Morgunblaðið - 07.02.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.02.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐID, FÓSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986_ Grikkland AF ERLENDUM VETTVANGI eftir CHARLES J. GANS Fyrsta óháða friðar- hreyfingin í Póllandí FYRSTA óháða friðarhreyfing Póllands er nú í þann mund að festa rætur og það enda þótt hún hafi opinberlega verið lýst ólögieg og sumir af meðlimum hennar fangelsaðir. rátt fyrir kúgunina, þá munum við ekki gefast upp,“ segir Jacek Czaputowicz, sem unnið hefur að því að stofna þessa hreyf- ingu, er fengið hefur nafnið „Frelsi og friður“. Síðan bætir hann við: „Friður er ekki mögu- legur án þátttöku þjóðfélagsins bæði í austri og í vestri." Hreyfingin Frelsi og friður var stofnuð í marz í fyrra. í henni eru á annað hundrað virkir meðlimir í fjórum pólskum borgum, en auk þess á hreyfingin mörg þúsund stuðningsmenn. Þeirra á meðal er Lech Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, samtaka hinna fijálsu verkalýðsfélaga og friðarverð- launahafi Nóbels 1983. Hreyfíngin er mynduð af nýrri kynslóð pólskra andófsmanna með svipuðum hætti og svonefnd Vamamefnd verkamanna (KOR), er hún var stofnuð fyrir einum áratug. í hópi félaga hinnar nýju hreyfingar, sem eru flestir á þrí- tugsaldri, er Maciej Kuron, sonur Jaceks Kuron, en sá síðamefiidi eins og þau að Mið-Evrópa verði gerð að hlutlausu svæði og að bundinn verði endir á skiptingu Evrópu í andstæðar fylkingar. Þeir sem standa fyrir þessari hreyfingu viðurkenna þó, að að þessi markmið eru draumóra- kennd og ekki raunhæf. Kröfur þeirra á hendur pólskum stjóm- völdum eru því aðrar. Á fundi í janúar í íbúð Kurons í Varsjá, gerði Czaputowicz grein fyrir markmiðum hreyfmgarinn- ar. Þar var þess m.a. krafizt, að hermanns, sem tekinn var af lífi í síðari heimsstyijöldinni fyrir að neita að skjóta á pólska borgara. Opinberar refsiaðgerðir Hreyfingin Frelsi og friður var stofnuð í marz í fyrra, en þá stóð yfir vikulangt hungurverkfall í kirkju einni í úthverfi Varsjár í mótmælaskyni við fangelsun á námsmanninum Marek Adamki- ewicz, sem neitað hafði að gegna herskyldu. Adamkiewicz, sem er 28 ára gamall, afplánar nú 2 ’A árs fangelsi fyrir að neita að hafa yfir pólska hermannaeiðinn, sök- um þess að þar er lýst yfír stuðn- ingi við sovézka herinn. Ástandið f Póllandi hefur stundum verið lfkast styrjaldarástandi. Hér sést fólk flýja undan táragassprengjum hermanna, eftir að eldur hafði verið borinn að lögreglubU. Mynd þessi var tekin skammt f rá skipasmiðastöðvunum í Gdaúsk á sínum tfma. er leiðtogi KOR og einn þekktasti andófsmaður Póllands. Á meðal félaganna eru enn- fremur fyrrverandi leiðtogar Óháðu stúdentasamtakanna, sem bönnuð hafa verið, en þau voru stofnuð á Samstöðutímabilinu 1980—1981. Stjómvöld hafa ekki leyft neina sjálfstæða friðarstarf- semi, sem skipulögð væri af öðr- um en hinni opinberu pólsku frið- amefnd, sem styður stefnu Sovét- ríkjanna. Frelsi og friður leitar líkt og aðrar óopinberar friðarhreyfingar í Austur-Evrópu eftir stuðningi friðarhreyfínga á Vesturlöndum í þeim tilgangi að knýja Sovétríkin og fylgiríki þeirra til þess að virða mannréttindi og vinna að lýðræð- isumbótum. Enginn friður án frelsis „Það er enginn friður til án frelsis, þjóðlegs sjálfstæðis, lýð- ræðis og mannréttinda," segir Czaputowics, sem getið var hér að framan. Hann heldur því fram, að friðarhreyfing sín hafi hlotið stuðningsyfírlýsingar frá helztu friðarhreyfíngum Bretlands, Hol- lands og Frakklands. Hreyfíngin Frelsi og friður á ýms markmið sameiginleg með friðarhreyfíngum á Vesturlöndum ungir menn, sem fangelsaðir höfðu verið fyrir að neita að gegna herskyldu, yrðu látnir lausir og að þeir, sem samvizku sinnar vegna neituðu að ganga í herinn, fengju að gegna öðm starfí í staðinn og að hugmyndafræðileg yfirlýsing um stuðning við Sovét- ríkin í pólska hermannaeiðnum yrði felld niður. „Ef stjómvöld framkvæmdu slíkt, þá væri það sönnun um, að yfírlýsingar þeirra um frið eru ekki orðin tóm,“ segir Czap- utowic. „Við getum ekki bytjað að tala um hluti eins og kjamorku- vopn eða fækkun herliðs eða hlutlausa Evrópu, ef það er ekki einu sinni unnt að verða við jafn eðlilegum kröfum og þessum." í maímánuði síðastliðnum bönnuðu yfirvöld í borginni Krakow í suðausturhluta Póliands hreyfínguna með þeim rökum, að af henni „stafaði hætta fyrir almannafrið í landinu", þar sem fram kæmi í stefnuyfírlýsingu hennar, að skilyrði fyrir friði væru ekki til staðar nú í landi sem Póllandi. Lögreglan hafði Qortán með- limi hópsins í haldi í 6 klukku- stundir í nóvember, er þeir reyndu að grípa til mótmælaaðgerða til stuðnings friði við gröf þýzks Wejciech Jaruzelski, forseti Póllands og leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, heiðrar hermenn á hersýningu i Pozn- an. í pólska hermannaeiðnum er lýst yfir hollustu við sovézka herinn og hefur það vakið mikla óánægju á meðal ungra Pólveija, sem fara með eiðstaf- inn, þegar þeir eru teknir i herínn. I desember sl. var Wojciech Jankowski, 21 ársgamall meðlim- ur í hreyfingunni Frelsi og friður, dæmdur í 3 'A árs fangelsi fyrir að neita að gegna herþjónustu. Herdómstóll hafnaði ósk hans um að fá af siðferðistæðum að gegna einhveija einhveiju öðru starfi í þágu landsins. Jankowski var í hópi 28 með- lima hreyfíngarinnar Frelsi og friður, sem endursendu herkvaðn- ingarbréf sín til vamarmálaráðu- neytisins til þess að mótmæla fangelsun Adamkiewicz. Dóm- stólar hafa sakfellt 12 þeirra, en nær allir hafa þeir neitað að greiða sektir þær, sem þeim var gert að greiða, allt að 50.000 zloty. í stað þess lýstu þeir því yfir, að þeir vildu heldur afplána 50 daga fangelsisdóm. Czaputowicz hefur sagt, að pólskir friðarsinnar vildu fá „sömu möguleika" til að efna til mót- mælaaðgerða í því skyni að fylgja eftir kröfum sínum og sjá megi í hinu ríkisrekna sjónvarpi, sem oft segir frá mótmælaaðgerðum fyrir utan herstöðvar Bandaríkja- manna í Vestur-Evrópu. „Ekkert er rangara en sú skoð- un, að sökum þess að hér fara ekki fram neinar mótmæiaaðgerð- ir, þá styðji pólska þjóðin ekki frið og leggi blessun sína yfir til- vist sovézka hersins í Póllandi," er haft eftir honum. „Aðeins refsi- aðgerðir halda fólki frá þess konar aðgerðum." (Höfundurínn er fréttarit- ari fyrir Associated Press.) Aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum Aþenu, 6. febrúar AP. GRÍSKA stjómin kunngerði í gær nýjar ráðstafanir í efnahagsmálum. Er þeim ætlað að draga úr hinni hröðu verðbólgu í landinu og koma í veg fyrir áframhaldandi stórfelldar lántökur erlendis. Áformað er að koma verðbólg- fólu í sér innflutningshömlur og unni niður í 16% fyrir árslok, en hún var 25% í desember sl. miðað við eins árs tímabil. Jafnframt á að koma erlendum lántökum niður í 1,7 milljarða dollara á þessu ári, en þær námu 3,2 milljörðum dollara á síðasta ári. í október sl. felldi stjómin gengi grísku drökmunar um 15% og var það þáttur í aðhaldsaðgerðum, sem einnig kaupbindingu í reynd. Það var Costas Simitis efnahags- málaráðherra, sem í gær gerði fréttamönnum grein fyrir hinnum nýju efnahagsráðstöfunum. Sagði hann, að stjómin myndi keppa að því að opinberar lántökur yrðu ekki meira em 13,2% af þjóðartelqunum á þessu ári, en þær námu 19,4% á síðasta ári. Austurríki: Utflutningnr á víni minnkar um helming Vín, 6. febrúar. AP. VÍNÚTFLUTNINGUR Austurríkismanna minnkaði um helming á síðasta ári miðað við 1985 vegna hneykslisins, sem varð þegar upp komst að austurrískir víngerðarmenn höfðu bætt frostlegi út í vín sitt til að auka á sætleika þess. Þetta kemur fram í skýrslu, sem austurríska hagstofan birti í dag. í skýrslunni segir að Austurríkis- menn hafi flutt út 269.467 hektó- lítra af víni 1985, sem er 56 pró- sentum minna en 1984. Þá vom fluttir út 478.438 hektólítrar. Austurrískt vín hvarf af búðar- hillum um allan heim á síðasta ári eftir að bruggarar voru staðnir að því að setja dietylen-glykol í vínið tii bragðauka. Diethylen-glykol er notað í sumar gerðir frostlagar. Vestur-Þjóðveijar kaupa mest vín af Austurríkismönnum. Rúmlega 70 víngerðarmenn, sölumenn og efnafræðingar voru handteknir þegar hneykslið komst" í hámæli. Margir hafa verið sektaðir og dæmdir í fangelsi og réttarhöld fara enn fram í málum annarra. Heilbrigðisyfirvöld segja að diet- hylen-glykol geti verið banvænt, sé þess neytt. Aftur á móti hefur enginn beðið bana af neyslu eitur- víns, svo sannað hafi verið. Bandaríkin: Þrítug kona í heimi aldraðra New Jersey, 6. febrúar. AP. PATRICIA Moore dulbjóst sem 85 ára gömul kona 1979 í þeim tilgangi að komast að hvernig það væri að vera aldraður i Bandaríkjunum. Þremur árum síðar tók hún af sér gráa hár- kolluna og þvoði af sér hrukkurnar. Hún var lurkuin lamin bæði á sál og líkama og staðráðin í að breyta afstöðu landa sinna til aldraðra. Moore, sem er 33 ára, skrifaði bók um reynslu sína: „Dulbúin: Sönn saga“. „Þjóðfélag okkar er Darwinskt, hinir hæfustu lifa af,“ segir Moore. „Ef þú ert ekki við góða heilsu, máttu passa þig að vera ekki fyrir. Fordómar gagnvart öldruðum eru algengir, að sögn Moore, og hún bætir við að afstaða manna til aldraðra þurfi að taka stakkaskipt- um og einnig verði að vinna bug á stereotýpum til að aldraðir fái rétt- láta meðferð. Árið 1979 starfaði Moore við hönnunarfyrirtæki í New York. Það fór í taugamar á henni hversu fyrirtækið var tregt til að hanna hluti, sem féllu að þörfum aldraðra. Hún keypti sér gráa hárkollu og andlitsfarða, setti tappa í eyrun og gleraugu á nefið. Hún batt spelkur við fætur sér til að hefta hreyfingar og tók á sig gervi þriggja persóna með mismunandi klæðaburði. Moore ferðaðist um 14 fylki og mældi götur rúmlega 100 borga. Alls staðar rakst hún á fólk, sem skellti á hana hurðum. Á veitinga- stöðum virtu þjónar hana vettugi, afgreiðslumenn gáfu henni of lítið til baka og allt var gert til að snuða hana. Tvisvar var ráðist á hana á götu úti í New York. Fyrra skiptið var hún lamin í rot og stolið af henni tösku. Öðru sinni fóru að henni unglingar í hóp saman og börðu hana til óbóta. Þegar Moore fletti af sér gervinu 1982 kveðst hún hafa verið orðin tvískipt persóna: Annars vegar ung og óspjölluð af þjóðfélaginu og hins vegar fyrirlitin, vanrækt og véluð kona á níræðisaldri. Tveimur ítöl- um vísað frá Moskvu Róm, 6. febrúar. AP. TVEIMUR ítölum, sendiráðs- starfsmanni og verslunarfull- trúa, hefur veríð skipað að yfirgefa Sovétríkin. Að sögn ítalskra dagblaða voru menn- irnir reknir brott sakaðir um njósnir. ANSA-fréttastofan segir að verslunarfulltrúinn Marco Vian- ello hafí dvalið í Sovétríkjunum í tíu ár á vegum stálframleiðand- ans Finsider. Sovéska sendiráðið í Róm staðfesti á miðvikudag blaða- fregnir þess efnis að tveimur sovéskum stjómarerindrekum hefði verið vísað úr landi. Þeir voru Victor Kopytin, sendiráðs- ritari, og Andrei Chelukhin, svæðisstjóri flugfélagsins Aero- flot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.