Morgunblaðið - 07.02.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.02.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 13 neyddust þeir til að draga úr fram- leiðslu. Síðasta sumar tók steininn úr: Olíuframleiðsla í Saudi-Arabíu fór niður í tvær milljónir tunna á dag og nú nálgaðist kreppuástand. Á fjórum árum hafði hlutur OPEC-ríkjanna á heimsmarkaði skroppið saman. Hlutföll innan olíu- heimsins höfðu tekið stakkaskipt- um. Aðildarríki OPEC höfðu séð vestrænum ríkjum fyrir 75 prósent- um olíunnar, en nú héldu þeir aðeins 38 prósentum af markaðinum. Slagurinn stendur fyrst og fremst milli OPEC og Breta og Norðmanna. Bretar og Norðmenn framleiða nú meiri olíu en forystu- ríki OPEC, Saudi-Arabía. „Aðgerðir Yamanis beinast fyrst og fremst gegn Bretum," segir Hellmuth Buddenberg, svæðisstjóri hjá breska olíufélaginu BP. Bretar, jafnt sem Norðmenn, hafa látið framleiðslutakmarkanir lönd og leið af þeirri einföldu ástæðu að þeir eru ekki félagar í OPEC og bæði Bretland og Noregur eru iðnríki. Nú hefur Yamani aftur komið því til leiðar að tunna af hráolíu kostar um 16 dollara. Það þýðir að Norðursjávarolíufurstamir hagnast aðeins á stærstu olíusvæðum sínum, t.d. Brent-olíusvæðinu. Þau svæði, sem ekki eru jafn gjöful, veita lítinn sem engan arð í aðra hönd. Þetta getur komið sér illa fyrir Breta. Þeir em háðir olíutekjum sínum bæði í milliríkjaviðskiptum og til að halda gengi sterlings- pundsins stöðugu. Lágt verð dregtir úr nýjum framkvæmdum Þá fer einnig svo að ekki svarar hagnaði að reyna fyrir sér á nýjum svæðum. Sem ef til vill hefði ekki verið nein spuming þegar olían var dýrari. Það er augljóst að olíufélög- in þurfa að spara í framtíðinni. Og það er víst að sá niðurskurður verður gerður í olíuleit. Olíufélögin munu gera minna til að tryggja framtíð sína. Áður en aðgerðir Yamanis sögðu til sín var ráðgert að vetja 6,5 pró- sentum minna af fé í að bora eftir nýjum olíulindum en á síðasta ári. Nú má búast við að aðhaldið verði meira. Um þessar mundir er olíuforði heimsins talinn vera um 630 til 715 milljarðar tunna. Þessi forði dugar mannkyninu næstu 32 ár ef orku- notkun helst óbreytt. Einu olíulind- imar, sem fundist hafa nýlega og eru meira en aðeins dropi í olíuhaf- ið, em þær mexíkönsku. Olíuverðhrunið á einnig eftir að minnka lánstraust olíufyrirtækja og olíuríkja. Bankar neyðast nú til að endurskoða útlánastefnu sína. Setj- um sem svo að lántaki geri ráð fyrir að hagnast svo og svo mikið á því að framleiða eina olíutunnu og taki lán samkvæmt því. Þegar þessar spár bregðast og olían lækk- ar í verði getur sá hinn sami ekki staðið í skilum. Þetta kemur sér illa fyrir Mex- íkó, Venezuela, Nígeríu og írak, svo að dæmi séu nefnd. Þrátt fyrir mikil olíuviðskipti em þessi ríki svo skuld- ug að þau geta tæplega borgað vextina af skuldum sínum. Olíuborpall & Norðursjónum. Borað eftir olíu í Saudi-Arabíu. Fórnarlömb olíuverð- lækkunar í slíkum tilfellum er um tvennt að ræða fyrir bankana: Minnka lánstraust, sem hefði gjaldþrot við- skiptavinarins í för með sér, eða gefa skuldir eftir að hluta til og það geta ýmsir bankar, einkum bandarískir, ekki leyft sér án þess að bíða skipbrot. Olíufyrirtæki, olíuríki og bankar á vesturlöndum em fórnarlömb ol- íuverðlækkunarinnar. Þetta em þeir aðiljar, sem áður græddu á háu olíuverði. Iðnríki og þróunarlönd, sem ekki eiga eigin olíulindir, hagn- ast aftur á móti á verðlækkuninni. Olíuverðlækkunin á eftir að hafa hagvöxt í Bandaríkjunum í för með sér og fari verð á olíutunnu niður í 15 dollara gæti hann orðið milli 1,2 og 1,5 prósent. Áður höfðu hagfræðingar lagt fram tölur, sem sýndu fram á mun verri markaðs- horfur. Og þetta á ekki aðeins við um Bandaríkin. Ódýrari orka hleypir lífi í iðnaðinn og Vestur-Þjóðveijar njóta sérstaklega góðs af því. 30 prósent verðlækkun á olíu gerir að verkum að hráolía verður 50 pró- sent ódýrari fyrir Vestur-Þjóðveija en fyrir einu ári vegna þess að gengi marksins hefur einnig hækk- að gagnvart dollara. Þar hefur bensín þegar lækkað talsvert og stjóm Helmuts Kohl getur sýnt fram á árangur, sem hún í raun þurfti ekki að hafa fyrir. Hið háa olíuverð var reiðarslag fyrir fátækar þjóðir. Árið 1981 fóm 83 prósent af útflutningstekjum Tyrkja til olíukaupa, 77 prósent í Senegal og 52 prósent í Brasilíu. 1985 stóðu bæði Tyrkir og Senegal- ar betur að vígi, en staða Brasilíu- manna versnaði og Thailendingar og stjómin í E1 Salvador áttu í miklum erfíðleikum. Á meðan iðnaðurinn brýtur af sér allar viðjar og þróunarlöndin rétta úr kútnum velta sérfræðingar fyrir sér hversu lengi þessi staða haldist. í olíuheiminum er allra veðra von og þegar leggja á línumar til langframa þannig að olíumark- aðurinn haldist óbreyttur gerist yfirleitt hið gagnstæða. Sem vissu- lega bitnar jafnframt á neytandan- um. Fari olíuverðið niður fyrir 15 dollara (sem allt bendir til) þá borg- ar sig óvíða að nýta aðrar orkulind- ir, að eldivið undanskildum. Kosti olíutunnan 15 dollara verð- ur óhagkvæmt að bora eftir olnf nema í eyðimörkum og svo ódýr olía dregur úr þörf hins almenna borgara til orkuspamaðar. Og það var orkuspamaður, sem olli falli OPEC. Olíulindir utan OPEC-ríkjanna sjá nú fyrir rúmlega helmingi olíu- þarfar vesturveldanna. En þessar olíulindir em ekki óþijótandi. Olíu- lindir Bandaríkjamanna þrýtur að mestu eftir níu ár. Ef Bretar vinna áfram jafnmikla olíu og þeir gera nú endast forða- búr þeirra næstu fjórtán ár og sama gildir um Sovétmenn. Hins vegar endist olíuforði aust- urlanda nær allt frá 60 ámm (íran) til 250 ára (Kuwait), ef framleiðslan helst sú sama og nú. OPEC aöeins í öldudal? Það em í mesta lagi tíu ár þar til framleiðsla dregst saman á þeim olíusvæðum, sem veittu brautar- gengi til að bijóta á bak aftur veldi OPEC. Og eftir tíu ár má búast við að Sovétmenn þurfi einnig að leita á náðir OPEC-ríkjanna. Talið er að hlutur OPEC á heims- markaði aukist í 55 prósent á næsta áratug. * Aframhaldandi olíu- lækkanir? Eins og stendur em forysturíkin innan OPEC, Saudi-Arabía og Kuwait, staðráðin í að halda áfram verðstríðinu þrátt fyrir mótbámr frá öðmm aðildarríkjum. Olíuríki lækka nú olíuverð á víxl. Mexíkanar lækkuðu verðið um 4 dollara á olíu- tunnu um síðustu helgi og íranar, Líbýumenn og Alsírbúar gerðu slíkt hið sama á miðvikudag. Olíutunnan frá þremur síðasttöldum aðiljum kostar þó 26 dollara eftir lækkun- ina. En þeir em einnig þekktir fyrir að manga með vöm sína og því má gera ráð fyrir að endanlegur kaupsamningur hljóði upp á lægra verð. „Næsta árið hugsum við ekki um tekjur," segir embættismaður frá Kuwait: „Þetta ástand á eftir að ríkja í hálft ár og olíuverðið verður á milli 15 og 10 dollarar tunnan. Eftir þann tíma breytist afstaða framleiðenda Norðursjávarolíu og þeir munu minnka framleiðslu til að stöðva verðhmnið." Breska stjómin segist aftur á móti ekki gefa eftir og olíuframleiðsla Breta muni aðeins lúta fijálsum markaðs- lögmálum um framboð og eftir- spurn. Heimildir: The Economist, Newsweek, Time, FinanciaJ Times, The New York Times, Der Spiegelog AP. ALVORU tíTIHURÐASÝNING Á þessari meiriháttar sýningu i sýningarsal okkar að Kársnesbraut 98, Kópavogi, sýnum við okkar glæsilega og f jölbreytta úrval HIKO-útihurða. Láttu þig ekki vanta ef þig vantar útihurð. LAUGARDAG 8. FEBRÚAR g OG SUNNUDAG 9. FEBRÚAR KL. 10-17 : y i n r --.. I! r--T 11 — " 1 -■'l'.TI HURÐAIÐJAN KÁRSNESBRAUT 98 - SÍMI43411 200 KÓPAV0GUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.