif. Ég er því að taka tillit til leikhússins ekki síður en mín með þessari ákvörðun. En það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna hér þessi fjögur ár,“ sagði Signý. Leikárinu lýkur 15. júní og Signý starfar þangað til. Nýtt leikár hefst síðan 15. ágúst. Signý sagðist reikna með því að hinn nýi leik- hússtjóri hæfi störf í vor — og myndi hún starfa með honum um tíma; setja hann inn í starfíð. Sakadómur: Sverrir Einars- son með „kaffi- baunamálið“ SVERRIR Einarsson, sakadóm- ari, hefur verið skipaður dómari í „kaffibaunamáiinu" svokallaða. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Sverrir að málið yrði ekki þingfest í þessum mánuði og óvíst hvort það tækist í þeim næsta vegna anna í Sakadómi Reykjavíkur. Því verður nokkur bið á, að fimm yfírmönnum Sambands íslenskra samvinnufélaga verði birt ákæra embættis ríkissaksóknara. m ■—l TÆKNILEG ÆVINTYRI GERAST ENN Þriöji ættliöurinn í Honda Civic Hatchback-línunni byggir á margra ára reynslu — en er samt byltingarkenndur í tækninýjungum. Bíll, sem aörir bílaframleiöendur munu líkja eftir. Hann er sann- arlega frábrugöinn öörum. Bíll, sem hlotiö hefur lof bílasérfræöinga, margföld verölaun fyrir formfeg urö, góöa aksturseiginleika og sparneytni. BILL, SEM VEKUR ÓSKIPTA ATHYGLI. Tæknilegar upplýsingar Vél: 4 cyl. OHC-12 ventla þverstæð Sprengirými: 1350cc. Hestöfl: 71 DIN. Gírar: 5 eða sjálfskipt. Viðbragð: 10,8 sek./100 km 1,31. LxBxH: 3,81x1,635x1,34 m. Hæð undir 1. punkt: 16,5 sm. Verð: 477,600 sjálfskiptur. 2-door Hatchback HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, SÍMAR 38772 — 39460. Útsala Bækur Opnum í dag útsölu á yfirtvö hundruð bókatitlunn á verðbilinu frá kr. 50 tii kr 200 Afgreiðslustaðir: OpiðtUkl -\9íkvö\d Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Austurstræti 18 og að Skemmuvegi 36, Kópavogi Almenna bókafélagið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.