Morgunblaðið - 07.02.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 Lánasj óðurinn: SUS styður mennta málaráðherra EFTIRFARANDI samþykkt stjórnar Sambands ungra sjálf- stæðismanna hefur borist Morg- unblaðinu: Vandi Lánasjóðs íslenskra náms- manna hefur verið mikið til umræðu undanfarið en hann felst m.a. í eftirfarandi: Eftirspum eftir námslánum hef- ur aukist langt umfram spár og hefur þetta valdið miklum erlendum lántökum sem leggjast nú þungt á sjóðinn. Endurgreiðslukerfi lánanna skil- ar lánsfénu hægt til baka og án allrar ávöxtunar. Auk þess fýmast 15—20% útlána sjóðsins vegna endurgreiðslureginanna. Því er ljóst að endurgreiðslur í sjóðinn munu einungis geta staðið undir hluta af útlánum í nánustu framtíð og kallar þetta á sífellt meira skattfé eða erlendar lántökur. Vegna endurskoðunar laga um LÍN vill stjóm SUS taka eftirfar- andi fram: 1. Eðlilegt er að námslán, sem önnur lán, endurgreiðist að fullu, beri lántökugjald og hóflega já- kvæða vexti. Námslán eiga ekki að vera sjálfteknir styrkir. 2. Beinir styrkir til námsmanna, t.d. vegna hárra skólagjalda, geta verið eðlilegur þáttur í menntastefnu til að jafna mögu- leika til náms, efla námsárangur eða að stuðla að nýjum mennt- unarleiðum. 3. Sjálfvirkar hækkanir námslána án tillits til fjárhagslegrar getu þjóðarinnar og kjara almennings verður að leggja af. 4. Stjóm SUS lýsir yfír stuðningi og fagnar því framtaki mennta- malaráðherra að taka máiefni LÍN tii endurskoðunar og skorar á þingflokk Sjálfstæðisflokksins að stuðla að skynsamlegum breytingum á lögum um LÍN. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá hinum fjölmenna ftmdi viðskiptaf ræðinema í gær. Viðskiptafræðinemar HÍ: Mótmæla aðstöðu- og húsnæðisleysi STÚDENTAR í viðskiptadeild Háskóla íslands héldu fjölmenn- an fund í hátiðasal Háskólans í hádeginu í gær til þess að mót- mæla aðstöðu- og húsnæðisleysi deildarinnar. Fundinn sátu Sig- mundur Guðbjamason rektor og Halldór Guðjónsson kennslu- stjóri háskólans. Á fundinum var samþykkt álykt- un þar sem mótmælt er því „ófremdarástandi sem ríkir í hús- næðismálum viðskiptadeildar". Teija stúdentar að ekkert hafi verið gert til þess að leysa þennan vanda. Þá benda þeir á að námsaðstöðu þeirra sé stórum ábótavant. Mót- mæla þeir því einnig að hluta við- skiptadeildar hefur verið úthýst úr Odda, hugvísindahúsi Háskólans, en rýmið lagt undir verkfræðinema sem þegar hafi yfrið húsnæði. Ályktunin hefur verið afhent bæði rektor og kennslustjóra HÍ. Söngvakeppni sjónvarpsstöðva: Dómnefnd hefur valið 10 lög til undanúrslita TÍU lög eftir islenzka höfunda hafa verið valin í undankeppni fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Dómnefnd valdi lögin úr þeim 287 lögum sem bárust. Framlag íslands í Söngvakeppni Evrópu í Bergen í vor verður valið í beinni útsend- ingu í sjónvarpi 15. marz. Álls bárust 287 frumsamin lög og textar í keppnina og samþykkti dómnefndin lögin tíu einróma. Öll lögin voru send inn undir dulnefni. Dómnefndina skipuðu beir Egill Eðvarðsson, Þorgeir Ástvaldsson, Þorsteinn Jónsson og Jónas R. Jóns- son. Undanúrslit fara fi-am í beinni útsendingu sjónvarpsins laugardag- inn 15. mars og verður þá skipuð firnm manna dómnefnd til þess að velja sigurlagið, sem verður fram- lag íslands til keppninnar í Bergen 3. maí nk. í þeirri dómnefnd verður einn fulltrúi frá SATT, einn frá félagi hljómplötuútgefenda, einn frá félagi tónskálda og textahöf- unda og tveir skipaðir af innlendri dagskrárdeild sjónvarpsins. Dómnefndin að störfum: Frá vinstri eru þeir Jónas R. Jónsson, Þorsteinn Jónsson, Þorgeir Ástvaldsson og Egill Eðvarðsson. Morgunblaðið/Ævar Eldborgin við bryggju á Eskifirði. Fjær er danska flutningaskipið, sem var að lesta 700 tonn af loðnumjöli. Innfellda myndin er af Bjama Gunnarssyni, skipstjóra á Eldborginni. Eskifjörður: Norðmenn eru hvorki betri né verri en við — sennilega eins ósvífnir Eskifirði, 3. febrúar. ÞAÐ VAR ys og þys við höfnina á Eskifirði í gær eins og reynd- ar flesta daga. Þijú loðnuskip höfðu komið inn um morgun- inn. Verið var að skipa út loðnu- mjöli. Guðrún Þorkelsdóttir SU kom inn með sinn síðasta farm á loðnuvertiðinni og höfðu skip- veijar þar með fyllt sinn kvóta, liðlega 20 þúsund tonn. Þá kom minnsta skipið í loðnuflotanum, Erling KE, og einnig það stærsta, Eldborgin frá Hafnar- firði, sem var i þessari ferð með um 1.450 tonn af loðnu. í stuttu spjalli við Bjarna Gunnarsson, skipstjóra á Eld- borginni, sagði hann að þessi loðnuvertíð væri um margt ólík síðustu vertíðum. Veður hefði verið með afbrigðum leiðinlegt og eritt að eiga við veiðamar þess vegna. „Við hófum veiðar 1. októ- ber, höfðum áður verið á rækju- veiðum, en nýlega voru tæki til frystingar loðnu sett um borð," sagði Bjami. „Með þessu minnk- aði burðargeta skipsins um 170 tonn fyrir áramót og við byijuðum aftur 10. janúar. Það segir ekkert til um það í dag hveijir era mestu aflamenn, eins og áður var. Nú er það bara kvótinn og skips- stærðin sem ræður því,“ sagði Bjami ennfremur. Kvóti Eldborg- arinnar var 27.800 tonn og er lokið við að veiða 23.600 tonn. Eldborgin á því um 4.200 tonn eftir af kvótanum, eða sem nemur þremur veiðiferðum. „Við höfum landað mest af okkar loðnu hér á Stutt bryggju- spjall við Bjarna Gunnars- son, skipstjóra á Eldborginni Eskifírði. Það er mikil loðna á ferðinni, meiri en oftast áður og virðist vera um allan sjó,“ sagði Bjami. Þegar fréttaritari spurði Bjama hvort hann ætlaði ekki að geyma að veiða einhvem afla þar til hrognataka byijaði, svaraði hann nei við því. „Við eram löngu búnir að læra það á þessu skipi að bíða ekki með neitt, heldur taka afla meðan hann gefst." Varðandi samskipti við Norð- menn sem nú veiða hér við iand, í fyrsta sinn í mörg ár, sagði Bjami að það hefði gengið furðan- lega vel. „Norðmenn era hvorki betri né verri — sennilega jafn ósvífnir. Þeir haga sér bara eins og við í þeirra sporam. Sjálfsagt hefði verið betra að vera lausir við þá, en úr því sem komið er — sennilega rétt að leyfa þeim að veiða þetta núna, heldur en síðar þegar minni loðna er á ferðinni." Það er mikilvægt á skipi sem er langdvölum að heiman að vel fari um mannskap um borð. Sannarlega fer vel um menn um borð í Eldborginni. Strákamir vora nýkomnir úr gufubaðinu, sem þeir hafa um borð. Rúmgóður sjónvarpssalur og íbúðir skipveija era til fyrirmyndar. Vélarrúmið er eins og finasta stofa. Hvergi sást olíublettur þegar fréttaritari var þæ- á ferð og skipið allt eftir því, sem sagt, svona eiga fiskiskip að vera. Og loðnuskipin héldu áfram að koma inn. Þar á meðal Jón Kjart- ansson, sem kom með síðustu loðnuna sína og þar með lauk þeirra vertíð. Skiljanlegt er að sjómönnum þyki súrt í broti að þurfa að sigla í land og hætta veiðum og sjórinn fullur af loðnu. En við því er ekkert að gera á tímum kvóta og reglna. Danskt skip var að lesta 700 tonn af loðnumjöli, svo afurðimar fara burt jafnóðum og hráefnið berst að. Loðnuverksmiðja Hrað- frystihúss Eskifjarðar tók á móti 116 þúsund tonnum á síðasta ári. Það sem af er þessu ári era 30 þúsund tonn komin á land. Allur þessi afli skapar mikil verðmæti í þjóðarbúið og mikla vinnu í landi fýrir þá, sem þau störf stunda og oft lögð nótt við dag. Senn líður að lokum þessarar vertíðar og þá er bara að vona að loðnan haldi áfram að gefa sig, ekki síður en hún gerði á þessari vertíð. Ekki er það svo að allir séu ánægðir með loðnuna, því bræðslureykur- inn og lyktin angra fólk, sérstak- lega ef hráefnið er gamalt. Liggur oft reykský eins og þoka yfír bænum, sérstaklega þegar lygnt er. Heyrst hefur að nú eigi að bæta úr og vonandi að rétt sé. Ævar Flugleiðir kaupa DC 8-þotu NÝLEGA festu Flugleiðir kaup á þotu af gerðinni Douglas DC 8-55 sem er minnsta gerð DC 8 vélanna. Nú eru 5 DC 8-þotur í eigu Flugleiða. Þotan hefur hlotið nafnið Suðurfari og ber einkennisstafina TF-FLB. Hún rúmar 174 farþega. Flugleiðir hafa haft vélina á leigu undanfarin ár og notað sem vara- flugvél. Þannig hefur hún verið notuð til að mæta álagspunktunum í áætlunarflugi félagsins auk þess sem hún hefur mikið sinnt leiguflugi innan Evrópu. Hún var keypt af bandaríska flugfélaginu National og vildi Sæmundur Guðvinsson fréttafulltrúi Flugleiða ekki upplýsa um kaupverðið, sagði aðeins að það væri „mjög hagstætt". Flugleiðir reikna með að nota þotuna a.m.k. þangað til hávaðatakmarkanir taka gildi á flugvöllum Evrópu árið 1988. Suðurfari var smíðaður f apríl 1965 og hefur raðnúmerið 45753 frá Douglas-flugvélasmiðjunum. í desember sl. hafði henni verið flogið tæpa 60 þúsund tíma og var þá með rúmlega 18 þúsund lendingar að baki. Fyrir áttu Flugleiðir íjórar DC 8-63-þotur sem era lengri gerð en sú sem keypt var á dögunum. Suðurfari hefur styttri skrokk, minni vængi og framleiðir hver hreyfill hans þúsund punda minni kný (afl) miðað við hinar áttumar. DC 8-55-gerðin var hin upphaf- lega DC 8-þota og era aðrar gerðir lengdar og endurbættar gerðir hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.