Morgunblaðið - 07.02.1986, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.02.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1986 25 )sna íí I • 1969. Þeir hafa veitt stjóm hans efnahagsstuðning og Ronald Reag- an var hliðhollur Marcosi í upphafí. Andstaðan gegn honum í Banda- ríkjunum hefur aukist og Banda- ríkjamenn voru hlynntir því að kosningamar nú yrðu haldnar í von um að ró kæmist á og skorið yrði úr um, hvert væri raunverulegt fylgi Marcosar. Filippseyjar voru nýlenda Banda- ríkjamanna í tæp 50 ár. Þeir tóku við völdum í landinu af Spánveijum 1898. Þjóðin fékk sjálfstæði 1946 en sterkra bandarískra áhrifa gætir enn. Bandaríkjamenn hafa tvær mikilvægar herstöðvar á Filippseyj- um en auk þess búa þar yfir 50.000 bandarískir borgarar. Fimm hundr- uð bandarísk fyrirtæki em starf- rækt í landinu og 2,5 milljarðar dollara eru fjárfestir þar. Um ein milljón Filippseyinga býr í Banda- ríkjunum. Marcos sagði í þætti í bandarískri sjónvarpsstöð í nóvember að hann gæti haldið kosningar hvenær sem væri, til dæmis í janúar. Þegar til kastanna kom var kosningunum frestað til 7. febrúar og nú er komið að því að fólkið kveði upp sinn dóm. Stjómarandstaðan var sundmð og í flestu sjálfri sér sundurþykk þegar Marcos ákvað að efna til kosninga. Tveir forsetaframbjóð- endur komu helst til greina, Doy Laurel og Eva Kalaw, sem er skyld Aquino-fjölskyldunni. En 1,3 millj- ónir borgara skomðu á Cory Aqu- ino, sem er 53 ára, að bjóða sig fram og hún sættist á það. Laurel býður sig fram til varaforseta með henni og Kaiaw býður sig sjálfstætt fram til varaforseta. Kjósendur rita nöfn þeirra sem þeir kjósa á kjör- Corazon Aquino i hópi stuðningsmanna. seðilinn og geta kosið þá frambjóð- endur sem þeir vilja. Cory gæti því verið kosin forseti og Arturo Tolentino, varaforsetaefni Marcos, varaforeeti hennar. Marcos átti ekki von á að heyja baráttu gegn kvenmanni og það konu sem hefur aldrei haft afskipti af stjómmálum. Margir töldu að það væri ljóður á ráði Cory að hún var áður „bara“ húsmóðir. Marcos lagði áherslu á reynsluleysi hennar í baráttunni. Stuðningsmenn henn- ar benda á að hún stóð ávallt við hlið manns síns og fylgdist með stjómmálum þegar hann var á lífí. Hún hefur stóran hóp reyndra ráð- gjafa og fólk telur að einlægni, heiðarleiki og greind hennar muni gera hana að góðum foreeta. „Hún er afar hæg og hljóðlát," sagði Letty Laurel. „En hún veit hvað hún syngur." Paul Aquino sagði að Benigno, bróðir hans, hefði áreiðan- lega ekki gert sér í hugarlund að kona hans ætti eftir að bjóða sig fram til forseta og koma þvflíku róti á hugi margra, „aldrei," endurtók hann þegar blm. Mbl. spurði hann. Tilfinnmgarík og ómálefnaleg kosningabarátta Hörð gagnrýni á Marcos og menn hans hefur sett svip sinn á kosn- ingabaráttuna. í fjölmiðlum hefur verið fullyrt að hann eigi milljónir dollara og fasteignir f Bandaríkjun- um og innstæður í bönkum f Sviss. Hetjudáðir hans úr stríðinu eru nú dregnar í efa, hann er sagður fár- sjúkur og jafnvel svo að stundum komi tvífari hans fram opinberlega í staðinn fyrir hann. Imelda, kona hans, er sögð sækjast eftir pening- um, völdum og áhrifum. Henni er oft kennt um að hafa leitt mann sinn út á braut klíkuskapar og óheiðarleika. Marcos sagðist vilja málefnalega kosningabaráttu og kvartaði undan því í ræðum sínum að Coiy Aquino hefði ekki sagt hvemig hún ætlaði að leysa vanda þjóðarinnar ef hún næði kjöri. Sjálfur segist Marcos hafa reyrislu f embætti og ætla að vinna bug á skæruliðum með hervaldi. Baráttusveitum kommúnista hefur fjölgað í stjómartíð hans þrátt fyrir aðgerðir hersins. Þegar hann kom til valda 1965 vom um 150 vopnað- ir skæmliðar í landinu en nú em þeir taldir yfír 16.000. Marcos segir samningaviðræður við kommúnista ekki koma til greina. Hann ætlar að tryggja múhameðstrúarmönnum á Mindanao-eyju heimastjóm eins og samið var um í Trípólí-samn- ingnum 1976. Hann ætlar að halda áfram að fylgja ráðleggingum Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins til að ráða bót á efnahagsvanda þjóðarinnar. Skuldir Filippseyja hafa aukist úr 2 milljörðum dollara árið 1972 í 26 milljarða nú. — Hann er hlynntur einkarekstri og ætlar að stuðla að fijálsum viðskiptum án rfkisaf- skipta og sýna greiðvikni við valin fyrirtæki, enda hefur hann verið gagnrýndur ákaft fyrir að hjálpa kunningjum sem hafa orðið marg- faldir milljónamæringar í stjómar- tfð hans. Hann ætlar að endumýja herinn, losa hann við gamla herfor- ingja og auka útgjöld ríkisins til hermála. Hann ætlar að endumýja samninginn við Bandaríkin um heretöðvamar gegn hærra leigufé og fá skýrari ákvæði um skyldur Bandarfkjamanna ef ráðist verður á Filippseyjar. Samningurinn renn- ur út árið 1991. Hann ætlar að endurekoða ýmsa þætti stjómar- skrárinnar, svo að eitthvað sé nefnt. Cory Aquino segist ætla að hafa samráð við 50 ráðgjafa sína ef hún nær kosningu og hún vill endur- vekja virðingu fyrir stjóm landsins. Hún ætlar að reyna að fá skæruliða til að leggja niður vopn sín í 6 mánuði og nota þá til að reyna samninga. Síðan mun hún láta herinn beijast gegn þeim sem neita að gefast upp. Hún ætlar að hjálpa múhameðstrúarmönnum til að fá eins mikið sjálfræði og hægt er án þess að þeir fái sjálfstæði. Hún ætlar að hætta „hamslausum lán- tökum erlendis" og semja um sann- gjöm greiðsluskilyrði við lánar- drottna Filippseyinga. Hún ætlar að hætta ríkisafskiptum af viðskipt- um og afnema einokun vina Marc- osar í kókos- og sykurrækt. Hún ætlar að stuðla að því að efla land- búnað og útvega fleiri störf í þeirri atvinnugrein. Hún ætlar að fækka ■> f herforingjum og endumýja stolt og virðingu í hemum. Hún ætlar að lækka herútgjöld og láta peningana fara til menntunar- og heilbrigðis- mála. Hún vill gera hlut Filippseyja meiri innan ASEAN-bandalagsins. Hún ætlar að láta Marcos svara til saka fyrir afbrot í valdatíð hans, þar á meðal fyrir morðið á Aquino. Og hún ætlar að setja á fót nefnd til að rannsaka fullyrðingar um falið fé erlendis. Ótti við borgarastyrjöld Andúðin á Marcos er megn. Sögur um hvemig hann og KBL-flokkur hans áætlar að svindla til að vinna kosningamar eru ótrú- legar. Fólk fær borgað fyrir að kjósa hann, kjöreeðlar eru falsaðir. Dánir menn eru settir á kjörskrá og „látnir kjósa", skipt er á kjör- kössum eftir að kjörstaðir loka, kjörgögn eru fölsuð og Paul Aquino býst jafnvel við að kosningatölumar sem verða lesnar upp í þinginu innan 30 daga verði aðrar en opin- berar tölur sem verða birtar eftir kosningar. „Kjósendur og eftirlitsmenn - munu fylgjast svo vel með kjör- gögnum á flestum stöðum í landinu, að það verður næstum ómögulegt fyrir KBL að fikta við þau að ráði,“ sagði Aquino. „En §órir menn undirrita lokaniðurstöðuna frá hveijum kjörstað sem verður lesin upp í þinginu. KBL velur þijá þess- ara manna en stjómarandstaðan einn. Marcos getur hæglega keypt nokkra af andstæðingunum fyrir milljón pesóa og fengið þá til að skrifa undir rangar tölur.“ Stj ómarandstaðan segist taka ósigri ef kosningamar eru úrekurð- aðar heiðarlegar. Kaþólska kirkjan hefur beðið fólk að vera á varðbergi gegn óheiðarleika og fólki er sagt ^ að mæta á kjöretað með kylfu og vasaljós og standa við kjöretaði þangað til talningu er lokið. Fólk vonar að kosningamar fari friðsam- lega fram en margir óttast uppreisn og jafnvel borgarastyijöld hver sem úrslitin verða. Yfír tuttugu manns hafa látið lífið í kosningabaráttunni og óttast er að til meiri blóðsút- hellinga eigi eftir að koma. Stuðn- ingsmenn Aquino munu varla taka því hljóðiega ef hún tapar. „Ég ótt- ast hvað gerist eftir kosningamar," sagði fullorðin saumakona á einum . kosningafundi. „Við munum mót- mæla ef Marcos vinnur með óheið- arlegum aðferðum en hann hefur herinn og við getum lítið aðhafst «1 gegn honum." Mikið er i húfí fyrir Marcos og stuðningsmenn hans. Það er erfítt að láta af völdum eftir 20 ára stjóm- arsetu. Marcos hefur staðhæft að kommúnistar komist til valda ef Aquino sigrar. Filippseyingar kæra sig ekki um kommúnistastjóm og hann hefur lofað að þeir muni ekki komast að. Sumir óttast að herinn taki völdin í sínar hendur ef Marcos tapar en mikil óánægja ríkir þó innan hereins og hann er ekki sterk- ur. Ver yfirherforingi sagði í blaða- » j viðtali á miðvikudag að herinn myndi hlíta úrelitum kosninganna og ótti við heretjóm væri óþarfur. Það er til marks um óvissu manna að allt flug út úr landinu eftir kosningar er fullbókað. Stuðnings- menn beggja foreetaframbjóðend- anna hafa haft vaðið fyrir neðan sig og flýja land ef þörf krefur. — ab

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.