Morgunblaðið - 07.02.1986, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.02.1986, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 23 Kuldakast í Evrópu Sovétríkin: 16 félagar í friðar- hreyfingu handteknir Moskvu, 6. febrúar. AP. SEXTÁN félagar hinnar óopinberu friðarhreyfingar í Moskvu voru handteknir á þriðjudag þegar þeir reyndu að halda fund. Nokkrir fengu óblíða meðferð í höndum lögreglunnar, að sögn eins félaga hreyfingarinnar, Yuri Medvedkov. Medvedkov sagði að áaetlað hefði verið að senda bréf á 27. þing kommúnistaflokksins, sem fram fer í þessum mánuði, og þetta bréf hefði átt að ræða á fundinum. Mennimir sextán vom handteknir á leið til íbúðar Medvedkovs, þar sem halda átti fundinn. „Nina Kovalenko’ var barin til óbóta meðan hún var í haldi og henni ekki sleppt fyrr en síðdegis í dag, miðvikudag," sagði Medved- kov. Hann kvað þrjá aðra einnig hafa verið beitta ofbeldi, en ekki væri vitað hvar þeir væru niður- komnir. Að minnsta kosti einn félagi hreyfíngarinnar var settur inn á geðspítala og þrír voru fluttir um 15 km leið út fyrir Moskvu og skildir þar eftir á sveitavegi. Vetraríki hefur verið íEvrópu undanfama daga meðan hlýindi hafa verið hérá landi. Spáð er áframhaldandi frostveðri á meginlandinu næstu daga. Meðfylgjandi mynd var tekin á Jótlandi í miðri vikunni og er heldur kuldalegt þar um að litast. Bandaríkin: Demókratar óánægð- ir með stefnuræðuna Afvopnunartillögur Sovétmanna: Reagan undir- býr svar sitt Washington, 6. fcbrúar. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, sendi á miðvikudag Paul H. Nitze og Edward L. Rowny til þeirra ríkja, sem eru banda- menn Bandaríkjanna og Kína, til viðræðna. Tilgangurinn er að komast að því hvað umheimurinn heldur lun afvopnunar- tillögur Mikhails Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, og vinda bráðan bug að svari við þeim. Washington, 6. febrúar. AP. DEMÓKRATAR í Bandaríkj- unum eru lítt hrifnir af stefnu- ræðu Ronalds Reagan, forseta, og segja að hann hafi í ræð- unni reynt að fela gífurlegan halla fjárlaga, slæman efna- hag bænda og mikinn við- skiptahalla. Sögðu þeir þetta merki um slæmar horfur í efnahagsmálum, sem ógnuðu einmitt viðurværi þess fólks, sem Reagan þættist vera að verada. Meðal þess sem Reagan nefndi í ræðunni var að ijölskyldugerð þeirra sem nytu félagslegrar að- stoðar í Bandaríkjunum væri í hættu og sagðist myndu vinna að því að breyting yrði á. Hann sagði að halli á fjárlögum ógnaði framtíð- inni og ekki yrði um breytingar að ræða nema það kerfi yrði afnumið, þar sem dölum og rhannlegum eig- inleikum væri kastað á glæ. Sagði hann að þrátt fyrir að hundruðum milljóna dala hefði verið veitt til velferðarkerfisins, væri ok hinna fátæku ekki minna. „En eyðsla á peningum fölnar við hliðina á sorg- legasta missinum: hina syndsam- legu eyðileggingu á mannlegum eiginleikum og mannsandanum sjálfum. Við getum ekki litið fram- hjá þessum hræðilega sannleika lengur," sagði Reagan meðal ann- ars í ávarpinu. George Mitchell, öldungadeildar- þingmaður demókrata frá Maine, sagði, að stefna stjómvalda kallaði erfíðleika yfír íjölskyldur og splundraði þeim auk þess sem at- vinnutækifæri flyttust í sífellu úr landi. Þá var ráðist á aukin útgjöld til vamarmála og sagði Charles S. Robb fyrrum ríkisstjóri í Virginíu að herstyrkur byggðist ekki einung- is á því að veita sífellt meiri pening- um til vamarmála, heldur byggðist hann einnig á skynsamlegri stefnu, vopnum sem hægt væri að beita í bardögum og hersveitum sem myndu nota vopnin. Nefndu forsvarsmenn demókrata að Bandaríkin yrðu að auka fram- leiðslu sína og samkeppni á heims- markaði. Þá ætti það að vera víst að allir Bandaríkjamenn, jafnvel þeir valdamestu, léku eftir sömu leikreglunum. Sögðu þeir að undan- farin fjögur ár hefðu 50 af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, sem samtals hefðu 57 milljarða dala í gróða, ekki borgað neinn tekjuskatt til sambandsríkisins. Bentu þeir á að það sama hefði gilt um 3 þúsund manns árið 1983, sem hefðu haft yfir eina milijón dala í tekjur. Haft er eftir háttsettum embætt- ismanni í Washington að Reagan muni svara Gorbachev innan viku ef þeir aðiljar, sem fulltrúar hans munu ræða við í ferðinni, eru forset- anum samhljóða. Nitze ræðir við leiðtoga Atlants- hafsbandalagsríkja í höfuðborgum þeirra og Rowny fer til Japan, Kína, Australíu og Suður-Kóreu. Tillögur Gorbachevs hljóða upp á að meðaldrægar eldflaugar Sovét- manna og Bandaríkjamanna verði §arlægðar úr Evrópu. En hann bauðst ekki til að taka niður rúm- lega 130 færanlegar SS-20-flaugar, sem beint er að Asíu. Ef Reagan sendir svar um miðja næstu viku verður Gorbachev ljós afstaða Bandaríkjamanna þegar þing Kommúnistaflokksins hefst í febrúarlok. ERLENT «9 V Yöruúrval við vesturhöfnina Utgerðarvörur Veiðarfæralásar — Víraklemmur — Baujuluktir og baujustangir — Bambus — Tóg — Línuefni — Blý — Teinatóg — Flotteinn — Landfestar — Stálvír — Belgir allskonar — Önglar — Taumar — Netahringir — Netakeðja — Netalásar og kóssar — Fiskikörfur — Goggar og stingir — Hnífabrýni — Fiskihnífar og vasahnífar — Blakkir ótal gerðir. Skipaskoðunarvörur Frá Pains Wessex — Línubyssur — Flothausar — Handblys — Svifblys — Bjarghringsljós — Manoverboard og flestar aðrar skoðunar- vörur, m.a.: Björgunarvesti — Björgunarhringir — Slökkvitæki — Dælur alls konar — Brunaslöngur og tengi — Siglingaljós — Radarspeglar — Þokulúðrar — Akkeriskeðjur — Öryggishjálmar o.m.fl. d> Verkfæri o.fl. Víraklippur — Olíuluktir með neti — Urvalsverkfæri frá USAG — Krafttalíur og lásar frá Durbin Durco — Allar tegundir af borum — Plötublý — Minkagildrur — Rottugildrur — Músagildrur. Fatadeildin Norsku ullarnærfötin — Há og lág klofstígvél — Vinnubuxur — Jakkar — Skyrtur — Peysur og margt annað. Ananaustum, Xvp/ Grandagarðí 2, sími 28855. REKSTRARVÖRUR FYRIR ÚTGERÐ OG FISKVINNSLU. VINNU- OG SJÓFATNAÐUR — VERKFÆRAÚRVAL — MÁLNING Á ALLA FLETIÚTIJAFNTSEM INNI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.