Morgunblaðið - 07.02.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.02.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 Frá aðalfundi Vinnuveitendasambands íslands á síðasta ári. Morgunblaðið/Júlíus Aðild ríkisfyrirtækja að VSÍ: Rúmlega hálf önnur milljón greidd í félagsgjöld 1985 RÍKISFYRIRTÆKI og önnur fyrirtæki með eignaraðild ríkisins, sem aðild eiga að Vinnuveitendasambandi íslands (VSÍ), greiddu rúmlega hálfa aðra milljón króna í félagsgjöld til sambandsins á síðasta ári. Arið 1984 námu slíkar greiðslur tæplega 700 þúsund krónum. Þessar upplýsingar koma fram í skriflegu svari forsætisráðherra við fyrirspum frá Hjörleifi Guttorms- syni (Abl.-AI.) um aðild ríkisfyrir- tækja að VSI og greiðslur þeirra til sambandsins. í svari forsætisráðherra kemur ffarn að árið 1984 gerðust tvö fyrir- tæki, sem heyra undir iðnaðarráðu- neytið, Jarðboranir ríkisins og Raf- magnsveitur ríkisins, beinir aðilar að VSÍ. Þessu til viðbótar gerðust íslenska jámblendifélagið hf., Kísil- iðjan hf., Sementsverksmiðja ríkis- ins og Þörungavinnslan hf. beinir aðilar að Félagi íslenskra iðnrek- enda (FÍI) árið 1984 og öðluðust með því óbeina aðild að VSÍ_ í samræmi við lög og samþykktir FII. Sama ár fuligilti Ríkisprentsmiðjan Gutenberg aðild sína að Félagi ísl. prentiðnaðarins og hefur í samræmi við þá aðild, frá ársbyrjun 1985, verið fullgildur aðili að VSÍ. Þá gekk eitt fyrirtæki, sem heyrir undir landbúnaðarráðuneytið, Áburðar- verksmiðja ríkisins, í VSI í maí 1984. Fram kemur í svarinu að félags- gjöld Jarðborana ríkisins til VSÍ námu á árinu 1984 68.481 kr. og árið 1985 131.165 kr. Félagsgjöld Rafmagnsveitna ríkisins námu árið 1984 277.302 kr. og árið 1985 400.508 kr. Síðan segir. „í samræmi við lög, samþykktir og samstarfssamning Félags íslenskra iðnrekenda og VSÍ greiddi það til Vinnuveitenda- sambands íslands félagsgjöld vegna áðurgreindra fyrirtækja, sem hér segir árin 1984 og 1985. Vegna Kísiliðjunnar hf. kr. 43.070 árið 1984 og kr. 100.304 árið 1985. Vegna Sementsverk- smiðju ríkisins kr. 101.925 árið 1984 og kr. 162.230 árið 1985. Vegna Þörungavinnslunnar hf. kr. 30.405 árið 1984 og kr. 32.585 árið 1985. Jámblendifélagið hefur árum saman haft þjónustusamning við Vinnuveitendasamband íslands og gilti hann út árið 1984, en félags- gjöld þess fyrirtækis árið 1985 voru kr. 338.206. Félagsgjöld Félags ís- lenska prentiðnaðarins vegna Ríkis- prentsmiðjunnar Gutenbergs til VSÍ árið 1985 voru kr. 93.405. Greiðslur félagsgjajda Áburðar- verksmiðjunnar til VSÍ voru á árínu 1984 kr. 170.229 og árið 1985 kr. 293.088.“ í fyrirspum Hjörleifs Guttorms- sonar var einnig spurt um greiðslur íslenska álfélagsins (ÍSAL) til VSÍ. í svari forsætisráðherra kemur fram að VSÍ telur sér óskylt og óheimilt að upplýsa um greidd eða vangreidd félagsgjöld einstakra aðila. Guðrún Helgadóttir: Ráðherrabílar með einka- bílsljórum nauðsynlegir GUÐRÚN Helgadóttir (Abl.-Rvk.) lét svo ummælt við umræður um bílafríðindi ráðherra í sameinuðu þingi í gær, að það væri vanvirða við ráðherra að ætla sér að afnema með öllu þessi fríðindi þeirra. Til umræðu var tillaga frá Jóhönnu Sigurðardóttur (A.-Rvk.) um að afnema ákvæði um sérstök fríðindi ráðherra, sem gera þeim kleift að eignast bifreiðir á mun lægra verði en almenningur. Guðrún Helgadótt- ir kvaðst vera sammála því að ráð- herrar ættu ekki að eignast bíla á kostnað ríkisins, en nauðsynlegt væri hins vegar að ríkið ætti og ræki bíla fyrir ráðherrana og að þeim fylgdu einkabflstjórar. Kvað hún ráðherra hafa mikilvægari störfum að gegna en svo að þeir gætu eytt tíma sínum í ýmislegt umstang er fylgdi því að þurfa að annast eigin bíl. I því sambandi nefndi þingmaðurinn, að í gær- morgun hefði hún þurft að eyða tveimur klukkustundum á viðgerð- arverkstæði vegna eigin bifreiðar. Guðrún Helgadóttir fjallaði einn- ig um laun alþingismanna, sem hún taldi að væru ekki nógu há, og kvað algengt að fólk miklaði þau fyrir sér. Hún nefndi að þing- mannslaun væru mun lægri en laun ýmissa annarra, s.s. embættis- manna hjá ríkinu, verkalýðsforingja og þingfréttaritara. Hún upplýsti að laun alþingismanna væru nú 68.128 kr. á mánuði og sjálf fengi hún um 40 þús. kr. greiddar út þegar skattar hefðu verið dregnir af henni. Kvaðst þingmaðurinn ekki geta lifað af þessum launum og óskaði eftir því að Alþingi tæki til umræðu störf og kjör þingmanna. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti sameinaðs þings, sagði í framhaldi af orðum Guðrúnar Helgadóttur, að hann myndi ræða ósk hennar við formenn þingflokk- anna. Jóhanna Sigurðardóttir taldi að Guðrún Helgadóttir hefði ekki fylgst nógu vel með málflutningi sínum. Hún hefði tekið það fram, að enda þótt lagaákvæði um sérstök bflafríðindi ráðherra yrðu afnumin væru enn lagaheimildir í gildi fyrir því að ríkið ætti bifreiðir og fæli einstökum starfsmönnum sínum að annast þær. Stuttar þingfréttir: Framkvæmd eignar- náms verði breytt Skammstafanir í stjórnmálafréttum í stjórnmálafréttum Morgunblaðsins eru þessar skammstafanir notaðar. Fyrir flokka: A.: Alþýðuflokkur Abl.: Alþýðubandalag Bj.: Bandalag jafnaðarmanna F.: Framsóknarflokkur Kl.: Kvennalisti Kf.: Kvennaframboð S.: Sjálfstæðisflokkur Fyrir kjördæmi: Rvk.: Reykjavík VI.: Vesturland Vf.: Vestfirðir Nv.: Norðurland vestra Ne.: Norðurland eystra AI.: Austurland Sl.: Suðurland Rn.: Reykjanes EIÐUR Guðnason (A.-Vl.) og Karl Steinar Guðnason (A.-Rn.) hafa lagt fram á alþingi frum- varp til laga um breytingu á lögum frá 1973 um framkvæmd eignarnáms. Frumvarpinu er ætlað að breyta aðferðum við ákvörðun eignar- námsbóta í þá átt að afnema það óréttlæti sem flutningsmenn telja að nú viðgangist, stuðla að eðlilegri þróun byggðar og gera það að meginreglu laga að ekki skuli taka tillit til verðbreytinga er rekja megi til tilgangs eignamámstökunnar. Hjörleifur Guttormsson (Abl.- Al.) hefur beint til iðnaðarráðherra fyrirspum um opinber innkaup á erlendum iðnaðarvömm. Fyrir- spumin er svohljóðandi: „Til hvaða aðgerða hefur ríkisstjómin gripið til að stuðla að opinberum innkaup- um á innlendum iðnaðarvömm eftir að samstarfsnefnd um opinber inn- kaup var lögð niður haustið 1983?“ Sami þingmaður Spyr iðnaðar- ráðherra: „Hver hefur verið hlut- fallsleg markaðshlutdeild helstu vömflokka innlends iðnvamings á hvetju ári á tímabilinu 1980-1985?“ Þá hefur Þórður Skúlason (Abl.-Nv.) beint til samgönguráð- herra fyrirspurn um framlög til vegagerðar á árunum 1983-1985. Trésmiðjan Víðir hf Búslpóri sinnir daglegum rekstri REKSTUR Trésmiðjunnar Víð- is hf. er nú undir stjórn Rúnars Mogensen bústjóra, sem skipta- ráðandinn í Kópavogi skipaði til verksins þegar stjórn tré- smiðjunnar ákvað þann 27. janúar sl. að óska eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjald- þrotaskipta. Auglýst hefur verið eftir kröfum I búið í Lögbirtingi. Fimm mánaða greiðslustöðvun Víðis hf. rann út þann 23. janúar sl. og hafði forráðamönnum þess þá ekki tekist að selja húseignina við Skemmuveg, sem var talið skil- yrði þess að tækist að rétta hag fyrirtækisins. Stærstu lánardrottnamir, Iðn- lánasjóður og Iðnþróunarsjóður, gátu ekki fellt sig við tryggingar stuðningsmannaféiags Vals, sem gert hafði tilboð í húsið. Boðaður hefur verið fundur með kröfuhafa þann 12. febrúar nk., þar sem væntanlega verður tekin af- staða til þess hvort frekar verði reynt að selja húseignina. Hjá Trésmiðjunni Víði unnu 36 manns. Að sögn Rúnars Mogensen eeru nokkrir starfsmanna hættir, en flestir eru þó að vinna við tíma- bundin verkefni, og ekki verið endanlega ákveðið hvenær öll vinna verður lögð niður. Leiruvegnrinn við Akureyri: Tengivegur- inn einnig í notkun næsta haust Akureyri, 5. febrúar. FRAMKVÆMDUM við Leiru- veg á Akureyri — brúargerð og byggingu tengivegar að brúnni frá Drottningarbraut — lýkur í haust þannig að hægt verður að taka brúna í notkun. Skv. áætlun átti aðeins að klára brúna í ár en tengivegurinn var á áætlun 1987. Nú er ljóst að bæði verkin verða unnin í ár. „Allir þingmenn kjördæmisins eru hlynntir því að tilfærslu fjár- magns til vegamála innan kjördæm- isins veri þannig háttað að tengi- vegurinn verði einnig kláraður í haust. Það kemur ekki til greina af okkar hálfu að byggja brúna og láta veginn bíða," sagði Bjöm Dagbjartsson, alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins, í samtali við Morg- unblaðið í dag. Aðrar framkvæmdir, t.d. malbikun einhvers staðar, frest- aðist þá í eitt ár í staðinn. Norðurverk hf. á Akureyri átti lægsta tilboð í brúargerðina og hefur þegar fengið það verk. Þess má geta að fyrirtækið skilaði einnig frávikstilboði — þar sem boðin var vegargerð frá brú og í land á Drottningarbraut. Boðinn var 3,5% afsláttur á brúargerðinni tæki Vegagerð ríkisins frávikstilboðinu — en það eru um 830.000 krónur. Ekki er enn ljóst hvemig vega- lagningunni verður hagað en líklegt er að verkið verði boðið út fljótlega. Forráðamenn Vegagerðarinnar telja óhjákvæmilegt að bjóða verkið út — um svo stórt verkefni sé að ræða að ekki sé annað hægt for- dæmisins vegna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.