Morgunblaðið - 07.02.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 07.02.1986, Síða 37
MORGUNBLAPIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 37 komst oft að orði um þá sem voru látnir, lifír okkar á meðal minning um þjón og verkin mörg. Og í dag fer Ingólfur í hinsta sinn leiðina sína upp á Öldur, sem enginn þekkti betur en hann sjálfur. Ég þakka kærum vini samfylgdina. Guð blessi aðstandendur og vini alla. Gunnlaugur Stefánsson Kveðja Hamarinn í Hafnarfirði horfir yfir þétta byggð, fólk að starfi, fley, sem plægja fjarðardjúpin, logni skyggð. Hamarinnásínasögu, sem er skráð í klett og bjarg. Stóð hann af sér storm og skruggu, strauma hafs og jökulfarg. Hamarinn í Hafnarfirði horfði fyrr á kotin snauð, beygt af oki kóngs og kirkju, klæðlaust fólk, er skorti brauð, sá það vaxa að viljaþreki, von og þekking nýrri hresst, rétta bak og hefja höfuð, hætt að óttast kóng og prest. Hamarinn í Hafnarfirði horfír fram mót nýrri öld. Hann mun sjá, að framtíð færir fegralífogbetrivöld. Þögult tákn um þroska lýðsins: Þar er hæð, sem fyrr var lægð, jökulhefluð hamrasteypa, hafi sorfin, stormi fægð.“ (Öm Amarson) Vinur minn Ingi er horfinn á annað tilverustig. Saga Inga og saga Hamarsins í Hafnarfírði sem Öm Amarson lýsir svo snilldarlega í kvæðinu hér á undan vom samofn- ar. Alla sína ævi bjó Ingi í næsta nágrenni Hamarsins og hann upjo- lifði mesta breytingaskeið sem Is- lendingar hafa nokkum tíma gengið f gegnum. Ingi var tímamóta mað- ur. Hann er verðugur minnisvarði sinnar kynslóðar. Það er tímanna tákn að með honum skuli vera genginn síðasti kúabóndinn í Hafn- arfírði, síðasti hringjarinn er fór höndum um klukkustrengi Hafnar- fjarðarkirkju, og síðasti sótarinn sem hreinsaði skorsteina Hafnfirð- inga. Ingi var sannur vinur vina sinna, traustur og áreiðanlegur. Ég þakka forsjóninni fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að eignast Inga sem vin og að hafa fengið að starfa með honum og læra af honum. Ég veit að honum líður vel á nýju tilverustigi og hlakka til þess að hitta hann aftur í fyllingu tímans. Steinþór Kveðja frá stjórnend- um kirkjugarðsins í Hafnarfirði Kirkjugarðurinn í Hafnarfírði var vígður árið 1921. Umsjónarmaður hans var þá ráðinn Jón heitinn Þorleifsson, sem var kirkjugarðs- vörðurtil æviloka, árið 1954. Sonur hans, Ingólfur Björgvin, var ekki hár í loftinu, þegar hann fór að fylgja fóður sínum og aðstoða hann á ýmsan hátt við störf hans í garðinum. Það gerði hann raunar, meira og minna, alla tíð síðan, þótt aldrei yrði það hans aðalstarf, nema ef vera skyldi síðustu æviár föður hans og þar til nýr kirkjugarðsvörð- ur var ráðinn árið 1955. Ingólfur aðstoðaði ekki aðeins föður sinn, heldur einnig báða kirkjugarðsverð- ina, sem síðan hafa séð um garðinn, Gest Gamalielsson og Sigurð Am- órsson. Hafa þeir oft haft orð á því, hve gott var að leita til hans ef vafi lék á um legstað, því minni hans hefði verið með fádæmum gott. Mun þeim nú fínnast skarð fyrir skildi, þegar Ingólfur Jónsson er allur. Stjómendur kirkjugarðsins vilja á kveðjustund bera fram þakkir fyrir þá umönnun, sem Ingólfur ætíð sýndi garðinum og þá ekki síður hve fljótur hann var til, þegar leitað var til hans um aðstoð við útfarir. Hafí hann heila þökk fyrir. Nafn hans er og verður skráð skýru letri í sögu Kirkjugarðs Hafnar- fíarðar. SigurlaugM. Péturs dóttir — Minning Fædd 10. april 1948 Dáin 29. janúar 1986 Um vináttuna hefur margt verið sagt og skrifað, en raunveruleg vinátta er þeim sem hennar eru aðnjótandi dýrmætari en nokkur orð geta tjáð. Þegar ég kveð vin- konu mína, Sigurlaugu Pétursdótt- ur, fá orð Stefáns frá Hvítadal nýja dýpt og verða lifandi veruleiki. „Ér hel í fangi minn hollvin ber, ég sakna einhvers af sjálfum mér“. Við hittumst fyrst í hópi skóla- systra á húsmæðraskóla, þegar ég kom þangað þremur dögum á eftir öllum öðrum. Ég tók undir eins eftir henni og fannst að við hefðum alltaf þekkst. Hún var í peysu sem var græn eins og augun í henni og svipurinn var hýr og góðlegur en festulegur. Ég kynntist því fljótt að eðlisgerð hennar bjó í þessum svip. A vináttuna sem myndaðist að Varmalandi brá aldrei skugga. Hún styrktist og dýpkaði þegar við störf- uðum saman eitt ár í Danmörku og áttum þar ógleymanlegar stund- ir og síðar þegar hvor um sig stofn- aði heimili og fjölskyldu og alvara lífsins tók við. Þótt við værum afar ólíkar og skoðanir okkar færu hreint ekki saman í flestum málum vorum við alltaf sammála í því sem skipti máli, hinu raunverulega gild- ismati. Hvorug okkar reyndi nokkurn tímann að dyijast fyrir hinni. Þegar hún sagði mér í haust að læknis- skoðun hefði leitt í ljós að hún væri með ólæknandi sjúkdóm var fjarri því að hún væri með upp- gjafatón, þótt henni væri vissulega brugðið, ekki síst vegna manns síns og þriggja ungra bama. Kvalir og þreytandi meðferð síðasta misseri breytti í engu þessu æðruleysi. Löng samtöl okkar og samveru- stundir þessa mánuði, innan sjúkra- húss og utan munu lifa innra með mér allar stundir. Á kveðjustund eru færðar þakkir fyrir einstaka vináttu. Eiginmanni hennar og kærum vini mínum, Jóni Sigurðssyni færi ég einlægar sam- úðarkveðjur og bið honum og böm- um þeirra, móður og systkinum Guðs blessunar. „Haf þökk fyrir staðfestu, alúð og ást til ættingja og félaga þinn, hvort vorum í leik eða að vinna." „Sjálft skammlífið verður þó vinningi að, ef vinimir hafa við mikið að una,— Og ellinnar síðasti sigur er það, að sitja við leiðin og yrkja og muna.“ „Svo sigra ég söknuð og amann, og kveð yfir mold þinni minni, eins fíjálslega og sætum við saman sem værir þú enn hjá mér inni.“ „Þú lifir mér allt eins og áður svo lengi ég hugsun er háður, þú gengur á götunni minni, þú situr svo oft hjá mér inni.“ „Hver vorgeisli vaxandi fagur, ervenzlaðurverunni þinni, hver hugur, hver hreinviðris dagur, því þaðan kom sál þín og sinni.“ (Sth. G. Steph.) Ásta Michaelsdóttir Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláan voginn. (D.S.) Dauðinn verður ekki umflúinn en óneitanlega er stundum erfitt að sætta sig við hann og ekki síst nú þegar kona í blóma lífsins er kölluð burt og mannlegur máttur fær ekkert að gert. Hún Silla mágkona mín er dáin eftir harða baráttu við óvæginn sjúkdóm sem á endanum hafði betur. Erfítt er að sjá tilganginn með því að hún sé numin burt svo skyndilega frá eiginmanni, þrem bömum og móður sem öll þurftu á henni að halda, en vegir Guðs eru svo sannarlega órannsakanlegir. Heimilið átti hug Sillu og hjarta og fórust henni heimilisstörfín afar vel úr hendi. Hún var lagin í hönd- unum og sérlega iðin viðýmis konar föndur og hannyrðir. Ég minnist sérstaklega jólahátíðanna en þær undirbjó hún alltaf af mestu kost- gæfni, hvort sem um var að ræða jólaskrautið, sem hún bjó til, matinn eða jólagjafimar, sem vom svo fagurlega skreyttar að maður tímdi varla að opna þær. En mest var henni þó í mun að fjölskyldan væri saman komin þessar hátíðarstundir og var það orðinn ómissandi liður á aðfangadagskvöld að fara í heim- sókn til Sillu og Jóns. Síðasta aðfangadagskvöld er mér sérlega minnisstætt, en Silla lagði allt sitt kapp á það að þessi jól fæm sem best fram og flykktumst við öll í heimsókn, þótt við vissum að það væri kannski fullmikið á hana lagt í veikindum sínum að taka á móti okkur öllum. En þessi jól vom Sillu afar kær. Það var eins og henni væri gefín æðri mátt- ur til þess að undirbúa og njóta þessara jóla því strax á annan dag jóla var þrek hennar búið. í veikindum sínum setti Silla mikið traust á æðri máttarvöld og eignaðist í gegnum það góða vin- konu, Joan, sem reyndist henni styrk stoð. Sárt er að hugsa til þess að Þóra Guðrún, litli sólargeisiinn á heimil- inu, sem nú er að myndast við að taka sín fyrstu spor, skuli ekki eiga eftir að fá að njóta ástar og um- hyggju Sillu. Ég er hins vegar viss um að Anna og Pétur Ámi munu geyma í hjarta sínu dýrmætar minningar um mömmu sína, sem þeim þótti svo vænt um og leyfa Þóm Guðrúnu að njóta þeirra með sér. Jón minn, ég votta þér aðdáun mína á þeim dugnaði, sem þú hefur sýnt í veikindum Sillu, en þótt missirinn og einmanaleikinn sé mikill núna þá vona ég að bjartar minningar eigi eftir að lýsa þér veginn. Björg Nú er hún horfín úr tölu lifenda á vit feðra sinna, þessi unga kona, sem var svo vel af Guði gerð. Hún fæddist í Reykjavík; dóttir hjónanna Þóm Magnúsdóttur, Magnúsar Guðmundssonar, alþing- ismanns, og konu hans, Sofíu Smith Bogadóttur, og Péturs Gunnareson- ar, tilraunastjóra, Gunnars Ólafs- sonar, bónda í Keflavík, Skagafírði, og Sigurlaugar Magnúsdóttur. Hún giftist Jóni Sigurðssyni, bók- haldara, og eignuðust þau 3 böm. Eftir burð þriðja bamsins, sem er tæplega ársgamalt, fór að bera á lasleika, sem ágerðist og að fengnum læknisúrskurði reyndist sá vágestur, sem er yfírþyrmandi og illviðráðanlegur í dag, en von- andi að framtíðin gefi þá blessun, að lækning gefíst á þeim ógnvekj- andi sjúkdómi, sem tekur jafnt unga sem gamla. Þau hjónin vom svo samhent að hugsa um bú og böm, jafnt úti sem inni. Við hús þeirra á Selbraut 10 var fallegur garður, sem þau höfðu sjálf plantað í og gróðursett og lagt hellur af miklum hagleik. Þegar horft er yfír æviskeiðið virtist allt leika í lyndi; komin þrjú efnileg böm. Heimilið var einstaklega smekk- legt og vistlegt. Hún kaus það hlutverk, að vera heima og hugsa um böm og heimilisarin. Hún átti þá leikni, að ekkert virtíst henni ofviða, hvort heldur var að sauma á bömin eða piýða heimilið fögmm krosssaum. Hún gekk að því eins og hverjum öðmm sjálfsögðum hlut. Frá unga aldri vom hún og systk- ini hennar í Keflavík í Skagafírði á jörð, sem afí þeirra og amma áttu og var uppvaxtarstaður foður þeirra, og þar lærðu þau að taka til hendi, eftir því, sem þau höfðu aldur til, við þau hollu áhrif, sem móðir náttúra gefur og ætti sem flestum bömum að hlotnast. Síðan hafa þau systkin hlúð að og lagað hús þau og híbýli er þau hlutu í arf, og segir það sína sögðu að þau tvö systkinin, sem bám nöfn föðurforeldra, fengu jörðina, en skiptu jafnt með hinum tveim systk- inunum og hafa á summm verið þar með böm sín. Megi sá styrkur, sem Jón, maður hennar, sýndi í veikindum undan- farið, verða honum og bömunum ungu styrkur og stoð um ókomna framtíð. Svo kveð ég systurdóttur mína með söknuði og bið henni Guðs blessunar. Björg M. Thoroddsen í íjarska, á bak við allt, sem er, býr andi þess, sem var. Og andi þess, sem enn er hér, erekki hér. (Steinn Steinarr.) í erindi þessu segir Steinn Steinarr okkur að þó svo að sál manna sé farin frá okkar jarðneska lífí, lifír minning hinna látnu meðal okkar. Svo fallegar em þær minningar sem blunda í hug mínum um Sigur- laugu Margréti Pétursdóttur að þær á ég eftir að varðveita þar til leiðir okkar liggja saman aftur. Ekki er gæðum lífsins skipt jafnt. Margt aldrað fólk má beijast við heilsuleysi svo ámm skiptir. Þeirra vilji er þá iðulega að fá að kveðja okkar heim. En þegar ung og falleg móðir, ýmind fegurðar, kærleika og lífsgleði, kveður svo skyndilega þennan heim fyllist maður trega og heift yfír óréttlæti lífsins. Sorg sem ristir djúpt. Aldrei hvarf lífsvilji þessarar vel gefnu konu á meðan hún barðist við þann máttuga óvin sem tók hana svo frá okkur. Kveð ég nú frænku mína eftir of fá ár í hennar samfylgd. Blessuð sé minning hennar. Megi guð blessa fjölskyldu henn- ar og færa þeim styrk í þeirra miklu sorg. Stefán Eyjólfsson Tignarsjóli himna hár, heyr mitt kvak frá lægsta inni, þó að eg sé smærri en smár, og smæðar minnar sárt til finni. Græddu þegna þinna sár, þrautastundum svo að linni, svo ei streymi sorgartár, svo að birti í veröldinni. Helgi Gíslason Að morgni þess 29. janúar barst okkur sú harmafregn að hún Silla, Sigurlaug Margrét Pétursdóttir, okkar kæra vinkona, væri dáin eftir erfíða baráttu við þann sjúkdóm sem svo margir verða að lúta í lægra haldi fyrir. Ekki er spurt um aidur þegar svo ung kona er kölluð burt í blóma lífsins frá eiginmanni og þremur ungum bömum, aðeins 37 ára gömul. Silla var hin fullkomna móðir og húsmóðir, bar hag bama sinna og heimilis fyrir bijósti, var þolinmóð, skilningsrík og hreinskil- in hvort sem um var að ræða hennar nánustu eða vini. Silla kom í okkar vinahóp þegar hún kynntist manni sínum Jóni Sigurðssyni og var sannur vinur og félagi allt til dauðadags. Einhver æðri styrk hafði hún í veikindum sínum og hélt hún hon- um allt fram á síðustu stundu. Sem dæmi um þann styrk sem hún hafði þá talaði hún um það að ekki væri hægt að liggja á sjúkrahúsi og gera ekkert. Þvílíkur var kjarkur hennar. Við trúum því að það taki annað líf við eftir þetta, því einhver er tilgangurinn þegar svo ungt fólk er kallað burt. Því hlýtur að vera ætlað annað hlutverk. Nú vitum við að henni líður vel og þjáist ekki lengur. Við kveðjum nú okkar kæru vinkonu og geymum minningu hennar í hjörtum okkar. Við biðjum Guð að vemda og styrkja litlu bömin og eiginmann, sem svo mikið hafa misst, móður og systkini og alla þá sem eiga um sárt að binda. Farþúífriði, friðurGuðsþigblessi. Hafðu þökk fyrir allt og alit. (Vald. Briem.) Kveðja frá saumaklúbbnum. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför, móöur okkar og tengdamóður, KATRÍNAR JÓNSDÓTTUR, Hringbraut 41. Sérstakar þakkir færum viö læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfs- fólki heilsuverndarstöðvarinnar og Grensásdeildar Borgarspítal- ans fyrir góða umönnun þann tíma er hún dvaldist þar. Björgvin Guömundsson, Dagrún Þorvaldsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Ása Aðalsteinsdóttir, Sólrún Guðmundsdóttir, Guðfinnur Magnússon, Magnús Guðmundsson, Sædfs Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargrein- ar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minning- arorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Meginregla er að minningargreinar birtist undir fullu höfundarnafni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.