Morgunblaðið - 07.02.1986, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 07.02.1986, Qupperneq 48
HLEKKURIHBMSKBMU FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Sænsk yfirvöld framselja mann til íslands: Handtekinn með •stolið greiðslukort LIÐLEGA tvitugur maður var í liðinni viku handtekinn á hóteli í Svíþjóð grunaður um misnotkun með greiðslukort. Hann var tekinn þegar hann hugðist framvísa stolnu greiðslukorti til greiðslu reiknings. Maðurinn var framseld- ur til íslands og fóru tveir rannsóknarlögreglumenn um helgina til Svíþjóðar og komu með hann á þriðjudag. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. mars næst- komandi að kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins, en ekki er vitað um umfang svikastarfsemi hans. Þetta er í þriðja sinn sem maðurinn er handtekinn fyrir að stela greiðslu- korti og í annað skiptið, sem það gerist erlendis. Óttast er að svik mannsins nemi j^mtalsverðum flárhæðum. Hann Getekki lifað af laununum — segir Guðrún Helga- 'dóttir alþingismaður GUÐRÚN Helgadóttir, þing- maður Alþýðubandalagsins, sagði í umræðum um bflafríð- indi ráðherra á Alþingi i gær, að hún gæti ekki Iifað af laun- um sínum sem alþingismaður. Óskaði hún eftir þvi, að Alþingi tæki til umræðu störf og kjör þingmanna. Guðrún sagði, að laun þing- manna væru ekki nógu há. Hún upplýsti að laun þingmanna væru nú 68.128 krónur á mánuði og sjálf fengi hún um 40.000 krónur greidd- ar út, þegar skattar hefðu verið dregnir af henni. Hún nefndi að L þingmannslaun væru mun lægri en laun ýmissa annarra, svo sem embættismanna hjá ríkinu, verka- lýðsforingja og þingfréttaritara. Sjá bls. 28: Ráðherrabílar með einkabflstjórum nauð- synlegir fór til Norðurlanda þann 4. janúar síðastliðinn með stolna greiðslu- kortið. Greiddi flugfarseðil til Norð- urlanda með kortinu og falsaði undirskrift korthafa. Maðurinn hefur um mánaðarskeið ferðast um Norðurlönd, búið á hótelum og greitt reikninga með greiðslukort- Sem fyrr segir er þetta í þriðja sinn, sem honum tekst að stela greiðslukorti. í fyrsta skiptið sveik hann út vörur og þjónustu fyrir um 25 þúsund krónur. f vetur komst hann yfír annað kort og þá tókst honum að svíkja út fé fyrir liðlega 200 þúsund krónur. Þá eins og nú, fór hann úr landi og var handtekinn í Kaupmannahöfn. Drengir á Djúpavogi með tvö duflanna. Morgunblaðið/Ingimar Fjögur dufl á Djúpavogi ÞRJÚ dufl hafa fundist rekin á fjörur í nágrenni Djúpavogs og hluti úr þvi fjórða kom í troll togarans Sunnutinds. Að sögn Sigurðar Gíslasonar lög- reglumanns á Djúpavogi virð- ast þau öll vera einhverskonar hlustunardufl og að minnsta kosti eitt framleitt í Bandaríkj- unum. Duflin sem fundust rekin voru á fjörum við Framnes inni í Beru- fírði, á söndunum fyrir utan flug- völlinn á Djúpavogi og á söndun- um í Þvottáreyjum í Álftafirði. Sagði Sigurður að Landhelgis- gæslan hefði verið látin vita og tækju sprengjusérfræðingar hennar duflin í sina vörslu við hentugleika. Bílsljóri hjá Mjólkursamsölunni handtekinn: Segist hafa selt stolna vöru í um 20 verslanir UNGUR fyrrum starfsmaður Mjólkursamsölunnar í Reykjavík hefur viðurkennt að hafa stolið mjólkurvörum og selt á allt að hálfvirði í um 20 verslanir á Reykjavíkursvæðinu. Maðurinn var handtekinn eftir að Rann- sóknarlögreglu rfldsins barst beiðni frá forráðamönnum Mjólkursamsölunnar um opin- bera rannsókn á þvi, hvort mjólk- urvörum hafi verið stolið og þær seldar kaupmönnum, jafnvel á hálfvirði. Ungi maðurinn hefur verið úr- Borgarsljóri býður ASI bárujárnshúsið við Bergþórugötu BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Davíð Oddsson, hefur boðist tíl að beita sér fyrir þvi í borgarstjórn, að Alþýðusambandi íslands verði gefið umtalað bárujárnshús við Bergþórugötu í Reykjavík gegn þvi skilyrði, að hreyfingin láti gera húsið upp og sjái um vemdun þess. Svar hefur ekki borist við boði borgarstjóra, að þvi er hann sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Umrætt hús við Bergþórugötu er eitt fyrsta húsið, sem byggt var á félagslegum grundvelli fyrr á öldinni fyrir forgöngu Alþýðu- sambandsins. Það stendur nú á skjön við skipulag og hafa verið uppi um það hugmyndir í borgar- kerfínu að láta rífa húsið. Davíð Oddsson, sem nýlega gerði fræg- an dægurlagatexta um „báni- járnshús við Bergþórugötuna", sagðist hafa haft samband við Ásmund Stefánsson, forseta ASÍ, og tjáð honum að fyrst húsið væri verkalýðshreyfingunni svo mikils virði, þá myndi hann vera fús til að beita sér fyrir því að hreyfingunni yrði gefíð húsið með nefndum skilyrðum. „Mér fínnst rétt að koma til móts við verkalýðshreyfínguna að þessu leyti fyrst talið er að húsið sé svo gagnmerk menningarsögu- leg heimild," sagði hann. „Ég hef rætt þessa hugmynd við formann umhverfísmálaráðs borgarinnar og fengið mjög jákvæðar undir- tektir." Borgarstjóri kvaðst ekki vita hversu mikill kostnaður væri því samfara að gera húsið upp en samkvæmt þeim skýrslum, sem hann hefði fengið, þá væri það mjög illa farið. Morgunblaðið/Emilfa Bárujárnshúsið við Bergþórugötu, sem borgarstjóri vill gefa Alþýðusambandi íslands vegna menningarsögulegs gildi þess. skurðaður í gæsluvarðhald til mánudagsins að kröfu Rannsóknar- lögreglu ríkisins vegna rannsóknar málsins. Hann starfaði sem bflstjóri hjá Mjólkursamsölunni og sá því um dreifingu mjólkurvöru. Hann mun hafa hafíð störf fyrir um sex mánuðum. Rannsókn er á frumstigi og varðist RLR frétta af henni, en staðfesti að játning lægi fyrir. í gær voru allmargir kaupmenn kallaðir til yfírheyrslna hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins vegna rannsóknar málsins. Grunur leikur á, að einkum mjólk og ijómi hafí verið tekin óftjálsri hendi og seld kaupmönnum. Mjólk- ursamsalan er sjálfseignarstofnun bændasamtakanna og dreifír mjólk- urvöru á höfuðborgarsvæðinu. Fiskverðs- fundur í dag ERFIÐLEGA gengur nú að ná samkomulagi um fískverð. Veldur því bág staða fiskvinnslunnar og óvissa um áframhaldandi þróun ol- íuverðs. Ennfremur telja sjómenn erfítt að ganga til samkomulags, þegar almennir kjarasamningar liggja ekki fyrir^ en laun þeirra taka mið af þeim. Á hinn bóginn telja menn erfítt að ná almennum kjara- samningum, þegar fískverð liggur ekki fyrir. Yfímeftid Verðlagsráðs sjávarútvegsins kemur saman til fundar i dag. )

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.