Morgunblaðið - 07.02.1986, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986
Boðaðar aðgerðir kennara í KI eftir helgina:
HÍK hafnaði tilboði
fjármálaráðherra
— menntamálaráðherra óskar eftir viðræðum nefndar beggja aðila
Loðnuveiðin:
Beitir NK með 1.250 lestir
DAUFT er yfir loðnuveiðum um
þessar mundir. Síðdegis á
fimmtudag höfðu aðeins tvö skip
tilkynnt um afla, en á miðviku-
dag varð aflinn 10.130 lestir af
14 skipum.
Engin norsk loðnuskip eru nú að
miðunum, en alls hafa um 60 norsk
skip fengið hér tæpar 50.000 lestir.
Ekki er vitað hvort einhver fleiri
skip eru væntanleg á miðin hér.
Auk þeirra skipa, sem áður hefur
verið getið, tilkynntu eftirtalin um
afla á miðvikudag; Keflvíkingur
KE, 540, Gullberg VE, 600, Albert
GK, 500 og Beitir NK 1.250 lestir.
HIÐ íslenska kennarafélag
treystir sér ekki „að svo stöddu“
til að taka tilboði fjármálaráðu-
neytisins um að Bandalag kenn-
arafélaga fari með sameiginleg-
an samningsrétt fyrir kennara í
HÍK og Kennarasambandi ís-
lands. Þetta kom fram i svari
HÍK til fjármálaráðuneytisins i
gærmorgun, að því er Þorsteinn
Pálsson fjármálaráðherra sagði
í samtali við blm. Morgunblaðsins
um boðaðar aðgerðir félaga i
Kennarasambandi íslands.
í blaðinu í gær var greint frá
ákvörðun félaga í KÍ um að hafi
laun þeirra ekki verið færð til jafns
við laun félaga í Hinu íslenska
kennarafélagi (BHM) fyrir mánu-
daginn 10. febrúar, megi búast við
að röskum verði á skólastarfí um
allt land. Kennarasambandið hefur
lýst allri ábyrgð á hendur íjármála-
ráðherra falli skólahald niður af
þessum sökum.
Kári Amórsson, talsmaður að-
gerðanefndar KÍ, sagði í viðtali í
blaðinu í gær að með aðgerðum
sínum væru kennarar að leggja
áherslu á að staðið væri við loforð
um að sá 5% munur, sem er á
launum kennara í KÍ og HÍK, yrði
að engu. Því hafí fyrst verið lofað
af fyrrverandi fjármálaráðherra 24.
júlí í sumar.
Þorsteinn Pálsson sagði að af
hálfu fjármálaráðuneytisins hafí
Bandalagi kennarafélaga verið
boðið að fara með samningsrétt
fyrir félaga í KÍ og HÍK í Ijósi þess,
að kjör kennara yrðu ekki samræmd
til frambúðar nema fyrir þá gilti
einn og sami samningurinn; að
öðrum kosti væri stöðug hætta á
að misræmi væri í launum þeirra.
„Nú í rnorgun fengum við það svar,
að HÍK treysti sér ekki, að svo
stöddu, að taka þessu tilboði. Við
munum reyna að fá niðurstöðu í
þetta mál eftir samningaleiðum,"
sagði ráðherrann, „en þegar þetta
svar liggur fyrir er ljóst, að lausn
fæst ekki á grundvelli samninga
milli Bandalags kennarafélaga og
ráðuneytisins. Það harma ég — en
vil leggja áherslu á, að tilboðið
stendur enn. Við stefnum að því
að taka ákvörðun um þetta mál í
næstu viku í tengslum við þær
samningaviðræður, sem eru á döf-
inni.“
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra sagðist gera sér vonir
um að ekkikomi til boðaðra aðgerða
kennara. „Ég skil óþolinmæði þeirra
í þessu máli,“ sagði menntamála-
ráðherra, „og því hef ég sent sam-
tökum þeirra bréf, þar sem ég óska
eftir viðræðum og legg til að stofn-
uð verði nefnd til að ræða um launa-
mun á milli þessara félaga. Ef ekki
tekst að leysa þessi mál leiðir það
til ófamaðar — og sérstaklega bitn-
ar það á bömum og unglingum.
Þess vegna verður að fínna lausn
á þessum málum,“ sagði Sverrir
Hermannsson.
Húsfyllir á fundi námsmanna í Háskólabíói:
Hugmyndir um vexti og styrki til
útvaldra nemenda gagnrýndar
HÚSFYLLIR var I Háskólabíói
í gær er Bandalag islenskra
sérskólanema, Iðnnemasam-
band Islands, Samband is-
lenskra námsmanna erlendis og
Stúdentaráð Háskóla Islands
efndu til fundar um málefni
Lánasjóðs íslenskra náms-
manna (LÍN). Framsögumenn á
fundinum auk fulltrúa þessara
samtaka námsmanna voru
menntamálaráðherra, þing-
menn úr Framsóknarflokki,
Alþýðubandalagi, Bandalagi
jafnaðarmanna og Kvennalista
auk formanns Félags ungra
jafnaðarmanna sem mætti fyrir
hönd Alþýðuflokksins.
í máli Sverris Hermannssonar
menntamálaráðherra kom fram
að honum þætti menn vera fljótir
að koma fram með gagnrýni á
tillögumar um breytingar á Lána-
sjóðnum þar sem þær væru ekki
komnar fram. Hann sagði að
höfuðmarkmið námslána væri að
tryggja að allir hefðu jafnan rétt
til náms og að höfuðstefnumið
sjóðsins yrði óbreytt í nýju tillög-
unum. Sverrir sagði að þegar
stjómarflokkamir væru búnir að
fínna flöt á málinu væri hann
tilbúinn til að ræða við fulltrúa
námsmanna um tillögumar. Til-
lögumar verða lagðar fyrir þing-
flokka ríkisstjómarinnar á mánu-
daginn.
Bjöm R. Guðmundsson frá
SÍNE sagði tillögur um breytingar
á sjóðnum slæma hugmynd sem
ekki leysti vanda hans. Hann taldi
ekki tryggt að fjárhagsvandi
sjóðsins myndi leysast með þess-
um breytingum.
Kristinn H. Einarsson frá Iðn-
nemasambandinu lagði áherslu á
að LÍN fengi að starfa í sinni
upprunalegu mynd, það myndi
tryggja jafnan rétt allra til náms.
Steingrímur J. Sigfússon þing-
maður Alþýðubandalagsins gagn-
rýndi franjgang Sverris Her-
mannssonar í- málefnum Lána-
sjóðsins og mælti gegn tillögunum
sem hann taldi hefta jafnrétti til
nams. Guðmundur Einarsson
þingmaður Bandalags jafnaðar-
manna og Kristín Halldórsdóttir
þingmaður Kvennalistans gagn-
rýndu hugmyndir um að miða lán-
veitingar við „þjóðhagslega hag-
kvæmt nám“ og töldu að erfítt
væri að dæma um hvaða nám það
væri. Guðmundur sagði að hefðu
hugmyndir þær, sem nú er verið
að ræða, um endurgreiðslur
námslána alltaf gilt vantaði þá
sérfræðinga sem væru á Islandi
í dag, enginn þeirra hefði haft
efni á að fara í nám. Kristín hvað
þetta mál vera kvennamál, enda
færu konur verst út úr því ef
ekki verður tekið tillit til tekna
við úthlutun námslána.
Jón Bjami Guðsteinsson frá
Bandalagi íslenskra sérskólanema
sagði að sérskólanemar myndu
ekki sætta sig við vexti ofan á
verðtryggð lán. Guðmundur Auð-
unsson frá Stúdentaráði Háskðla
íslands sagði að rneð tillögum
menntamálaráðherra væri verið
að leggja niður Lánasjóðinn og
búa til sjóðslíki í staðinn. Hann
sagði að tillögumar væm aðför
gegn grundvallarhugmynd náms-
lána sem væri jafnrétti til náms
og stúdentar myndu ekki sætta
sigVið það.
Davíð Bjömsson formaður Fé-
lags ungra jafnaðarmanna sagði
að Alþýðuflokkurinn hefði ekki
mótað heildarstefnu í málefnum
Lánasjóðsins, en verið væri að
vinna að því. Hann tók það fram
að Alþýðuflokkurinn væri á móti
því að fólki væri refsað fyrir að
vinna þegar námslánum væri út-
hlutað og að setja þyrfti þak á lán
þannig að ekki væri hægt að taka
lán nema upp að vissri upphæð.
Haraldur Ólafsson þingmaður
Framsóknarflokksins taldi að rík-
ið yrði enn um sinn að kosta nám
íslenskra stúdenta. Hann sagðist
vona að góð lausn fengist á þess-
um málum og tekið yrði tillit til
hugmynda framsóknarmanna um
þær. ’
í lok fundarins var samþykkt
ályktun þar sem eftirfarandi kom
fram: Aðför menntamálaráðherra
að Lánasjóði íslenskra náms-
manna er harðlega fordæmd;
skorað er á menntamálaráðherra
að afnema reglugerðina frá 3.
janúar um frystingu námslána;
Hugmyndum um vexti, inn-
heimtugjöld og lántökugjöld af
námslánum er hafnað, þar sem
þau eru talin fyrsta skref í þá átt
að gera lánasjóðskerfíð að hluta
hins almenna bankakerfis; fund-
urinn fordæmir að komið verði á
styrkjakerfi fyrir útvalda nemend-
ur, slíkt muni aðeins auka á ójafn-
rétti til náms meðan ríkisvaldið
treystir sér ekki til að veita náms-
mönnum lán sem á þeim eiga
fullan rétt. Að lokum harmar
fundurinn vinnubrögð Sverris
Hermannssonar menntamálaráð-
herra við endurskoðun á lögum
um námslán og námsstyrki og
skorar á ráðherra að taka upp
lýðræðislegri vinnpbrögð.
• y;.; —...
Krafa um kaupmátt
ogtryggingu:
Ekkert
þokast í
samkomu-
lagsátt
EKKERT hefur enn þokast í
samkomulagsátt um kaupmátt
og kaupmáttartryggingar í
samningaviðræðum Alþýðusam-
bandsins og samtaka atvinnurek-
enda.
Samningamenn munu vinna í
undimefndum í dag og áfram um
helgina. Nýr fundur í stóru samn-
inganefndunum hefur verið boðaður
eftir hádegi á mánudaginn, að því
er segir í sameiginlegri yfírlýsingu
frá ASÍ, VSÍ og VMSS, sem gefín
var út eftir nær fimm klukkustunda
langan samningafund í gær.
I yfírlýsingunni segir að á samn-
ingafundinum í gær hafí verið rætt
um hvemig bæri að vinna að málum
eftir svar ríkisstjómarinnar í gær.
Samningamenn urðu ásáttir um að
„skoða efnisatriði frekar í efna-
hagsmálanefnd aðila á morgun og
um helgina. Jafnframt var ákveðið
að vinna í undimefndum um lífeyr-
ismál og húsnæðismál,“ segir í yfír-
lýsingunni.
Bæ, Höfðaströnd:
Aukin selagengd
Bæ, Höfðaströnd 6. febrúar
FÓLK getur verla dásamað veður-
blíðuna hvem nú eins og unnt er,
því logn og blíða er á hveijum degi.
Þó ekki séu hér nein gömul selalát-
ur, hefur nú annað brugðið við, en
var, því einn dag nú er ég gekk
niður að sjó, sá ég í gömlu uppsátri
frá Bæ 7 seli að leik, sem sýnilega
vom ánægðir í veðurblíðunni. Sagt
er mér að mikið sé af sel víða, sér-
staklega við úteyjar á Skagafírði.
Aðeins einn bátur er nú gerður
út á skelveiði frá Hofsósi og gengur
sú veiði mjög sæmilega. Eins og ég
hef áður sagt frá er silgungsveiði
hér nú undan ís í Höfðavatni mjög
sæmileg. ■'* .
Bjötn í Bæ