Morgunblaðið - 07.02.1986, Síða 47

Morgunblaðið - 07.02.1986, Síða 47
Frábær árangur MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1986 EINAR Ólafsson skíðagöngumað- ur frá ísafirði hefur verið heldur betur í sviðsljósinu á sænska meistaramótinu í norrænum greinum sem fram fer um þessar mundir. í gær varð hann níundi í 50 kílómetra göngu og sýndi þar með að hann er kominn í röð fremstu göngumanna Norður- landa ef ekki heimsins. Hann sannaði það með þessari göngu að það var enginn tilviljun að hann varð í áttunda sæti í 15 kíló- metra göngunni á þriðjudaginn. „Ég er alveg í sjöunda himni. Þetta var alveg frábært," sagði Einar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Árangur hans er mjög góður ekki síst fyrir það að Svíar eiga harðsnúna göngugarpa og allir tóku þeir þátt í þessu móti Þjálfarinn færði KR bæði stigin ÞJALFARI KR-inga, Haukur Ott- esen, sýndi leikmönnum sínum gott fordæmi á síðustu mínútu leiksins við HK í keppninni um „hugsanleg" aukasæti f fyrstu deild á næsta keppnistímabili. Hann galopnaði þá vörn and- stæðinganna með snaggaralegri gabbhreyfingu, skaust inn á lín- una og skoraði sigurmarkið. Leikið var á heimavelli HK í Kópavogi, og lengi framan af virt- ust HK-menn sigurstranglegri. Vörn KR-inga var langt í frá góð, og þar sem ekki gekk vel í sókninni hjá þeim heldur var HK yfirleitt 2 til 4 mörkum yfir, eða þar til um 5 mínútur voru eftir, að KR tókst að jafna, 21-21. Þessi tvö lið virðast áþekk að getu, og í svipuðum gæðaflokki og Haukar og Þróttur. Sennilega ættu KR-ingar þó að geta hrist af sér slenið og sigrað í þessari skrýtnu keppni, sem ef til vill er ekki um neitt. Engin formleg ákvörðun hefur nefnilega verið tekin um fjölgun liða í fyrstu deild á næsta ári. Stefán Arnarson KR-ingur var áberandi besti sóknarmaöurinn á vellinum, en auk hans áttu Jóhann- es Stefánsson og Haukur þokka- legan leik með KR. Af HK-mönnum bar mest á gömlu jöxlunum, Ragn- ari Ólafssyni og Birni Björnssyni, en Ólafur Pétursson var einnig líf- legurá línunni. Mörk HK: Björn Björnsson S/1. Ólafur Pét- ursson 4, Ragnar Ólafsson 3, Rúnar Einarsson 3, Gunnar Gylfason 3, Jón Einarsson 2, Berg- sveinn Þórarinsson 1. Mörk KR: Stefán Arnarson 6, Jóhannes Stefánsson 4/3, Ólafur Lárusson 4/1, Haukur Ottesen 3, Páll Björnsson 2, Björn Pétursson 1, Baldur Hermannsson 1. nema Gunde Svan. Alls kepptu 99 göngumenn í gær. „Ég sagði við þjálfarann minn fyrir gönguna í dag (í gær) að ég gerði mig ánægðan með að vera fyrir neðan 20. sætið en hérna eru göngumenn mjög jafnir og allt að 25 manna hópur sem hefur skipst á um að vera í efstu sætunum. Ég gerði mér vonir um að komast í 15. sætið en þetta var alveg stór- kostlegt og ég held aö ég hafi sannað að árangurinn á þriðjudag- inn var engin tilviljun." Einar sagðist hafa verið í 5. sæíi eftir 30 kílómetra en í því sjötta eftir 40 kílómetrana. „Það er ekki nokkur vafi á að þrotlausar æfingar eru að skila sér núna, að vfsu dálítið fyrr en ég reiknaði með en það er bara betra," sagði Einar. Sigurvegari í gær varð landsliðs- maðurinn Torgen Morgren og var hann 1,50 mínútu á undan næsta manni og 5 mínútum og 48 sek- I úndum á undan Einari. West Ham og Watford áfram Frá Bob Hennesy, fróttamanni Morgun- blaösins á Engiandi. ÞEGAR Tony Cottee skoraði fyrir West Ham á móti Ipswich í ensku bikarkeppninni f gærkvöldi, höfðu liðin leikið í samtals rúmlega 5 klukkustundir til að fá úr því skorið hvort þeirra kæmist í fimmtu umferð. Sigurmarkið kom aðeins átta mínútum fyrir lok framlengingar í þriðja leik liðanna á fimm dögum. Fyrst varð jafn- tefli f Ipswich á laugardaginn, aftur í London á mánudagskvöld og nú loks fengust úrslit. I öðrum samskonar langlokuleik sigraði Watford Manchester City á útivelli. Sá sigur var þó snöggtum öruggari. Neil Smiley, John Barnes og Worrel Stirling komu Watford í 3—0 með mörkum í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Steve Kins- Ósigrinum tekið óvenjuvel á Ítalíu EFTIR ósigurinn gegn Vestur- Þjóðverjum í knattspyrnu í fyrra- kvöld, er Ijóst að Enzo Bearzot, þjálfari ítala, á enn langt f land með að mynda heilsteypt lið til að verja heimsmeistaratitilinn f Mexfkó. Leikið var á forugum velli í Avellino, og þó ítalir lékju vel, einkum framan af, þá vantaði þá baráttugleðina sem Vestur-Þjóð- verjar höfðu nóg af. Sigurinn var kærkominn fyrir þýska, því þeir höfðu ekki náð að sigra í sex leikj- Sjónvarpsleikir SJÓNVARPIÐ á nú aðeins eftir að sýna tvo leiki frá ensku knatt- spyrnunni f vetur: Leik West Ham og Man. United annan laugardag, og leik Everton og Liverpool 22. feb. Þá taka við beinar útsending- ar frá HM í Sviss. um í röð fyrir leikinn á ítalíu. Aldo Serena náði forystu fyrir Ítalíu snemma í leiknum, en félagi Lárusar Guðmundssonar og Atla Eðvaldssonar hjá Bayern Uerding- en, Herget, jafnaði fyrir Þjóðverja, og sigurmarkið skoraði svo Matt- haus 15 mínútum fyrir leikslok. Eftir þessi úrslit er búist við að aukið líf færist í fyrstudeildarleiki á (talíu á næstunni, því ýmsar lykilstöður liðsins eru enn á lausu. Miðherjanum Altobelli var t.d. kippt útaf í hálfleik, og líklegt er talið að liðsstjórnandinn, Ancelotti frá Roma, missi sæti sitt, líklega til Di Gennaro, sem leikur með Verona. Annars þykir það tíðindum sæta á Italíu — og í Englandi — að Paul Ridout, sem leikur með Bari, skuli hafa náð að skora 6 mörk í deild- inni, eða fleiri en hinir frægu landar hans, Mark Hately og Trevor Fran- cis, til samans. ey náði að minnka muninn fyrir City 7 mínútum fyrir leikslok. í fimmtu umferð keppninnar fá leikmenn West Ham kollega sína í Manchester United í heimsókn og Watford leikur gegn Bury á heimavelli. Morgunblaöið/Júlíus • ívar Webster treður hér knettinum f körfuna hjá Kóflvfkingum og það er ekki annað að sjá en Sigurður Ingimundarson klappi fyrir honum. Ótrúlegir yfirburðir er Haukar burstuðu ÍBK HAUKAR sýndu Keflvfkingum svo sannarlega í tvo heimana er liðin mættust í úrvalsdeildinni í gær- kvöldi. Haukar unnu leikinn með 42 stiga mun, skoruðu 93 stig gegn 51 stigi ÍBK. Staðan í leik- hléi var 41:26. Hreint ótrúlegir yfirburðir Haukanna f þessum leik. Já, Haukarnir voru svo sannar- lega í essinu sínu í gærkvöldi. Þeir héldu uppi miklum hraða í leiknum og Keflvíkingar áttu einfaldlega ekkert svar við mjög góðum leik Hafnfirðinganna. Haukarnir höfðu mjög mikla yfirburði, eins og töl- urnar bara með sér, og þá var sama á hvaða sviöi það var. Vörnin var betri, sóknin var betri, hittnin var betri, sendingarnar voru betri og svo mætti lengi telja. Keflvíkingar hófu leikinn að vísu vel. Þeir komust í 4:9 eftir þrjár mínútur en síðan ekki söguna meir því Haukarnir jöfnuðu fljót- lega og juku síðan forskot sitt út allan leikinn. Vörn Keflvíkinga var slök í þess- um leik. Það sama má segja um sóknarleikinn hjá þeim. Þar var allt í molum og þegar þeir sáu að þeir gætu ekki brotið góða vörn Hauka á bak aftur létu þeir reyna á einstaklingsframtakiö og ekki tókst það frekar en annað sem þeir reyndu. Allir leikmenn Hauka léku vel í gær. Pálmar og ívar Webster voru góðir en léku ekki mjög mikið með. Webster var eins og klettur í vörninni, tók aragrúa frákasta og lék mjög vel. Eyþór Árnason, Henning Henningsson og ekki síst Ólafur Rafnsson áttu góðan leik, bæði í sókn og vörn. Lítið var um fína drætti hjá Keflvíkingum að þessu sinni. Liðið lék langt undir getu og víst er að varla eiga þeir eftir að leika jafn illa það sem eftir er vetrar. Stig Hauka: Ólafur Rafnsson 21, Pálmar Sigurðsson 19, Henning Henningsson 18, Eyþór Árnason 15, ívar Ásgrímsson 8, ívar Webster 8, Kristinn Kristinsson 2, Bogi Hjálm- týsson 2. Stig ÍBK: Siguröur Ingimundarson 11, Guðjón Skúlason 10, Hreinn Þorkelsson 9, Magnús Guöfinnsson 6, Jón Kr. Gislason 5, Hrannar Hólm 4, Þorsteinn Bjarnason 4, Ing- ólfur Haraldsson 2. - ágás Paul Walsh tekinn í sátt Prá Bob Henneaay, fréttaritara Morgun- blaðsinsáEnglandi. PAUL Walsh, miðherji Liverpool, hefur nú bundið enda á nokkurra mánaða deilu við forystumenn félagsins með því að óska eftir 'að verða tekinn af sölulista. Walsh fór fram á að vera seldur til annars fólags þann 5. október sl. þegar hann var tekinn úr lið- inu, en eftir marga frábæra leiki að undanförnu, og 18 mörk í vetur, hafa nú tekist sættir með honum og Dalglish, fram- kvæmdastjóra liðsins. Reading, langefsta liðið í þriðju deild, hefur fest kaup á hinum 27 ára fyrirliða Brentford, miðjuleik- manninum Terry Hurlock. Kaup- verðið, 90 þúsund pund, er eitt hið allra hæsta sem um getur hjá þriðjudeildarliði í Englandi. Paul MacGrath, miðvörður Manchester United, undirritaði f1 gær nýjan 5 ára samning við félag- ið. Hann er fjórði leikmaður liðsins á skömmum tíma sem gerir lang- tímasamning sem þennan. Áður hafa Bryan Robson, Gary Baily og Norman Whiteside gert 5—6 ára samninga. — varð níundi í 50 kílómetra göngu Einars Ólafssonar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.