Morgunblaðið - 07.02.1986, Page 36

Morgunblaðið - 07.02.1986, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 * 1 Minning: Ingólfur B. Jóns- son, Hafnarfirði Fæddur 12. desember 1913 Dáinn 26. janúar 1986 Hugstæð er mir.ningin um hafn- firska verkamanninn, Ingólf Björg- vin Jónsson, sem lést 26. janúar sl. og verður jarðsunginn í dag frá Hafnarfjarðarkirkju. í lífsbók hans ljómar skærast óeigingjöm þjón- usta, einstök trúmennska, hollusta við gamlar og góðar dyggðir og gleðin mesta: að gera öðmm gott. Hann var fæddur í Hafnarfirði 12. desember 1913 og bjó þar alla tíð. Foreldrar hans vom hjónin Guðlaug Oddsdóttir frá Háholti í Gnúpveijahreppi og Jón Þorleifs- son, kirkjugarðsvörður frá Vatns- holti í Villingaholtshreppi. Þau fluttust til Hafnarfjarðar 1907 og vom þekkt fyrir dugnað og ráðdeild. Það var þrekvirki í harðri lífs- baráttu og fátækt fyrri ára að koma upp stómm hópi bama til mann- dóms og þroska. Það tókst þeim sæmdarhjónum með mikilli prýði. Öll þeirra böm urðu nýtustu þegn- ar. Ingólfur var, ásamt tvíburabróð- ur sínum, Hjalta, yngstur tólf systk- ina, en einnig ólu foreldrar hans upp þrjú fósturböm. Tvö bamanna dóu á bamsaldri, en þrír bræðranna, sem upp komust, féllu frá á undan Ingólfí: Jón Stefán, Helgi og Gest- ur. Á lífi em: Ingibjörg, húsmóðir í Hafnarfirði, Oddgeir, iðnverka- maður, R.vík, Þorleifur, loftskeyta- maður, Garðabæ, Kristjana, hús- móðir í Hafnarfírði, Svanhvít Margrét, húsmóðir, R.vík, og Hjalti, mjólkurfræðingur, sem frá um 1938 hefur átt heima í Danmörku og lengst af rekið þar eigin verslun. Það holla veganesti, sem Ingólfur hlaut í foreldrahúsum, varð honum undirstaða vammlauss og fagurs lífemis, þar sem vinnusemi og heið- arleiki vom í öndvegi. Verkamanna- vinnan varð hans ævistarf og alltaf bundinn fæðingarstaðnum. Starfsferillinn hófst um ferming- araldur. Ingólfur vann m.a. hjá Böðvarsbræðmm 1921-36 ogtalaði af miklum hlýleik um húsbændur sína þar. En lengst þjónaði hann Hafnaríjarðarbæ eða um 50 ára skeið sem verkamaður og sótari. Enginn verkamaður hefur átt jafn- langan starfsaldur í bæjarvinnunni. Alltaf var hann heil) í hollustu við sína yfirboðara og vann sín verk af mikilli skyldurækni og vinnugleði áhugamannsins. Ingólfur tók við sótarastarfi föð- ur síns um 1935. Við sótun skor- steina vann hann síðan allt til þess, er hitaveitan kom í Hafnarfjörð 1975 og sótarastarfíð heyrði sög- unni til. Fullyrða má, að ekki hefðu margir fengist til að sinna slíku óþrifastarfí, klífa brött þökin og bera þunga stiga milli húsa. Varla freistuðu launin hans, en í því sem öðm vom þau aldrei aðalatriðið hjá Inga, en svo var hann kallaður í daglegu tali. Vafalaust hefur ánægjan, sem krakkamir höfðu af klifrí Inga sótara upp veggi og þök, kryddað honum starfíð. Hann var bamgóður og hafði yndi af bömum, var þó alla tíð ókvæntur og bam- laus. Ingólfur naut þess ríkulega að gleðja og liðsinna. Það fengu vinir og vandamenn oft að reyna. Marg- an greiðan gerði hann ýmsum öðr- um. Hann sló t.d. oft túnbletti með orfí og Ijá og gekk sjaldnast eftir endurgjaldi. Hann átti velvilja samferðafólksins í ríkum mæli og enginn mun óvildarmaðurinn hafa verið. Faðir hans hafði allmikinn bú- skap síðari starfsárin, uppi á Öld- um. Eftir lát hans 1954 sá Ingólfur um kýmar og var síðasti kúabónd- inn f Hafnarfirði. En mesta yndi hand í frístundum var íjárbúskapur- inn. Kindumar í kofanum neðan við Kaldárselsveg vom hans tryggða- vinir. Hann sinnti þeim af einstakri alúð og nú sakna þær góða og trygga hjarðmannsins. Til hinstu stundar var hugur Ingólfs bundinn þessum málleysingjum. Oft reis hann árla úr rekkju, einkum á vorin um sauðburðinn. Hélt hann þá fótgangandi til fjár- húsa löngu fyrir vinnutíma, meðan aðrir sváfu. Þá upplifði hann oft þá dýrlegu morgunfegurð, sem margir fara á mis við, þess unaðar að skynja guðdóminn í kyrrðinni við sólris nýs dags. Ingólfur kom víðar við á löngum og farsælum ferli. Hann gerðist hringjari Hafnarfjarðarkirkju 1938 og var sá síðasti, sem gegndi því starfí eða uns rafbúnaður leysti hann af hólmi. Hann var grafari við kirkjugarðinn í Hafnarfírði Qölda ára og einnig að Görðum og Bessastöðum. Þær em orðnar margar grafim- ar, sem hann tók með haka og skóflu við misjafnar aðstæður. Enginn mun hafa kunnað betri skil á legstöðum á þessum stöðum en Ingólfur. Hann var í þeim efnum, eins og svo mörgu öðm, sem lifandi orðabók. Minni hans var með ólík- indum og væri það efni í langa frá- sögn. Hann var fróðleiksbrunnur um gamla tímann í bænum sínum og átti létt með að klæða hugsanir sfnar í búning stökunnar, enda var faðir hans vel hagmæltur. Aldrei flíkaði þó Ingólfur þessari íþrótt sinni. Hann lifði einföldu, kyrrlátu og reglusömu lífi og varðveitti af kost- gæfni arfínn góða úr foreldrahús- unum. Þar undi hann vel sínum hag. Síðustu árin var hann einbúi, eftir fráfall Jóns bróður síns, sem lést 1981. Hann var frábitinn giysi og glaum þess nútímalífs, sem margir ánetjast, og tók ekki þátt í kapphlaupinu um hégóma og ver- aldarpijál. Hann var unnandi þeirra andlegu verðmæta, sem mölur og ryð fá ekki grandað, þeirra verð- mæta, sem em uppspretta andlegr- ar auðlegðar og hamingju. Illt umtal um náungann heyrði ég aldrei af vömm hans og höfuðpiýði sína, hógværð og lítillæti, bar hann með reisn og rósemi til æviloka. Lengst af naut hann góðrar heilsu. Allt fram á síðasta ár hafði hann ekki um 40 ára skeið tekið sér frí frá störfum vegna veikinda. Fyrri hluta sl. árs gerði alvarlegur sjúkdómur vart við sig og Ingólfur varð að fara á sjúkrahús. Eftir spít- alavistina hélt hann áfram að taka grafir í Görðum og svo strangur var hann við sjálfan sig, að sár- þjáður mætti hann oft til vinnu sinnar síðust.u mánuði allt til ára- móta. Þegar ég heimsótti hann síðast á spitalann, nokkmm dögum fyrir andlátið, var sami friðurinn í návist hans og áður. Hið græðandi and- rúmsloft, sem alltaf fylgdi honum, var mannbætandi. Hann mætti örlögum sínum með æðmleysi og vissi, hvað framundan var. Nú fær hann uppfyllt hjá himnaföður fyrirheitið fagra, að „sá, sem er trúr yfir litlu, verður jrfir meira settur". Eg er þakklátur forsjóninni fyrir trausta vináttu hans. Ég þakka honum samvemstundimar og kynn- in. Þau gleymast í sjóði minna ljúf- ustu endurminninga. Guð blessi minningu öðlings- manns. Arni Gunnlaugsson Mér er það minnisstætt, eitt sinn er ég, nokkurra ára gamall, var í heimsókn hjá ömmu og afa á Aust- urgötunni. Þar var þá staddur Ingi sótari. Ég fann strax að þar var góður vinur ömmu og afa í heim- sókn. En það sem hafði áhrif á mig, strákhnokkann, var hversu stoltur og hreykinn ég var af ömmu og afa að þekkja þennan virðulega og háttsetta mann. Þannig var mál með vexti að Ingólfur Björgvin Jónsson hafði þann starfa í Hafnarfírði í mörg ár að hreinsa reykháfa húsa. Á meðal krakkanna, sem vom að alast upp í vesturbænum fyrir tæpum þijátíu ámm verður Ingólfur eða Ingi sót- GuðniÞ. Theodórs- son - Minningarorð Fæddur 24. september 1925 Dáinn 28. janúar 1986 „Þar áttum við fjölmarga indæla stund, sem ævi vor saknar og þráir.“ (P.Ó.) Við bamaböm Guðna Þorbergs Theodórssonar þökkum við fráfall afa afahöndina sem hann rétti að okkur. Afahöndin var góð og dýr- mæt, sem við viljum nú þakka Guði fyrir. Guðni afi bar okkur á örmum trúar sinnar, bað fyrir okkur, hlúði að okkur með kærleika sínum. Afi var einlægur vinur okkar. Guðni Þorberg Theodórsson fæddist í Reykjavík 24. september 1925. Foreldrar hans vom hjónin Theodór H. Jónsson frá Kjarlaks- stöðum á Felsströnd og Ingveldur Valdimarsdóttir frá Langeyjamesi á Skarðsströnd. Guðni afi ólst upp í Reykjavík. Hann var jafn glaður og góður félagi og með hópi félaga tengdust bönd tryggðar og vináttu. Á löngum tíma kynntist Guðni afi mörgu fólki úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins. Og það munu vera sannmæli að þeir sem honum kynntust eða hann starfaði hjá hafi borið til hans góðan hug og hið besta traust enda var hann skyldu- rækinn. Afí kvæntist 29. september 1951 ömmu okkar Sigurborgu Einars- dóttur úr Reykjavík. Foreldrar hennar vom hjónin Þóra Gísladóttir frá Eskifírði og Einar Vídalín Ein- arsson frá Vestmannaeyjum. Böm þeirra afa og ömmu eru: Þóra Ingibjörg, gift Sigurgeir Ól- afssyni og býr á Húsavík, Theodór Helgi, afgreiðslumaður í Reykjavík, og Einar Vídalín, bílamálari á Húsa- vík. Við bamaböm afa kveðjum hann að sinni með sámm söknuði og þökkum fyrir allt sem hann lét okkur í té, samfylgdina og gleðina, sem hann flutti inn í líf okkar. „Þá er jarðnesk bresta böndin blítt við hjörtu sorgum þjáð vonin segir: Heilöghöndin hnýtir aftur slitinn þráð.“ (P.Ó.) Guð veri með elskulegunr afa okkar. Dóttur- og sonarbörn í dag er kvaddur hinstu kveðju góður vinur, Guðni Theodórsson. Það minnir okkur á hvað oft er skammt bilið milli lifs og dauða. Okkur veitist líka oft erfitt að sætta okkur við að frá okkur séu teknir vinir og ættingjar, en þó einkum ef fólk er gætt slíkum lífskrafti og áræði sem Guðni hafði til að bera. Við kynntumst þeim hjónum á ferð til Júgóslavíu árið 1981. Þar kynntumst við líka fyrst einstakri hjartahlýju þeirra beggja er við fengum skeyti að heiman um lát móður minnar. Þá var gott að eiga þau að, raunbetra fólki höfum við ekki kynnst. Oft sóttum við þau heim og fengum góð ráð hjá Guðna og venjulega fórum við kjarkmeiri frá honum og litum bjartari augum á Lilveruna. Glaðlyndi og kraftur voru hans aðaleinkenni, ásamt hlýju viðmóti. Guðna kveðjum við og munum sakna hans. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum og eiga hann að vini. Minning hans mun ylja okkur um hjartarætur um ókomin ár. Við sendum konu hans, bömum, afabömum og tengdaföður, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Villa og Nonni Hann Guðni er dáinn. Þessi setning, sem í huga okkar skilur á milli lífs og dauða, ómar enn. Fregnin um andlát hans, að kvöldi 28. janúar sl., barst venzla- fólki samstundis. Eitt sinn skal hver deyja. Við vissum að Guðni var sjúkur en samt kemur dauðinn okkur jafnan í opna skjöldu. Hann er þó staðreynd sem enginn fær umflúið. Það er erfíð tilhugsun að Guðni sé allur. Hann kveður Iífið á góðum aldri, þegar hillir í síðsumar ævinnar — hið fegursta tímabil á lífsskeiði manna, sem eru í sátt við umhverfí sitt. Guðni var glaðvær að eðlisfari. Stutt var í hláturinn þótt tilefnið væri stundum smátt. Það var auð- velt að leita til Guðna því hann var einkar greiðvikinn og greiðann veitti hann ætíð með glöðu geði. Hann tók þátt í lífínu þar til yfir lauk. Þannig munum við Guðna. Elsku Sísí. Við sendum þér og bömum þínum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur á erfíðum tímum. Venzlafólk ari, eins og hann var nefndur okkar á meðal, ætíð minnisstæður. Hvar hann gekk með stóra stigann á öxlinni og kústana og fötuna í annarri hendinni og jafnan stór hópur bama á eftir, er minning sem ekki gleymist. Við, krakkamir, dáð- um þennan mann og bárum fyrir honum ómælda virðingu. Hann vann mikilvægasta og virðingar- mesta starfíð í bænum. En það var einnig gott að vera bam í návist hans. Bæði við og hann nutum samfélagsins. Og okkur þótti hann svo hugaður að þora að fara upp á þökin á húsunum, sum svo brött, að óskiljanlegt var hvemig hann gat fótað sig. Ég gleymi aldrei deginum þegar Ingi sótaði reyk- háfínn á heimili mínu á Skúlaskeið- inu. Ég hef tæpast verið meira en fjögurra ára gamall. En mér er þessi dagur svo minnisstæður, að enn man ég handtökin hans, þegar hann sópaði sótinu úr skorsteinin- um í fötuna sína. Þetta var stór og viðburðaríkur dagur í lífi mínu, þegar kom að því að Ingi sótaði strompinn minn. En Ingólfur var ekki bara sótari á þessum áram. Hann var líka kindakarl eins og Gunnlaugur afi minn. Og ég naut þess oft á bama- áram mínum að fá að vera með afa og Inga í kringum kindumar. En ég man að fyrst í stað átti ég erfitt með að skilja, að um sama mann væri að ræða, Inga sótara og Inga kindakarl. Því þegar hann var að sóta var hann allur svartur, hendur, andlit og föt. En með kindunum svo hvítur. En þegar hann talaði til mín var efinn á bak og burt. Þetta var sami Ingi, sá eini og sanni. Og enn áttu leiðir okkar eftir að liggja saman. Þegar mér auðnaðist að fá afnot af fjárhúsunum, þar sem Frímann heitinn Þórðarson hafði haft kindur sínar um margra ára skeið, fyrir hestana mína, varð Ingólfur minn næsti nágranni með kindumar sínar. Stundimar í fjár- húsunum aftur með Inga allt fram á síðasta jóladag verða mér ógleym- anlegar. Þá kynntist ég nýrri hlið á Ingólfi. Afburða fróður og minn- ugur, traustur og fómfús og síðast en ekki síst þessi seigla og dugnað- ur í þolinmæði og æðraleysi, eitt- hvað, sem mér finnst ég sjálfur og samfélagið svo snauð af. Enginn maður hefur miðlað mér jafn mikl- um fróðleik um sögu kirkjumála í Hafnarfírði og Ingólfur. Kirkjan í Hafnarfirði stóð honum alltaf næst. Á jóladag sl. sá ég Ingólf í síðasta sinn ganga leiðina sína upp Öldum- ar til kindanna sinna í hörkugaddi og strekkingsvindi. Ég tók hann upp í bílinn minn. Þá var honum tvennt efst í huga. Hvemig mæltist prestinum í gærkvöldi og hvort vatnið væri frosið hjá kindunum. Ingólfur kom víða við í hafnfirsku bæjarlífí. Hann starfaði í bæjar- vinnunni um margra áratuga skeið og hafði með höndum margvísleg verkefni. Tæpast er til sú gata í Hafnarfirði, að þar megi ekki fínna handbragð Ingólfs. Hann var einnig grafari í Hafnarfirði, Görðum og Bessastöðum um áratugaskeið. Þá hringjari í Hafnarfjarðarkirkju í þtjátíu ár. En Ingólfur sóttist ekki eftir vegtyllum og lofsyrðum. Hann var meiri maður en það. Þjónustan við menn og málefni var honum svo í blóð borin, að lof og hrós kom honum undarlega fyrir eyra. Enda var hann vanastur því að vinna störf sín á lægstu daglaunum með hóg- værð og lítillæti. „Greiðið götu Drottins, ryðjið Guði voram veg í óbyggðinni." Þannig komst Jesaja að orði við þjóð sína í lok herleiðingarinnar. Á sama veg talaði Jóhannes skírari til fólksins til undirbúnings komu frelsarans. Mér koma þessir menn í hug og orðin þeirra, þegar Ingólfur Björgvin Jónsson er kvaddur. Hvort sem Ingólfur kallaði bæjarbúa til guðsþjónustu með kirkjuklukkun- um, eða mokaði snjóinn óbeðinn af kirkjutröppunum snemma á sunnu- dagsmorgnum, eða tók gröf í kirkjugarðinum eða vann enn eitt handverkið í þágu bæjarbúa, þá einkenndist allt hans líf af að greiða götu Drottins og gera brautir okkar beinni og þægilegri. Þótt Ingólfur „fari nú yfir“, eins og hann sjálfur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.